Fréttablaðið - 09.04.2009, Page 11

Fréttablaðið - 09.04.2009, Page 11
FIMMTUDAGUR 9. apríl 2009 ALÞINGI Sjálfstæðismenn gagn- rýndu Guðbjart Hannesson þingforseta við upphaf þing- fundar í gær fyrir að umturna venjum í þinginu með því að hefja fundinn ekki á óundirbún- um fyrirspurnum eða umræð- um um störf þingsins. Þess í stað var farið beint í umræður um breytingar á stjórnar- skránni. Ásta Möller sagðist myndu vilja beina fyrirspurn til heil- brigðisráðherra um mögulega aðkomu lífeyrissjóða að fjár- mögnun nýs sjúkrahúss og Pétur H. Blöndal sagð- ist vilja spyrja fjármála- og viðskiptaráð- herra hvort þeir byggju yfir upplýs- ingum um það hvers vegna gengi krónunn- ar hefði farið lækkandi síðustu daga. - sh Sjálfstæðismenn ósáttir við þingforseta: Segja Guðbjart breyta þingvenjum GUÐBJARTUR HANNESSON FERÐALAG ER ÞROSKANDI FERMINGARGJÖF GJAFABRÉFIÐ GILDIR SEM GREIÐSLA UPP Í FLUGFAR MEÐ ICELANDAIR ÞÚ VELUR UPPHÆÐINA + Pantaðu fermingargjöfina á icelandair.is Gjafabréf gildir í tvö ár frá útgáfudegi. W W W. I C E L A N DA I R . I S HUGURINN BER ÞIG AÐEINS HÁLFA LEIÐ ÍS L E N S K A S IA .I S I C E 4 57 13 03 /0 8 ÖRYGGISMÁL Þyrla Landhelgis- gæslunnar, TF-GNÁ, var send til leitar vegna tilkynningar um neyðarblys á lofti norður af Eið- istorgi. Þyrlan var við nætu- ræfingar við Straumsvík með björgunarskipinu Einari Sigur- jónssyni og var fljót á staðinn. Beiðnin var afturkölluð þegar fjarskiptamiðstöð lögreglunnar hafði haldbærar sannanir fyrir því að um flugeld frá landi var að ræða. Sneri þyrlan þá aftur og var lokið við næturæfinguna. Þetta er þriðja tilfellið á tveim- ur mánuðum sem þyrla LHG er kölluð út til leitar vegna skotelda frá landi. Ekki gera allir sér grein fyrir því að neyðarblys eru mjög mikilvægt öryggistæki fyrir sjófarendur og utan hins hefðbundna flugeldatímabils þarf að sækja um sérstakt leyfi til að skjóta upp skoteldum. LHG lítur það alvarlegum augum þegar senda þarf þyrlu til leitar vegna atvika eins og þessara. - shá Tilkynnt um neyðarblys: Þyrla send í óþarfa leit TF-GNÁ Þyrluleit er kostnaðarsöm aðgerð. M YN D /L H S

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.