Fréttablaðið - 09.04.2009, Síða 40

Fréttablaðið - 09.04.2009, Síða 40
 9. apríl 2009 FIMMTUDAGUR sport@frettabladid.is KÖRFUBOLTI KR tekur á móti Grindavík á heimavelli í kvöld í þriðja leik liðanna um Íslands- meistaratitil karla. Staðan er jöfn í einvíginu, 1-1, eftir að bæði lið unnu á heimavelli í fyrstu tveim- ur leikjunum. Hlynur Bæringsson, þjálfari og leikmaður Snæfells, þekkir vel til beggja liða en hans lið tapaði í undanúrslitum fyrir Grindavík. Fréttablaðið leitaði hans álits fyrir leik kvöldsins. „Ég var búinn að spá því að þetta einvígi færi 3-1,“ sagði Hlynur. „Ég held til dæmis að ef Grindavík ætlar að vinna titilinn verði liðið helst að vinna í kvöld og svo fjórða leikinn á heimavelli. Þeir verða að taka einn leik á heimavelli KR og mér finnst ekki líklegt að þeir geri það í fimmta leiknum.“ Hann segir þó að KR sé sigur- stranglegri aðilinn í leiknum í kvöld. „KR er með fáránlega sterkt lið, sérstaklega á heimavelli. Það er mjög erfitt fyrir hvaða íslenskt lið sem er að ætla að vinna þarna. Ef Grindavík ætlar að takast að vinna KR á útivelli þurfa margir leikmenn liðsins að eiga sinn allra besta leik á tímabilinu.“ Hlynur segir að báðir leikirn- ir til þessa í rimmu liðanna hafi verið mikil skemmtun enda mjög hraðir og fjörugir. „Bæði lið kunna að skjóta og hlaupa. Ég tel að þetta gæti ráðist á því hvort liðið stend- ur sig betur í sóknum sem það þarf að stilla upp á hálfum velli.“ Sem fyrr segir telur Hlynur að KR sé sigurstranglegra liðið í kvöld og að það sé því í kjörstöðu. „Ef þú ert með besta liðið þarftu ekki að gera neitt sérstakt til að vinna. Það eru öll hin liðin sem þurfa eitthvað sérstakt. Ég tel að Grindvíkingar þurfi að hitta á góðan leik í langskotum eins og þeir geta vissulega gert. Og ef þeim tekst líka að halda þeim Jóni Arnóri og Jakobi sæmilega niðri eiga þeir ágætan möguleika.“ En þótt þeir tveir séu hvað mest áberandi í liði KR telur Hlynur að miðherjinn Fannar Ólafsson gegni algjöru lykilhlutverki. „Þeir þurfa að passa sig að lenda ekki í villuvandræðum og þá sér- staklega Fannar. Hann heldur ákveðnu jafnvægi í liðinu og þeir sem koma inn fyrir hann eru oftar en ekki skyttur. KR á nóg af skytt- um. Fannar er hins vegar mjög mikilvægur í vörn og fráköstum. Ef hann spilar vel held ég að KR vinni í kvöld.“ eirikur@frettabladid.is Grindavík þarf að sýna sitt allra besta Í kvöld fer fram þriðji leikur KR og Grindavíkur í einvígi liðanna um Íslandsmeistaratitil karla. Hlyn- ur Bæringsson spáir í spilin fyrir Fréttablaðið. TEKIÐ Á ÞVÍ Ljóst er að þeir Brenton Birmingham og Jón Arnór Stefánsson munu oft eigast við á vellinum í kvöld. FRÉTTABLAÐIÐ/DANÍEL > Liðið sem kemst í 2-1 verður meistari KR og Grindavík leika í kvöld þriðja leik sinn í úrslita- einvígi sínu um Íslandsmeistaratitil Iceland Express- deildar karla. Mikilvægi leiks kvöldsins er mjög mikið, ekki síst ef hann er settur í samhengi við þróun mála í lokaúrslitunum undanfarinn rúma áratug. Frá því að úrslitakeppnin tók núverandi mynd árið 1997 hefur það lið sem hefur unnið þriðja leikinn í stöðunni 1-1 alltaf orðið meistari. Þetta hefur gerst í sex skipti, þar af fjögur ár í röð frá 2004 til 2007. Von tapliðsins í kvöld liggur í því að rifja upp árin 1991, 1992 og 1994. Þá þurfti einnig að vinna þrjá leiki og í öll þessi þrjú skipti lentu verðandi meistarar 1-2 undir. Ekkert hlé á góðum myndum! Skráning á póstlistann margborgar sig www.graenaljosid.is Fumsýnd 3. apríl í Háskólabíói SAM ROCKWELL & ANJELICA HUSTON VITA | Skútuvogi 13a | Sími 570 4444 VITA er lífið Skráðu þig í netklúbbinn – VITA.is Mallorca í vor á einstöku tilboðsverði! VITA er ný ferðaskrifstofa í eigu Icelandair Group. GROUP Dagskrá fyrir Gott fólk 60+ Fararstjóri: Rebekka Kristjánsdóttir Skemmtanastjóri: Bjarney Lea Guðmundsdóttir Dvöl á Mallorca sameinar allt sem fólk yfir sextugt sækist eftir á sólarstað. Við bjóðum farþegum að velja á milli ýmissa úrvalsgististaða á Playa de Palma. Í boði eru skoðunarferðir með fararstjóra og að auki verður farið í leikfimi, mini-golf, gönguferðir og haldin spilakvöld og kvöldvökur. Heilsurækt Félagsvist/mini-golf Ganga/stafaganga Skemmtikvöld 3.–27. maí í 24 nætur Hotel Cosmopolitan Verð frá 98.900 kr.* og 15.000 Vildarpunktar á mann m.v. 2 í tvíbýli með hálfu fæði. Verð m.v. 5.000 kr. afslátt til félaga í Gott fólk 60+ * Verð án Vildarpunkta en með klúbbafslætti: 108.900 kr. ÍS L E N S K A S IA .I S V IT 4 56 77 0 4. 20 09 hálft fæði

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.