Morgunblaðið - 21.12.2007, Blaðsíða 48

Morgunblaðið - 21.12.2007, Blaðsíða 48
48 FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ Atvinnuauglýsingar ⓦ Óska eftir blaðberum sem fyrst í Innri og Ytri Njarðvík Upplýsingar gefur Ólöf í síma 899 5630 Starfsmaður í eldhús Starfsmaður óskast til almennra eldhússtarfa við Sjúkrahúsið Vog. Vaktavinna. Upplýsingar veitir Haukur Hermannsson yfirmatreiðslumaður í síma 530 7669, gsm. 696 0367 eða netfanginu haukur@saa.is. Raðauglýsingar 569 1100 Nauðungarsala Uppboð Framhald uppboðs á eftirfarandi eignum verður háð á þeim sjálfum, sem hér segir: Vanefndaruppboð: Vaðlabrekka 2, íbúðarhúsalóð, öll landareignin, Svalbarðsstrandar- hreppi (202597), þingl. eig. Handverksmenn ehf, gerðarbeiðendur Frjálsi fjárfestingarbankinn hf og Sveinbjörn Egilson, föstudaginn 28. desember 2007 kl. 10:00. Vaðlabrekka 4, íbúðarhúsalóð, öll heildareignin, Svalbarðsstrandar- hreppi (202599), þingl. eig. Handverksmenn ehf, gerðarbeiðendur Frjálsi fjárfestingarbankinn hf og Sveinbjörn Egilson, föstudaginn 28. desember 2007 kl. 10:10. Vaðlabrekka 6, íbúðarhúsalóð, öll heildareignin, Svalbarðsstrandar- hreppi (202601), þingl. eig. Handverksmenn ehf, gerðarbeiðendur Frjálsi fjárfestingarbankinn hf og Sveinbjörn Egilson, föstudaginn 28. desember 2007 kl. 10:20. Sýslumaðurinn á Akureyri, 20. desember 2007. Tilboð/Útboð Auglýsing um breytingu á aðalskipulagi Ísafjarðar 1989-2009 Snjóflóðavarnir undir Kubba Með vísan til 1. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga nr. 73/1997 með síðari breyt- ingum er hér með auglýst tillaga að breyttu aðalskipulagi Ísafjarðar 1989-2009 með áorðnum breytingum. Tillagan tekur til svæðis ofan Holtahverfis á Ísafirði. Svæðið er í brattri hlíð undir fjallinu Kubba. Fyrirhugað er að byggja snjóflóðavarnargarð ofan við byggðina og upptakastoðvirki í Bröttuhlíð. Hæð varnar- garðsins er áætluð 12-18 metrar og lengd hans um 260 metrar. Gert er ráð fyrir vegslóða upp Hafafellsháls að upptakastoðvirkjum. Þá er gert ráð fyrir að atvinnuhúsnæði ofan við byggðina falli út sem og vegtenging að svæðinu ofan við Stórholt. Breytingartillagan verður til sýnis á bæjar- skrifstofum í Stjórnsýsluhúsinu á Ísafirði og á heimasíðu Ísafjarðarbæjar www.isafjordur.is frá og með 21. desember 2007 til og með 19. janúar 2008. Þeim sem telja sig eiga hagsmuna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við aðalskipulagsbreytingartillöguna. Athuga- semdafrestur er til 2. febrúar 2008. Skriflegum athugasemdum skal skila á bæjarskrifstofur Ísafjarðarbæjar, Stjórnsýsluhúsinu, Hafnar- stræti 1, Ísafirði. Þeir sem ekki gera athugasemdir við breyting- artillöguna fyrir tilskilinn frest teljast samþykkir henni. Ísafirði, 17. desember 2007, Jóhann Birkir Helgason, sviðstjóri umhverfissviðs. Tilkynningar Auglýsing um skipulags- mál í uppsveitum Árnessýslu Bláskógabyggð, Grímsnes- og Grafn- ingshreppi, Hrunamannahreppi, Skeiða- og Gnúpverjahreppi og Flóamannahreppi. Tillaga að breytingu á Aðalskipulagi Laugardalshrepps 2000-2012 vegna tilfærslu Gjábakkavegar Sveitarstjórn Bláskógabyggðar auglýsir hér með tillögu að breytingu á Aðalskipulagi Laugardalshrepps 2000-2012 samkvæmt 2. mgr. 21. gr. skipulags- og byggingarlaga. Í breytingunni felst eftirfarandi:  Hluti stofnbrautar fyrirhugaðs Gjábakkavegar færist til suðurs.  Tengibraut (1,7 km) er lögð vestan Blöndumýrar frá nýjum vegi að núverandi Gjábakkavegi.  Hverfisvernd í kringum Blöndumýri og Breiðumýri er endurskoðuð og gert ráð fyrir nýjum hverfisverndarsvæðum við Beitivelli og Laugarvatnsvelli.  Gert er ráð fyrir þremur nýjum efnistöku- svæðum og staðsetning annarra efnisnáma er leiðrétt.  Svæði fyrir frístundabyggð í landi Eyvindar- tungu minnkar um 18 ha. Tillagan ásamt umhverfisskýrslu liggur frammi á skrifstofu Bláskógabyggðar í Aratungu og hjá embætti skipulagsfulltrúa uppsveita Árnes- sýslu, Dalbraut 12, Laugarvatni, á skrifstofu- tíma frá 21. desember 2007 til 14. janúar 2008. Að auki er hægt að nálgast tillöguna á vefslóð- inni http://www.sveitir.is/skipulagsfulltrui /auglysingar/. Þeim sem telja sig eiga hags- muna að gæta er hér með gefinn kostur á að gera athugasemdir við breytingartillöguna og skulu þær berast skipulagsfulltrúa uppsveita Árnessýslu í síðasta lagi 14. janúar 2008. Hver sá sem ekki gerir athugasemdir við tillöguna innan tilskilins frests, telst vera samþykkur henni. Pétur Ingi Haraldsson, skipulagsfulltrúi uppsveita Árnessýslu. Raðauglýsingar sími 569 1100 FRÉTTIR LINDA Pétursdóttir hjá Iceland Spa & fitness, fyrrum alheimsfeg- urðardrottning og verndari FÍ, færði nýlega skjólstæðingum Fjöl- skylduhjálpar Íslands glæsilega gjöf frá Iceland Spa & Fitness að andvirði 930.000 krónur í formi 100 mánaðarkorta að eigin vali í lík- amsræktarstöðvum fyrirtækisins. Í fréttatilkynningu segir að þessi gjöf skipti gríðarlega miklu máli fyrir það eitt að beina sem flestum á braut heilbrigðs lífernis. Það sé ekki á færi allra að njóta þjálfunar í líkamsræktarstoð. Gjafir sem koma undan jólatrjánum í Kringlunni og Smáralind séu af skornum skammti fyrir aldurinn 14 til 20 ára og því sé þessi gjöf himnasending sem muni gleðja margan unglinginn um þessi jól. Morgunblaðið/Frikki Gaf kort í líkamsrækt SOS-BARNAÞORPIN á Íslandi hafa ákveðið að fjármagna tvö verk- efni í A-Evrópu með frjálsum fram- lögum íslenskra styrktaraðila. Fyrir höfðu samtökin tekið að sér rekstur eins fjölskylduhúss í barnaþorpi í Úkraínu. Víða í A-Evrópu eiga munaðarlaus og yfirgefin börn mjög erfitt og lenda mörg þeirra á stofnunum sem ekki eru í stakk búnar til að uppfylla þarfir barnanna hvað varðar t.a.m. hreinlæti, næringu og umhyggju. SOS-barnaþorpunum fer fjölgandi í þessum heimshluta og fá því sífellt fleiri börn pláss á kærleiksríku heimili þar sem SOS-móðir tekur að sér nokkur börn og myndar með þeim fjölskyldu í til þess byggðu fjöl- skylduhúsi, segir í fréttatilkynningu. 1,6 milljónir króna verða sendar til Lavrovo í Rússlandi. Fjármunirnir verða notaðir til að endurnýja hús- gögn í öllum 12 fjölskylduhúsum SOS-barnaþorpsins á staðnum en þar búa 84 börn sem af ýmsum ástæðum geta ekki búið hjá foreldr- um sínum eða ættingjum. Um er að ræða kojur, rúm, fataskápa og bóka- hillur. 1,4 milljónir króna verða svo send- ar til Lekenik í Króatíu. Til stendur að endurnýja allar pípulagnir í barnaþorpi einu þar sem efnasam- setning vatnsins á staðnum hefur eyðilagt upprunalegu lagnirnar. 98 börn búa í 15 fjölskylduhúsum í þorpinu og þar er einnig leikskóli fyrir íbúa þorpsins og næsta ná- grennis þess. Hús í Brovary í Úkraínu Þá stóðu Íslendingar nýverið straum af byggingu eins húss í barnaþorpi í Brovary í Úkraínu og hefur SOS á Íslandi skuldbundið sig til að borga allan rekstrarkostnað hússins í fimm ár. Sá kostnaður er um ein og hálf milljón króna á ári. Frjáls framlög styrktaraðila SOS og tekjur vegna jólakorta renna að hluta til þess verkefnis, en húsið hef- ur fengið nafnið Íslenska húsið. Samtökin hafa einnig nýverið sent gjafafé upp á hundruð þúsunda frá einstaklingum til tveggja barna- þorpa í Afríku vegna kaupa á spennustöð og til skólastarfs, segir í fréttatilkynningu. Senda 4,5 milljónir til Austur-Evrópu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.