Morgunblaðið - 21.12.2007, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 21.12.2007, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2007 23 AUSTURLAND Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is „ÞAÐ verður væntanlega nóg af verkefnum hjá Landsvirkjun á næstu árum og vissulega er stefnt á verkefni erlendis,“ segir Guðmundur Pétursson, yfirverkefnisstjóri Kára- hnjúkavirkjunar hjá Landsvirkjun. Framkvæmdum við virkjunina lýkur til fulls árið 2009. Guðmundur segir mikinn uppgang í vatnsorkugeiran- um í heiminum í dag. „Það er verið að virkja um 150 þúsund megavött af vatnsafli í heiminum um þessar mundir, t.d. í Indlandi, Tyrklandi, Ír- an, Suður-Ameríku og Kína, og Svisslendingar eru líka að endur- bæta hjá sér virkjanir og byggja dælustöðvar. Það er því mikil eftir- spurn eftir fagfólki og búnaði.“ Samið á góðum tímapunkti Framleiðendur ná ekki að anna eftirspurn eftir tækjum og búnaði og mörg stór fyrirtæki treysta sér því ekki til að bjóða í verkefni af þeim sökum. Verðið hækkar í samræmi við þetta og segir Guðmundur Landsvirkjun heppna að hafa gert alla sína samninga vegna Kára- hnjúkavirkjunar fyrir þessa upp- sveiflu. Indverjar ætli sér t.d. að virkja um 30 þúsund megavött næstu tíu árin og því þurfi að fram- leiða gríðarmikið af rafölum, hverfl- um og öðrum búnaði bara fyrir þá. Guðmundur segir Landsvirkjun vel í stakk búna til að veita ráðgjöf erlendis, enda hafi hún komið að mörgum verkum og lagt gott til víða. Kárahnjúkavirkjun hafi verið kynnt talsvert á alþjóðavísu, í fagtímaritum og á stórum ráðstefnum. „Við erum samt eins og dropi í hafið í því samhengi með Kárahnjúkavirkjun. Impregilo er t.d. búið að byggja um 180 stíflur um allan heim og vinna um 3000 kílómetra af neðanjarðar- göngum.“ Guðmundur segir til þess tekið af erlendum verktökum og fyr- irtækjum, sem komið hafa að Kára- hnjúkaverkefninu, hversu gott sé að eiga við Íslendinga, þeir séu sann- gjarnir og áreiðanlegir og taki skjót- ar og ígrundaðar ákvarðanir umfram marga aðila erlendis. 150 þúsund MW í vatnsaflsvirkjun Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Bjart Guðmundur Pétursson og Gianni Porta í Kárahnjúkavirkjun. Í HNOTSKURN »Mikil aukning er í gerð vatns-aflsvirkjana á heimsvísu. »Eftirpurn eykst stöðugt eftirfagfólki og búnaði í slíkar virkjanir. »Heppilegt var að samningarvegna Kárahnjúkavirkjunar náðust fyrir nýjustu uppsveifluna. Seyðisfjörður | Ljúft og gott veður hefur verið á Seyð- isfirði að undanförnu og bærinn er orðinn mjög jóla- legur. Seyðfirðingar fara enda margir hverjir á kostum í jólaskreytingum húsa sinna og eru þau oft og tíðum hreint augnayndi í skammdeginu. Miðbærinn iðar af lífi og fólk er komið í besta jólaskap. Ljósmynd/Einar Bragi Bragason Jólaglit og gleði á Seyðisfirði Reyðarfjörður | Fullkomin aðstaða fyrir starfmenn Alcoa Fjarðaáls hef- ur verið tekin í notkun í nýju og glæsilegu starfsmannahúsi. Í gær var boðið upp á hefðbundinn íslensk- an jólamat og tónleika í nýjum mat- sal fyrirtækisins. Auk matsalarins og eins fullkomnasta eldhúss á Ís- landi eru í húsinu móttaka, búnings- og baðaðstaða, bókasafn, kennslu- stofur og skrifstofur. Í gær hóf Heilsuverndarstöðin einnig rekstur heilsugæslu fyrir starfsmenn Fjarðaáls í byggingunni. Fyrirtækið Lostæti á Akureyri sér um rekstur matsalarins og eld- hússins, auk þess að sjá um veitingar og næturmat víðs vegar um fyrir- tækið. Gert er ráð fyrir að matsal- urinn anni um 700 manns á sólar- hring. Starfsmannahúsið er samtals um 3650 fermetrar að flatarmáli og þar af er veitingaaðstaðan rúmir 800 fermetrar. Við hönnun hússins lögðu TBL arkitektar áherslu á að það væri bjart og opið enda koma starfs- menn og gestir fyrst að því á leið að álverinu. Verktakafyrirtækið Atafl byggði húsið og HRV veitti verk- fræðiráðgjöf. Eitt besta eldhús Íslands Starfsmenn álversins fagna nýju mötuneyti á vinnustað Einar Falur Ingólfsson. Kjartan Þorbjörnsson. Komin er út bókin Í fyrsta kasti eftir ljósmyndarana og stangveiðimennina Einar Fal Ingólfsson og Kjartan Þorbjörnsson. Jólagjöf stangveiðimannsins Í þessari glæsilegu bók er að finna fjölda skemmti- legra veiðisagna frá tugum viðmælenda þeirra félaga ásamt óviðjafnanlegum ljósmyndum frá mörgum helstu veiðisvæðunum hringinn í kringum Ísland. Áskrifendum Morgunblaðsins býðst að fá þessa stórglæsilegu bók á sérstöku verði með 25% afslætti. Fullt verð er 4.990 krónur en verð til áskrifenda er 3.750 krónur. Bókina geta áskrifendur fengið í afgreiðslu Morgunblaðsins að Hádegismóum 2, 110 Reykjavík eða pantað hana á mbl.is. M bl 94 06 02 „Feiknamerkileg bók, stútfull af spennandi upplýsingum um veiðiár- og vötn.“ Bjarni Brynjólfsson, Veiðimaðurinn
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.