Fréttablaðið - 14.04.2009, Síða 11

Fréttablaðið - 14.04.2009, Síða 11
ÞRIÐJUDAGUR 14. apríl 2009 11 Baráttan gegn atvinnuleysinu er í fullum gangi Árangur næstu ríkisstjórnar verður fyrst og fremst metinn af baráttunni gegn atvinnuleysinu. Kraftmikil atvinnusköpun karla og kvenna um allt land er lykillinn að skjótri endurreisn og bættum lífskjörum. Til að svo geti orðið verður að tryggja atvinnulífinu stöðugleika og efna- hagslegt umhverfi eins og það gerist best í Evrópu. Við höfum þegar kynnt aðgerðir sem munu skapa 6.000 störf um allt land í byggingariðnaði, sprotafyrirtækjum og víðar á næstu misserum. Við ætlum að endurreisa fjármálakerfið, tryggja lægri vexti og stöðugt gengi til að koma atvinnulífinu aftur á hreyfingu og skapa fleiri en 20.000 störf á næstu árum. Við viljum ráðast í mannaflsfrekar framkvæmdir, efla nýsköpun og ferðaþjónustu um allt land og nýta auðlindir í sátt við umhverfið. Við viljum hefja samningaviðræður við ESB og tryggja blómlegt atvinnulíf á grunni trausts gjaldmiðils – evrunnar. Samfylkingin ætlar að koma öllum vinnufúsum höndum karla jafnt sem kvenna til starfa. Þannig verður kreppan stutt. www.xs.is FJÁRMÁL Hagsmunasamtök heimilanna (HH) mótmæla harðlega þeirri ákvörðun stjórn- valda og fjármálafyrirtækja að sniðganga með öllu sanngjarnar og hóflegar tillögur samtakanna um leiðréttingu gengis- og verð- tryggðra fasteignalána. Innan samtakanna hefur hópur fólks komið sér saman um að undirbúa málsókn til varnar heimilunum. Samtökin hafa lagt til að lánveitendur og lántakendur skipti með sér þeim kostnaði sem til hefur fallið vegna efnahagskrepp- unnar. Með samkomulagi um greiðslujöfn- un í stað niðurfellingar skulda, hafi ábyrgð lánastofnana í raun verið að engu gerð og „svik þeirra við heimili landsmanna sam- þykkt af ríkisstjórninni.“ HH líta á þennan gjörning sem stríðs- yfirlýsingu lánastofnana og stjórnvalda gegn heimilum. Úrræðin séu lausnir fyrir lánastofnanir, ekki lántakendur. Komi lána- stofnanir ekki til móts við heimilin í land- inu með því að létta á skuldabyrði þeirra og heildargreiðslubyrði, þá sjá samtökin ekki að það þjóni nokkrum tilgangi að fólk haldi áfram að borga af skuldum sínum. Samtökin spyrja: Hve marga þarf, sem hætta að greiða, til að opna augu fjármálafyrirtækja fyrir því að þau þurfa líka að færa fórnir? - shá Hagsmunasamtök heimilanna gagnrýna greiðslujöfnunarleið stjórnvalda vegna fasteignalána: Hyggja á málsókn til varnar heimilum BREIÐHOLT Viðskiptaráðherra kynnti fyrir helgi greiðslujöfnunarleið fyrir myntkörfulán sem útilokar niðurfellingu lána. FRÉTTABLAÐIÐ/GVA MADRÍD, AP Hópur innan aðskiln- aðarhreyfingar Baska, ETA, lagði á ráðin um að myrða Juan Carlos Spánar- kóng með því að gera árás á þyrlu eða flug- vél kóngsins. Þetta upplýsti Alfredo Perez Rubalcaba, innanríkisráð- herra Spánar, á blaðamanna- fundi fyrir skömmu. Samkvæmt spænska blaðinu El Correo fann franska hryðjuverkalögreglan geisladiska, á leynistað ETA í Frakklandi, sem innihéldu upp- lýsingar um fyrirhugaða árás. Samkvæmt blaðinu átti líka að gera árás á fólk innan ríkis- stjórnarinnar. Ekkert varð þó úr árásunum. Í gær lýsti ETA því yfir að ný stjórn í Baskahéraðinu væri aðal- skotmark hreyfingarinnar. - kh Aðskilnaðarhreyfing Baska: ETA skipulagði árás á kónginn VARSJÁ, AP Að minnsta kosti 21 lét lífið og 20 slösuðust þegar athvarf fyrir heimilislausa varð eldi að bráð í bænum Kamien Pomorski í norðvesturhluta Pól- lands í fyrrinótt. Eldurinn braust út um klukkan eitt um nóttina meðan íbúar voru í fastasvefni. Eldsupptök eru enn ókunn. Hátt í áttatíu manns voru skráðir til heimilis í athvarfinu, en þar voru einnig einhverjir gestir. Húsið varð alelda á skömmum tíma. Brunastigar náðu aðeins upp á fyrstu hæð og slösuðust margir þegar þeir stukku út um glugga á efri hæð- unum. Nokkur börn björguðust þegar þeim var kastað út um glugga og þeir sem fyrir neðan stóðu gripu þau. Forseti Póllands hefur lýst yfir þriggja daga þjóðar sorg. - kh Þjóðarsorg í Póllandi: 21 lést í elds- voða í Póllandi Ók á staur í Sandgerði Umferðaróhapp varð á Sandgerðis- vegi í fyrradag. Ökumaður sofnaði undir stýri, fór yfir á öfugan vegar- helming og hafnaði á ljósastaur. Engin slys urðu og bifreiðin er ekki mikið skemmd. Þá varð umferðar- óhapp á Suðurstrandarvegi, rétt við Ísólfsskála, þar sem bifreið valt á hlið- ina eftir að ökumaðurinn hafði misst stjórn á henni í lausamöl. Enginn slasaðist. Líkamsárás á Suðureyri Lögreglan á Ísafirði fékk tilkynningu um líkamsárás í fyrrinótt. Karlmaður gekk í skrokk á konu en að sögn lögreglu voru áverkarnir minniháttar. Konan, sem er á þrítugsaldri, hefur ekki lagt fram kæru. LÖGREGLUFRÉTTIR JUAN CARLOS SPÁNARKONUNGUR NÁTTÚRA Tvö hæstu fjöllin í Vestmannaeyjum hafa lækkað um fimm metra. Þetta hafa nýjustu mælingar Landmæl- inga Íslands leitt í ljós og kemur það fram á nýju korti stofnunar- innar. Kortið er gert í tengslum við útgáfu árbókar Ferða félags Íslands um Vestmannaeyjar sem kemur út í næsta mánuði. Suðurlandið.is segir frá þessu. Samkvæmt vefnum Heimaslóð er Heimaklettur hæsti tindur Vestmannaeyja, 283 metrar á hæð, og Blátindur sá næsthæsti, 273 metrar. Eftir lækkunina er Heima klettur 278 metra hár og Blátindur 268 metrar. - shá Vestmannaeyjar: Hæstu fjöllin lækka töluvert

x

Fréttablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Fréttablaðið
https://timarit.is/publication/108

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.