Morgunblaðið - 21.12.2007, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 21.12.2007, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2007 33 Sumarið 2005 bárust þær góðu fréttirað Þorgerður Katrín Gunnarsdóttirmenntamálaráðherra hefði fengiðþví framgengt í ríkisstjórn að einum milljarði af andvirði Símans yrði varið til að reisa hús íslenskra fræða á háskólasvæðinu. Alþingi samþykkti síðar þessa ákvörðun. Hvers vegna voru þetta góðar fréttir, og hvað hefur gerst í málinu? Íslensk fræði og stofnanir þeirra Íslensk fræði eru af mörgu tagi, en við Háskóla Íslands hefur hugtakið lengi verið not- að um rannsóknir í íslenskri málfræði, bókmenntum og sögu. Kennsla í fræðunum hef- ur greinst í sundur, og sagan og íslenskan eru nú aðskildar. Jafnframt því sem nám og rannsóknir þróuðust í Háskóla Íslands urðu til stofnanir á þessu sviði sem ætluð voru af- mörkuð verkefni. Snemma á fimmta áratugi síðustu aldar varð til Orðabók Háskólans, sem ætlað var að safna efni til sögulegrar orðabókar og varð með reglugerð 1998 vísindaleg orðfræðistofnun. Þegar hillti undir heimkomu íslenskra handrita úr dönskum söfnum, var komið á fót Handrita- stofnun Íslands með lögum sem sett voru 1962. Stofnunin var frá 1969 til húsa í Árna- garði við Suðurgötu og fékk 1972 nafnið Stofnun Árna Magnússonar á Íslandi. Hún varðveitir hand- rit og sinnir rannsóknum og fræðilegum út- gáfum. Á vegum Þjóðminjasafns hafði Krist- ján Eldjárn þjóðminjavörður stuðlað að söfnun örnefna og komið upp sérstakri deild við safnið fyrir þá starfsemi. Lög voru sett um Örnefnastofnun Íslands árið 1998, og varð hún þá sjálfstæð stofnun. Árið 1987 voru sett lög um Íslenska málstöð, sem þá þegar hafði starfað um skeið að málræktarstarfi og þjónustu við Íslenska málnefnd, og ári fyrr var sett reglugerð um Stofnun Sigurðar Nor- dals til að kynna íslensk fræði erlendis og stuðla að alþjóðlegu samstarfi á sviði ís- lenskra fræða. Lengst af tengdust allar þess- ar stofnanir Háskóla Íslands með einhverjum hætti. Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum Á vorþingi 2006 setti alþingi lög um Stofn- un Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Þar voru sameinaðar fyrr nefndar fimm stofnanir, og tók ný stofnun formlega til starfa 1. september sama ár. Eins og sjá má á lögum um Stofnun Árna Magnússonar í íslenskum fræðum er henni ætlað að sinna áfram þeim verkefnum sem eldri stofnanir sáu um og rækja sömu skyld- ur, en einnig var tekið fram í athugasemdum með lagafrumvarpinu að með því ætti að „efla rannsóknarstarf og miðlun á sviði íslenskra fræða auk þess að efla fræðilega ráðgjöf til styrktar og eflingar íslenskri menningu“. Frumkvæði að sameiningu stofnananna var komið frá stjórnvöldum en lagasetningin og sameiningin undirbúin í samvinnu og samráði við stjórnendur og starfsmenn stofnananna. Mikilvægur hvati að þátttöku þeirra í því starfi var yfirlýstur vilji stjórnvalda að efla íslensk fræði með sameiningunni. Miklu skipti einnig vonin um að ný stofnun gæti flutt saman á einn vinnustað í nýju húsnæði í námunda við Þjóðarbókhlöðu. Augljóst er að hagræðing og efling starfs næst ekki nema stofnunin geti starfað á einum stað við nú- tímalegar aðstæður. Hús íslenskra fræða Undirbúningur að hönnun byggingar er hafinn. Í fjárlögum ársins 2007 var í at- hugasemdum gert ráð fyrir að fé yrði veitt til byggingarinnar á árunum 2008, 2009 og 2010, og í ársbyrjun 2007 skipaði mennta- málaráðherra nefnd til að vinna að for- athugun og þarfagreiningu til undirbúnings arkitektasamkeppni um húsnæði fyrir Stofn- un Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. Samkomulag tókst við Háskóla Íslands um lóð fyrir nýbygginguna á háskólasvæðinu vestan Suðurgötu horn í horn við Þjóð- arbókhlöðu. Íslenskuskor Háskóla Íslands verður þar einnig til húsa. Nefndin skilaði áætlun um samkeppni og lýsingu í sum- arbyrjun, og menntamálaráðuneyti hefur nú hafið undirbúning að skipun dómnefndar sem mun sjá um samkeppni. Gert er ráð fyrir húsi sem verði samtals 5.500 fm auk bílastæða neðanjarðar. Háskóli Íslands fær um 1.500 fm fyrir íslenskuskor, en einnig er gert ráð fyrir verulegri samnýtingu í öðrum hluta hússins. Vonir standa til að húsið verði glæsi- leg og örvandi umgjörð um starfið sem þar á að fara fram, þ.á m. sýningar á þjóðargersemum. Verkefni íslenskra fræða í upphafi 21. aldar Íslensk fræði eru ekki sér- íslensk heldur alþjóðleg fræði- grein sem stunduð er við fjöl- marga háskóla í flestum heimsálfum. Íslenskar bók- menntir og íslensk tunga eru fjársjóðir sem vekja áhuga og umræðu allra sem kynnast. Þungamiðja fræðigreinarinnar hlýtur að vera á Íslandi þar sem sérþekking er mest og mikill hluti frumgagna varðveittur. Nýtt hús í næsta nágrenni við Þjóðarbókhlöðu á að svara nú- tímakröfum og laða fram sam- starfsvilja og starfsorku þeirra sem þar eiga vinnustað. Verk- efnin eru ærin: Í fyrsta lagi að draga fram nýja þekkingu úr fjársjóðum handritasafna og texta, fornra og nýrra, og nýta nýjungar í fræðum og rann- sóknum annarra þjóða til að varpa á hana ljósi og endurmeta það sem þegar er þekkt. Í öðru lagi að nýta upplýsingatæknina, sem nú fleygir fram, til að veita þekkingunni um heiminn og greiðan aðgang að menningarverðmætum okkar og rannsóknarefnum. Mestu skiptir þjónusta við þjóðina. Hún er auðvitað fólgin í því að dýpka skilning, miðla þekkingu og leggja með því grunn að lifandi tungu og menningu, heilbrigðum sjálfskilningi og metnaði. Stofnunin vill líka taka þátt í því að bjóða nýja íbúa landsins velkomna og hjálpa þeim og afkomendum þeirra að tileinka sér íslenska tungu og menningu. Þetta gerir hún með þátttöku í starfi sem stefnir að því að styrkja grundvöll kennslu í íslensku sem öðru og erlendu máli. Sú var tíðin að íslensk fræði voru kölluð neftóbaksfræði. Síðastur manna skal ég hall- mæla neftóbaki, en þessu orði mun þó hafa verið ætlað að merkja þau sem meinlaust grúsk roskinna karla. Ekkert er nú fjær sanni. Að starfinu koma eldri sem yngri, kon- ur ekki síður en karlar. Þau vita lengra en nef þeirra nær og nota nýjustu tækni til að safna fróðleik, skipuleggja hann, túlka og miðla. Við Stofnun Árna Magnússonar er nú unnið að gerð fjölmála veforðabókar, safnað tugum milljóna íslenskra orða í textasafn og þróaður hugbúnaður til að flokka og greina orðin með skjótvirkum og afkastamiklum hætti. Auk hefðbundinna útgáfuverka er unnið að staf- rænni útgáfu sem opnar nýjar leiðir til rann- sókna. Bindi í nýrri heildarútgáfu á verkum Hallgríms Péturssonar koma út jafnt og þétt, og væntanlega er grundvallarrannsókn á ís- lenskum myndlistararfi. Þjóðfræðasafn, þús- undir klukkustunda á böndum, er skráð og smám saman gert aðgengilegt á vefnum, tón- skáldum og tónlistarunnendum til yndis, en í undirbúningi er ný söfnun hljóð- og mynd- efnis til að skrásetja menningu samtímans. Unnið er skipulega að úrvinnslu örnefnaforð- ans og fyrirætlanir eru um örnefnagrunn með tengingu við kort og hnit. Stafsetning- arorðabók er nýkomin út og þegar unnið að endurskoðun hennar og endurbótum auk undirbúnings handbókar um málnotkun. Stofnunin hefur átt þátt í að gera vef- kennsluefnið Icelandic on-line og vill halda áfram að byggja ofan á það starf. Þróað vef- kennsluefni er ómetanlegur stuðningur við kennslu erlendis og ekki síður við kennslu nýrra íbúa í landinu. Í nýju húsi íslenskra fræða munu koma saman íslensk fræði sem kennslugrein í Há- skóla Íslands og hin öfluga nýja rannsókn- arstofnun kennd við Árna Magnússon. Ekk- ert ætti að vera því til fyrirstöðu að framkvæmdir geti hafist nógu snemma til að hægt verði að taka húsið í notkun snemma árs 2011, og draumurinn er að það verði vígt 17. júní 2011, þegar tvö hundruð ár verða lið- in frá fæðingu Jóns Sigurðssonar og eitt hundrað ár frá stofnun Háskóla Íslands. Hús íslenskra fræða – til hvers? Eftir Véstein Ólason Véstein Ólason »Nýtt hús ínæsta ná- grenni við Þjóð- arbókhlöðu á að svara nútíma- kröfum og laða fram samstarfs- vilja og starfs- orku þeirra sem þar eiga vinnu- stað. Höfundur er forstöðumaður Stofnunar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum. fst fyrir hálfnuð í , þegar að myndi ðfatlaða úna sú að úr þessu ær sagði nú ætti að garsvæð- m millj- n millj- m sem á sínum emur úr ra. Jó- hanna upplýsti að þegar hefði verið úthlutað 850 milljónum sem verja á til átaksins. „Áætluð lok átaksins eru við lok ársins 2010,“ sagði Jó- hanna. „Flókagata 29-31, þar sem við er- um nú stödd,“ sagði Jóhanna, „er einmitt lýsandi fyrir þetta átak. Við erum að hverfa frá stofnanaupp- byggingu og stofnanaþjónustu fyrir geðfatlaða yfir í búsetuúrræði og miðum að virkri þátttöku geðfatl- aðra í hinu venjulega lífi. Hérna er verið að breyta þessum húsum úr því að vera herbergjasambýli í ein- staklingsíbúðir þar sem 11 manns fá íbúðir.“ Íbúðirnar eru 45-55 fm að stærð og breytingin á húsnæðinu kostar 80-90 milljónir króna. „Það sem er sérstakt hér er að samliggjandi bíl- skúrum milli húsanna verður breytt í matsal og starfsmannaaðstöðu,“ sagði Jóhanna. Áætluð verklok eru næsta vor. Á árinu 2007 hafa verið teknar í notkun íbúðir fyrir 27 einstaklinga í Reykjavík. Unnið er að gerð kaup- samnings vegna níu nýrra íbúða sem verða teknar í notkun á næsta ári. „Þegar þessar 11 bætast við er þannig um að ræða 20 íbúðir til við- bótar við þessar 27,“ sagði ráð- herra. Stofnanaframlag Straum- hvarfa er 210 milljónir króna. yrir geðfatlaða Morgunblaðið/RAX sis, Ester Adolfsdóttir, framkvæmdastjóri Brynju, gert S. Sigurðsson, varaformaður Geðhjálpar. sia@mbl.is nblaðið/RAX ötu 29. Morgunblaðið/Eyþór r einn helsti vonarpeningur virkjunarmanna á Suðurnesjum. IRLITIÐ mun á hugunar fyrir- itu Reykjavíkur á hlut Hafnar- Suðurnesja og með kaupunum sé pnislögum. son, forstjóri Sam- sagði að fyrst og ngsl milli keppi- .e.a.s. Hitaveitu uveitu Reykjavík- ð yrði úr skugga ðu til þess að sam- nduðust yfir þess- m. Einnig yrði atengslunum gæti falist samstarf í skilningi 10. greinar samkeppnislaga, sem leggur bann við ólögmætu samráði. Samkeppniseftirlitið hefur haft til athugunar viðskipti með hlutafé í hitaveitunni sem fram fóru í vor í kjöl- far þess að ríkið seldi hlut sinn. Upp- hlaupið í kringum hið svokallaða REI- mál hefur tafið niðurstöðu í því máli, að sögn Páls Gunnars. „Þessi athugun á sölunni á hlut Hafnarfjarðar er liður í þeirri athugun,“ sagði hann. Ekki sérstakar áhyggjur Lúðvík Geirsson, bæjarstjóri í Hafn- arfirði, sagði að meirihlutinn í bæj- arstjórn hefði ekki sérstakar áhyggj- ur af samkeppnissjónarmiðum í þessum máli. „Ef samkeppnisyfirvöld meta það svo að það þurfi að útfæra þessa hluti með einhverjum öðrum hætti, þá er það Orkuveitunnar að leysa það. Við erum auðvitað með bindandi kauptilboð í þetta frá Orku- veitunni,“ sagði hann. Það hefði legið fyrir að Orkuveitan gæti þurft að bregðast við með einhverjum hætti, enda hefði Samkeppniseftirlitið verið að skoða þessi mál í töluverðan tíma, eða allt frá því að hlutur ríkisins var seldur í sumar. Ekki náðist í Bryndísi Hlöðvers- dóttur, stjórnarformann OR, vegna málsins í gær. ar sölu á hlutum í HS „SENN verður búið að leysa vanda helmings þeirra 160 sem vantaði úrræði,“ sagði Ásta Ragnheiður Jóhann- esdóttir, verkefnisstjóri Straumhvarfa. „Vandi flestra úti á landi hefur þegar verið leystur og nú leggjum við mesta áherslu á höfuðborg- arsvæðið vegna þess að þar var hópur sem sat eftir og miklu erfiðara var að fá úr- ræði fyrir þann hóp.“ Ásta Ragnheiður sagðist gera ráð fyrir að fljótlega á næsta ári yrði búið að leysa vanda helmings þeirra sem eru í Reykjavík. „Það eru um 80 manns á höfuðborgarsvæðinu í vanda, þar af er um helmingur í Reykjavík,“ út- skýrði Ásta Ragnheiður, hinir væru á Reykjanesi og höfuðborgarsvæðinu. „Lausn þessa vanda er í góðri vinnslu hjá okk- ur,“ sagði Ásta Ragnheiður, „síðan erum við að setja þó nokkrar fjárveitingar til hinna ýmsu sam- taka, eins og við vorum að skrifa undir í dag, til þess að styðja við geðfatlaða og gefa þeim mögu- leika í samfélaginu.“ Það segir hún vera í fram- haldi af því að leysa húsnæðisvandann á þennan hátt; að þeir geti búið í samfélaginu, innan um heilbrigða „og allir fái verkefni við hæfi. Það hef- ur skilað mjög jákvæðu heilsufari hjá þeim geð- fötluðu sem hafa fengið slík úrræði,“ segir Ásta Ragnheiður og bætir brosandi við: „Straumhvörf er þess vegna vel viðeigandi.“ Hún lýsir því að greidd sé endurhæfing og stuðningur úti í samfélaginu. „Við leggjum líka áherslu á að þeir sem eru fastir inni á stofnunum, sem eru alltof margir, fái sem fyrst lausn sinna mála, svo að þeir komist sem fyrst út í samfélagið. Inni á Kleppi eru t.d. einstaklingar sem hafa lokið sinni endurhæfingu og gætu farið að búa úti í sam- félaginu ef úrræði væru fyrir hendi.“ Ásta Ragnheiður segir að stefnan sé, eins og verið er að gera á Flókagötunni, að breyta sam- býlisforminu í það að fólk geti verið í ein- staklingsíbúðum. „Að allir sem geta fái sitt eigið heimili í sinni eigin íbúð.“ Að lokum segir Ásta Ragnheiður að þó að vandi þeirra 160 sem nú er verið að ræða um verði leyst- ur árið 2010 bætist alltaf við nýir einstaklingar. „Þeir munu auðvitað fá sína þjónustu frá fram- kvæmdasjóði fatlaðra, eins og aðrir fatlaðir. Átak- ið Straumhvörf var sett á laggirnar vegna þess hversu geðfatlaðir höfðu dregist aftur úr.“ Allir fái eigið heimili Ásta Ragnheiður Jóhannesdóttir
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.