Morgunblaðið - 21.12.2007, Blaðsíða 6

Morgunblaðið - 21.12.2007, Blaðsíða 6
6 FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR VINNUSLYS varð rétt fyrir klukk- an átta í gærkvöldi á byggingar- svæði við Mánatún í Reykjavík. Samkvæmt upplýsingum lögregl- unnar féll maður á fertugsaldri um 10 metra og slasaðist töluvert. Hann brotnaði bæði á höndum og fótum og var fluttur á slysadeild. Rannsókn á orsökum slyssins stendur yfir. Slasaðist við vinnu SJÓMÆLINGASVIÐ Landhelgis- gæslu Íslands hefur vakið athygli á því að fullt tungl er á aðfanga- dag og að vanda sé stórstreymi því samfara. Því sé ástæða fyrir sjó- menn og aðra til að fylgjast vel með veðurspá og loftþrýstingi. Flóðspá er reiknuð út miðað við venjuleg veðurskilyrði. Breytingar á veðri valda mismun á útreiknuð- um og raunverulegum sjávarföll- um því töflur yfir sjávarföll eru reiknaðar út miðað við meðalloft- þyngd sem er við sjávarmál 1013 hPa. Varað við stórstreymi TÍU fyrrverandi stjórnarmenn í HPY-samsteypunni finnsku (Síma- félagi Helsinki), sem nú heitir Elisa, sendu í gær lesendabréf til finnska blaðsins Helsingin Sanomat þar sem þeir lýsa andúð sinni á tilraunum Novators, fjárfestingafélags Björg- ólfs Thors Björgólfssonar, til þess að kljúfa Elisu í tvennt. Eins og fram hefur komið í Morgunblaðinu hafa hugmyndir Björgólfs Thors vakið mikla athygli í Finnlandi og eru ekki allir á eitt sáttir um þær, og hefur stjórn félagsins lýst þeim sem til- raun til valdaráns. Fyrrverandi forsætisráðherra Finnlands skrifar undir Tímenningarnir vísa til lesenda- bréfs sem Kurt Nordman, fyrrum forstjóri Elisu, sendi til blaðsins hinn 5. desember sl. og segjast taka heils- hugar undir þau sjónarmið sem þar koma fram. Tillögur Novators séu engan veginn jákvæðar fyrir Elisu. „Allar aðgerðir, eins og að skipta upp fyrirtækinu, skipta um stjórn þess og breyta starfsaðferðum, myndu samkvæmt okkar skilningi einungis hafa það markmið að tæma eigið fé fyrirtækisins sem hefur tek- ið 125 ár að skapa. Rökstuðningur Novators fyrir yf- irtökutilraun, undir svo fallegum heitum sem alþjóðavæðing og framþróun Elisa, er einungis til að slá ryki í augu til að ekki sjáist hin raunverulega áætlun yfirtakandans. Þess vegna hvetjum við alla hlut- hafa, sérstaklega hinn stóra hóp lít- illa hluthafa, að veita þeim aðila um- boð sitt á aðalfundi fyrirtækisins, sem hefur tilkynnt að hann ætli að mótmæla áætlunum Novators,“ seg- ir í bréfinu. Meðal þeirra sem skrifa undir bréfið er Harri Holkeri, fyrr- um forsætisráðherra Finnlands. Reiknuðum með viðbrögðum Orri Hauksson, sem haldið hefur utan um þetta verkefni Novators í Finnlandi, sagði að stjórnendur Novators hafi fyrirfram gert sér grein fyrir að það yrðu viðbrögð í Finnlandi við útspili félagsins. Það sé óvenjulegt í Finnlandi að hlut- hafar séu að hlutast til um stjórn. Novotor hafi lengi verið tilbúinn til þess að taka meiri ábyrgð á stjórnun félagsins. Mótmæla tillögum Novator harkalega Fyrrum stjórnarmenn í Símafélagi Helsinki (Elisu) sendu yf- irlýsingu í Helsingin Sanomat og vara við áformum Novators M arga undrar hve vest- rænar, gamalreyndar menningarþjóðir skora lágt í Písa- könnuninni marg- umtöluðu. Lönd á borð við Danmörku, Spán, Slóvakíu, Ísland, Noreg, Frakk- land, Bandaríkin og Ítalíu raða sér í tossabekk heimsins. Og Tékkland, Þýskaland, Svíþjóð og Bretland lafa rétt ofan við meðallag. Hvernig skyldi standa á þessu? Má láta sér detta í hug að ástæðan liggi að einhverju leyti í lífsmáta þessara sömu samfélaga? Til að mynda: Er ekki æ stærri skerfur af veröld ung- linga kominn út fyrir veggi skólastof- unnar? Hjá okkur sem gengum í skóla, fyrir einni kynslóð eða svo, var veruleikinn að vísu ekki allur í skóla- töskunni, en samt tiltölulega fljótlegt að smala þau afréttarlönd sem hugur unglinga leitaði inn á. Sá sem vildi kynna sér bakgrunninn kæmist vænt- anlega langt með að lesa bíóauglýs- ingar, skoða dagskrá útvarps og sjón- varps, fletta í gegnum dagblöð og nasa af nokkrum bókum. Aftur á móti núna! Hendir nokkur reiður á þeim víðáttum sem taka við einu barni þegar skólastofunni slepp- ir? Og það sem meira er, er ekki skólastofan orðin hálfgildings boð- flenna í öllu því afþreyingarfári eða hvað á að kalla sendingarnar sem barninu bjóðast með nettengdri far- tölvu og þráðlausum síma? Ég ímynda mér að það sé ekki tekið út með sæld- inni að vera kennari í dag, frá því að tróna einn á toppi athyglinnar til þess að þurfa að „verðskulda“ hana – að öðrum kosti fjarstýrt burt. Dögum oftar hlýtur hann að spyrja út í til- gang sinn. Og nemandinn hver sé til- gangur menntunar. Hverju svarar samfélagið? Ekki á tyllidögum eða í tækifærisræðum heldur því sem blasir við í veruleikanum. Að það borgi sig að leita sér menntunar? Að það sé hún sem skili mestum afrakstri? Orðið sem flestar Evróputungur nota yfir menningu er „ræktun“ (kúlt- úr). En til að sú ræktun megi takast verður að vera jarðvegur, nægilega djúpur fyrir rætur og eins þarf að gæta þess að í moldina sytri ekki spilliefni frá öllu því efnahelvíti sem viðgengst á yfirborði jarðar. Aldrei hafa aðrar eins holskeflur af dellu rið- ið yfir hugarheiminn og nú. Sjálfsagt væri ekki síður en í loftslagsmálum nauðsyn að koma hér á einhverskonar Kyoto-sáttmála um losunarkvóta. Að hverri þjóð yrði gert að setja sér markmið varðandi losunarheimildir á glórulausri dellu. En myndu Banda- ríkjamenn taka það í mál? Og á ekki Kína alveg eftir að leysa út sinn dellu- kvóta? Það gildir víst einu hvort litið er til efnis eða anda, rödd skynseminnar segir eitt og hið sama: Það verður að snúa við. Í stað „meira og meira“ verður að koma „minna og betra“. Þetta er alveg ný staða í samfelldri sögu tegundarinnar þær tvær og hálfa milljón ára sem hún hefur lafað á jarðarhnettinum. Alvanalegt er að skorturinn hafi neytt hana til að tak- marka sig, en aldrei fyrr hafa heilu samfélögin staðið andspænis því að hemja sig vegna ofgnægta. Enda ætl- ar það ekki að ganga þrautalaust fyrir sig, á það erum við minnt með nöfnum á borð við Rio, Kyoto og nú síðast Balí. Mannkynið líkist manni sem hefur misst áttanna, en þráast við og heldur áfram villuráfi um æ meiri vegleysur þrátt fyrir þrábeiðni eiginkonunnar um að nema staðar og spyrja til veg- ar. Það er ekki fyrr en vegaskilti með áletruninni „hengiflug“ birtist að hann tekur í mál að líta á kortið, og sann- færist þá fyrst um nauðsyn þess að snúa við. Nema hann taki sér í munn orðin fleygu sem gárungarnir lögðu í munn Leníns sáluga: „Félagar, í fyrra vorum við á barmi hengiflugsins, í ár höfum við tekið risaskref fram á við!“ Skakki turninn í Písa » Orðið sem flestarEvróputungur nota yf- ir menningu er „ræktun“ (kúltúr). En til að sú ræktun megi takast verð- ur að vera jarðvegur, nægilega djúpur fyrir rætur og eins þarf að gæta þess að í moldina sytri ekki spilliefni frá öllu því efnahelvíti sem viðgengst á yfirborði jarðar. Pétur Gunnarsson PISTILL Enn betra golf 3 Enn betra golf Eftir Arnar Má Ólafsson landsliðsþjálfara og Úlfar Jónsson margfaldan Íslandsmeistara og golfkennara Eftir Arnar Má Ólafsson landsliðsþjálfara og Úlfar Jónsson margfaldan Íslandsmeistar a GOLF ENN BETRABETRA G O LF A rnar M ár Ó lafsson og Ú lfar Jónsson 11/20/07 11:46:42 PM Jólabók golfarans! Borgartúni 23 · 105 Reykjavík · Sími: 512 7575 - www.heimur.is eftir Arnar Má Ólafsson og Úlfar Jónsson Fæst í helstu bókabúðum og víðar! Verð kr. 3.490,- m/vsk STOFNFUNDUR Suðurlinda ohf. var haldinn í Stóru-Vogaskóla í Vogum gær en hluthafar í félaginu eru; Grindavíkurkaupstaður, Hafn- arfjarðarkaupstaður og sveitarfé- lagið Vogar. Í stofnsamþykkt sem var staðfest á fundinum segir m.a. að félaginu sé ætlað að standa vörð um sameig- inlega hagsmuni sveitarfélaganna Grindavíkur, Hafnarfjarðar og Voga varðandi náttúruauðlindir við Trölladyngju, Sandfell og Krýsu- vík, m.a. mögulega nýtingu jarð- varma og eignar- og nýtingarrétt hvers sveitarfélags fyrir sig. Sér- staklega verði horft til nýtingar orkuauðlinda til atvinnuþróunar og uppbyggingar í sveitarfélögunum þremur. Ólafur Örn formaður Á fundinum var einnig kjörin fimm mann stjórn til eins árs. Formaður er Ólafur Örn Ólafs- son, bæjarstjóri í Grindavík. Aðrir stjórnarmenn eru Ellý Erlingsdótt- ir, forseti bæjarstjórnar í Hafnar- firði, Haraldur Þór Ólason bæjar- fulltrúi Hafnarfirði, Birgir Örn Ólafsson, forseti bæjarstjórnar Vogum og Íris Bettý Alfreðsdóttir, bæjarfulltrúi Vogum. | Miðopna Suðurlindir stofnsettar Eftir Andra Karl andri@mbl.is ÓFÆRT var nema á bát upp að bænum Ferjukoti í Borgarfirði í gærdag vegna mikilla vatnavaxta í Hvítá, og aðeins var hægt að komast að bænum Auðsholti í Árnessýslu á mjög stórum bílum eða dráttarvél- um. Talið er að vatnavextirnir hafi náð hámarki síðdegis í gær og þrátt fyrir að spáð sé rigningu í dag muni vatnshæðin minnka. Þorkell Fjeldsted bóndi í Ferju- koti sagði í samtali við Morgunblaðið í gærkvöldi að hann merkti það þeg- ar að vatnið hefði sjatnað. Það náði þó enn yfir veginn og torfært væri að komast að bænum. Hann sagði vatnshæðina þó litla núna miðað við oft áður en átti vart orð yfir miklar breytingar í veðurfari að undan- förnu. „Annaðhvort fýkur maður til eða flýtur.“ Vegurinn upp að bænum hefur oft farið illa í flóðum en Þorkell hafði ekki miklar áhyggjur af því. Hann yrði þá bara lagaður til í dag með gröfum. Á bænum Auðsholti vöknuðu íbú- ar við það í gærmorgun að bærinn var umlukinn vatni. Krakkarnir á bænum komust því ekki á litlu-jólin, þeim til mikillar armæðu, og póst- urinn sneri fljótt við þegar hann sá í hvað stefndi. Steinar Halldórsson íbúi á Auðs- holti sagði það ótrúlega tilviljun að fyrir nákvæmlega ári, eða að kvöldi 19. desember, flæddi einnig. Það flóð var hins vegar töluvert meira og náð rúmlega þremur metrum þar sem dýpst mældist. Í gær mældist vatnið einn og hálfur metri yfir veginum. Að sögn lögreglunnar á Selfossi í gærkvöldi var talið að vatnavextirnir hefðu náð hámarki og myndu ekki valda frekari usla. Enginn viðbúnað- ur var því vegna flóða. Vatnið umlukti bæina Morgunblaðið/Sigurður Sigmundsson Á ferðinni Benedikt Kristinn Ólafsson, íbúi á Auðsholti, fór á traktornum til að sækja póstinn um miðjan dag í gær, en póstberinn hafði snúið við. Vatnsmagn var farið að sjatna í gærkvöldi ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.