Fréttablaðið - 09.04.2009, Page 10

Fréttablaðið - 09.04.2009, Page 10
10 9. apríl 2009 FIMMTUDAGUR STJÓRNMÁL Vinstri hreyfingin - grænt framboð hefur lagt fram greinargerð um hvernig skapa megi 16.900-18.700 ný störf á Íslandi á næstu árum. Af þeim eru 8.400-10.200 í ferðaþjónustu og tengdum greinum, hefðbundnum framleiðslugreinum og í nýsköpun og sprotastarfsemi. 2.500 eru hjá ríkinu, 2.000 eru umhverfistengd sumarstörf fyrir námsmenn og 4.000 eru afleidd störf í þjónustu- greinum. Steingrímur J. Sigfússon, for- maður VG, segir að möguleg vaxtasvið atvinnulífsins hafi verið kortlögð og greint hvað þyrfti til svo störf gætu skapast. Ekki hafi verið sett krónutala á pakkann en horft til þess að ríkisútgjöld yrðu í lágmarki. „Þetta kallar á að Byggðastofnun, Nýsköpunar- sjóður, Tækniþróunarsjóður og atvinnuþróunarfélögin hafi bol- magn til að sinna verkefnum en það er líka mjög góð fjárfest- ing.“ Þá komi til skattaívilnanir á sumum sviðum. Steingrímur segir vaxtarmögu- leika í mörgum greinum sem fram til þessa hafi verið vanræktar. Í þeim efnum horfir hann til skipa- iðnaðar, úrvinnsluiðnaðar, ullar- og skinnaiðnaðar, húsgagnafram- leiðslu og vatnsútflutnings svo nokkuð sé nefnt. Fjölgun starfa í þeim og fleiri greinum kalli á nýjan hugsunarhátt og skýra stefnu. VG telur mögulegt að fjölga störfum í ferðaþjónustu um allt að 4.300. Það gerist með aukinni markaðssetningu, bættri nýtingu mannvirkja og áherslu á heilsu- tengda ferðaþjónustu. Þá sé hægt að skapa allt að 2.100 störf tengd nýsköpun og sprotastarfsemi en til þess þurfi stuðning sjóða og skattaívilnanir. Einnig er horft til fjölgunar starfa hjá ríkinu, fyrst og fremst með tilflutningi fjárveitinga í mannaflsfrekar framkvæmdir og með endurskipulagningu í heil- brigðiskerfinu. Steingrími mislíkar málflutn- ingur pólitískra andstæðinga um atvinnumál. „Það fer í taugarn- ar á mér þegar stjórnmálaflokk- ar koma fram og telja sig þess umkomna að lofa störfum, að búa til störf, eins og þeir ætli að fram- leiða þau inni á skrifstofum eins og barmmerki. Þetta gerist ekki þannig.“ bjorn@frettabladid.is ÞÝSKIR NASHYRNINGAR Nashyrnings- kálfurinn Naruna, í forgrunni, horfir út í heim í dýragarði í Hodenhagen í Norður-Þýskalandi. FRÉTTABLAÐIÐ/AP Vaxtarmöguleikar í vanræktum greinum VG telur mögulegt að skapa 16.900 - 18.700 ný störf á næstu árum. Steingrímur J. Sigfússon segir að flokkurinn skapi ekki störf eða lofi þeim heldur leggi til leiðir um hvernig fjölga megi störfum. Hann telur óvissu ríkja um álverið í Helguvík. Steingrímur segir óskynsamlegt, sem aldrei fyrr, að reisa ný álver á Íslandi. „Og ég hef satt best að segja afar litla trú á að af þessum verkefnum verði, í öllu falli á Bakka.“ Spurður hvort hann telji jafnframt að ekki verði af framkvæmdum í Helguvík segist hann engu ætla að spá. „En já, ég held að það sé áfram mikil óvissa, bæði fjármögnun og orkuöflunin. Það mál var í raun frágengið og komið þangað sem það var komið þegar við komum að borðinu. Í tilviki Bakka er allt á bið og maður skynjar andrúmsloftið í kringum það mál þannig að það er mjög vaxandi vantrú á að það yfir höfuð verði.“ HELGUVÍK Í ÓVISSU OG EFAST UM BAKKA HÁLENDIÐ VG telur mikla möguleika á fjölgun starfa í ferðaþjónustu. Bæði með auk- inni markaðs- setningu Íslands í útlöndum og eins vegna tíðari ferðalaga Íslendinga um eigið land. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA TAÍLAND, AP Í kringum 100.000 manns söfnuðust saman á götum Bangkok í gær til að sýna stuðning sinn við kröfu um að forsætisráðherrann, Abhisit Vej- jajiva, víki úr embætti. Mótmæl- endurnir fylktu liði að heimili aðalráðgjafa konungsins, en þeir saka hann um að hafa skipulagt valdarán árið 2006, sem velti þáverandi forsætisráðherra, Thaksin Shinawatra, úr sessi. Þessi fjöldamótmæli eru erf- iðasti hjallinn sem hin fjögurra mánaða gamla ríkisstjórn Abhis- its hefur þurft að mæta, en hún er fjórða ríkisstjórnin í landinu síðan valdaránið var framið fyrir þremur árum. - aa Stjórnmál í Taílandi: 100.000 manns mótmæla HEITT Í HAMSI Mótmælendur í Bangkok í gær. FRÉTTABLAÐIÐ/AP 68 óku of hratt Alls voru 68 ökumenn staðnir að hraðakstri á þremur götum í Garðabæ í gær. Þar voru ómerktar lögreglu- bifreiðar sem eru með myndavéla- búnað. Bifreiðarnar voru á Garðaflöt, Ásabraut og Karlabraut í Garðabæ. Á einni klukkustund eftir hádegi óku 66 prósent ökumanna of hratt eða yfir afskiptahraða á Garðaflöt. Hraðakstur á Ásabraut Á Ásabraut í Garðabæ óku 53 prósent ökumanna of hratt á einni klukku- stund fyrir hádegi, en fjórtán prósent ökumanna óku of hratt eða yfir afskiptahraða á Karlabraut. GARÐABÆR

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.