Morgunblaðið - 21.12.2007, Blaðsíða 34

Morgunblaðið - 21.12.2007, Blaðsíða 34
34 FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ UMRÆÐAN G etur verið að FL Group og Paris Hilton eigi eitthvað sameiginlegt? Já, verðmæti FL Gro- up og frægð Paris byggjast hvort tveggja á upplifun og væntingum annarra. Hvorki FL né Paris hafa eiginlegt eða áþreif- anlegt gildi. Paris hefur ekkert sér til frægðar unnið annað en að vera fræg, og verðmæti FL er fyrst og fremst fólgið í verðmæti þess. Engu að síður eru bæði FL Gro- up og Paris Hilton ákaflega raun- veruleg fyrirbæri. Hvað sem hver segir er FL verðmætt félag, og þrátt fyrir öll afhróp er Paris fræg. Meira að segja heimsfræg. Það breytir engu þótt forstjóri FL hafi haft fáránlega há laun miðað við frammistöðu og Paris sé kannski ekki skarpasta járnið í skúffuni. Sápukúlur eru mjög raunverulegar og fullkomlega heillandi – þangað til þær springa. Reyndar byggjast bæði FL og Paris á gömlum merg, þótt lítið sé orðið eftir af honum. Skammstöf- unina „FL“ má rekja til Flugleiða, og þannig vekur „FL Group“ enn hugmyndina um flugvélar, þótt fé- lagið eigi ekki eina einustu, og hafi beinlínis farið flatt á því að reyna að koma nálægt flugrekstri á ný. Og þótt Hilton-nafnið hennar Paris skírskoti til hótelkeðjunnar, og stúlkan sé stundum kölluð hótelerf- ingi er fjölskyldan hennar búin að selja keðjuna einhverju fjárfesting- arfélagi, þannig að Paris mun aldrei erfa eitt einasta hótel. FL og Paris eru því núorðið ekki nema nöfnin ein og athygli annarra. Ef fjárfestarnir yfirgefa FL verður ekkert eftir nema slyppur forstjóri og svartur Range Rover, og ef aðdáendurnir yfirgefa Paris breyt- ist hún í ofurvenjulega ljóshærða stelpu. Kannski finnst einhverjum að það geti ekki verið nema fremur langsóttur og ódýr brandari að líkja saman einu virðulegasta fjárfest- ingafélagi Íslands og alræmdustu ljósku Bandaríkjanna. Ef til vill myndi einhver benda á að fjöldi manns hafi lifibrauð sitt af FL Gro- up – margir meira að segja vel smurt – en Paris Hilton sé aftur á móti ekki annað en heimskur stelpukjáni. Þar að auki njóti FL mun meiri virðingar en Paris, og það þykir mun fínna að lesa og tala um FL en Paris. Samt er það nú af einhverjum ástæðum svo, að lestrarmælingar á mbl.is sýna svo ekki verður um villst að áhugi á axarsköftum Paris er í raun og veru (hvað sem sem kann að þykja fínt) margfalt meiri en áhuginn á gengi FL. Auðvitað má spyrja að því hvort verðmæti FL Group sé samt ekki raunverulegra en frægð Paris að því leyti að gengi félagsins varði beinlínis líf fólks og afkomu, en æv- intýri Paris hafi ekki nema í mesta lagi afþreyingargildi. En jafnvel þetta er ekki svo ein- hlítt sem virðast kann í fyrstu. Það verður ekki framhjá því litið að fjöldi manns hefur tekjur – ýmist beint eða óbeint – af Paris (eða nán- ar tiltekið af frægð hennar), og lík- lega í heildina tekið mun fleiri en hafa tekjur af FL. Ef út í það er farið má líklega ekki á milli sjá hvort er í rauninni meiri peninga virði, Paris eða FL. Það veltur sennilega á því hvernig frægð er metin til fjár, og eftir því hvernig gengið er á bréfunum í FL þegar samanburðurinn er gerður. Enn má halda því fram, að þeir menn sem stjórna FL Group hafi raunveruleg völd, en Paris engin. En er það virkilega svo? Ef stjórn- endur fjárfestingafélaga hafa öll þau völd og áhrif sem sífellt er gumað af, hvernig stendur þá á því að þessi sömu félög hrapa í verð- gildi að því er virðist alveg óháð því hvað þessir menn aðhafast? Hvað hefur valdið verðfallinu á FL Group og Exista og öllum hinum fárfest- ingafélögunum á síðari hluta þessa árs? Ef marka má fjármálaskýrendur er ástæðan fyrir lækkuninni fyrst og fremst hrunið á húsnæð- islánamarkaðinum í Bandaríkj- unum sem hafði keðjuverkandi áhrif sem vart hefur orðið hérlendis sem á öðrum fjármálamörkuðum. Það skyldi þó ekki vera að völd íslenskra auðmanna eigi meira skylt við frægð Paris Hilton en nokkurn hefur grunað? Þeir eru valdamiklir vegna þess að við hin álítum þá vera það og leit- um til þeirra eftir leiðsögn eins og kindur til forustusauðsins. Og okk- ur finnst eðlilegt að þeir hljóti mikla umbun fyrir. Þessi mikla umbun sannfærir okkur svo um hæfni þessara manna og réttmæti forustu þeirra og áhrifa. Með öðrum orðum, völd þeirra og áhrif eiga ekki síst rætur í hugum okkar hinna. Nákvæmlega það sama gildir um frægð Paris Hilton, en í hennar til- viki er hringrásin bara svo miklu augljósari. Gott og vel. En ekkert af of- anskrifuðu breytir hinu minnsta um það, að Paris er í raun og veru fræg, og FL Group er í raun og veru verðmætt félag. Jafnvel þótt ljóst kunni að vera að bæði verðmætið og frægðin byggist á skynjun og væntingum, fremur en áþreif- anlegum hlutum. Þetta er fráleitt nokkuð nýtt. Fyrir mörgum öldum setti írski biskupinn og heimspekingurinn George Berkeley (sem hinn frægi Berkeleyháskóli í San Francisco heitir eftir) fram þá alræmdu kenn- ingu að „esse est percipi,“ sem á ís- lensku myndi hljóma eitthvað á þessa leið: Að vera er að vera skynj- aður. Hann átti við að það eina sem maður í rauninni geti haft beina vitnesku um séu skynjanir manns og upplifanir. Berkeley hefur oft verið hafður að háði og spotti fyrir þessa kenn- ingu sína, og það var í sambandi við hana sem hinnar frægu spurningar var spurt: Ef tré fellur í skógi en enginn er nærri, heyrist þá eitt- hvert hljóð? (Svar Berkeleys sjálfs við þessari spurningu mun hafa verið á þá leið að Guð væri ætíð ná- lægur og heyrði allt). En ef nánar er að gáð kemur í ljós að Berkeley hafði nokkuð til síns máls. Þegar um er að ræða verðmæti FL Group og frægð Paris Hilton er kenning hans enn í fullu gildi: Esse est percipi. FL Group og Paris » Það breytir engu þótt forstjóri FL hafi haft fá-ránlega há laun miðað við frammistöðu og Paris sé kannski ekki skarpasta járnið í skúffunni. Sápukúlur eru mjög raunverulegar og fullkom- lega heillandi – þangað til þær springa. BLOGG: kga.blog.is VIÐHORF Kristján G. Arngrímsson kga@mbl.is NÝLEGA lögðu Helgi Hjörvar og fleiri alþingismenn fram þingsálykt- unartillögu á Alþingi um mótun lang- tímastefnu sem miðar að því að raflínur víki smám saman fyrir jarðstrengjum. Landsnet fagnar þingsályktun- artillögunni og telur mikilvægt að skýr skilaboð komi frá Al- þingi um framtíð- arstefnumótun varð- andi það hve langt skuli ganga í lagningu jarðstrengja. Landsnet starfar á grundvelli núverandi raforkulaga, nr. 65/2003, þar sem seg- ir meðal annars: „Flutningsfyrirtækið skal byggja flutningskerfið upp á hagkvæman hátt að teknu tilliti til öryggis, skil- virkni, áreiðanleika afhendingar og gæða raforku. Fyrirtækið hefur eitt heimild til að reisa ný flutningsvirki.“ Í ljósi þessa hefur Landsnet eink- um horft til þess að byggja loftlínur þar sem þær uppfylla þessar kröfur laganna betur en aðrir kostir. Um- ræðan í samfélaginu hefur í vaxandi mæli beinst að umhverfisvernd og því eðlilegt að hún beinist að raflínum, eins og öðrum mannvirkjum, sem hafa áhrif á ásýnd náttúrunnar. Ef samfélagið er reiðubúið að greiða fyr- ir þann viðbótarflutningskostnað sem fylgir aukinni notkun jarðstrengja, þá er það ekki hlutverk Landsnets að standa gegn þeirri kröfu. Hins vegar er það hlutverk Lands- nets að benda á hver áhrif þessarar stefnumótunar verða til að tryggja upplýsta umræðu um málið. Okkur hjá Landsneti er því ljúft og skylt að taka þátt í þessari umræðu. Bent er á í þingsályktunartillög- unni að tækniframfarir hafi lækkað verð á strengjum. Það er vissulega rétt þó undanfarið hafi verð strengja hækkað umtalsvert sökum hækkana á hráefni og framleiðendur hafa einn- ig hækkað verð vegna mikillar eft- irspurnar. Eigi að síður má ætla að verð fari lækkandi í framtíðinni svo jarðstrengir verði fýsilegri kostur þegar kemur að endurnýjun núver- andi línukerfis. Fyrir flutningsminni mannvirki er kostnaður strengja sambærilegur við loftlínur. Á undanförnu árum hafa orkufyrirtækin nýtt sér þetta við upp- byggingu og endurnýjun kerfanna og valið jarðstrengi í stað loftlína. Miðað við þessa þróun er líklegt að hlut- fall strengja vaxi mjög í framtíðinni eftir því sem kostnaður vegna þeirra lækkar. Hins vegar er kostnaður við flutnings- meiri jarðstrengi ennþá mikill og varla raunhæft að hann verði í nánustu framtíð sambærilegur kostnaði við loftlínur, auk þess sem afhendingarör- yggið er minna. Landsnet starfar eftir þeirri meginstefnu að leggja jarð- strengi þar sem það er hagkvæmt. Þetta þýðir að fyrir flutningsmann- virki á 66 kV spennu eru lagðir jarð- strengir. Fyrir flutningsmannvirki á 132 kV spennu eru strengir notaðir á styttri vegalengdum, sem og við sér- stakar aðstæður þar sem flutnings- þörfin er hlutfallslega lítil. Á flutn- ingsmeiri leiðum í meginflutningskerfinu eru raflínur hins vegar almennt lagðar í lofti og jarðstrengir eingöngu nýttir á styttri vegalengdum við mjög sérstakar að- stæður, s.s. í þéttri íbúðabyggð. Þann- ig er fyllstu hagkvæmni gætt fyrir alla notendur kerfisins. Í þessu sam- bandi er einnig rétt að hafa í huga að umhverfisáhrif loftlína eru afturkræf að mestu. Landsnet mun á næstu vikum efna til alþjóðlegrar samkeppni um hönn- un og útlit línmastra, en það er liður í þeirri viðleitni fyrirtækisins að mæta auknum umhverfiskröfum samfélags- ins og draga úr sjónrænum áhrifum raflína. Hlutfall jarðstrengja í flutnings- kerfinu hér á landi er fyllilega sam- bærilegt við það sem er t.d. í löndum Vestur-Evrópu. Í nýjum tillögum Landsnets um uppbyggingu flutn- ingskerfisins á suðvesturhorninu er hlutfall jarðstrengja mun hærra en áður var ráðgert, þannig að hlutfall þeirra í flutningskerfinu í heild mun aukast umtalsvert. Allar tillögur Landsnets um upp- byggingu flutningskerfisins taka mið af þeirri framtíðarsýn sem stjórn fyrirtækisins samþykkti á síðasta ári um uppbyggingu kerfisins til fram- tíðar. Gert ráð fyrir að nýjar há- spennulínur verði með hærri spennu og meiri flutningsgetu svo komast megi af með færri línur fyrir raf- orkuflutninga. Þannig getur ein 400 kV lína flutt tíu sinnum meira raf- magn en t.d. 132 kV lína. Jafnframt hefur verið mótuð sú stefna að fjar- lægja eldri línur, þar sem því verður við komið, þegar nýjar línur hafa verið reistar. Gott dæmi um þetta er Suðurnesjalína 1 á Reykjanesi, sem verður rifin ef nýjar flutningslínur rísa þar. Lokaorð Landsnet mun eftir sem áður leita leiða til að lágmarka sýnileg áhrif raforkuflutningsvirkja, innan þess lagaramma sem fyrirtækinu eru sett. Eigi að síður má ætla, þegar horft er til framtíðar, að samfélagið muni í vaxandi mæli krefjast lausna í raf- orkuflutningi sem hafi minni sjón- ræn áhrif. Eins og málum er nú hátt- að myndu hins vegar kröfur um notkun jarðstrengja í stað loftlína leiða til verulegs kostnaðarauka við uppbyggingu flutningskerfisins, og að endingu leiða til hærra raf- orkuverðs, bæði til almennings og einstakra viðskiptavina. Þetta mun og vera meginskýr- ingin á því að hvergi í heiminum hef- ur verið farið út á þá braut að leggja flutningskerfi alfarið í jörð. Miklar umræður áttu sér t.d. stað í Noregi fyrir nokkrum árum um þessi mál og mótaði norska stórþingið í framhald- inu þá stefnu að nota jarðstrengi í mjög takmörkuðum mæli við upp- byggingu raforkukerfisins þar í landi – til að stemma stigu við hækkun raf- orkuverðs. Jarðstrengir eða loftlínur? Þórður Guðmundsson skrifar um framtíðarsýn Lands- nets við lagningu raforkuflutningsvirkja » ..hefur Landsneteinkum horft til þess að byggja loftlínur þar sem þær uppfylla þess- ar kröfur laganna betur en aðrir kostir. Þórður Guðmundsson Höfundur er forstjóri Landsnets. Í GREINUM stjórnarskrár Lýð- veldisins Íslands númer 63 og 64, samkvæmt breytingu frá 1995, er kveðið á um trúfrelsi. Nánar tiltekið er kveðið á um rétt allra til að stofna trú- félög og iðka trú í sam- ræmi við sannfæringu hvers og eins eða standa utan trúfélaga. Erfitt getur reynst að túlka þessa viðauka, sér í lagi þar sem í þeirri grein sem á und- an fer er kveðið á um þjóðkirkju og skyldu ríkisins til að styrkja og vernda þá kirkju. Rétt er það að hver og einn hefur frelsi til að stunda trú og standa utan trúfélaga en hvað með rétt foreldra og barna til trúar eða trúleysis barnsins? Vissu- lega hlýtur í þessum greinum að fel- ast að foreldrar hafi frelsi til þess að ala barnið upp í þeim trúarbrögðum sem þeir stunda, sannfæringar sinn- ar vegna. Hvernig getur þetta frelsi verið skilgreint og því mörk sett? Þýðir þetta einfaldlega að ala megi barnið upp í trúarsannfæringu foreldra barnsins svo lengi sem barn og for- eldrar geti sætt sig við þau óþægindi sem fylgja því að standa utan þjóð- kirkjunnar? Þegar barn er tekið úr tíma sem allir eða nær allir aðrir nemendur bekkjarins sitja í eða skilið eftir þegar allir nemendur skóla ganga til guðsþjónustu hlýtur barninu að finnast það utanveltu. Ef barnið á t.a.m. útlenska foreldra eða hefur að öðru leyti bakgrunn sem gerir því erfitt fyrir að lagast að þjóð- félaginu er augljóst að slíkt getur aukið enn á einangrun mismunandi þjóð- arbrota og annarra hópa innan landsins. Vegna trúfrelsis, mann- réttinda sem bæði ættu að þykja sjálfsögð í samtímanum og er þess utan kveðið á um í stjórnarskránni sem fyrr segir, er ekki hægt að gera þá kröfu til for- eldra að barn þeirra sitji í kristnifræðitím- um. Enda er ekki bein- línis reynt að draga dul á það að kristnifræðitímar eru ætl- aðir sem fræðsla fyrir börn kristinna, sér í lagi mótmælenda, en ekki al- menn og hlutlaus fræðsla um trúar- brögð kristinna. Sé litið til stjórn- arskrárinnar má samkvæmt hefð líta svo á að andi laganna er að trúfrelsi er hærra skyldu stjórnvalda til að vernda þjóðkirkjuna, enda eru lögin um trúfrelsi nýrri og í kafla stjórn- arskrárinnar um trúfélög er eina ákvæðið sem tekið er fram að breyta megi með lögum það um verndun þjóðkirkjunnar, utan eitt um gjöld þeirra sem standa utan trúfélaga. Nýverið hefur biskup Íslands kom- ist svo að orði að krafa um að trúar- brögðum sé haldið úr skólum lands- ins sé ekki nema frekja hinna fáu. Íslendingar eru vissulega góðu vanir þegar kemur að lýðræði en gæti hugsast að þeir séu einfaldlega svo vanir lýðræði að erfitt sé að sjá þegar lýðræði verður ekki komið við? Þótt málið um trúarbrögð í skólum sé vissulega ekki af því tagi að með sannfærandi hætti sé unnt að bera það saman við alvarlega glæpi gegn mannkyni má e.t.v. draga fram slíka atburði til að sýna að skýr dæmi eru þess að mannréttindi séu brotin með vilja meirihlutans. Vilji meirihlutans er ekki óvefengjanlegur og þegar vafi er á ættu mannréttindi alltaf að vera mikilvægari en einfaldur vilji meiri- hlutans. Að öllum kosti tel ég fulla ástæðu til þess að íhuga að trúarbrögð verði tekin af námskrá grunnskóla nema sem fræðsla þar sem trúarbrögðum verði gert jafnt undir höfði og koma megi því við að börn í grunnskóla sitji öll í sömu kennslustund án þess að gengið sé á trúfrelsi þeirra og fjöl- skyldna þeirra. Jafnvel biskup finnst mér ætti að vara sig á gildishlöðnum orðum eins og frekja, krafa hinna fáu er ekki sjálfkrafa frekja þótt hún gangi á kröfu meirihlutans. Réttindi hinna fáu Einar Axel Helgason skrifar um trúfrelsi » Biskup Íslands villmeina að krafan um að taka trúarbrögð úr skóla sé ekki nema frekja hinna fáu. Hvernig stendur réttur hinna fáu? Einar Axel Helgason Höfundur er menntaskólanemi og er skráður í þjóðkirkjuna.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.