Morgunblaðið - 21.12.2007, Blaðsíða 43

Morgunblaðið - 21.12.2007, Blaðsíða 43
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2007 43 ✝ Óttarr Proppéfæddist á Þing- eyri 19. febrúar 1916. Hann andaðist á Landspítalanum við Hringbraut í Reykjavík 6. desem- ber síðastliðinn. Foreldrar hans voru Ólafur Proppé, fv. alþingismaður og forstjóri SÍF, f. 1886, d. 1949, og kona hans, Áslaug Hall Proppé, f. 1887, d. 1952. Systkini Óttars voru fimm: Nanna (bjó í Bergen), f. 1912, d. 1977, Eggert, f. 1914, d. 1988, Styrmir (bjó í Seattle), f. 1918, d. 1992, Camilla (býr í London), f. 1923, og Kolbrún, f. 1925. Árið 1940 kvæntist Óttarr Guð- rúnu Huldu Gísladóttur Proppé, f. 1917, d. 1980. Foreldrar hennar voru Gísli Jóhannesson, f. 1867, d. 1948, og Friðbjörg Friðleifsdóttir, f. 1982, d. 1946. Börn Óttars og Huldu eru: 1) Ólafur Proppé, f. 1942, kvæntur Pétrúnu Péturs- dóttur, f. 1942. Þeirra börn eru: a) Jón Sverrir Proppé, f. 1962, kvænt- ur Guðrúnu Björk Kristjánsdóttur, f. 1961. Dóttir Jóns og Katrínar Kristjánsdóttur, f. 1960, er Ólöf Andra Proppé, f. 1978. Sambýlis- maður Ólafar er Ögmundur Jóns- son, f. 1979. b) Óttarr Ólafur Proppé, f. 1968, sambýliskona Svanborg Þórdís Sigurðardóttir, f. 1967. c) Ragnheiður Hulda Proppé, f. í Kaupmannahöfn 1926. Börn hennar og Halldórs Ágústs Þor- lákssonar, f. 1917, d. 1999, eru Björn, f. 1948, Þorlákur Bjarni, f. 1955, d. 1978, Anna Dagný, f. 1959, og Eva Þórunn, f. 1965. Barna- og barnabörn Else eru tíu. Óttarr flutti með foreldrum sín- um og systkinum frá Þingeyri til Reykjavíkur 1921 og ólst upp í Mið- stræti 7. Hann lauk stúdentsprófi frá Menntaskólanum í Reykjavík 1934 og stundaði nám í viðskipta- og verslunarfræðum í Danmörku, Belgíu og Ítalíu 1935-1939. Óttarr vann skrifstofustörf hjá SÍF og víð- ar til 1955 er hann hóf störf hjá sendiráði Bandaríkjanna. Þar starfaði hann til 1965 er hann, ásamt Pétri Árnasyni, stofnaði eig- ið pökkunar- og flutningafyrir- tæki. Var hann forstjóri þess þar til hann lét af störfum og settist í helgan stein. Óttarr gerðist, ásamt fjölskyldu sinni, einn af frumbýl- ingum í nýju hverfi í Silfurtúni í Garðahreppi (nú Garðabæ) 1955. Í Garðahreppi tók hann þátt í fé- lagsmálum og var m.a. formaður sóknarnefndar og stýrði sem slíkur endurgerð kirkjunnar á hinum forna kirkjustað Görðum á Álfta- nesi. Þá höfðu veggir gömlu kirkj- unnar þar staðið þaklausir um ára- tugaskeið og engin kirkja verið í Garðahreppi frá því að Garða- kirkja var lögð niður 1914 og kirkja reist í Hafnarfirði. Óttarr bjó síðar í Hafnarfirði og Reykja- vík. Síðustu árin bjó hann ásamt Else, síðari konu sinni, í Eirarhús- um við Hjúkrunarheimilið Eir. Útför Óttars fer fram frá Garða- kirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 13. f. 1971, gift Ugga Ævarssyni, f. 1974. Synir þeirra eru Ævar, f. 2000, og Krummi, f. 2002. 2) Óttar Proppé, f. 1944, d. 1993, kvæntist Guðnýju Ásólfs- dóttur, f. 1945. Þeirra synir eru: a) Hrafn- kell Ásólfur Proppé, f. 1968. Hann kvænt- ist Önnu Margréti Sveinsdóttur, f. 1968. Dóttir þeirra er Guðný Björk, f. 1996. Hrafnkell og Anna skildu. Sam- býliskona Hrafnkels er Hólmfríður Sveinsdóttir, f. 1967. b) Kolbeinn Óttarsson Proppé, f. 1972. Sonur hans með Svövu Óðinsdóttur, f. 1973, er Óttar, f. 1998. Þá á Kol- beinn dóttur, Áróru Elí, f. 2003, með Vigdísi Örnu Jónsdóttur, f. 1969. 3) Friðbjörg Proppé, f. 1950. 4) Hrafnhildur Proppé, f. 1952. Eiginmaður Hrafnhildar er Guð- mundur Grímsson, f. 1955. Hrafn- hildur var áður gift Sigurði P. Harðarsyni, f. 1955. Dætur þeirra eru: a) Hulda Dögg Proppé, f. 1979, gift Garðari Ólafssyni, f. 1977. Þeirra synir eru: Óttarr Daði, f. 2002, Róbert Aron, f. 2004, og Hallur Hrafn, f. 2007. b) Tinna Hrönn Proppé, f. 1981. Tinna gift- ist Axel Þórhannessyni, f. 1979. Þeirra sonur er Hrafnkell Orri, f. 2005. Árið 1988 kvæntist Óttarr öðru sinni Else A. V. Andreasen Proppé, Í dag kveðjum við Óttarr Proppé sem lést á Landspítalanum 6. desem- ber sl. á 92. aldursári. Óttarr var seinni eiginmaður móður minnar en kynni þeirra hófust í Grikklandi sum- arið 1986 og gengu þau í hjónaband tveimur árum síðar. Óttarr var skarpgreindur, vel les- inn og víðförull maður. Hann var haf- sjór af fróðleik um samtíðarmenn og málefni, sögu og pólitík og fylgdist vel með fréttum og málefnum líðandi stundar. En á langri ævi skiptast á skin og skúrir og fór Óttarr ekki varhluta af því sem lífið leggur sumum á herðar meira en öðrum. Sonarmissirinn árið 1993 held ég að hafi verið honum hvað þungbærastur. Í Óttari eignaðist ég góðan vin sem sýndi mér alla tíð föðurlega um- hyggju og mikla hlýju og var dætrum mínum sem þriðji afinn. Ófá voru þau skiptin hér á árum áður sem hann hljóp undir bagga með að passa og skutlast með Elínu og Elsu og átti þá iðulega tvo „súkkulaði-drauma“ í hanskahólfinu. Óttarr var að verða áttræður þeg- ar María Ellen, yngsta dóttir mín fæðist þannig að hún á aðrar minn- ingar en eldri systur hennar, en í huga þeirra þriggja var hann og verður alltaf afi Óttarr. Það er alltaf sárt að horfa á þegar heilsu og lífsgæðum manns nánustu hrakar og geta til sjálfsbjargar og andlegur styrkur minnkar. Síðustu ár voru bæði honum og móður minni erfið. Þau fluttu að Eirarhúsum fyrir rúmum tveimur árum og voru ekki búin að vera lengi þar þegar móðir mín datt og var töluverðan tíma á spítala. Hún kom ekki heim aftur nema í stuttan tíma og við tók vistun á hjúkrunarheimilinu Eir. Það leið varla sá dagur að Óttarr vitjaði henn- ar ekki og alltaf passaði hann upp á að panta fyrir hana tíma í lagningu og snyrtingu. Undir það síðasta átti hann orðið mjög erfitt með gang og beið þá gjarnan eftir því að einhver kæmi til að fylgja honum yfir á hjúkrunar- deildina í heimsókn. Óttarr fylgdist grannt með fjöl- skyldu sinni og málefnum hennar og var ótrúlega ern fram á síðasta dag þrátt fyrir erfið veikindi síðustu vik- urnar. Minning um góðan og traustan mann mun lifa með okkur. Megir þú hvíla í friði, kæri vinur, og hafðu þakkir fyrir allt. Anna Dagný Halldórsdóttir og dætur. Afi minn er dáinn. Það hefði kannski ekki átt að koma á óvart að maður kominn á tíræðisaldurinn gæti farið hvenær sem er, en engu að síður var það svo. Afi var nefnilega eins og klettur. Hann fylgdist með öllum í fjölskyldunni, vissi hvað þeir voru að gera hverju sinni og það sem meira var; hann studdi alla í því sem þeir tóku sér fyrir hendur. Afi var fyrir mér alltumlykjandi kraftur stórfjöl- skyldunnar. Hann batt okkur saman. Það stendur upp á okkur sem eftir lif- um að halda anda hans á lofti, fylgj- ast hvert með öðru, styðja hvert ann- að. Það gerði afi svo sannarlega. Þegar ég var lítill bjó ég fyrir norð- an. Alltaf þegar við komum suður fékk ég að búa hjá afa. Við Bibba lék- um okkur þar og ég hitti Huldu frænku þegar færi gafst. En aðdrátt- araflið var engu að síður afi. Ég fékk að fara með honum út um allt. Á rót- arýfundi þar sem hann var hrókur alls fagnaðar, í vöruskemmurnar úti á Velli – og hvað ég var stoltur af afa mínum þegar uppstrílaðir offíserar heilsuðu honum með nafni. Ég vissi að herinn átti ekkert með að vera þarna, en mikið var samt gaman hve afi naut mikillar virðingar þar. Best man ég samt eftir afa þegar við fórum að heimsækja ömmu á spít- alann. Afi hugsaði svo vel um hana, eins og hann gerði við alla í fjölskyld- unni. Ég man eftir honum að brytja melónu niður í jógúrtdollu sem við fórum svo með upp á Sólvang til ömmu. Þar sátum við lengi og stund- um fór ég út og leyfði þeim að vera einum. Þó ekki væri ég hár í loftinu skynjaði ég að stundum þurftu þau þess með. Afi hugsaði nefnilega um alla. Þegar gikkurinn ég vildi ekki rjúpu á aðfangadag sauð hann ofan í mig ýsuflak með bros á vör. Afi minn var stálminnugur. Pabbi og Alli vinur hans rifjuðu oft upp sög- ur af því þegar þeir lærðu latneskar sagnir fyrir próf. Hvenær sem var gátu þeir kallað spurningar um hvaða sögn sem var til afa og alltaf hafði hannn svarið á hraðbergi. Þannig var hann. Fyrir nokkrum árum veiktist hann og átti erfitt um mál. Það hafði engin áhrif á minnið. Einn laugar- daginn sátum við afi saman í nokkrar klukkustundir og hann sagði mér frá því þegar hann var ungur maður. Hann var alinn upp til þess að taka við fyrirtæki föður síns, sendur ung- ur til Miðjarðarhafslanda til að ná saltfisksamningum. Afi naut þess að fara til útlanda. Samt hafði hann ekki endilega brennandi áhuga á viðskipt- um. Hann sagði mér að sjálfur hefði hann líklega valið að læra sagnfræði. Örlögin ætluðu honum þó annað og hann fetaði í fótspor föður síns og gerði það af einurð og samviskusemi. Já hann afi minn er dáinn. Það er ótrúlega óraunverulegt þó kannski hefði maður átt að búa sig undir það. Ég veit að afi varð fyrir miklu áfalli þegar pabbi féll frá, en hann sýndi okkur ómetanlegan stuðning þá. Eins og raunar allir í fjölskyldunni. Allir verða víst einhvern tímann að fara og víst er að afi dó saddur líf- daga. Afi minn var okkur öllum fyr- irmynd og fyrirmyndir deyja aldrei. Víst er að ég mun ætíð minnast afa. Kolbeinn Óttarsson Proppé. Dagur er að kveldi kominn og elsku besti Óttarr afi hefur kvatt okkur í bili. Þegar ævin hefur verið löng og litið er yfir mikið dagsverk, þá er sama hversu sorgmædd við er- um yfir kveðjustundinni, öll eigin- girni skal víkja og minningarnar fá að lifa. Ég veit mæta vel hvaða skoðun afi hafði á minningargreinum og að hann vildi helst að sem minnst væri gert úr fráfalli hans á allan hátt, en það er nú einu sinni þannig að það eru fleiri með Proppé-þrjóskuna en hann og get ég ekki sleppt því að hripa niður örfá orð. Ég get ekki rifjað upp fyrstu minn- ingar mínar af Óttari afa, kannski einmitt vegna þess hve stór partur af mínu daglega lífi hann var, allt frá því ég man eftir mér. Þegar mamma var ein með okkur systur var afi ávallt hennar hægri hönd og bjó meira að segja um tíma í sama húsi og við á Sunnuveginum. Það var ómetanlegur tími í lífi mínu og hreint stórkostlegt fyrir litla stelpu að fá að hafa afa í innsta hring. Hann kenndi mér mý- margt sem ég mun aldrei gleyma. Ég man þegar ég lærði að binda slaufu á gömlu böndin í skúffunni í eldhúsinu hjá afa á Sunnuveginum. Ég man þegar ég sagði við mömmu að ég ætl- aði að borða niðri hjá afa því það væri „snarl“ í matinn hjá honum og ég var staðráðin í að komast að því hvernig sá réttur smakkaðist. Ég man eftir ferðunum upp á Þingvöll með nesti. Ég man eftir fjólubláa rúmteppinu og skattholinu góða. Ég man eftir afa að hræra í potti fullum af grjóna- graut fyrir okkur, og það var sá allra besti grjónagrautur í heimi, sérstak- lega góður var hann eftir fimleika- æfingar. Ég man eftir því hvernig hann sat með fingurna vafða saman og rúllaði þumlunum hvorum í kring- um annan, hring eftir hring. Ég man eftir bílferðunum þar sem ökuhrað- inn var ekki meiri en svo að maður hefði komist hraðar á milli staða með því að ganga á tveimur jafnfljótum. Ég man þegar hann kom til okkar á Þinghólsbrautina og maður heyrði í útvarpinu fimm mínútum áður en hann lagði bílnum fyrir utan húsið, svo hátt var útvarpið stillt. Ég man eftir eina hanskanum sem hann not- aði þegar hann keyrði. Það er svo skrýtið hvernig hlutirnir æxlast en í gær þurfti ég af öðrum ástæðum að fletta í gegnum gamalt myndaalbúm. Þá rakst ég á mynd af mér og afa, ég fimm ára og hann aðeins eldri, hald- andi á mér í sjónum í Mónakó. Ég brosti út að eyrum og einmitt þannig leið mér í návist afa, ekkert snerti mig og gleðin var óspillt. Minning- arnar eru margar og þær hlýja mér um hjartaræturnar á þessari kveðju- stund. Ég veit að afi verður ávallt með mér í hjarta mínu og það vega- nesti sem hann gaf mér mun ég geyma í töskunni minni og taka með mér hvert sem liggur mín leið. Sumir eiga eintak af hinni klassísku ömmu sem prjónar ullarsokka og gefur börnunum smákökur úr boxi; Óttarr afi var mitt eintak með sínum brunni af kærleika og hlýju sem hann jós úr án allrar eigingirni. Ég mun halda minningu hans á lofti um ókomna tíð um leið og ég þakka fyrir frábært ferðalag. Ég kveð elsku afa með kveðjunni sem hann notaði ávallt þegar hann kvaddi mig: Bless á meðan. Þín, Hulda Dögg. Óttarr afi var einstakur. Hann var heiðursmaður, herramaður og glæsi- menni. Afi var ljúflingur, sögumaður góður og mikill húmoristi. Hann var sigldur fagurkeri eins og heimili hans og nærvera báru vitni um. Að heim- sækja hann var alltaf sterk upplifun. Í bókasafni afa var að finna bækur víðsvegar að úr heiminum og sama var að segja um plötusafnið. Okkur var frjálst að skoða bækurnar, afi kynnti okkur fyrir klassískri tónlist og miðlaði af sögulegri þekkingu sinni. Þannig víkkaði hann sjónarhól okkar og gaf huganum frelsi. Afi ferðaðist víða og hafði búið lengi í útlöndum á námsárum sínum. Frá því við munum eftir okkur hlust- uðum við á sögur af ferðum hans og upplifunum. Það er eftirminnilegt úr- ið sem hann keypti í Vatikaninu þeg- ar hann var við nám í Róm á milli- stríðsárunum og ekki síður sagan af kunningjum hans í Bandaríkjunum sem höfðu tvö fullvaxin svín sem gæludýr „þó svo að húsið væri hlaðið kristal og öðrum skrautmunum.“ Við fengum alltaf póstkort með kveðju og afablómi, sem var undirskrift hans. Það var mikil eftirvænting eftir að afi kæmi heim, faðmaði okkur og segði okkur sögur af fjarlægum slóðum, gömlum vinum og ættingjum. En yfirleitt var afi hér heima á Ís- landi. Hann var mikill fjölskyldumað- ur og vinur vina sinna. Afi kenndi okkur að skoða heiminn gagnrýnum augum og vera við sjálf. Hann lánaði okkur bækur og hvatti okkur til að leggja land undir fót. Þær voru ófáar næturnar sem við gistum hjá afa, borðuðum steiktan fisk í raspi með HP sósu, hlustuðum á tónlist, ræddum um lífið og listina, söguna og framtíðina. Við fórum í margar ævintýraferðir saman sem lifa í minningunni. Í lífi okkar var hann alltaf til staðar, hlýr og úrræða- góður. Afi kom ávallt auga á hið spaugilega og kenndi okkur að njóta augnabliksins. Þegar við kveðjum kæran vin og afa er þakklæti efst í huga. Takk fyrir samveruna og hlýjuna. Takk fyrir að deila með okkur lífsýn þinni og kenna okkur mikilvægi ástar, ábyrgðar og húmors. Óttarr Ólafur Proppé og Ragnheiður Hulda Proppé. Bernsku- og æskuminningar, síð- an allir áratugirnir sem liðið hafa svo undurfljótt einnig hlaðnir minning- um og þeim ljúfum um fjölskyldu og vini. Ævivin kveðjum við nú í dag. Óttarr Proppé kvæntist ungur föð- ursystur minni, Guðrúnu Huldu Gísladóttur, og áttu þau langa og far- sæla samvist allt til þess að Hulda lést 1980 eftir langvarandi veikindi. Það var einstaklega fallegt að sjá hvernig Óttarr annaðist konu sína og fjölskylduna alla enda umhyggju- samur og hlýr með afbrigðum. Um- hyggja hans umlukti einnig stórfjöl- skylduna og það brást ekki að hann hringdi og óskaði heilla á tyllidögum. Undirrituð var ekki gömul er hún fyrst fékk að dvelja hjá þeim hjónum ljúfa sumardaga og átti síðar inn- hlaup á þeirra heimili á barnaskóla- árum. Það var í þá daga um miðja síð- ustu öld er menn fóru heim að borða í hádeginu og það var nýlunda smá- meyju að sjá húsbóndann taka til hendinni við matseld og ýmislegt lærðist þá sem dugað hefir til þessa dags. Óttarr bar með sér snið heims- borgarans, svolítið suðrænn í útliti, fatastíllinn glæsilegur og á skóm sem gljáðu svo spegla mátti sig í þeim. Hann talaði erlend tungumál og fasið var fyrirmannlegt enda alinn upp á menningarheimili þar sem erlend áhrif voru ríkjandi og umsvif og tengsl við útlönd daglegt brauð. Fað- ir hans, Ólafur Jóhann Proppé, sat á Alþingi og var einn af forstjórum SÍF, fór oft utan til sölu á fiskafurð- um og Óttarr var þar starfandi á þessum árum. Elskusemi og glettni var í fyrirrúmi. Það var því með stjörnur í augum sem horft var á „Óttar frænda“ og myndin sem mót- aðist þá hélt ævina út. Óttarr og Hulda byggðu sér hús í Garðabæ á frumbýlingsárum þess bæjarfélags og varð þá lengra milli vina enda bílaeign ekki með sama hætti og nú. Hann varð umsvifamikill í atvinnurekstri og forstjóri flutn- ingafyrirtækis er hann stofnaði ásamt öðrum. Börnin uxu upp og fundu sína hillu í tilverunni. Þungur harmur var kveðinn að Óttari er son- ur hans og nafni, atorkumaður mikill, fjármálastjóri Hafnarfjarðarhafnar, lést á besta aldri. Fullyrða má að Ótt- ar yngri er enn syrgður af öllum er hann þekktu. Er Óttarr hafði verið ekkjumaður um skeið kynntist hann Else sinni, þau gengu í hjónaband og áttu þau mörg góð ár saman. Í sumarbústað fjölskyldunnar á Fellsströnd áttu þau margar yndisstundir. Síðustu árin voru þeim heilsufarslega erfið og dvöldust þau á Eir þar sem Else lifir nú mann sinn. Síðast sá ég Óttar ní- ræðan, höfðinglegan, sitjandi á frið- arstóli lítandi yfir hópinn sinn sem hann svo sannarlega gat verið stoltur af. Fullri andlegri reisn hélt hann til síðasta dags og ærnu dagsverki lokið. Við leiðarlok er söknuður og þakk- læti fyrir trausta og ljúfa samfylgd efst í huga. Edda Óskarsdóttir. Kveðja frá Garðasókn Einn af frumbyggjum Garða- hrepps, Óttar Proppé, fyrsti formað- ur sóknarnefndar Garðasóknar, er fallinn frá. Mér finnst vel við hæfi að stinga niður penna og þakka Óttari Proppé frábært brautryðjandastarf í þágu hinnar nýstofnuðu Garðasókn- ar 1960 og endurbyggingar Garða- kirkju, sem var vígð 1966. Hann var kosinn fyrsti sóknarnefndarformað- ur hinnar nýstofnuðu Garðasóknar og gegndi því embætti í nokkur ár af mikilli alúð. Hann lagði gjörva hönd á búnað kirkjunnar og lét sér mjög annt um hana. Ber sérstaklega að þakka honum fyrir hinna fallegu alt- aristöflu, sem Proppéfjölskyldan gaf kirkjunni 1969, og máluð var af lista- manninum Halldóri Péturssyni. Myndin á altaristöflunni á að sýna fund Frelsarans með lærisveinum sínum við Sesareu Filippi og minnir á orð Péturs postula í Matt. 16.16: „Þú ert Kristur, sonur hins lifandi Guðs.“ Þessi fallega mynd er eitt af fáum ol- íumálverkum, sem varðveist hafa eft- ir þann ágæta listamann, Halldór Pétursson. Leiðir okkar Óttars lágu líka saman í tengslum við stofnun Rotaryklúbbsins, Görðum, Garða- hreppi, 1965. Ég þakka góða við- kynningu og þá samleið, sem við átt- um saman í störfum fyrir kirkju okkar. Helgi K. Hjálmsson, fv. formaður sóknarnefndar Garðasóknar. Óttarr Proppé
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.