Morgunblaðið - 21.12.2007, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 21.12.2007, Blaðsíða 19
Morgunblaðið/Brynjar Gauti Eftir Ingveldi Geirsdóttur ingveldur@mbl.is ÞAÐ verða sannkallaðir stór- tónleikar í Akureyrarkirkju á milli jóla og nýárs. Þar kemur Kristján Jóhannsson tenórsöngvari fram ásamt fimm ungum og upprennandi söngvurum sem eiga það allir sam- eiginlegt að hafa verið nemendur hans. „Ég fékk Kristján til að halda fjögurra vikna námskeið á Íslandi sem lauk nú fyrir jól þar sem hann var með fjórtán íslenska söngvara í einkatímum. Svo datt okkur, þessum lærðu nemendum Kristjáns, í hug að við þyrftum að skella saman einum jólatónleikum, en við erum öll komin að því að vera atvinnumenn. Því er yfirskriftin á tónleikunum Kristján Jóhannsson og vinir en ekki læri- sveinar,“ segir Valdimar Hilmarsson bassbarítón sem sótti einkatíma hjá Kristjáni á Ítalíu. Auk hans koma fram á tónleikunum í Akureyr- arkirkju; Jóna Fanney Svav- arsdóttir sópran, Alexandra Rigazzi- Tarling messósópran, Gissur Páll Gissurarson tenór og Hlöðver Sig- urðsson tenór. Undirleikari á tón- leikunum er Svíinn Magnus Gilljam sem starfar í London. „Algjör snillingur“ Spurður hvernig sé að vera læri- sveinn Kristjáns lætur Valdimar vel af því. „Það er rosalega fínt. Kristján er maður sem er búinn að fara í gegn- um mikinn feril. Það er erfitt að komast að söngvurum sem eru með sömu reynslu og hann hefur fengið. Tæknilega hefur hann tamið sér hina svokölluðu ítölsku tækni og er algjör snillingur í söngtækni hins ítalska skóla og það er þekking sem er líka mjög erfitt að ná í. Ég hef verið víða um heim og hafði búið á Ítalíu í tvö ár áður en ég fór loksins til hans. Þá hafði ég hitt marga kennara á Ítalíu og hann er sá lang- besti. Kristján gerir mest fyrir okk- ur sem erum lengra komin, þetta eru ekki bara söngtímar heldur leið- ir hann okkur líka áfram í því hvern- ig á að komast inn í bransann,“ segir Valdimar sem nam söng við Guild- hall School of Music and Drama í London 1999-2003 og síðar við Moz- arteum í Salzburg. Hann segir þá nemendurna halda vel hópinn. „Kristján, ég, Gissur og Hlöðver höfum verið kallaðir Skytt- urnar fjórar. Við gerum margt ann- að saman en að syngja.“ Verdi, Puccini og Mozart Valdimar segir efnisskrá tón- leikanna samansetta af mjög þekkt- um perlum úr óperubókmenntunum til dæmis eftir Verdi, Puccini og Mozart auk nokkurra hátíðlegra jólaperlna. „Kristján er náttúrlega aðalnúmerið en við hin syngjum líka einsöng og það verða nokkrir dúett- ar.“ Alexandra, eiginkona Valdi- mars, syngur eina íslenska jólalagið á tónleikunum, „Ave María“ eftir Sigvalda Kaldalóns. Þykir það einkar skemmtilegt þar sem hún er eini útlendingurinn í hópnum. Valdi- mar segir að þeim hafi fundist við hæfi að láta hana spreyta sig á ís- lenskunni og henni takist vel upp enda hafi hún góðan aðstoðarmann í framburðinum, hann sjálfan. Valdimar tekur þátt í uppfærslu Íslensku óperunnar á La Traviata eftir áramót. Eftir það verkefni seg- ist hann vera óbókaður. „Það er allt opið en ég er að reyna að koma mér að helst á Ítalíu,“ segir Valdimar sem mun eyða jólunum hjá for- eldrum sínum í Grindavík. „Ég fæ að syngja „Ó helga nótt“ í messu í Grindavíkurkirkju á aðfangadag, það er mikill hátíðleiki í því og þá eru komin jól hjá mér,“ segir hann. Tónleikar Kristjáns Jóhannssonar og vina fara fram í Akureyrarkirkju föstudaginn 28. desember kl. 20. Valdimar segir að eins og staðan er í dag sé aðeins gert ráð fyrir þessum einu tónleikum sem Sparisjóður Norðlendinga stendur fyrir en það fari eftir aðsókn hvort slegið verði upp aukatónleikum fyrir norðan. Kristján og vinir á Akureyri  Kristján Jóhannsson heldur tónleika ásamt fimm nemendum sínum í Akur- eyrarkirkju milli jóla og nýárs  Flytja perlur úr óperubókmenntunum Með lærimeistaranum Valdimar Hilmarsson, Hlöðver Sigurðsson, Kristján og Gissur Páll Sigurðsson. MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2007 19 MENNING BÓKIN Last Rituals, ensk þýðing á glæpasögu Yrsu Sigurðardóttur, Þriðja táknið, fær ekki svo jákvæða umsögn í bandaríska vikublaðinu Village Voice. Bókin er sögð eiga að höfða til aðdáenda hinna „dökku norrænu sagna“ (e. Nordic noir), líkt og glæpasögur Arnalds Indriða- sonar og bækur Peter Hög og Kerstin Ekman. Í umsögn segir að Yrsa þrýsti á „heita hnappa“; ævaforna, íslenska galdra, miðaldatexta og „lík án augna“. Söguhetja Þriðja táknsins, Þóra Guðmundsdóttir, eigi hins veg- ar ekki séns í lögreglumanninn Er- lend í bókum Arnaldar. Skrif Yrsu eru sögð „klunnaleg“ og skapa álíka andrúmsloft og finna megi í „Cliffs Notes“ (bæklingar sem gefnir eru út í Bandaríkjunum nemendum til aðstoðar, m.a. stuttar skýringar á bókmenntaverkum). Samt sem áður fái Yrsa nokkur stig fyrir samtöl í bókinni. Dæmi um slíkt er gefið á ensku: „This is the same T-shirt I saw in the photog- raphs of the tongue operation,“ („Þetta er sami stuttermabolurinn og ég sá á ljósmyndunum af tungu- aðgerðinni“, þýð. blaðamanns). Þá segir blaðamaður að lokum að alltaf megi halda í vonina um að önn- ur bók Yrsu á enskri tungu, My Soul to Take, verði betri. Erlendur betri „Klunnaleg“ skrif en samtöl oft ágæt Betri Ingvar E. Sigurðsson sem Erlendur í Mýrinni. ROYAL Aca- demy-listaháskól- inn og -safnið í London vinna nú að því að bjarga fyrirhugaðri sýn- ingu sinni á rúss- neskum og frönskum meist- araverkum. Örfá- ar vikur eru í sýn- ingaropnun en Rússar hafa nú hætt við að lána verkin, m.a. Hermitage-safnið í St. Pétursborg og Pushkin-safnið í Moskvu. Royal Academy var búið að tryggja verkin fyrir tæpan milljarð punda. Meðal verka sem átti að sýna er „Dansinn“ eftir Matisse, sem er talið eitt af lykilverkum vestrænnar myndlistar. Það hefur verið í Rúss- landi nær alla 20. öldina. Sýning- arstjórar og yfirvöld Rússlands og Bretlands hafa blandað sér í deiluna, en samskipti ríkjanna hafa farið versnandi frá því að hinn rússneski Alexander Lítvínenkó, fyrrverandi njósnari, dó á spítala í London eftir að eitrað hafði verið fyrir honum. Opinber skýring rússneskra yf- irvalda á því að hætt hafi verið við listaverkalánið er ótti við að afkom- endur upphaflegra eigenda í Rúss- landi muni gera tilkall til verkanna. Engin lög í Bretlandi eru sögð geta hindrað slíkt eignanám en menning- armálaráðherra Breta hefur sent rússneskum yfirvöldum bréf út af málinu og segir þar að verkunum verði skilað. Ótti Rússa er eðlilegur í ljósi þess að tilraun var gerð til eignaupptöku á 55 verkum Pushkin- safnsins á sýningu í Sviss fyrir tveimur árum. Rússar lána ekki Hluti af verkinu „Dansinn“. AÐVENTUVAKA verður í Fríkirkjunni í Reykjavík á vetrarsólstöðum í kvöld kl. 21. Flytendur tals og tóna verða Aðalheiður Þorsteinsdóttir, Anna Sigríður Helgadóttir og Ása Björk Ólafsdóttir, en þær flytja jólalög og sálma frá ýms- um tímum. Lesið verður úr ritningunni á milli tónlistaratriða en auk þess er á dagskránni stutt hug- leiðing. Allt segja þær tónlistarkonurnar þetta verða á rólegum nótum og stundina tilvalda til að vinda ofan af streitu og öðlast svolítinn frið í sálina í miðjum jólaundirbúningnum. Allir eru hjartanlega velkomnir. Tónlist Tónlist og friður á vetrarsólstöðum Anna Sigríður Helgadóttir SAGNFRÆÐISTOFNUN Háskóla Íslands hefur gefið út bókina Íslandskvikmyndir 1916-1966 – Ímyndir, sjálfs- mynd og vald eftir Írisi Ell- enberger sagnfræðing. Íris rekur þar sögu 60 heim- ildamynda um Ísland í ljósi sjónrænnar menningar, póli- tísks andrúmslofts, viðskipta- hagsmuna, strauma í kvikmyndagerð og kenninga um það vald sem talið er innbyggt í miðilinn. Íris Ellenberger lauk MA-prófi frá Háskóla Íslands haustið 2006 og stundar nú doktorsnám í sagn- fræði við sama skóla. Bókin Íslandskvikmyndir 1916-1966 er í Meistaraprófsritröð Sagn- fræðistofnunarinnar. Fræði Saga heimilda- mynda um Ísland SÍÐUSTU kertaljósa- tónleikar Camerarctica, Mozart við kertaljós, verða í Dómkirkjunni í kvöld kl. 21. Hópurinn hefur leikið tónlist eftir Mozart í 15 ár og þykir mörgum ómissandi að koma úr miðri jólaösinni inn í kyrrð og kertaljós í rökkrinu. Á efnisskránni eru tveir kvartettar eftir Mozart ásamt kvartett eftir samtímamann hans, Carl Stamitz. Hópinn skipa Ármann Helgason, klarinettuleikari, Hall- fríður Ólafsdóttir, flautuleikari, Hildigunnur Hall- dórsdóttir fiðluleikari, Guðrún Þórarinsdóttir, víóluleikari og Sigurgeir Agnarsson, sellóleikari. Tónlist Camerarctica í síð- asta sinn fyrir jól Camerarctica ♦♦♦ SMÁRALIND SÍMI 545 1550 GLÆSIBÆ SÍMI 545 1500 KRINGLUNNI SÍMI 545 1580 ÍS L E N S K A /S IA .I S /U T I 35 20 0 12 /0 6 í jólapakkann Peysur, buxur og bolir 1.990 Verð frá
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.