Morgunblaðið - 21.12.2007, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 21.12.2007, Blaðsíða 30
kaup. Má drekka, má geyma. 5.690 krónur. 93/100 Chateau Laforge 2001 er stórt og mikið vín frá hinum stóra og mikla Jonathan Maltus í St. Emilion. Dökkt og djúpt með sólberjum, kræki- berjum, vanillu, lakkrís og tóbaki. Öflugt og ágengt með kraftmikl- um tannínum sem þó eru farin að mýkjast. Kraftabolti sem þarf góðan tíma til að opna sig. 6.990 krónur. 93/100 Chateau Pichon- Longueville-Baron 2003 er frábært vín frá þessu glæsilega 2em Cru Classé húsi sem hefur verið í stórsókn síðasta áratuginn. Mjög stórt og mikið vín, þarf hins vegar 2-3 klukku- tíma í karöflu til að vakna almennilega, er hins vegar merkilega tilbúið miðað við aldur sem er þó ekki óvenju- legt fyrir vín frá þessum árgangi. Dökkt súkku- laði og dökkristað kaffi ásamt sætum sól- berjasafa, mikið um sig, kjötmikið en með af- skaplega mildum tann- ínum og þægilegum miðað við aldur og stærð. 7.890 krónur 95/100 Ef Hermitage er ein þekktasta rauðvínsekra Frakklands eru ekrurn- ar sem kenndar eru við Montrachet líklega þær þekktustu þegar kemur að hvítvínum. Le Mont- rachet sjálf er þeirra frægust, en ekrurnar í kringum þorpin Chas- sagne og Puligny eru sömuleiðis með þeim bestu sem hægt er að finna í víðri veröld þeg- ar kemur að ræktun Chardonnay-þrúgunnar. Chanson Chassagne- Montrachet 2005 er fantavín frá þessu fína vínhúsi sem líklega er þekktast fyrir hin góðu Chablis-vín sín. Mikið smjör, vanillusykur, sæt límóna og örlítill þvotta- poki í nefi. Fullkomið jafnvægi og mikil lengd. Algjörlega magnað hvít- vín sem má geyma en er dúndur nú þegar. 3.190 krón- ur. 94/100 Francois Allaines Chassagne-Montrachet „Les Chaumées“ 2005 er töluvert ólíkt í stílnum. Stein- efni og ávextir ríkjandi, fíkjur og sítrus ásamt möndlu- tónum. Þéttriðið og djúpt í munni með góðri lengd. 4.190 krónur. 93/100 Tvö góð með eftirréttinum Sætvín eru fullkominn endir á góðri veislumáltíð – eða jafnvel byrjun. Góð sætvín eru nefnilega ekki bara eftirréttavín heldur geta einnig verið góður forréttur, t.d. ef bornar eru fram snittur með foie gras eða grænmygluosti. Chateau Guiraud 2003 er Sauternes á topp- mælikvarða. Djúp og mikil sæta, sykurlegnar apríkós- ur og perur, hunang og síróp, ferskt, djúpt með ein- staklega tærum botrytis-ávexti í nefi jafnt sem munni. Hreinasta sælgæti! 3.200 krónur (hálf flaska). 95/100 Chapoutier Vionie de Paille de l’Ardeche er sætvín frá suðurhluta Rhone unnið úr þurrkuðum þrúgum (Viognier) með svipaðri aðferð og ítölsku vinsanto- vínin. Þetta eru fremur sjaldséð vín og spennandi að eiga kost á þeim hér. Þurrkaðir ávextir, ferskjur og rúsínur í sætu nefinu, Hunangsmjúkt með flottri bragðsamþjöppun og sætu. 1.990 krónur (hálf flaska) 92/100 Ein þekktastavínekra Frakk-lands heitirHermitage og er á mikilli hæð sem gnæfir yfir bæinn Tain l’Hermitage við fljótið Rhone. Þarna er það Sy- rah-þrúgan, sem Ástralar og fleiri hafa kosið að nefna Shiraz þegar þeir nota hana, sem ræður ríkjum. Margir framleið- endur eiga skika á Hermitage enda þekur hún eina 140 hektara sem gefa af sér 700-800 þús- und flöskur á ári. Fram- leiðendur hafa hver sinn stíl en þó eiga Hermitage- vínin það alla jafna sam- merkt að vera dökk, krydduð og langlíf. Þau bestu þola einhverja ára- tugi í geymslu. Þau henta vel með flestu kjöti, nautakjöti og lambi jafnt sem villibráð. Nokkur Hermitage-vín eru fáan- leg í vínbúðunum. E. Guigal Hermitage 2002 er öflugt vín með leðri, skógarberjum, lyngi og byssupúðri í nefi, kröftugt sýrumikið og nokkuð tannískt. Árgang- urinn 2002 var vandræða- árgangur í suðurhluta Rhone (Chateauneuf du Pape, Gigondas og Cotes du Rhone-svæðinu) vegna mikilla rigninga þegar leið var að uppskeru. Í norðurhlutanum voru að- stæður hins vegar mun betri. Þessi Hermitage er til dæmis allt að því tilbú- inn til neyslu en má þó geyma. 6.290 krónur. 91/100 Chapoutier La Sizer- anne Hermitage 2002 er annað vín frá sama ár- gangi. Opið og bjart með berjum, greni og kryddi. Samanrekið og þægilegt með fremur mjúkum tannínum. Þarf smá tíma til að opna sig – klukku- tíma í karöflu eða svo – en er þá yndislegt. 4.990 krónur. 91/100 Louis Bernard Hermi- tage 1998 er þurrt, orðið nokkuð þroskað, ávöxt- urinn þurrkaður, sveskjur og rúsínur, enn með tölu- verðri sýru og tannínum. 4.300 krónur. 88/100 Góðir árgangar frá Bordeaux Það kemur væntanlega fáum á óvart að í grein sem þessari er að finna nokkur vín frá Bordeaux en enda hvergi framleitt meira af stórkostlegum rauðvínum. Árgangar skipta miklu máli í Bordeaux og móta end- anlegan stíl vínanna. Aldamótaárið 2000 var stórt og mikið ár, 2001 sömuleiðis þótt það hafi fallið í skugg- ann á 2000 en var þó jafnvel betra í St. Emilion og Pomerol. Árið 2002 var gott meðalár, árið 2003 var hitabylgjuárið mikla og vínin oft óhefðbundin í stíln- um, aðgengileg fyrr og tannínin mýkri en oft vill verða, 2004 aftur klassískt og 2005 stórkoslegt. Chateau Cantenac Brown 2000 er algjör gimsteinn. Þetta Grand Cru vín frá Margaux hefur verið fáanleg hér um allangt skeið en þetta er líklega það besta sem ég hef nokkurn tímann smakkað frá þeim. Klassískur og flottur „claret“ eins og Bretarnir kalla það. Líka sérstakt fyrir það að við erum hér að fá eldri árgang en verið hefur í sölu. Undanfarið ár hefur hinn óað- finnanlegi 2001 árgangur frá Cantenac Brown verið í sölu í vínbúðunum og Fríhöfninni en nú er súperárið 2000 að koma í sölu. Það fylgir þó auðvitað böggull skammrifi. Þessi árgangur er vitaskuld töluvert dýrari en sá yngri en við munum væntanlega sjá lækkun aft- ur þegar næsti árgangur á eftir þessum kemur í sölu, sem líklega verður 2003. En 2000 stendur fyllilega undir verði. Tignarlegur og djúpur ilmur, vindlakassi, svart súkkulaði og þéttur sólberjaávöxtur. Hefur mikla lengd og farið sýna byrjandi þroska. Frábær Hátíðarvín frá Hermitage, Bordeaux og Montrachet Morgunblaðið/Valdís Thor vín 30 FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.