Morgunblaðið - 07.12.2007, Síða 12

Morgunblaðið - 07.12.2007, Síða 12
12 FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR ÚR VERINU ÞETTA HELST ... Óróleiki á þingi Þingfundi gærdagsins lauk með at- kvæðagreiðslu um fjáraukalög fyrir árið 2007 og voru þau samþykkt, að undangegnum ítarlegum um- ræðum. Talsverður óróleiki hefur verið í Alþingishúsinu undanfarið enda mikið um að vera síðustu daga fyrir jólafrí. Þingmenn geta þurft að vera stöðugt í starthol- unum enda alls óvíst hvenær mál sem þeir vilja tjá sig um komast á dagskrá. Það fer eftir því hversu langan tíma tekur að afgreiða önnur mál og eins getur það gerst að áætl- uðum löngum umræðum er frestað til að önnur mál komist að. Hljóp á þing Þannig fór með Steingrím J. Sigfús- son í gær að hann tók allt í einu eftir því að mál sem hann hafði skrifað undir nefndarálit um með fyrirvara var á dagskrá. Steingrímur hljóp frá skrifstofu sinni í Vonarstræti en kom engu að síður of seint og um- ræðum var lokið. Dýr loforð Jón Magnússon er ekki sáttur með vinnubrögð ráðherra og að þeir hafi komið fram með loforð um mikil útgjöld á næstu tveimur árum en þess hafi ekki verið getið í nýafstaðinni umræðu um fjárlög fyrir næsta ár. „Það er dóna- skapur við Alþingi Íslendinga að taka málið ekki fyrst upp hér,“ sagði Jón í gær og minnti á fjárveiting- arvald Alþingis. Óskoðuð ökutæki Ríflega 22 þúsund óskoðuð öku- tæki eru skráð á Íslandi. Í ein- hverjum tilvikum gæti þó verið um ökutæki sem hafa verið tekin úr um- ferð en ekki afskráð að ræða. Þetta kom fram í svari samgönguráðherra við fyrirspurn Álfheiðar Ingadóttur í fyrradag. Jafnframt kom fram að ökutækjaeign á Íslandi hefur aukist mjög mikið eða úr tæplega 176 þúsundum í 291 þúsund á tíu árum. Dagskrá þingsins Þingfundur hefst kl. 10.30 í dag og m.a. mælir menntamálaráðherra fyrir frumvörpum til breytinga á lög- um um leikskóla, grunnskóla og framhaldsskóla. Jón Magnússon að frá upphafi hefði verið ljóst að eignirnar yrðu ekki seldar á al- mennum markaði og þ.a.l. hefði ekki verið hægt að ætlast til þess að fá markaðsverð fyrir þær. „Ef eignirn- ar hefðu verið seldar á markaðs- verði á opnum markaði hefði jafn- framt orðið verðfall á fasteignamarkaði á Suðurnesjum vegna offramboðs eigna,“ sagði Árni Páll og áréttaði að sveitarstjórnir á Suðurnesjum hefðu lagt áherslu á að eignirnar yrðu ekki seldar á al- mennum markaði. Af hverju ekki ohf.? Grétar Mar Jónsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, spurði af hverju félagið hefði ekki verið op- inbert hlutafélag og þ.a.l. með upp- lýsingaskyldu. „Ljóst er að fjöldi einstaklinga og fyrirtækja hætti við að gera tilboð í eignir vegna mjög óljósra þátta í skipulagsmálum,“ sagði Grétar og dró í efa að það gengi upp að selja eignir án útboðs og jafnvel auglýsinga á Evrópska efnahagssvæðinu. Enginn maðkur í mysunni í Keflavík Sjálfstæðismenn sagðir sitja allt í kringum borðið Morgunblaðið/Ómar Deilt um Miðnesheiði Stjórnarandstæðingar halda því fram að óeðlilega hafi verið staðið að sölu eigna í Keflavík en Geir H. Haarde vísar því á bug. Eftir Höllu Gunnarsdóttir halla@mbl.is „ÉG LEYFI mér að fullyrða að það er hvergi maðkur í þessari mysu,“ sagði Geir H. Haarde forsætisráð- herra þegar hann flutti Alþingi munnlega skýrslu um starfsemi Þróunarfélags Keflavíkurflugvallar í gær og blés á fullyrðingar stjórn- arandstöðuþingmanna um að rang- lega hefði verið staðið að sölu eigna á gamla varnarliðssvæðinu. Geir sagði að tekin hefði verið sérstök ákvörðun um að fela ekki Ríkiskaupum sölu eignanna og því væri hrein fásinna að halda því fram að gengið hefði verið framhjá fyr- irtækinu í ferlinu. Ekki hefði verið hægt að birta kauptilboð eða kaup- samninga þar sem taka þyrfti tillit til viðskiptahagsmuna viðsemjenda. Þingmönnum stæði þó til boða að kynna sér þessi gögn. Geir sagði nauðsynlegt að hafa í huga að Þróunarfélagið væri ekki fyrst og fremst hugsað sem fast- eignafyrirtæki eða söluaðili eigna heldur sem þróunarfélag sem hefði það með höndum að þróa svæðið þannig að nærsamfélagið styrkist. „Mér þykir afar miður hvernig þingmenn, einstakir, og aðrir aðilar hafa fjallað með óábyrgum hætti um þetta mál. Síðasta ríkisstjórn fékk sérstaklega vandaða einstaklinga til að taka sæti í stjórn þessa félags og þeir hafa unnið alveg ótrúlega gott starf á mjög stuttum tíma,“ sagði Geir en stjórnarandstaðan hélt því fram að ákveðnir Sjálfstæðismenn hefðu setið „allt í kringum borðið“. Aftur til Hvamm-Sturlu „Af því sem ég hef áður lesið þá þarf ég að fara allt aftur til Hvamm- Sturlu til að finna annan eins vef ættartengsla og pólitískra tengsla og hér er,“ sagði Bjarni Harðarson, þingmaður Framsóknarflokksins, og benti m.a. á að bæjarstjóri Reykjanesbæjar væri í stjórn Þró- unarfélagsins og stjórnarformaður Keilis auk þess að eiga persónuleg- an hlut í báðum félögunum. Atli Gíslason, þingmaður Vinstri grænna, tók í sama streng og sagði að bæjarstjórinn hefði átt að víkja sæti þegar málið kom upp. Stjórn- sýslulög gæfu skýr fyrirmæli um það. „Þessi tengslalisti og gögn sem ég hef undir höndum eru með ólík- indum,“ sagði Atli og gagnrýndi jafnframt að verðið sem fékkst fyrir allar íbúðirnar hefði verið undir- verð, aðeins um 14 milljarðar króna fyrir 1.700 íbúðir. Árni Páll Árnason, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði hins vegar Í HNOTSKURN » Þróunarfélag Keflavíkur-flugvallar var stofnað í október 2006. » Tilgangur þess er að leiðaþróun á gamla varnar- svæðinu í Keflavíkuflugvelli sem stóð autt eftir að banda- ríski herinn fór. » Keilir, miðstöð vísinda,fræða og atvinnulífs er með starfsemi á svæðinu. „ÞETTA eru því miður alltof litlar og götóttar aðgerðir því að fjöl- margt hefur þróast með þeim hætti á undanförnum misserum að kjör aldraðra og öryrkja skerðast en batna ekki,“ sagði Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, um aðgerðir ríkisstjórnar- innar til að bæta hag aldraðra og öryrkja á Alþingi í gær en forsætis- ráðherra greindi þinginu frá að- gerðunum við upphaf þingfundar. Guðni Ágústsson, formaður Framsóknarflokksins, fagnaði kjarabótunum en óttaðist að enn væru skildir eftir þeir hópar sem sárast væru settir. „Ríkisstjórnin verður svo auðvitað að gá að sér, því að versti þjófur sem til er, sem fer beint í veskið, það er verðbólg- an á Íslandi, það eru háu vextirnir,“ sagði Guðni. Kristinn H. Gunnarsson, þing- maður Frjálslynda flokksins, fagn- aði jafnframt aðgerðunum og sagði þetta vera áfanga á réttri leið. „En það þarf að gera betur,“ sagði Krstinn og vakti athygli á tillögum Frjálslyndra um viðbótar- persónuafslátt fyrir lágtekjufólk. Stjórnarliðar voru hins vegar með minni fyrirvara þegar þeir fögnuðu fyrirheitunum. Ellert B. Schram, þingmaður Samfylkingar, sagði þetta vera stórt, afdrifaríkt og ánægjulegt skref og Ásta Möll- er, þingmaður Sjálfstæðisflokks, sagði hag lífeyrisþega hafa batnað og að með þessu væri haldið áfram í þá átt. Of litlar og götóttar aðgerðir HEILDARVÍSITALA þorsks, eins árs og eldri, reyndist 20% lægri í haustmælingu Hafrannsóknastofn- unarinnar nú en á sama tíma í fyrra. Þá benda mælingar til að árgangur- inn frá 2007 sé slakur og er það í samræmi við vísbendingar úr stofn- mælingu rækju á grunnskóð vestan- lands og norðan frá því í haust. Við stofnmælingu botnfiska er landgrunnið rannsakað, allt niður á 1.500 metra dýpi. Rannsóknarskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæ- mundsson voru notuð og var togað á alls 381 stað allt í kringum landið. Staðfestir breytingar Niðurstöðurnar sem Hafrann- sóknastofnunin kynnti til bráða- birgða í gær eru mikilvægur þáttur árlegrar úttektar á ástandi nytja- stofna sem lýkur í maí. Stofnmæl- ingin gefur svipaða mynd og stofn- mælingar síðustu ára hvað varðar magn og útbreiðslu flestra nytja- stofna. Jóhann Sigurjónsson, for- stjóri Hafrannsóknastofnunarinnar, segir að niðurstöðurnar séu því í samræmi við áætlanir stofnunarinn- ar frá síðastliðinu vori. Þótt fæðu- framboð fyrir þorskinn mætti vera betra sé of snemmt að draga of víð- tækar ályktanir af því. Lækkun vísitölu þorsksins gefur svipaða mynd af þróun þorskstofns- ins hin síðari ár og stofnmælingin í mars sl. Lækkunina má rekja til þess að árgangarnir frá 2001, sem mælst hafa lélegir eða mjög lélegir, eru að koma í ríkara mæli inn í stofnmæl- inguna. Þetta sést vel á lengdardreif- ingum sem sýna að mun minna er af fiski á bilinu 35 til 55 sm að lengd en undanfarin ár. Aldursskiptar vísitöl- ur benda til þess að árgangurinn frá 2007 sé slakur en nákvæmari mæl- ing árgangsins fæst í mars nk. Ár- gangurinn frá 2004 mælist sem fyrr mjög lélegur. Meðalþyngd 6 til 8 ára þorsks mælist nú 10-15% minni en í stofn- mælingunni 2006 en meðalþyngd annarra aldurshópa er svipuð. Með- alþyngd eftir aldri er nú um 30% lægri en hún var fyrir ellefu árum. Fæðuathuganir sýndu að mun minni fæða var í þorskmögum en í fyrra og raunar sú minnsta frá því mælingar hófust. Mikið af ýsu Heildarvísitala ýsu var há í haust- leiðangrinum nú líkt og undanfarin fjögur ár en lækkaði þó um 13% frá haustmælingunni í fyrra. Lækkun stofnvísitölu frá fyrra ári má að mati Hafrannsóknastofnunarinnar eink- um rekja til þess að minna fékkst af ýsu af árgöngunum frá 2004 og 2005. Kemur þetta vel fram í lengdardreif- ingu ýsunnar sem sýnir að mun minna er nú af 25 til 35 sm ýsu en undanfarin ár. Aldursskiptar vísitöl- ur benda til að árgangurinn frá 2007 sé yfir meðallagi. Holdarfar ýsu var lélegt á norðursvæði en þó betra en síðustu ár. Holdarfar ýsu á suður- svæði versnaði frá fyrra ári en er þó mun betra en á norðursvæði. Heildarvísitala grálúðu árið 2007 var svipuð og undanfarin fjögur ár og ástand stofnsins talið mjög lélegt. Heildarvísitala djúpkarfa hefur verið svipuð síðan árið 2002. Staðfest að þorsk- árgangurinn er slakur   0  1      CECFFEFF /,# 69  ' ( )   *     +,- *  +,'-                        !"    #          2  1          CECFFEFF ' ( .   *     +,- *  +,'-                        !"    #          /,# 69  Ásta R. Jóhannesdóttir 6. desember Bíða með sparnaðinn Þann 1. janúar 2009 verður afnumin skerð- ing lífeyrisgreiðslna vegna innlausnar sér- eignasparnaðar. Það hefur verið mikið órétt- læti hvernig séreign- arsparnaður hefur að litlu orðið vegna tekjutenginga í almannatrygging- unum. Ekki er unnt að breyta þessu fyrr en eftir ár vegna skorts á upplýs- ingum og af tæknilegum ástæðum. Ég hvet því eigendur slíks sparnaðar að bíða í rúmt ár með að taka hann út ... Meira: www.althingi.is/arj

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.