Morgunblaðið - 21.12.2007, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 21.12.2007, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2007 31 Þann 21. desember gægist Gluggagægir inn umgluggann þinn. Hann er að kanna hvort þú átt eitthvað sem hann getur tekið. Ef hann er staðinn að verki skammast hann sín ekki einu sinni. Nei, hann grettir sig bara framan í þig! Um nóttina, þegar allir sofa, kemur hann aftur og stelur því sem hann langar í! En ef einhver segir við hann: „Þú tekur hluti án þess að spyrja hvort þú megir það, það gengur alls ekki!“ þá svarar Gluggagægir: „Heyrðu nú! Ég skil gjafir eftir handa þér! Það kalla ég vöruskipti!“ Kertasníkir leysir frá skjóðunni - Anja og Markus Kislich Gluggagægir – 21. desember Kristján Bersi Ólafsson orti bragtil minningar um tré sem veðurofsinn lagði að velli síðari roknóttina í liðinni viku. Hann skrifar: „Það er ekki af vangá sem lokahendingin er höfð með annarri stuðlasetningu en línan á undan hefur. Það er stílbragð til að undirstrika hve mikið ég sé eftir gamla heggnum sem hefur verið vinur minn frá barnæsku.“ Gamall heggur í garði mínum gladdi mig oft á vorin; með blikandi hvítum blómum sínum hann bar mig og létti sporin. Ég hélt að hann stæði styrkum fótum og stæði af sér alla vinda, en bálviðrið upp hann reif með rótum. – Ég á síðan um sárt að binda! Davíð Hjálmar Haraldsson heyrði Sigrúnu Haraldsdóttur flytja vísur í útvarpsþætti Arnþórs Helgasonar og varð að orði: Sigrún er hagyrt og yrkir mér ljúfari ljóð og les þau með rödd sem er fegurri minni og blíðari. Í hljóðnemann talar svo hæversk og kurteis og góð en huggun mér verður að ég er þó töluvert fríðari. Sigrún Haraldsdóttir svaraði: Við Davíð höfum dumbrautt blóð og drekkur mjólk og lýsi. Með pennum okkar párum ljóð en pissum öðruvísi. Jón Arnljótsson orti um Davíð Hjálmar, sem sendi nýverið frá sér vísnabókina Aðra Davíðsbók: Þegar kemur þriðja bókin, þennan eftir fagra mann, ekki verður ævin flókin, aðeins þarf að lesa hann. VÍSNAHORNIÐ Heggur og bálviðri pebl@mbl.is ÁSKRIFTASÍMI 569 1100 Gleðileg jól Glæsilegar jólagjafir M b l 9 26 36 2 Undirföt • náttföt • náttkjólar • sloppar Gjafabréf (í sama húsi og Bílaapótek og NC Næs Connection) Hæðasmára 4 · Kópavogur · 555 7355 Síðumúla 3 · Reykjavík · 553 7355 Ný ver slun Opið til kl. 21 alla daga til jóla www.jonogoskar.is Laugavegur / Smáralind / Kringlan Glæsilegt úrval P IP A R • S ÍA • 7 2 5 1 0 og skartgripa frá steinaúra
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.