Morgunblaðið - 21.12.2007, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 21.12.2007, Blaðsíða 2
Ungur kúhegri heimsækir Ísland SJALDGÆFUR fugl sást á ferð í Mýrdalnum í gær. Starfsmenn Náttúrufræðistofnunar telja hann vera ungan kúhegra (Bubulcus ibis). Kúhegri dvelst helst við Miðjarðarhaf. Þetta mun vera annar kúhegrinn sem sést á Íslandi, áður sást til slíks fugls fyrir um hálfri öld. Ljósmynd/Þórir N. Kjartansson Meira á Vefvarpi mbl.is 2 FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Sigurlaug Jakobsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur hefur dæmt 365 miðla til að greiða Magnúsi Ragnarssyni, fyrrver- andi sjónvarpsstjóra Skjás Eins, 1,5 milljónir króna í miskabætur vegna ummæla sem birt voru í prentmiðlum fyrirtækisins, DV og Fréttablaðinu. 365 miðlum var jafnframt gert að greiða Magnúsi 480 þúsund krónur til greiðslu kostnaðar við birt- ingu dómsins og forsendna hans í dagblöðum. Um- mælin voru að lokum dæmd dauð og ómerk. Umrædd ummæli birtust í dagblaðinu DV 29. september á síðasta ári. Fyrirsögn umfjöllunar um Magnús var á þá leið: „Skilnaðarfaraldur skek- ur Skjá Einn“, og var þar fjallað um hjúskap- armálefni stefnanda. Fleiri ummæli sem birtust í umfjölluninni voru dæmd ómerk, s.s.: „í tómu tjóni í einkalífi“, og að Magnúsi „gangi illa að fóta sig í einkalífinu“. Einnig fór Magnús fram á ómerkingu ummæla sem birtust í Fréttablaðinu 26. janúar sl. en þar var vísað til Magnúsar sem „Magga glæps“. Þá krafðist Magnús ómerkingar ummæla í Frétta- blaðinu 10. febrúar sl., en í blaðinu var birt mynd af honum og fyrir ofan var fyrirsögnin „Geðþekk- ur geðsjúklingur“. Í niðurstöðu héraðsdóms kemur m.a. fram sú afstaða dómsins að ummæli sem birt voru í DV hafi verið til þess fallin að skapa hjá lesendum miður góða ímynd af stefnanda. Þau séu móðgandi og meiðandi. Svipaða sögu var að segja af ummæl- um í Fréttablaðinu. Segir í dóminum að viðurnefn- ið „glæpur“ sé mjög gildishlaðið og ummælin móðgandi og meiðandi. Með fyrirsögninni „Geð- þekkur geðsjúklingur“ hafi þá verið dróttað að geðheilsu Magnúsar, þrátt fyrir að umfjöllunin hafi ekki snúið beint að honum heldur dagskrár- stefnu Skjás Eins. Ingveldur Einarsdóttir héraðsdómari kvað upp dóminn. Finnur Þór Vilhjálmsson hdl. sótti málið af hálfu Magnúsar og Einar Þór Sverrisson hdl. varði 365 miðla. Magnúsi Ragnarssyni dæmd- ar 1,5 milljónir króna í bætur Héraðsdómur Reykjavíkur dæmir ummæli í Fréttablaðinu og DV dauð og ómerk „HÉRAÐSDÓMUR hefur fellt sinn dóm um stjórnendur fé- lagsins 365-miðla, markaður- inn hefur einnig fellt sinn dóm um stjórnendur félagsins og móðir mín yrði vonsvikin með uppeldi mitt ef ég færi að sparka í liggjandi menn,“ sagði Magnús Ragnarsson, fyrrum sjónvarpsstjóri Skjás Eins, inntur eftir viðbrögðum við dómnum. Magnús vildi ekki tjá sig efnislega um niðurstöðuna. Þetta er ekki í fyrsta skipti sem 365-miðlar eru dæmdir til að greiða bætur vegna ummæla í miðl- um sínum. Í október sl. dæmdi Hæstiréttur félagið til að greiða 1,2 milljónir kr. í bætur vegna um- mæla um sálfræðing sem birtust í DV. Felldu sinn dóm REIKNA má með að allt að 90 íbúðir muni skemmast um jólin og áramót- in vegna kerta- bruna, sam- kvæmt upplýsingum frá Sjóvá-Almenn- um. Kertabrun- um hefur þó fækkað nokkuð í desembermánuði undanfarin ár, en að meðaltali hafa slík óhöpp verið 120 í desem- ber. Sjóvá hvetur fólk til að gæta varúðar við meðferð kerta og bendir á að flestir brunar verði vegna þess að kerti eru látin loga án eftirlits. Reikna má með að 13- 15% heimila séu með ótryggt innbú. Sjóvá beinir þeim ráðleggingum til fólks að hafa ávallt kerta- skreytingar á óbrennanlegum stjökum eða undirlagi sem ekki leiðir hita og er stöðugt. Einnig ætti aldrei að láta kerti loga inn- anhúss án eftirlits. Þá getur drag- súgur stuðlað að kertabruna. Varað er við kerta- bruna Aðgát Gæta þarf að kertunum. FORSÆTISRÁÐHERRA hefur fallist á beiðni nefndar, sem fjallar um starfsemi Breiðavíkurheimilis- ins, um að nefndin fái einn mánuð til viðbótar til að ljúka störfum. Nefnd- in átti samkvæmt erindisbréfi að skila skýrslu til forsætisráðherra um áramót en skilar nú að óbreyttu 31. janúar. Nefndinni var falið í fyrstu að kanna starfsemi vistheimilisins Breiðavíkur á árunum 1950-1980. Í tilkynningu frá nefndinni segir, að könnunin sé lokastigi, en hún hafi verið umfangsmikil. Hefur nefndin þegar rætt við rúmlega 100 einstak- linga, fyrrum vistmenn og starfs- menn og aðra sem hún hefur talið að geti varpað ljósi á starfsemi Breiða- víkurheimilisins. Nokkrir einstaklingar til viðbótar hafa óskað eftir að veita nefndinni upplýsingar. Þá bíður nefndin enn eftir ákveðnum gögnum frá stjórn- völdum og greinargerðum sérfræð- inga, sem hún hefur leitað til varð- andi tiltekna þætti. Breiðavík- urnefnd fær lengri frest ♦♦♦ HÉRAÐSDÓMUR Reykjavíkur felldi í gær dóm yfir fjórum einstak- lingum vegna þjófnaðar úr verslun- um á höfuðborgarsvæðinu á tíma- bilinu júlí til september. Þyngsti dómurinn var tíu mánaða fangelsi en hinir vægari og jafnvel skilorðs- bundnir. Tveir ákærðu voru sýknað- ir af öllum ákæruliðum auk þess sem hluta ákærunnar var vísað frá dómi. Þá var öllum bótakröfum vísað frá dómi. Ákæruliðirnir í málinu voru fimm- tán talsins og vörðuðu flestir stór- felldan þjófnað úr verslunum. Ákærðu voru m.a. sökuð um að hafa stolið fjölda rakvélablaða, snyrtivara og fatnaði. Ekki var sakfellt í öllum tilfellum, í einhverjum vegna sönn- unarskorts en einnig var fundið að rannsókn lögreglu. Meðal þess sem fundið var að var myndsakbending sem fór fram í verslun án þess að verjendur hinna grunuðu væru viðstaddir. Lögreglu- maður tjáði vitninu að hin grunuðu væru á myndunum fjórtán sem sýndar voru og benti vitnið á þrjá einstaklinga. Annað vitni, starfsmað- ur í sömu verslun, skoðaði svo mynd- irnar degi síðar í versluninni og þekkti eina ákærðu í málinu. Þótti ekki hægt að byggja á myndsak- bendingunni sökum annmarka. Þá var sakarefni í einum ákærulið á hendur tveimur ákærðu það sama og á hendur tveimur öðrum ákærðu í málinu. Sömu rannsóknargögn fylgdu báðum ákærum og sama bótakrafa, auk þess sem ákærurnar voru gefnar út sama dag. Héraðs- dómur vísaði báðum liðum frá. Í nokkrum tilvikum var ekki ann- að hægt en að sýkna þar sem upp- tökur úr eftirlitsmyndavélum voru óskýrar. Dæmt fyrir þjófnað úr verslunum Rannsókn og ákæra haldin annmörkum Klapparstígur 33 101 Reykjavík Iceland t. +354 551 3666 f. +354 578 3667 info@i8.is www.i8.is DARRI LORENZEN EggERt PÉtuRssON ELÍN HANsDÓttIR FINNbOgI PÉtuRssON gjöRNINgAkLúbbuRINN guÐRúN EINARsDÓttIR HRAFNkELL sIguRÐssON HREINN FRIÐFINNssON HöRÐuR ÁgústssON ÍVAR VALgARÐssON kARIN sANDER kAtRÍN sIguRÐARDÓttIR kEEs VIssER kRIstjÁN guÐmuNDssON LAwRENcE wEINER ÓLAFuR ELÍAssON RAgNA RÓbERtsDÓttIR RAgNAR kjARtANssON RONI HORN sIguRÐuR guÐmuNDssON tHOmAs RuPPEL ÞÓR VIgFússON Við bjóðum upp á vaxtalaus lán til listaverkakaupa. PÓLVERJI, sem er einn þeirra sem rufu farbann vegna gruns um aðild að nauðgun á Selfossi, var handtek- inn af pólsku lögreglunni við landa- mæri Póllands og Þýskalands sl. mánudag. Íslenska ríkið gerði kröfu um að hann yrði framseldur til Íslands en yfirvöld í Póllandi hafa nú upplýst að pólsk lög heimili ekki framsal eigin þegna til annarra landa. Maðurinn fór úr landi, og braut þar með gegn farbannsúrskurði, hinn 5. desember. Lögreglan á Sel- fossi hafði ekki látið lögregluna á Suðurnesjum, sem fer með löggæslu í Leifsstöð, vita af því að maðurinn væri í farbanni. Lögreglan á Selfossi telur að ann- ar Pólverji, sem grunaður er um að hafa tekið þátt í nauðguninni, hafi yf- irgefið landið. Lýst var eftir þeim báðum á Schengen-svæðinu. Hand- tekinn í Póllandi Grunaður um nauðgun á Íslandi KRISTÍN Steins- dóttir rithöf- undur hlaut í gær viðurkenn- ingu rithöf- undasjóðs Rík- isútvarpsins. Kristín hefur aðallega skrifað bækur fyrir börn og unglinga, en einnig hefur hún samið leikrit og sent frá sér tvær skáldsögur fyrir fullorðna. Kristín hefur áður hlotið verðlaun og viðurkenningar fyrir ritstörf sín, m.a. Íslensku barna- bókaverðlaunin, Barnabókaverð- laun Fræðsluráðs Reykjavíkur og Norrænu barnabókaverðlaunin, að því er segir á vefnum bokmennt- ir.is. Kristín fær verðlaun Kristín Steinsdóttir ♦♦♦
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.