Morgunblaðið - 21.12.2007, Blaðsíða 9

Morgunblaðið - 21.12.2007, Blaðsíða 9
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2007 9 FRÉTTIR „HÆSTIRÉTTUR er æðsta úr- skurðarvald þegar kemur að túlkun laga og reglna. Í dómi Hæstaréttar segir að þrátt fyrir meginregluna sem er að finna í grunnskólalögun- um frá 1995, þess efnis að nám fatl- aðra nemenda skuli fara fram í heimaskóla, þá sé ljóst að stundum kunni fötlun að vera slík að viðkom- andi nemandi geti ekki stundað nám í almennum grunnskóla,“ segir Steingrímur Sigurgeirsson, aðstoð- armaður menntamálaráðherra, um nýlegan dóm Hæstaréttar í máli fatlaðrar konu gegn Seltjarnarnes- kaupstað, sem Gerður Aagot Árna- dóttir, formaður Þroskahjálpar, gagnrýndi harðlega í Morgun- blaðinu fyrir skemmstu. Spurður hvort hann telji niður- stöðu dómsins vinna gegn hug- myndafræðinni um skóla án aðgrein- ingar svarar Steingrímur því neitandi. Bendir hann á að í frum- varpi til nýrra grunnskólalaga sé enn frekar hert á réttindum barna með sérþarfir þar sem hugmynda- fræðin um skóla án aðgreiningar verði í fyrsta sinn lögfest verði frum- varpið að lögum. „Hins vegar ber að hafa í huga að þetta er meginregla. Það geta þannig ávallt komið upp til- vik þar sem víkja verður frá meg- inreglunni ef hagsmunir barnsins krefjast þess. Í þessu tilteknu máli er það mat Hæstaréttar að svo sé.“ Þegar gagn- rýni Gerðar þess efnis að óeðlilegt sé að skólastjóri ákveði hvar barn skuli stunda nám ef ágreiningur rísi milli hans og foreldra er borin undir Steingrím segir hann ljóst að einhver þurfi að skera úr um slíkan ágreining. „Þar sem skólastjóri stýrir sínum skóla er ekki óeðlilegt að ákvörðun- arvaldið liggi hjá honum. Hins vegar getur slík ákvörðun aldrei verið geð- þóttaákvörðun. Að baki henni verða ávallt að liggja lögmætar ástæður,“ segir Steingrímur og nefnir í því samhengi að eðlilegt sé að slík ákvörðun byggist á því mati sér- fræðinga að viðkomandi barni væri betur borgið í sérskóla eða með sér- tækum úrræðum heldur en í al- mennum skóla. Steingrímur bendir á að samkvæmt nýju frumvarpi til laga um grunnskólann sé gert ráð fyrir að ákvörðun skólastjóra verði kæranleg til menntamálaráðu- neytisins og að um meðferð slíks kærumáls gildi ákvæði stjórnsýslu- laga sem er lögformlegt ferli sem byggist á því að báðir deiluaðilar fái tækifæri til að færa rök fyrir sínu máli. Ávallt geta komið upp frávik Steingrímur Sigurgeirsson Skóli án aðgreiningar er meginregla MORGUNBLAÐINU hefur borist eftirfarandi yfirlýsing frá Sigurbirni Sveinssyni, fyrrverandi formanni Læknafélagsins Íslands. „Vegna bréfs Kára Stefánssonar, læknis, til Læknafélags Íslands, sem birtist í Morgunblaðinu [20. desem- ber], er rétt að taka eftirfarandi fram honum og lesendum Morgun- blaðsins til glöggvunar: Stjórn Læknafélags Íslands (LÍ) tók þegar til umræðu í byrjun sept- ember 2005 eða skömmu eftir að 9. tbl. Læknablaðsins kom út með grein Jóhanns Tómassonar, læknis, það álitaefni, að Jóhann kynni að hafa brotið siðareglur lækna gegn Kára. Það var áður en henni var kunnugt, að Kári bæri fram form- lega kvörtun þar að lútandi. Þetta bar stjórninni að gera skv. lögum LÍ. Stjórn LÍ vísaði síðan þessu álitaefni til siðanefndar félagsins til úrlausn- ar. Ummæli Kára Stefánssonar um Jóhann Tómasson í Kastljósþætti, sem siðanefnd LÍ hefur nú úrskurð- að að séu brot á siðareglum lækna, voru kærð til félagsins af Páli Þor- geirssyni, lækni. Kæra hans barst stjórn félagsins eins og sömu lög kveða á um og var komið til siða- nefndarinnar án þess að stjórnin tæki nokkra efnislega afstöðu til hennar. Það er því mín skoðun, að það sé beinlínis rangt, sem kemur fram í bréfi Kára Stefánssonar í Morgunblaðinu í dag, að stjórn Læknafélags Íslands hafi kært hann til siðanefndar fyrir hin tilteknu og dæmdu ummæli. Ég tel að ekki sé hægt að draga stjórn LÍ til ábyrgðar fyrir kærur, sem henni berast frá fé- lagsmönnum og hún hefur milli- göngu um að koma til siðanefndar.“ Yfirlýsing frá Sigur- birni Sveinssyni Fréttir á SMS Opið virka daga frá kl. 10-18 laugardaga frá kl. 10-16 • Engjateigur 5 • Sími 581 2141 Sparilegir jakkar í miklu úrvali Opið til kl. 22.00 Eddufelli 2 Bæjarlind 6 sími 557 1730 sími 554 7030 M bl .9 45 03 3 GLÆSILEGUR Jólafatnaður opið laugardag og sunnudag str. 36-56 Nýjar vörur BOCAGE-skór M b l 9 51 00 7 Góð gjöf Gjafakort Útsala Opnunartími mánud. - föstud. kl. 10.00 - 18.00 Laugardaga kl. 11.00 - 16.00 - LOKAÐ Þorláksmessu og aðfangadag Opið föstudaginn 28.desember frá kl. 10:00 - 18:00 www.friendtex.is Faxafen 10 sími 568 2870 á nýjum vörum allt að 55 % afsláttur Dæmi um verð: Áður Nú Satínskyrta 4.000 2.800 Jakki fóðraður 8.300 5.500 Buxur m/belti 4.900 3,500 Belti m/blaði 3.200 2.000 Vatteruð kápa 11.900 4.900 Buxur með axlaböndum 7.000 4.900 Kjóll 6.900 3.900 Pils 5.900 3.500
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.