Morgunblaðið - 07.12.2007, Síða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 7. DESEMBER 2007 31
er blanda af Cabernet Sauvignon,
Malbec og Merlot. Þykkur magn-
aður ávöxtur þar sem rauð og
svört skógarber eru uppistaðan
ásamt rifsberjum. Feitt, mjúkt og
langt í munni með mildri eik. Í alla
staði magnað. Með öllu góðu kjöti.
3.370 krónur. 93/100
Achaval Ferrer Finca Altamira
2003 er Malbec eins og þrúgan
gerist hvað stórkostlegust. Það
sem einkennir þetta vín hvað mest
er dýpt á alla vegu og kanta, djúp-
ur og dökkur ávöxtur með svörtum
sólberjum og bláberjum, miðjarð-
arhafskrydd og viður. Í munni er
bragðmassi sem enn er að vinna úr
öllu því sem hann hefur upp á að
bjóða, dökkt súkkulaði, reykur og
mikil en mjúk tannín. Með hrein-
dýri og að sjálfsögðu grillaðri
nautasteik. 6.370 krónur. 95/100
En þá yfir til Ítalíu.
Querceto Vernaccia di San Gi-
mignano 2006 er athyglisvert hvít-
vín frá Toskana. Querceto er
þekktast fyrir hin dásamlegu Chi-
anti-vín sín (ekki síst Castello-
vínin) en hér er á ferðinni einfalt,
þurrt og þægilegt hvítvín. Peru-
ávöxtur og hvít blóm í einfaldri,
nokkuð sýruríkri uppbyggingu.
1.390 krónur. 84/100
Og fyrst minnst er á Castello-
vínið er full ástæða til að kíkja á
Riserva-útgáfuna af því: Castello
di Querceto Riserva 2003. Flottur,
karaktermikill og nær fullþrosk-
aður Chianti Classico í hæsta
gæðaflokki. Hann er töluvert eik-
aður og reykur og sviðinn viður
renna saman við þurran ávöxtinn,
svört og rauð ber. Vínið er tann-
ískt, þykkt og langt, og hefur
þessa „aukavídd“ sem bestu Chi-
anti-vínin hafa stundum, þótt ár-
gangurinn sé ekki sá mesti. 2.350
krónur. 92/100
Það er líka framleitt freyðivín í
Querceto-kastala. Francois 1er
Brut er framleitt með kampavíns-
aðferðinni og slagar hátt í kampa-
vín að gæðum. Það er ávaxtaríkt
með geri og nýbökuðu brauði í
nefi. Freyðir vel og þægilega.
1.990 krónur. 88/100
Fontodi Chianti Classico 2005
opnar stíft, þurrt og tannískt með
dökkum kirsuberjaávexti. Það opn-
ar sig með svörtum trufflum, kaffi,
púðursykri og kryddi, fantagott og
drykkjarhæft nú þegar en ætti að
ná hámarki eftir þrjú ár eða svo.
90/100
Corte Sant’Alda Mithas 2003 er
rauðvín frá Veneto-svæðinu á
Norður-Ítalíu sem flokka mætti
sem „Súper-Valpolicella“ og er ein-
ungis framleitt í mjög góðu árferði.
Þrúgurnar í víninu eru Corvina,
Corvinone og Rondinella og það
hefur mörg einkenni vína sem gerð
eru með Ripasso-aðferðinni á þess-
um slóðum, þ.e. þrúgurnar hafa
verið þurrkaðar að hluta. Sú er
hins vegar ekki raunin. Hér eru
einfaldlega á ferð þrúgur sem náð
hafa fullkomnum þroska og verið
tíndar seint, beðið er alveg fram í
lok október. Mithas hefur mikla
dýpt í nefi, það er dökkt, kryddað
með fókuseruðum svörtum kirsu-
berjaávexti. Það er tannískt en
tannínin eru mjúk og bit þeirra
þægilegt. Langt og ágengt – vín
fyrir villibráð. 3.250 krónur. 92/
100
frá föðurömmu minni en móð-
uramman fékk hana endur fyrir
löngu og síðan hefur hún verið
ómissandi í öllum fjölskylduboð-
um.“
Marensterta
Botnar:
4 egg
175 g sykur
50 g hveiti
50 g kartöflumjöl
½ tsk. lyftiduft
Þeyta egg og sykur vel. Hræra
mjölinu varlega saman við. Hella
deiginu í tvö form og baka 10 mín-
útur í 200°C heitum ofni. Lækka
hitann niður í 125°C.
Marens:
240 g sykur
4 eggjahvítur
2 dropar edik
Stífþeytið eggjahvíturnar, bland-
ið sykrinum rólega saman við og
ediksdropunum. Smyrjið þessu á
botnana og bakið marensinn í 25
mínútur.
Eggjabráð:
4 dl mjólk
vanilludropar
4 eggjarauður
2 msk. sykur
2 tsk. hveiti
Sjóðið helminginn af mjólkinni
og vanilludropana. Þeytið eggja-
rauðurnar og sykurinn. Blandið
hveitinu varlega saman við eggin
og síðan restinni af mjólkinni. Hell-
ið eggjablöndunni í pottinn og
hrærið stöðugt í uns blandan fer að
sjóða.
Eggjakreminu er smurt á botn-
inn. Þeytið um 3 dl af rjóma og setj-
ið yfir eggjakremið.
Laxatortillur
fyrir 4 meðalstórar tortillur
½ rauðlaukur, smátt saxaður
eitt bréf af reyktum laxi,
smátt skorinn
búnt af ferskum kóríander
rifinn límónubörkur
2 dósir rjómaostur
Hrærið öllu saman, nema kórí-
andernum. Smyrjið blöndunni á
tortillurnar. Dreifið skornum kórí-
ander yfir, rúllið upp og geymið í
ísskáp, t.d. yfir nótt.
Skerið í sneiðar.
Villibrauð
1 bréf þurrger
3 dl volgt vatn
50 g smjör
gróft salt
500 g hveiti
Villikrydd úr Blóðbergsgarðinum
Blóðbergskrydd úr
Blóðbergsgarðinum
Vatni og geri blandað saman, þá
hveiti, villikryddi og salti. Bræðið
smjörið og hnoðið saman við deigið.
Deigið hnoðað og látið lyfta sér í
30-60 mín. Slegið niður og hnoðað í
lengju. Skerið lengjuna í um 20
bita.
Mótið bitana í bollur og raðið
þeim í formið. Látið lyfta sér í 30
mín. Smyrjið deigið með bráðnu
smjöri, sáldrið grófu salti og blóð-
bergi yfir. Bakið í 35-40 mín. í for-
hituðum 200°C heitum ofni.
Blóðbergskjúklingur
fyrir 4
4 kjúklingabringur
sveppir
375 ml hvítvín
3 hvítlauksrif
smjör
blóðbergskrydd
gróft salt og svartur pipar
Hvítvín, kraminn hvítlaukur,
blóðberg, salt og pipar og bring-
urnar eru lagðar í skál. Leyfið kjöt-
inu að liggja þar í 10-15 mín.
Brúnið kjúklingabringurnar í
smjöri á snarpheitri pönnu. Leyfið
þeim að malla um stund undir loki á
mjög lágum hita.
Þegar bringurnar eru gegn-
steiktar eru sveppirnir smjör-
steiktir og hvítvínsblöndunni hellt
yfir pönnuna. Slökkvið undir pönn-
unni og berið fram með t.d. sætu
kartöflumauki.
Laxatortillur Einfaldur og góður réttur.
aðalsögupersónan
Villibrauð Brauðið bakar Lóa oft fyrir norðan.
- kemur þér við
Hvar eru lægstu
skattarnir á höfuð-
borgarsvæðinu?
Fyrrum herra Ísland
endurheimti ástina
Hvert fer neyðar-
aðstoð Íslendinga?
Fjórtán ára dansari
flytur til Úkraínu
Dóri nefnir gítarinn
sinn Múhameð
Sprækum Porsche
Cayenne reynsluekið
Hvað ætlar þú
að lesa í dag?