Morgunblaðið - 21.12.2007, Blaðsíða 15

Morgunblaðið - 21.12.2007, Blaðsíða 15
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2007 15 VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF                                                !         !"#$ %& !"#$ '("#$ ) !"#$ *( (+ ("#$ ,#$(-(!#.*/0*  12 * ( !"#$ 3 !4( / "#$ ) + (0* "#$  - 5 67 8$+$"#$ 9-("#$ : "#$       ;<"#$ *# 2"#$ * (2( 9 * (2=  * -=> ( ( */ !"#$ ? 9  12 * (2 !"#$  *"#$ @" 8("#$ =A 9//( /-(6&6( "#$ B( * &6( "#$      ! C  9* -( - , ("#$ ,-!(68 "#$ "  # $ % &                                                                                 B(6(!( /(  (*+ 6D*  /E 3 !* ;F$G$<H H<$F$HF F$;$GG $;H$< G$F$<$I I$<F<$GF $GGI$<GF G$H$G$GH I$I$II; IH$F$FIF H$$; ;$G<F$I ;$;$<FG ;$G$H  ;;;$G$< ;$F<$HH; ;F$; $<F$<F $F$ ;H$G$ 5 ;FG$G<$I 5 5 <$<F$ 5 5 IJH< JH HJF J GJH ;J GJ FFJ ;J J J< IHJF JIF <JFH GJ <<J HJ JI H;J JGG IFJ G;JG FJG 5 5 ;;J 5 5 IJF <JF FJ JH GJF ;JF GJH F<;J ;J J JG IFJ; GJ <JI GJ <HJ FJ JI HFJ JG IIJG G;JH FJG< <J 5 ;J 5 5 8&* ( %(6(! I  G G FH  ; I  ; H ; < < 5 G H ; F  < 5 HG 5 5 < 5 5 /  ( / %(6$% 6 G$G$GH G$G$GH G$G$GH G$G$GH G$G$GH G$G$GH G$G$GH G$G$GH G$G$GH G$G$GH G$G$GH G$G$GH G$G$GH G$G$GH I$G$GH G$G$GH G$G$GH G$G$GH G$G$GH G$G$GH G$G$GH F$G$GH G$G$GH <$G$GH GG$F$GH G$G$GH H$G$GH G$$GH ÞETTA HELST ... ● HAGVÖXTUR verður 1% á næsta ári og 3,5% árið 2009, að mati grein- ingardeildar Landsbankans, en hag- vöxtur ársins í ár stefnir í 3%, sem er umfram fyrri spár bankans. Landsbankinn spáir 9% lækkun fasteignaverðs á næsta ári og að verðið standi því sem næst í stað ár- ið 2009. Lækkandi fasteignaverð skili sér í því að markmið Seðlabank- ans um 2,5% verðbólgu muni nást tímabundið við lok næsta árs en verðbólgan muni síðan aukast á nýj- an leik. Þá telur bankinn að stýrivext- ir hafi nú náð hámarki og að for- sendur til lækkunar skapist um mitt næsta ár. Óvissa um horfur í alþjóð- legum efnahagsmálum mun vara fram á mitt næsta ár, segir greining- ardeild Landsbankans. 1% hagvöxtur og 9% lækkun fasteigna ● LÍTILSHÁTTAR hækkun varð á úr- valsvísitölu aðallista kauphallar OMX á Íslandi í gær, 0,05%, og nam gildi hennar við lokun markaðar 6.217,13 stigum. Mest hækkun varð á bréfum Atlantic Petroleum, 2,89%, en bréf Spron lækkuðu mest, um 7,92%. Heildarvelta í viðskiptum í kaup- höllinni í gær nam ríflega 32 millj- örðum króna en þar af var velta með hlutabréf fyrir 7,6 milljarða. Mest velta var með bréf Kaupþings, 2,6 milljarðar króna. Lítilsháttar hækkun Eftir Bjarna Ólafsson bjarni@mbl.is BANKASTJÓRN Seðlabanka Ís- lands telur að með óbreyttum stýri- vöxtum nú megi ná verðbólgumark- miði Seðlabankans, 2,5%, um miðbik ársins 2009. Þetta kom fram í máli Davíðs Oddssonar, seðlabanka- stjóra, í gær, en hann sagði við sama tilefni að óróleiki sá sem ríkt hefur á fjármálamörkuðum gæti varað allt fram á næsta haust. Sagði Davíð að verðbólga hafi ver- ið meiri síðastliðna tvo mánuði en Seðlabankinn bjóst við í nóvember. Eftirspurn hafi aukist hraðar á þriðja fjórðungi ársins en áætlað var og vísbendingar séu um svipaða framvindu á yfirstandandi fjórðungi. Verðbólguhorfur til skamms tíma séu því lakari en við síðustu vaxta- ákvörðun. Hins vegar hefur ekki orðið afgerandi breyting á verð- bólguhorfum sé litið til lengri tíma, að því er fram kom í máli Davíðs. Skilyrði hafa enn versnað Óhagstæðari gengis- og launaþró- un en fólst í grunnspánni í nóvember gæti tafið fyrir hjöðnun verðbólgu, að mati Seðlabankans, en kjaravið- ræður standa nú yfir. Enn sjáist þess ekki ótvíræð merki að dregið hafi úr spennu á vinnumarkaði og gæti afleiðingin orðið óhagstæðari launaþróun gagnvart verðbólgu en spáð var í nóvember. Verði niður- staðan sú eða verðbólguhorfur versni af öðrum ástæðum muni bankastjórnin bregðast við, sam- kvæmt forsendum bankastjórnar. „Skilyrði á erlendum fjármála- mörkuðum hafa enn versnað. Vegna þess og hárra stýrivaxta hafa inn- lendir vextir hækkað verulega frá síðustu vaxtahækkun bankans og framboð lánsfjár dregist saman,“ sagði Davíð. „Vextir verðtryggðra langtímaskuldabréfa, sem lengi tóku lítt mið af auknu peningalegu að- haldi, hafa hækkað skarpt í ár, ekki síst eftir síðustu hækkun stýrivaxta. Verð hlutabréfa hefur einnig lækkað verulega undanfarna mánuði sem eykur fjármagnskostnað fyrirtækja og veikir efnahagsreikning þeirra og heimilanna. Þessi þróun leiðir vænt- anlega til lækkunar á verði fasteigna á næstu misserum eins og þegar hef- ur orðið víða erlendis. Slík fram- vinda mun hafa bein áhrif á verð- bólgu í gegnum húsnæðislið vísi- tölunnar og óbein áhrif vegna minni innlendrar eftirspurnar.“ Í samræmi við væntingar Bankastjórn Seðlabankans telur að langtímaverðbólguhorfur sem birtust í Peningamálum í nóvember hafi enn ekki breyst svo óyggjandi sé. „Bankastjórnin telur að með óbreyttum stýrivöxtum nú megi ná verðbólgumarkmiðinu innan svipaðs tíma og fólst í grunnspánni sem kynnt var í Peningamálum í nóvem- ber sl., þ.e. um miðbik ársins 2009.“ Ákvörðun Seðlabankans var í samræmi við spár sumra greining- ardeilda, en í Hálffimmfréttum Kaupþings segir að í rökstuðningi bankans kveði við nýjan tón þar sem nú sé vísað til fjármálastöðugleika fremur en verðstöðugleika. Að mati greiningardeildar bankans hafa skapast forsendur fyrir hraðara vaxtalækkunarferli hjá Seðlabank- anum en áður hefur verið gert ráð fyrir þó mögulegt umrót á gjaldeyr- ismarkaði gæti þó tafið fyrir vaxta- lækkunum. Greiningardeild Landsbankans hafði gert ráð fyrir 0,25 prósentu- stiga hækkun og telur rökstuðning Seðlabankans nú réttlæta slíka hækkun. Greining Glitnis telur ákvörðun Seðlabankans og rökstuðning hans hins vegar renna stoðum undir þá skoðun greiningardeildarinnar að frekari hækkana stýrivaxta sé ekki að vænta. Gengi krónunnar veiktist í gær um 0,86%, en smávægileg hækkun var hins vegar á gengi hlutabréfa í Kauphöllinni. Hækkaði Úrvalsvísi- talan um 0,05%, í 6.217,13 stig. Verðbólgumarkmið náist um mitt ár 2009 Morgunblaðið/Ómar Þróun Davíð Oddsson, formaður bankastjórnar Seðlabankans, sagði hugs- anlegt að bankinn gripi til aðgerða kæmi til óhagstæðrar launaþróunar. Meiri verðbólga en gert hafði verið ráð fyrir í spám HLUTABRÉF í Exista og Spron héldu áfram að hrapa í verði í gær. Lækkun Exista nam 6,5% í gær og verðhrunið losar nú 20% í þessari viku. Grétar Axelsson, yfirmaður hluta- bréfagreiningar hjá Glitni, segir að mikið verðfall bréfa í Exista megi enn sem fyrr líklegast rekja til þess að fjárfestar séu að bera saman FL Group og Exista. „Margfaldað innra virði íslensku fjárfestingarfélaganna hefur verið 1,6, þ.e. verðið hefur verið 60% yfir innra virði félaganna. Okkur hefur fundist þetta heldur hátt verð en er- lend fjárfestingarfélög eru sum hver í dag verðlögð undir 1. Margfaldari þeirrar starfsemi sem var inni í FL Group fyrir hlutafjáraukninguna um daginn var 1,2, miðað við gengið 14,7, og markaðurinn er augljóslega að endurmeta Exista með tilliti til verð- matsins á FL. Menn eru ekki tilbún- ir til að borga sama álag fyrir áhættufjárfestingar og áður,“ segir Grétar. Spron lækkaði um 7,9% í gær en verð bréfanna hefur nú tekið rúm- lega 56% lækkun frá fyrstu viðskipt- um með bréfin í Kauphöll hinn 23. október sl. Exista er ein mikilvægasta eign Spron og telur Guðmundur Hauks- son, forstjóri Spron, að rekja megi lækkunina á Spron til þróunarinnar á hlutabréfum Exista. Fjárfestar líti til þess að eignir Spron hafi minnkað og því sé eðlilegt að gengi bréfa í Spron lækki í kjölfarið. Enn hrun hjá Exista og Spron ; ; G G     $ G$ ;$$ G$ ;$G$ ;$ '& &(&#) * &(& +& ,-   ./  $$  ! 01) #*&  02) !& &(& 0223 K4563 K5761 FJG< HJF ;GJF FJI GUÐRÚN Erlingsdóttir, stjórnar- formaður Lífeyrissjóðs Vestmanna- eyja, segir við Morgunblaðið að bréf sjóðsins í Vinnslustöðinni (VSV) séu langtímafjárfesting og ekki standi til að selja þau. Eins og fram kom í Morgunblaðinu í gær samþykkti stjórn sjóðsins að hafna tilboði Ísfélagsins og Kristins ehf. í bréfin. „Samþykkt stjórnarinnar var ein- róma og átakalaus. Við tókum þá stefnu fyrr á árinu að selja ekki bréfin. Þetta er fjórða tilboðið sem við fáum í bréfin og það næst- lægsta. Við höfum ekki breytt um stefnu og teljum vænlegast að eiga bréfin áfram,“ segir Guðrún en áð- ur hefur sjóðurinn hafnað tilboðum á genginu 8,5 og 8,0. Tilboð Ís- félagsins var upp á 7,90 en alls á sjóðurinn 5,3% í VSV. VSV langtímafjárfesting ● ALÞJÓÐLEGA matsfyrirtækið Fitch Ratings hefur staðfest lánshæf- iseinkunn Straums-Burðaráss. Lang- tímaeinkunn bankans er BBB-, skammtímaeinkunnin F3, óháð ein- kunn C/D og stuðningseinkunnin er 3 og eru horfur stöðugar samkvæmt fréttatilkynningu frá Straumi. Í skýrslu Fitch segir að einkunnin endurspegli fjárhagslegan styrk Straums auk umbóta í rekstri bank- ans og haldi bankinn áfram umbóta- ferlinu renni það stoðum undir hækk- un einkunnarinnar. Þá kemur fram að lausafjárstaða Straums sé sterk og að fjárhags- legur styrkur bankans veiti sveigj- anleika til frekari vaxtar. Fitch staðfestir einkunn Straums www.utflutningsrad.is www.utn.stjr.is Sendiherrar Íslands í Berlín og Peking verða til viðtals í janúar sem hér segir: Berlín – Ólafur Davíðsson, sendiherra, fimmtudaginn 3. janúar. Auk Þýskalands er umdæmi sendiráðsins Búlgaría, Króatía og Pólland. Peking – Gunnar Snorri Gunnarsson, sendiherra, fimmtudaginn 10. janúar. Auk Kína er umdæmi sendiráðsins Ástralía, Kambódía, Laos, Mongólía, Norður-Kórea, Nýja-Sjáland, Suður-Kórea og Víetnam. Fundirnir eru ætlaðir fyrir tækjum sem vilja ræða viðskiptamöguleika, menningartengd verkefni og önnur hagsmunamál í umdæmum sendiráðanna, þar sem utanríkisþjónustan getur orðið að liði. Þau fyrir tæki sem hafa hug á að bóka viðtöl eru hvött til að gera það sem fyrst, í síma 511 4000 eða hjá utflutningsrad@utflutningsrad.is. Fundirnir verða haldnir á skrifstofu Útflutningsráðs, Borgartúni 35. Nánari upplýsingar veita: Svanhvít Aðalsteinsdóttir, svanhvit@utflutningsrad.is og Andri Marteinsson, andri@utflutningsrad.is. P IPA R • S ÍA • 7259 0 ALLAR helstu hlutabréfavísitölur heims hækkuðu í gær þrátt fyrir að afkoma bandaríska fjárfestingar- bankans Bear Stearns hafi verið und- ir væntingum greinenda. Bankinn tapaði 854 milljónum dala á fjórða ársfjórðungi, sem er fjórum sinnum meira en spár höfðu gert ráð fyrir, og er það í fyrsta skipti síðan bankinn var skráður á markað sem hann skil- ar tapi á einum fjórðungi. Mestu munar þar um fjárfestingar í ótrygg- um veðlánum í Bandaríkjunum en bankinn neyddist til þess að afskrifa slík lán fyrir 1,9 milljarða dala á fjórðungum. Greinilegt er þó að af- koma Bear Stearns var yfir vænting- um markaðarins því gengi hlutabréfa bankans hækkaði um 0,9% í gær. Best stóðu hlutabréf tæknifyrir- tækja sig á mörkuðum vestanhafs í gær og hækkaði Nasdaq töluvert meira en Dow Jones-iðnaðarvísital- an. Það var hugbúnaðarfyrirtækið Oracle sem dró vagninn með góðu uppgjöri. Hækkanir á mörkuðum ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.