Morgunblaðið - 21.12.2007, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 21.12.2007, Blaðsíða 20
leyti syngur Björg ein yfir snyrti- lega útsettum vögguvísum, þjóð- lögum og jafnvel amerískum popp- ballöðum sem búið er að snara yfir á „klassískt form“, með íslenskum texta, allt í stíl við söluhæstu klassísku listamennina í dag. Ólíkt mörgum öðrum jólaplötum í sölu um þessar mund- ir er þessi með af- slöppuðu og léttu yf- irbragði út í gegn. Rödd Bjargar er hvorki sú tærasta né skýrasta meðal sópr- ansöngkvenna, en mild og hlý er hún og allt er sungið af sannfær- andi einlægni. Á ein- staka köflum á röddin það til að vera ögn há í tónstöðu, en aldrei svo að áberandi sé yfir smekklegum kammerútsetningum og góðum hljóðfæraleik. Í heild er platan ljúf, rennur þægilega í gegn og skilur eftir sig notalega tilfinningu. Til- ganginum hefur verið náð! NÝVERIÐ sendi bæj- arlistamaður Akureyr- ar þessa árs, Björg Þórhallsdóttir sópran, frá sér sína þriðju breiðskífu og raunar aðra jólaplötu því á sama tíma síðasta árs sendi hún frá sér hina prýðisgóðu jólaplötu „Himnarnir opnast – jólaperlur“. Líkt og á síðustu plötu sér Sverrir Guð- jónsson um listræna stjórnun í þeim tilgangi að veita plötunni heildarsvip. Á plötunni ljær Bragi Bergþórs- son tenórsöngvari Björgu fágaða rödd sína í þremur lögum. Að öðru Notaleg nytjatónlist Alexandra Kjeld TÓNLIST Geisladiskur Björg Þórhallsdóttir, sópr- an, flytur ýmis sönglög ásamt kammersveit. Með- söngvari: Bragi Bergþórs- son, tenór. Tónmeistari og listræn stjórnun: Sverrir Guðjónsson. Björg Þórhallsdóttir – Gullperlur bbbnn Sópran Björg Þórhallsdóttir. 20 FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ MENNING GUÐJÓNSSYSTKININ úr Garða- bænum fara aðra leið en skóla- systkini frá Bloomington. Hér er djasshrynurinn nálægur í gervi Tómasar R. Einarssonar bassaleik- ara og Matthísar Hemstocks trommara. Ingibjörg sópran, Óskar tenóristi og Ómar gítarleikari eru ólík. Karlkynið djassað en kven- kynið klassískt. Sveiflan ríkir oft á skífunni; ekki þó að alltaf séu taldir fjórir í taktinn á hefðbundinn hátt. Það er sjaldnast, þótt einu sinni sé maður næstum staddur á balli á Sögu þegar Fuglinn í fjörunni hans Jóns Þórarinssonar bregður sér í dansskóna. Djassinn er alls staðar nálægur á þessari skífu nema kannski þegar Ómar bregður sér í hlutverk klass- ísks undirleikara í magnþrungnum ópus Sigfúsar Elíassonar: Drauma- landinu. Nýrri lagasmíðar, eins og þær eftir Atla Heimi og Tryggva Baldurs, eru fínlega djassaðar, en það er kannski í hinum ólíklegustu lögum sem bræðurnir springa út í spuna sínum. Ég nefni aðeins Óskar í „Ég lít í anda liðna tíð“ Kaldalóns sem Matti hóf sem mars eða í Kossavísum Páls Ísólfssonar. Bræð- urnir eiga þrjú lög á skífunni. Við- kvæmar djassballöður þar til syst- irin umbreytir þeim í hefðbundna sópransöngva, en samt fá Óskar og Ómar að njóta sín til fullnustu. Ein spurning vaknar að lokum: Hvernig hefði Ingibjörg sungið hefði hún ekki kosið þá tónlist þar sem minnsta frávik frá réttri tónstöðu er vandamál? Væru systkinin þrjú þá að hljóðrita tímamótaskífu? Sópranar ganga í djassbjörgin Vernharður Linnet TÓNLIST Geisladiskur ÓÓ Ingibjörg bbbbn Morgunblaðið/Ómar Systkinin Ómar, Ingibjörg og Óskar Guðjónsbörn. GRADUALEKÓR Langholtskirkju undir stjórn Jóns Stefánssonar gefur plötu með eigin söng. Tónlistin er í andlegri kantinum með nokkrum undantekningum þó. Efnislega hefðu þessar undantekningar mátt missa sín, platan hefði orðið heilsteyptari fyrir vikið. Það er vandséð hvaða er- indi t.d. Bítlalagasyrpa á með mörg- um útgáfum af Maríubænum og –söngvum. Það sem upp úr stendur er yndislegur söngur krakkanna í Gradualekórnum. Kórinn hefur lengi verið í fararbroddi íslenskra barna- kóra með tæran og hreinan hljóm og músíkalskan söng og platan staðfestir að kórinn verðskuldar þann sess. Kórinn veldur verkefnum sínum vel, og enga hnökra að finna í söngnum. Hins vegar er einhver deyfð yfir plöt- unni. Ef til vill má skýra hana með því að upptakan vikar fjarlæg og fyrir vikið skapast ekki nægileg nánd við kórinn og hrynjandi söngsins verður loðin í of miklum umhverfishljóm. Ég saknaði til dæmis meiri skýrleika í lagi Báru Grímsdóttur, Ég vil lofa eina þá, og í verkum Ruth Watson Henderson. Einsöngvarar með kórn- um, Ólöf Kolbrún Harðardóttir og stúlkur úr kórnum, gæða plötuna meira lífi og hljóðfæraleikarar einnig. Þetta er ekki gallalaus plata en í heildina er hún falleg, söngurinn ynd- islegur og ber kórstarfinu í Langholt- inu gott vitni. Grallarar syngja Bergþóra Jónsdóttir TÓNLIST Geisladiskur Gradualekór Langholtskirkju syngur. Ein- söngvarar með kórnum eru Ólöf Kolbrún Harðardóttir, Ingibjörg Guðný Friðriks- dóttir, Erla María Markúsdóttir og Berg- ljót Sigríður Karlsdóttir. Hljóðfæraleik- arar eru Lára Bryndís Eggertsdóttir, Arna Kristín Einarsdóttir, Kristjana Helgadótt- ir, Viktoría Tatevskaya, Kjartan Valde- marsson, Gunnar Hrafnsson og Erik Qvick. Jón Stefánsson stjórnar. Útgefandi: Gradualekór Langholtskirkju. Gradualekór Langholtskirkju bbbnn UNA Sveinbjarnardóttir fiðluleik- ari gefur út sína fyrstu plötu fyr- ir þessi jól. Hún hefur fengið nafnið Fyrramál og á henni eru meðal annars verk eftir Unu sjálfa og Jón Nordal. „Ég valdi þetta nafn því hún var tekin upp í fyrra,“ segir Una. „Það er mjög rómantísk áhersla á þessari plötu og þetta er allt svona stofutónlist. Lögin voru tekin upp á háalofti í Mosfellsbæ til þess að hafa þetta sem allra persónulegast og til þess að fiðlan gæti talað til áheyrandans.“ Meðal verka á plötunni er More Links sem Una samdi upphaflega sem fiðluæfingu. „Links þýðir vinstri á þýsku og í þessari æf- ingu er lögð áhersla á vinstri höndina. Þetta er unnið út frá tónbrotum sem ég hef notað til þess að hita mig upp, til dæmis fyrir tónleika. Þetta er blanda af tæknilegum atriðum og róm- antískum köflum.“ Þekktasta lagið á Fyrramáli er eflaust „Hvert örstutt spor“ eftir Jón Nordal. Una bjó útsetninguna til í neyð fyrir nokkrum árum. „Forseti Íslands var að opna nor- ræna tónlistarhátíð í Greifswald og það vantaði tónlist og ekkert píanó var á staðnum. Ég tók þá bara til minna ráða og útsetti þetta lag fyrir einleiksfiðlu. Síðan spilaði ég þetta fyrir Jón, það var ægilega gaman og hann var mjög hrifinn,“ segir Una og viðurkennir að hafa verið stress- uð yfir því að heyra hvernig tón- skáldinu litist á. „Þetta er nátt- úrlega mjög þekkt lag og hefur verið mikið sungið.“ Rómantík á háalofti í Mosfellsbænum Tónskáld Una Sveinbjarnardóttir segir að rómantísk áhersla sé á plötunni. Una leikur eigin verk og annarra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.