Morgunblaðið - 21.12.2007, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 21.12.2007, Blaðsíða 28
Það hljómar ekki ama- lega geitaostur og ham- borgarhryggur á kletta- salati og hins vegar kalkúnakebab með satay- sósu. Þetta eru réttirnir sem Jón R. Sigurðsson benti Guðbjörgu R. Guð- mundsdóttur á að tilvalið væri að gera úr afgöng- um af jólasteikinni. J ón R. Sigurðsson mat- reiðslumaður var bara lítill gutti þegar hann var að sniglast í eldhús- inu á Búðum en þá var mamma hans, Sigríður Gísladóttir myndlistarkona, þar hótelstýra. „Ég var til ama og leiðinda í eld- húsinu á Búðum, alltaf að sniglast þar og líklega hefur áhuginn kviknað þegar ég var að fylgjast með Rúnari Marvinssyni yfir pott- unum,“ segir Jón þegar ég spyr hann um áhugann á matargerð. Hann útskrifaðist síðan sl. vor sem matreiðslumaður frá Grillinu og réð sig beint á Búðir. „Það var gaman að spreyta sig á að búa til rétti úr jólaafgöng- unum,“ segir Jón og býður upp á fjóra rétti úr mismunandi kjöti sem oft er á borði landsmanna á aðfangadagskvöld eða jóladag. „Ég hef ekki gert mikið af því að elda úr afgöngunum frá jólum því við erum bara að kroppa í kjötið frameftir öllu kvöldi á jólunum.“ Tveir aðalréttir á jólaborðið Þegar hann er spurður hvað hann borði sjálfur á jólum eru tveir aðalréttir á boðstólum, ham- borgarhryggur og læri. Ástæðan er einfaldlega sú að fjölskyldan er stór, við borðið sitja tólf manns og þá eru tveir réttir til að velja um. Fyrir þessu er komin hefð en í staðinn er aldrei hægt að ganga að vissum eftirrétti vísum því hann tekur breytingum frá ári til árs. Af réttunum sem Jón býður hér upp á segir hann að fyrir sinn smekk sé hamborgarhryggur og geitaostur mest spennandi fyrir bragðlaukana. „Þetta passar eitt- hvað svo vel saman, ekki ósvipað og parmaskinkan og osturinn.“ Kalkúna-kebab í satay-sósu Kalkúnninn er skorinn niður í munnbita og settur á pinna og í eldfast mót Satay-sósa 1 dós af kókosmjólk ½ b af grófu hnetusmjöri ½ laukur rifinn eða fínt saxaður 1 msk. sojasósa 2. msk. púðursykur ½ rauður chili fínt saxaður Allt sett í pott á lágan hita og eldað þar til hráefnin hafa bland- ast saman, hitað að suðu og hrært í reglulega. Sósan er tekin af hita, og hellt yfir kalkúninn og sett inn í heitan ofn á 150°C hita í um fimm mínútur. Með þessu er borið fram epla- salat eða waldorf-salat sem passar einstaklega vel með kebabinu og gefur smásætu í réttinn. Waldorf-salat 3-4 græn epli ekki skræld, kjarninn skorinn úr og eplin skor- in í litla munnbita og geymd í köldu vatni 1 msk. sítrónusafi 1⁄3 b rúsínur 2⁄3 b saxað sellerí 1⁄3 b valhnetur 1⁄3 b majónes eða sýrður rjómi 1 msk. sykur Veltið eplabitunum upp úr Jólamatur í nýjum búningi Hamborgarhryggur með geitaosti. Kokkurinn Jón R. Sigurðsson hafði gaman af að breyta jólaafgöngunum í nýja listarétti. Dýrindis krásir úr afgöngum af jólasteikinni Mauksoðin önd Malt og appelsín sýrópið er skemmtileg nýjung. Hnossgæti Köld gæsabringa með ristuðum sætkartöfluteningum. Öðruvísi góðgæti Kalkúna-kebab með satay-sósu og waldorfsalati. matur 28 FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.