Morgunblaðið - 21.12.2007, Page 23

Morgunblaðið - 21.12.2007, Page 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 21. DESEMBER 2007 23 AUSTURLAND Eftir Steinunni Ásmundsdóttur steinunn@mbl.is „ÞAÐ verður væntanlega nóg af verkefnum hjá Landsvirkjun á næstu árum og vissulega er stefnt á verkefni erlendis,“ segir Guðmundur Pétursson, yfirverkefnisstjóri Kára- hnjúkavirkjunar hjá Landsvirkjun. Framkvæmdum við virkjunina lýkur til fulls árið 2009. Guðmundur segir mikinn uppgang í vatnsorkugeiran- um í heiminum í dag. „Það er verið að virkja um 150 þúsund megavött af vatnsafli í heiminum um þessar mundir, t.d. í Indlandi, Tyrklandi, Ír- an, Suður-Ameríku og Kína, og Svisslendingar eru líka að endur- bæta hjá sér virkjanir og byggja dælustöðvar. Það er því mikil eftir- spurn eftir fagfólki og búnaði.“ Samið á góðum tímapunkti Framleiðendur ná ekki að anna eftirspurn eftir tækjum og búnaði og mörg stór fyrirtæki treysta sér því ekki til að bjóða í verkefni af þeim sökum. Verðið hækkar í samræmi við þetta og segir Guðmundur Landsvirkjun heppna að hafa gert alla sína samninga vegna Kára- hnjúkavirkjunar fyrir þessa upp- sveiflu. Indverjar ætli sér t.d. að virkja um 30 þúsund megavött næstu tíu árin og því þurfi að fram- leiða gríðarmikið af rafölum, hverfl- um og öðrum búnaði bara fyrir þá. Guðmundur segir Landsvirkjun vel í stakk búna til að veita ráðgjöf erlendis, enda hafi hún komið að mörgum verkum og lagt gott til víða. Kárahnjúkavirkjun hafi verið kynnt talsvert á alþjóðavísu, í fagtímaritum og á stórum ráðstefnum. „Við erum samt eins og dropi í hafið í því samhengi með Kárahnjúkavirkjun. Impregilo er t.d. búið að byggja um 180 stíflur um allan heim og vinna um 3000 kílómetra af neðanjarðar- göngum.“ Guðmundur segir til þess tekið af erlendum verktökum og fyr- irtækjum, sem komið hafa að Kára- hnjúkaverkefninu, hversu gott sé að eiga við Íslendinga, þeir séu sann- gjarnir og áreiðanlegir og taki skjót- ar og ígrundaðar ákvarðanir umfram marga aðila erlendis. 150 þúsund MW í vatnsaflsvirkjun Morgunblaðið/Steinunn Ásmundsdóttir Bjart Guðmundur Pétursson og Gianni Porta í Kárahnjúkavirkjun. Í HNOTSKURN »Mikil aukning er í gerð vatns-aflsvirkjana á heimsvísu. »Eftirpurn eykst stöðugt eftirfagfólki og búnaði í slíkar virkjanir. »Heppilegt var að samningarvegna Kárahnjúkavirkjunar náðust fyrir nýjustu uppsveifluna. Seyðisfjörður | Ljúft og gott veður hefur verið á Seyð- isfirði að undanförnu og bærinn er orðinn mjög jóla- legur. Seyðfirðingar fara enda margir hverjir á kostum í jólaskreytingum húsa sinna og eru þau oft og tíðum hreint augnayndi í skammdeginu. Miðbærinn iðar af lífi og fólk er komið í besta jólaskap. Ljósmynd/Einar Bragi Bragason Jólaglit og gleði á Seyðisfirði Reyðarfjörður | Fullkomin aðstaða fyrir starfmenn Alcoa Fjarðaáls hef- ur verið tekin í notkun í nýju og glæsilegu starfsmannahúsi. Í gær var boðið upp á hefðbundinn íslensk- an jólamat og tónleika í nýjum mat- sal fyrirtækisins. Auk matsalarins og eins fullkomnasta eldhúss á Ís- landi eru í húsinu móttaka, búnings- og baðaðstaða, bókasafn, kennslu- stofur og skrifstofur. Í gær hóf Heilsuverndarstöðin einnig rekstur heilsugæslu fyrir starfsmenn Fjarðaáls í byggingunni. Fyrirtækið Lostæti á Akureyri sér um rekstur matsalarins og eld- hússins, auk þess að sjá um veitingar og næturmat víðs vegar um fyrir- tækið. Gert er ráð fyrir að matsal- urinn anni um 700 manns á sólar- hring. Starfsmannahúsið er samtals um 3650 fermetrar að flatarmáli og þar af er veitingaaðstaðan rúmir 800 fermetrar. Við hönnun hússins lögðu TBL arkitektar áherslu á að það væri bjart og opið enda koma starfs- menn og gestir fyrst að því á leið að álverinu. Verktakafyrirtækið Atafl byggði húsið og HRV veitti verk- fræðiráðgjöf. Eitt besta eldhús Íslands Starfsmenn álversins fagna nýju mötuneyti á vinnustað Einar Falur Ingólfsson. Kjartan Þorbjörnsson. Komin er út bókin Í fyrsta kasti eftir ljósmyndarana og stangveiðimennina Einar Fal Ingólfsson og Kjartan Þorbjörnsson. Jólagjöf stangveiðimannsins Í þessari glæsilegu bók er að finna fjölda skemmti- legra veiðisagna frá tugum viðmælenda þeirra félaga ásamt óviðjafnanlegum ljósmyndum frá mörgum helstu veiðisvæðunum hringinn í kringum Ísland. Áskrifendum Morgunblaðsins býðst að fá þessa stórglæsilegu bók á sérstöku verði með 25% afslætti. Fullt verð er 4.990 krónur en verð til áskrifenda er 3.750 krónur. Bókina geta áskrifendur fengið í afgreiðslu Morgunblaðsins að Hádegismóum 2, 110 Reykjavík eða pantað hana á mbl.is. M bl 94 06 02 „Feiknamerkileg bók, stútfull af spennandi upplýsingum um veiðiár- og vötn.“ Bjarni Brynjólfsson, Veiðimaðurinn

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.