Morgunblaðið - 21.12.2007, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 21.12.2007, Blaðsíða 18
18 FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2007 MORGUNBLAÐIÐ ERLENT Eftir Boga Þór Arason bogi@mbl.is RÍKISSAKSÓKNARI í Suður-Afr- íku, Mokotedi Mpshe, kvaðst í gær hafa fengið nægar sannanir til að ákæra Jacob Zuma, nýkjörinn leið- toga Afríska þjóðarráðsins (ANC), fyrir spillingu. „Rannsókninni er lokið. Við erum bara að binda lausa enda núna,“ sagði Mpshe. Haft var eftir honum að ákvörðunar um ákæru væri að vænta eftir áramótin. Fyrrverandi fjármálaráðgjafi Zuma, Schabir Shaik, afplánar nú 15 ára fangelsisdóm eftir að hafa verið dæmdur sekur um að falast eftir mútum fyrir hönd nýja flokksleið- togans. Dómurinn varð til þess að Thabo Mbeki, forseti Suður-Afríku, ákvað að víkja Zuma úr embætti varaforseta í júní 2005. Zuma var ákærður vegna málsins í október 2005 en dómari vísaði ákærunni frá eftir að í ljós kom að saksóknarar höfðu ekki aflað nægra sannana og óskuðu eftir fresti til að afla frekari gagna. Líkurnar á því að Zuma yrði sóttur til saka jukust þó aftur í síðasta mánuði þegar dómari synjaði beiðni hans um að úrskurða nokkrar húsleitarheimildir ólögleg- ar. Zuma var sýknaður í apríl á síð- asta ári af ákæru um nauðgun. Stuðningsmenn hans segja ákær- urnar lið í pólitískri ófrægingarher- ferð með hjálp úrvalssveita lögregl- unnar sem Mbeki forseti stofnaði. Á flokksþingi ANC í fyrradag var sam- þykkt ályktun um að leysa bæri lög- reglusveitina upp og búist er við að suður-afríska þingið samþykki það einnig nú þegar stuðningsmenn Zuma ráða ferðinni í stjórnarflokkn- um. Ráðgjafi Zuma var m.a. dæmdur fyrir að hafa afhent varaforsetanum fyrrverandi mútur að andvirði tæpra 12 milljóna króna fyrir að beita áhrif- um sínum til að stöðva rannsókn á samningi frá árinu 1999 um kaup á flugvélum, skipum og kafbátum. Shaik falaðist einnig eftir mútum fyrir hönd Zuma frá franska vopna- fyrirtækinu Thint sem átti að greiða varaforsetanum fyrrverandi sem svarar 4,5 milljónum króna á ári fyr- ir að hjálpa Thint og fyrirtæki Shaiks að tryggja sér samninga um sölu vopna til Suður-Afríku. Suður-afríska blaðið Weekender skýrði frá því um helgina að ný sönn- unargögn hefðu leitt í ljós að Shaik hefði afhent Zuma sem svarar rúm- um 25 milljónum króna til viðbótar og varaforsetinn fyrrverandi hefði ekki talið greiðslurnar fram til skatts. Motlanthe næsti forseti? Verði Zuma ekki sakfelldur fyrir mútuþægni er líklegt að hann verði kjörinn næsti forseti Suður-Afríku í kosningum eftir tvö ár þegar Mbeki lætur af embætti. Venja er að leið- togi ANC sé í framboði í forseta- kosningum og mikið fylgi flokksins hefur tryggt frambjóðanda hans öruggan sigur, fyrst Nelson Mandela 1994 og síðan Mbeki 1999 og 2004. Verði Zuma dæmdur sekur um spillingu er líklegt að nýkjörinn varaformaður ANC, Kgalema Motl- anthe, verði formaður flokksins og forsetaefni. Motlanthe var áður framkvæmdastjóri ANC og stjórn- aði daglegri starfsemi flokksins. Honum er lýst sem bandamanni Zuma en hann hefur þó haldið tengslum við Mbeki og stuðnings- menn hans. Motlanthe, sem er 59 ára, var handtekinn tvisvar sinnum fyrir þátttöku í baráttunni gegn stjórn hvíta minnihlutans fyrir af- nám aðskilnaðarstefnunnar og varð síðar verkalýðsleiðtogi. Zuma nýtur mikils stuðnings með- al verkalýðsleiðtoga, kommúnista og fátækra Suður-Afríkumanna. Stuðn- ingsmenn hans í verkalýðshreyfing- unni leggja fast að honum að skera upp herör gegn fátækt og atvinnu- leysi í landinu en viðurkenna að ólík- legt sé að hann geri róttækar breyt- ingar á efnahagsstefnunni, t.a.m. með umfangsmikilli þjóðnýtingu. Telja nægar sannan- ir fyrir sekt Zuma Ríkissaksóknari boðar ákæru eftir áramótin AP Vill samstarf Jacob Zuma sagði í ræðu á flokksþingi ANC að fjárfestar þyrftu ekki að óttast róttækar breytingar á efnahagsstefnu flokksins. Hann hét samstarfi við Thabo Mbeki forseta og hvatti til einingar í ANC. Eftir Kristján Jónsson kjon@mbl.is HEFÐU fjölmiðlar átt að neita 19 ára manni, Robert Hawkins, um að verða frægur í vetur fyrir að ráðast inn í skóla í Omaha, skjóta þar sak- laust fólk og loks sjálfan sig? Er ver- ið að ýta undir að fleiri feti í fót- sporin, reyni að öðlast frægð með hryllilegum glæp? Miklar umræður fara nú fram í fjölmiðlum í Banda- ríkjunum um þetta mál en Hawkins skildi eftir sig sjálfsvígsbréf þar sem hann lýsti hrifningu sinni af því að verða „frægur“. Sagt er að réttara væri að fjöl- miðlar legðu meiri áherslu á fórn- arlömbin og aðstandendur þeirra en að rekja í smáatriðum líf morðingj- anna, áhugamál þeirra og smekk, bera glæpinn saman við aðra, setja þannig fram eins konar afrekaskrá fjöldamorðingja. Í því geti legið óbein hvatning til að slá met. Allmargir álitsgjafar hafa lýst þeirri skoðun sinni að fjölmiðlar ættu a.m.k. að hætta að birta nafn þess sem drýgir ódæði af þessu tagi en skoðanir eru þó mjög skiptar. Sumir spyrja hvort einhver muni eftir nöfnum morðingjanna, flestir tengi atburðina frekar við staðina þar sem þeir urðu, Columbine- framhaldsskólann og svo framvegis. Aðrir segja að það sé fyrst og fremst glæpurinn sjálfur sem heilli þá sem feti í fótspor fjöldamorð- ingja, ekki frægðin. Og þar að auki sé rangt að halda að hægt sé að gera ráð fyrir því að fólk sem íhugi fjölda- morð á saklausum meðborgurum hugsi almennt rökrétt og beiti skyn- seminni. „Ég er í vafa,“ segir Shawn Johnston, sjálfstætt starfandi rétt- arsálfræðingur í Kaliforníu. „Annars vegar vil ég vita hvaða skepnur þetta eru. Hins vegar er það spurn- ingin um að neita þeim um þessa skammvinnu bráðafrægð – það er ákveðið réttlæti í því: Allt í lagi, and- félagslegi fanturinn þinn. Enginn mun vita hvar gröfin þín verður!“ En myndi nafnleyndin geta dregið úr eftiröpunarglæpum, þ. e. að aðrir fái sömu hugmynd? Ef til vill en ekki endilega mikið, segir Johnson. Það sem sé miklu frekar sameiginlegt einkenni morðingja af þessu tagi en leitin að frægð sé „brjáluð heift og sjálfsdýrkun. Þetta eru ungir menn sem verða hugfangnir af eigin heift og hún geri hjarta þeirra og sál að svartnætti.“ Enn aðrir segja að það hljóti ávallt að vera hlutverk fjölmiðla að segja frá öllu sem snerti mál af þessu tagi. Nafnleynd gæti komið af stað sögusögnum og jafnvel óhróðri um saklaust fólk. Ekki megi heldur gleyma að enginn hafi neina stjórn á netinu og bloggsíðum þar sem nafn- ið myndi hvort sem er verða birt. Er rangt að birta nöfn fjöldamorðingjanna? AP Frægur? Mynd af Hawkins úr eft- irlitsmyndavél í skólanum. Umdeilt hvort verið sé að ýta óbeint und- ir eftiröpunarglæpi
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.