Fréttablaðið - 09.04.2009, Side 18

Fréttablaðið - 09.04.2009, Side 18
 9. apríl 2009 FIMMTUDAGUR GUÐNI ÁGÚSTSSON, FYRRVER- ANDI RÁÐHERRA OG FORMAÐUR FRAMSÓKNARFLOKKSINS, ER SEXTUGUR. „Ég beiti svipunni hóflega fast þegar þið farið af leið.“ Þessi fleygu orð mælti Guðni Ágústsson, þá fráfarandi landbúnaðarráðherra, við arf- taka sinn, Einar K. Guðfinns- son, við lyklaskiptin í ráðu- neytinu árið 2007. timamot@frettabladid.is „Ég geri ráð fyrir að lesturinn sjálfur sé um fimm tímar en svo eru yndislegir tónlistarmenn með mér. Elísabet Waage leikur á hörpu og Matthías Nardeau á óbó,“ segir Ragnheiður Steindórsdóttir, leikkona og bæjarlistarmaður á Seltjarnar- nesi, en hún ætlar að lesa alla Passíusálma Hallgríms Pét- urssonar í Seltjarnarneskirkju á föstudaginn langa. „Ég held að ég sé fyrsta konan til að lesa sálmana opinber- lega en konur hafa áður lesið þá í útvarpi. Hins vegar liðu 30 ár frá því Sigurbjörn Einarsson, þá dósent við guðfræði- deild háskólans og síðar biskup Íslands, las sálmana fyrst árið 1944 þar til kona las þá í fyrsta sinn árið 1974. Það var Valbjörg Kristmundsdóttir, systir Steins Steinarrs. Hún kom frá Akranesi og las þá inn á stálþráð.“ Ragnheiður hefur áður lesið hluta Passíusálmanna opin- berlega. „Við vorum til dæmis fjögur sem lásum Passíusálm- ana í Hallgrímskirkju árið 2007 og þá fór ég á námskeið um sálmana hjá Endurmenntun Háskóla Íslands. Sá fróðleik- ur hefur nýst mér afskaplega vel í að undirbúa mig fyrir verkið en síðan auðvitað les ég bara og les til að æfa mig,“ segir hún ánægð og bætir við: „Það er upplifun að kynnast Passíusálmunum. Skáldið er á köflum mjög harðort í garð veraldlegra og geistlegra yfirvalda og sendir þeim tóninn. En síðan er líka trúnaðartraust í sálmunum til frelsarans og djúpt þakklæti fyrir að vera laus undan refsivendi drottins vegna þeirrar fórnar sem Jesús færði okkur öllum. Þetta er svo innilegt, fallegt og djúpt.“ Gestum er frjálst að koma og fara að vild á meðan á lestri stendur. „Æskilegt er að hafa með sér Passíusálmabækur til að fylgjast með en sálmarnir eru til á mörgum heimilum,“ segir Ragnheiður og brosir. Frá því Ragnheiður las sálmana árið 2007 hefur hana langað til að takast á við að lesa þá í heild sinni. „Ég nefndi þetta við prestinn á Seltjarnarnesi, við góðar undirtektir, og stuttu síðar var ég útnefnd bæjarlistarmaður. Þá fannst mér kjörið að hafa þetta sem mitt stóra verkefni í ár. Ég hef búið á Seltjarnarnesi í nokkur ár og kann óskaplega vel við mig. Kirkjan er falleg, góður hljómburður í henni og yndis- legt að vera þar. Því kom ekki annar staður til greina. Þetta er líka í fyrsta skipti sem Passíusálmarnir eru fluttir þar í heild sinni á föstudaginn langa,“ útskýrir hún áhugasöm og bætir við einlæg: „Passíusálmarnir eru fjársjóður sem við verðum að færa frá kynslóð til kynslóðar og mér finnst ég vera hlekkur í þeirri keðju.“ hrefna@frettabladid.is RAGNHEIÐUR STEINDÓRSDÓTTIR: LES PASSÍUSÁLMANA Á FÖSTUDAGINN LANGA Djúp upplifun BREYSKLEIKI MANNSINS Ragnheiður segir Passíusálmana snerta sig djúpt enda hafi Hallgrímur Pétursson verið mikið skáld og listamaður. Við viljum koma á framfæri innilegu þakk- læti til allra þeirra sem sýndu okkur samúð og stuðning við fráfall sonar okkar, Kristins Guðbjartssonar. María Baldursdóttir Guðbjartur J. Sigurðsson og systkini hins látna. Elskuleg móðir okkar, amma og lang- amma, Sigríður Ágústsdóttir frá Geiteyjarströnd, Mývatnssveit, lést hinn 5. apríl á Dvalarheimilinu Hlíð, Akureyri. Börn, barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður, faðir, tengdafaðir og afi, Frans Magnússon, sjómaður, Vesturgötu 111b, 300 Akranesi, lést á Sjúkrahúsi Akraness þriðjudaginn 7. apríl. Útför fer fram föstudaginn 17. apríl kl. 14.00 frá Akraneskirkju. Blóm og kransar afþakkaðir. Þeim sem vilja minnast hans er bent á Sjúkrahúsið á Akranesi eða Krabbameinsfélag Íslands. Elín Jónasdóttir Valdís Hildur Fransdóttir Atli Þór Karlsson Emelía Elín Fransdóttir Hafþór Hallmundsson Maía Jósefsdóttir Ingólfur Guðbrandsson Sína Sigríður Magnúsdóttir Axel Hilmarsson og fjölskyldur. Elskuleg móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Sjöfn Jóhannsdóttir lést á Sólvangi í Hafnarfirði 6. apríl sl. Jarðarför henn- ar fer fram föstudaginn 17. apríl frá Fríkirkjunni í Hafnarfirði kl. 13.00. Sonja Larsen Þórður Benediktsson Jóhann Larsen Hildur Valgeirsdóttir Edda Larsen Guðmundur Ásgeir Sölvason Axel Birgir Knútsson Jóhanna Jónsdóttir Hilmar Knútsson Jónína Ívarsdóttir Gerða Knútsdóttir Krister Olsson barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær móðir okkar, tengdamóðir, amma og langamma, Margrét Ögmundsdóttir, Hraunbæ 103, Reykjavík, lést á líknardeild Landakotsspítala miðvikudaginn 8. apríl. Útförin fer fram frá Áskirkju föstudaginn 17. apríl kl. 13.00. Guðrún Jónsdóttir Oddur Þórðarsson Jóna Jónsdóttir Pétur Eiríksson Guðlaugur G. Jónsson Sigríður I. Ágústsdóttir barnabörn og barnabarnabörn. Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafað- ir, bróðir og afi, Hörður Eiríksson, fyrrverandi flugvélstjóri Blönduhlíð 10, Reykjavík, sem lést á gjörgæsludeild Landspítalans við Hringbraut 31. mars síðastliðinn, verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju þriðjudaginn 14. apríl kl. 13.00. Blóm og kransar eru vinsamlegast afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er bent á Hjartaheill. Helga Steffensen Björn Sverrir Harðarson Helga Sigríður Harðardóttir Steffensen Guðmundur E. Jónsson Valdimar Harðarson Steffensen Guðrún Ægisdóttir Baldur Þórir Harðarson Estíva Birna Björnsdóttir Eiríkur Bjartmar Harðarson bróðir og barnabörn. Ástkær faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Kjartan Sveinsson, Símaverkstjóri, frá Vík í Mýrdal, andaðist á Hjúkrunarheimilinu Eir mánudaginn 6. apríl verður jarðsunginn frá Árbæjarkirkju þriðju- daginn 14. apríl kl. 13:00. Blóm og kransar eru afþakk- aðir en þeim sem vildu minnast hans er bent á líknar- og hjálparstofnanir. Þórir Kjartansson Friðbjört Elísabet Jensdóttir Sveinn Kjartansson Hólmfríður Böðvarsdóttir Eyrún Kjartansdóttir Haukur Helgason Sigrún Kjartansdóttir Þorbjörn Jónsson börn, tengdabörn og barnabörn. Elskulegur faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi, Jón Kristinsson Lambey, Fljótshlíð, lést á Kirkjuhvoli Hvolsvelli miðvikudaginn 1. apríl. Útför hans fer fram frá Breiðabólstaðarkirkju í Fljótshlíð laugardaginn 11. apríl kl. 13.00. Þeim sem vildu minnast hans er bent á Dvalarheimilið Kirkjuhvol á Hvolsvelli. Guðbjörg Jónsdóttir Jón Þorvaldsson Þórhildur Jónsdóttir Kristjana Jónsdóttir Guðjón E. Ólafsson Sveinbjörn Jónsson Jaana Rotinen Kristinn Jónsson Guðbjörg Júlídóttir Katrín Jónsdóttir Helmut Grimm Þorsteinn Jónsson Ásta Brynjólfsdóttir Sigrún Jónsdóttir Jón Valur Baldursson Gunnar Rafn Jónsson barnabörn og barnabarnabörn. Maðurinn minn, pabbi okkar, tengda- pabbi, afi og langafi, Árni Elfar lést hinn 5. apríl síðastliðinn á Hjúkrunar- og dvalar- heimilinu Holtsbúð. Útförin hefur farið fram í kyrrþey. F.h. aðstandenda, Kristjana Magnúsdóttir. Ástkær móðir okkar og tengdamóðir, Ingibjörg Jónsdóttir, Dvalarheimilinu Grund, áður Álfheimum 3, lést að morgni 5. apríl. Útför hennar fer fram frá Langholtskirkju föstudaginn 17. apríl klukkan 15.00. Fyrir hönd aðstandenda, Guðmann Sigurbjörnsson Kristín Aradóttir Rósa Jónsdóttir Sigursveinn Sigurðsson Hólmfríður Jónsdóttir Guðjón Rögnvaldsson Ástkær eiginmaður minn, faðir, tengdafaðir, afi og bróðir, Ketill Leósson Vættaborgum 88, Reykjavík, lést á Líknardeildinni Kópavogi að morgni 5. apríl sl. Hann verður jarðsunginn frá Selfosskirkju laugardag- inn 11. apríl kl. 13.30. Rakel Gísladóttir, Benedikta Ketilsdóttir, Guðjón Egill Guðjónsson Ketill A. Ágústsson, Gabríel A.Guðjónsson, systkini hins látna og fjölskyldur þeirra. FR ÉTTA B LA Ð IÐ /VA LLI

x

Fréttablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.