Fréttablaðið - 09.04.2009, Page 39

Fréttablaðið - 09.04.2009, Page 39
FIMMTUDAGUR 9. apríl 2009 27 Í FULLUM GANGI Í PERLUNNI OPIÐ ALLA DAGA FRÁ 10 - 18 VERIÐ VELKOMIN OG NJÓTIÐ FRÁBÆRS ÚTSÝNIS OG GÓÐRA VEITINGA Í VEITINGASAL PERLUNNAR Sími: 561-4114 Frá 9. apríl til 3. maí ATH!!! Lokað á föstudaginn langa og páskadag G Í F U R L E G T Ú R VA L A F Ö L L U M T E G U N D U M T Ó N L I S TA R R O K K - P O P P - K L A S S Í K - B L Ú S - K Á N T R Ý - S LÖ K U N A R T Ó N L I S T- Þ Ý S K , S K A N D I N AV Í S K O G Í R S K T Ó N L I S T O G A Ð S J Á L F S Ö G Ð U A L L I R N Ý J U S T U T I T L A R N I R Á B ET R A V E R Ð I E N Þ Ú ÁT T A Ð V E N J A S T Kvikmyndagagnrýnandinn Roger Friedman hefur verið rekinn frá bandarísku fréttastofunni Fox News eftir að hann birti á bloggi sínu dóm um ókláraða útgáfu af myndinni X-Men Origins: Wol- verine sem hafði verið lekið á netið. Dómurinn birtist í síðustu viku og var strax harðlega gagnrýnd- ur af netverjum. Kom hann sér sérlega illa fyrir News Corp sem er eigandi bæði Fox News og 20th Century Fox, sem framleiddi Wolverine, því svo gæti farið að fyrirtækið verði af miklum tekj- um vegna netlekans. Friedman hafði starfað í áratug hjá Fox News en var engu að síður látinn taka pokann sinn. Skrifaði dóm og var rekinn GEORGE LUCAS Lucas hyggur á fram- leiðslu myndarinnar Red Tails sem gerist í seinni heimsstyrjöldinni. Höfundur Star Wars, George Lucas, undirbýr nú framleiðslu myndarinnar Red Tails. Hún gerist í seinni heimsstyrjöldinni og fjallar um fyrstu þeldökku orrustuflugmennina í sögu Bandaríkjanna, sem kölluðu sig Tuskegee Airmen. Stél flugvéla þeirra voru lituð rauð og þaðan er titill myndarinnar fenginn. Á meðal leikara í myndinni verða Terrence Howard, Cuba Gooding Jr., og tónlistarmennirnir Method Man og Ne-Yo. „Mig hefur langað að gera Red Tails í tuttugu ár og loksins búum við yfir réttu tækn- inni til að sýna hæfileika Tuskeg- ee-flugmannanna,“ sagði Lucas. Framleiðir stríðsmynd „Þetta er eins konar loftárás á orð, hugmyndir og hugarfar sem hafa legið allt of lengi í loftinu án þess að hafa verið skotin almennilega niður,“ sagði Andri Snær Magna- son þegar Draumalandið – Sjálfs- hjálparbók handa hræddri þjóð kom út fyrir að verða þremur árum síðan. Bókin var hvöss ádeila á ríkjandi virkjanaviðhorf og stór- iðjustefnu, þrungin erindi og sann- færingu sem hafði ekki sést í póli- tískum skrifum í háa herrans tíð. Viðbrögðin voru líka eftir því; bókin seldist í fáheyrðum fjölda eintaka á íslenskan mælikvarða og er tvímælalaust eitt áhrifarík- asta innlegg í íslenska þjóðmála- umræðu í seinni tíð. Það hefur því ef til vill legið nokkuð beint við að flytja Drauma- landið yfir á hvíta tjaldið og þótt bókin hafi haft sér það til full- tingis að koma eins og þruma úr heiðskíru lofti er kvikmyndin síst áhrifaminni. Mörgu úr bókinni er vissulega haldið til haga ¬– til dæmis sundurgreiningu á sjálf- gefnum hugtökum á borð við hag- vöxt – en helsti styrkleiki mynd- arinnar felst í því að í stað þess að takmarka sig við texta bókar- innar fanga höfundarnir grunn- hugmyndina upp á nýtt á forsend- um myndmiðilsins. Þetta lukkast frábærlega. Stórbrotnar náttúru- myndir ásamt nýlegum fréttainn- slögum og frumunnum viðtölum leggjast á eitt í kraftmikilli árás á stóriðjustefnu síðustu ára. Þótt frásögnin sé ekki línuleg heldur hún sig ávallt við efnið og dreg- ur upp skuggalega mynd af því hvernig æði greip stóran hluta þjóðarinnar. Það eru mörg athyglisverð við- töl í myndinni við vísindamenn, hagfræðinga, ábúendur í grennd við virkjanir og fleiri sem bregða merkilegu ljósi á málefnið. Það var athyglisvert að hlusta á Jakob Björnsson, fyrrverandi orkumála- stjóra, lýsa sér sem fulltrúa kyn- slóðarinnar sem afhelgaði nátt- úruna, ef svo má að orði komast; hætti að óttast hindurvitnin á hálendinu og lagði það undir sig í staðinn. Þetta er merkileg inn- sýn inn í hugmyndafræði og lífs- speki þeirra sem sem ráðið hafa virkjunarstefnu hér á landi undan- farna áratugi; þar sem landgildið er fyrst og fremst metið út frá nýt- ingarmöguleikum. Enginn kemur jafn illa út úr myndinni og þeir sem réðu ferð- inni, stjórnmálamennirnir, sem eru dregnir sundur og saman í háði með því einu að sýna gömul mynd- skeið af þeim sjálfum eða vitna í orð sem voru látin falla á „góðri stund“; uppákomum sem á sínum tíma voru einungis vandræðaleg- ar en eru í ljósi þess sem átti eftir að gerast orðnar pínlegar. Þá eru áhrifamikil viðtöl við ábúendur á Héðinshöfða, Prestshvammi og Húsey skýrt vitni um blygðunar- lausa tækifærismennsku þeirra landsbyggðarþingmanna, sem í nafni byggðastefnu berjast fyrir eflingu bæði stóriðju og landbún- aðar, líkt og þau geti þrifist í sjálf- bærri sátt. Sjálfsagt verða ekki allir sam- mála þeirri mynd sem dregin er upp en til þess er leikurinn ekki gerður; Draumalandið er ádeila, árás á ríkjandi hugmyndafræði studd skýrum dæmum. Þetta er ekki þurr og hlutlaus skýrsla, það er aldrei farið í launkofa með það að myndin talar fyrir ákveðnum málstað og höfðar jafnt til rök- hugsunar og tilfinninga (andófinu er meðal annars beinlínis stefnt gegn því hvernig tilfinningarök- um hefur verið úthýst í þjóðmála- umræðunni). Það má þó finna að myndinni að þótt um ádeilu sé að ræða, reynir hún stundum á sanngirnismörkin með notkun á afdráttalausu myndmáli, til dæmis snarkandi rafmöstur á víðavangi, til að skapa „réttu“ hughrifin við málflutning valinna viðmælanda. Mestu áhrif Draumalandsins fel- ast þó í því að myndin hristir upp í áhorfendanum, neyðir hann til þess að líta í eigin barm og í tilfelli þess sem hér skrifar skammast sín fyrir hálfvelgjuna; að hafa látið það reka á reiðanum að mynda sér skoðun, í besta falli goldið varhug við stefnunni án þess að aðhafast nokkuð. Draumalandið átti drjúgt erindi þegar það kom út á prenti fyrir þremur árum. En ef bókin var loft- árás á orð, hugmyndir og hugarfar, má líkja myndinni við eftirleikinn þar sem landgönguliðið er sent á vettvang og lætur kné fylgja kviði. Fyrir fimm árum kepptust stjórn- málaflokkar við að lofa að „skapa“ 2.000 störf í einu vetfangi. Störfin sem þeir lofa að skapa um þessar mundir eru tífalt fleiri. Spurning- in sem Draumalandið spyr hefur aldrei verið brýnni: Viljum við láta „bjarga“ okkur aftur? Bergsteinn Sigurðsson „Ó, leyf mér þig að leiða til landsins fjalla heiða“ KVIKMYNDIR Draumalandið Leikstjórar: Andri Snær Magnason og Þorfinnur Guðnason. Framleiðandi: Sigurður Gísli Pálmason. ★★★★ Áhrifamikil og brýn áminning um að afstöðu- eða gagnrýnisleysi er mun- aður sem við getum ekki leyft okkur – allra síst núna.

x

Fréttablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.