Morgunblaðið - 11.01.2008, Side 2

Morgunblaðið - 11.01.2008, Side 2
Í HNOTSKURN »Samkvæmt tölum Seðlabank-ans minnkuðu eignir lífeyr- issjóðanna um tæplega 33 millj- arða króna í nóvember en þetta er 2% lækkun á heildareign- unum. »Allt bendir til að eignir líf-eyrissjóðanna hafi einnig rýrnað í desember. Eftir Egil Ólafsson egol@mbl.is EIGNIR lífeyrissjóðanna minnkuðu um tæplega 33 milljarða í nóvember samkvæmt tölum sem Seðlabankinn birti í gær. Þetta er 2% lækkun á heildar- eignunum. Hrein eign lífeyris- sjóðanna hefur ekki minnkað svo mikið í einum mánuði frá því mán- aðarlegar mælingar hófust árið 1997. Eignir í verðbréfum með breyti- legum tekjum (hlutabréf og verð- bréfasjóðir) rýrnuðu um 38,5 millj- arða í mánuðinum, en eignir í verðbréfum með föstum tekjum (skuldabréf) hækkuðu um rúmlega 10 milljarða. Innlendar eignir lífeyrissjóðanna lækkuðu um 21,1 milljarð í nóv- ember og erlendar eignir sjóðanna lækkuðu um 7,2 milljarða. Heildareignir 1.646 milljarðar Heildareignir lífeyrissjóðanna í lok nóvember námu 1.646 milljörð- um, en þær námu 1.500 milljörðum í upphafi ársins 2007. Á tólf mánaða tímabilinu til nóvemberloka jókst hrein eign sjóðanna um 207 millj- arða króna eða 14,4% sem er mun hægari aukning en á árinu 2006 þegar hún jókst um 22,2%. Hlutabréfaverð hér heima og er- lendis lækkaði umtalsvert í desem- ber og því bendir allt til að eignir lífeyrissjóðanna hafi einnig rýrnað í desember. Þær tölur liggja fyrir eftir mánuð. Eignirnar rýrnuðu um 33 milljarða Mesta rýrnun eigna lífeyrissjóða í einum mánuði frá upphafi 2 FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Sigurlaug Jakobsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is ÚTLIT er fyrir að niðursveiflan á hlutabréfamarkaði valdi því að tekjur ríkisins af fjármagnstekjuskatti og tekjuskatti lögaðila verði minni en áætlað hefur verið. Engar tölur liggja þó enn fyrir. „Ég geri ráð fyrir því að fjárlaganefnd muni funda í næstu viku, m.a. um þetta, og við munum fá á fundinn fulltrúa efnahagsskrifstofu fjármálaráðuneytisins. Einnig mun ég vera í sambandi við Pétur Blöndal, formann efnahags- og skattanefndar, um hvort hugsanlega verði haldinn sameiginlegur fundur nefndanna,“ segir Gunnar Svavarsson, formaður fjárlaganefndar. Hann vill engu spá um hversu háar fjárhæðir kann að vera að tefla. „Það má vel vera í ljósi þess sem gerðist á síðustu vikum árs- ins að fyrirtækin sýni hugsanlega breytta afkomu miðað við þær afkomuspár sem uppi hafa verið. Þetta eru tveir stórir tekjupóstar.“ Áætlað hefur verið að tekjur af fjármagnstekjuskatti yrðu rúmlega 30 milljarðar á seinasta ári og á þessu ári er gert ráð fyrir að hann skili 35 milljörðum á rekstrargrunni. Tekju- skattur lögaðila skili 45,5 milljörðum á rekstrargrunni í ár. Fjármálaráðu- neytið birti í gær greiðsluafkomu rík- issjóðs fyrir jan/nóv. 2007. Jókst fjár- magnstekjuskattur um 54,6% á þessum 11 mánuðum m.v. sama tíma 2006 og var um 23 milljarðar. Skv. ráðuneytinu eru þessar tölur enn á greiðslugrunni, ekki alveg sambæri- legar við fjárlagatölur og koma ekki að fullu til innheimtu fyrr en á þessu ári. Tapar ríkið á niðursveiflunni? Fjárlaganefnd ræðir áhrifin eftir helgi RÍKISSAKSÓKNARI hefur gefið út ákæru í Fáskrúðsfjarðarmálinu svokallaða sem varðar tilraun nokk- urra manna til að smygla um 40 kg af fíkniefnum til landsins með skútu. Mennirnir voru handteknir við kom- una til Fáskrúðsfjarðar í september á síðasta ári og lögðu lögreglumenn hald á fíkniefnin. Á rannsóknarstigi hjá lögreglu gekk málið undir heitinu Aðgerð Pólstjarna. Einn maður er í haldi í Færeyjum vegna málsins en hér á landi sitja fjórir menn í gæsluvarðhaldi auk þess fimmta sem hefur hafið afplán- un á gömlum dómi. Málið er komið til Héraðsdóms Reykjavíkur og má vænta þess að það verði þingfest innan tíðar. Þá verða sakborningar spurðir út í sak- arefnið og þeim gefinn kostur á að tjá afstöðu sína til þess. Í framhaldinu verður málið tekið fyrir og ákveðið hvenær aðalmeðferð og vitnaleiðslur hefjast. Gefin út ákæra í Fá- skrúðsfjarðarmálinu Magn Reynt var að smygla 40 kg af fíkniefnum til landsins með skútu. „ÍBÚARNIR hér búa á því svæði Íslands þar sem byggð er þéttari en annars staðar og hafa almennt takmarkaðan skilning á mikilvægi þess að það sé þrengt að þeim enn meira en orðið er,“ segir Haraldur Ólafsson, íbúi við Há- vallagötu, sem hefur gert alvar- legar athugasemdir við fyrirætl- anir í þá veru að byggja fjölbýlishús á svokölluðum Bláa róló, leikvelli á Blómsturvöllum. Haraldur ásamt fleiri íbúum á svæðinu vill að leikvöllurinn fái að halda sér og Blómsturvellir fái að standa. Auk þess vilja íbúarnir að leiksvæðið verði stækkað og reiturinn helgaður útivist og börnum. „Þarna er einstakt tækifæri til að gera lítið, aðlaðandi útivist- arsvæði fyrir íbúa Vesturbæj- arsvæðisins um ókomna framtíð,“ segir Haraldur. „Með því að byggja þarna væri verið að fórna miklum hagsmunum fyrir litla. Þá kemur að öðrum þætti þessa máls, þ.e. hver ræður. Þarna kem- ur verktaki og kaupir lóð á hóf- legu verði. Stjórnmálamenn lang- flestra flokka sem buðu fram í síðustu borgarstjórnarkosningum gáfu út yfirlýsingar varðandi skipulag á þessu svæði sem lúta að verndun reitsins og að ekki væri tilefni til að fækka bílastæðum á svæðunum. En svo gerist það að embættismenn borgarinnar aug- lýsa forsögn að deiliskipulagi þar sem talað er sérstaklega um þétt- ingu byggðar á þessum reit. Þá hlýtur maður að spyrja sig hverjir það séu sem stjórna. Eru það verktakar sem skipa embættis- mönnum fyrir verkum?“ Haraldur bendir einnig á að Blómsturvellir séu gamalt og fal- legt hús í röð svipaðra húsa sem setja svip á vesturbæinn og rík ástæða sé til að rífa ekki Blómst- urvelli og mótmælir því að skipu- lagsvinna af þessu tagi skuli ekki kynnt betur en raunin sé. Morgunblaðið/Frikki Blái róló fari ekki undir hús Andstaða við tillögu um að reisa hús á leikvelli í Vesturbænum Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is TVEIR af þremur læknum við Heil- brigðisstofnun Blönduóss hafa sagt upp störfum við stofnunina og hafa stöðurnar verið auglýstar. Að sögn Valbjörns Steingrímssonar, for- stjóra stofnunarinnar, er megin- ástæðan fyrir þessu sú að læknarnir hafi verið ósáttir við breytingar á túlkun kjarasamnings. Hann segir kjarnann í málinu að í mars 2006 hafi Læknafélagið gert kjarasamning, sem kynntur hafi ver- ið forstjórum heilbrigðisstofnana þá um sumarið. Í samninginn hafi verið sett bókun um að heilsugæslulækn- ar, sem fái greitt samkvæmt gjald- skrá fyrir læknisverk á vöktum, fái gæsluvaktarkaup í álagsþrepi 0–9% samkvæmt kjarasamningnum. Óánægðir með túlkun kjarasamningsins „Það var ákveðið í haust að þessi bókun yrði sett í gagnið næsta vor hér á Blönduósi,“ segir hann. Bók- unin sé víðast hvar í gildi á heilbrigð- isstofnunum. Valbjörn segir að um leið og þetta var kynnt hafi hann tilkynnt að vaktaskipulag læknanna yrði endur- hannað og lagað að kjarasamningi. Valbjörn segir að læknarnir á heil- brigðisstofnuninni hafi verið óánægðir með túlkun kjarasamn- ingsins. Sú óánægja hafi orðið til þess að tveimur mánuðum eftir að breytingarnar voru kynntar, eða í desemberbyrjun, hafi tveir lækn- anna sagt upp. Annar þeirra sem sögðu starfi sínu lausu er yfirlæknir stofnunarinnar. Valbjörn segir að það komi í ljós á næstu vikum hvernig til takist með ráðningar lækna, enda sé Blönduós góður staður að vera og starfa á. Tveir af þremur hætta  Læknar við Heilbrigðisstofnun Blönduóss segja upp störf- um og stöðurnar auglýstar  Ósáttir við túlkun á samningum INDRIÐI H. Þorláksson, fyrrver- andi ríkisskattstjóri, telur miklu skynsamlegra að taka upp tveggja þrepa skattkerfi heldur en taka upp viðbótarpersónuafslátt eins og ASÍ hefur lagt til. Hann hvetur til þess að tveggja þrepa tekjuskattur verði skoðaður. „Hugmynd ASÍ virðist (mis- heppnuð) tilraun til að komast hjá tveggja þrepa skattkerfi sem hefur að ósekju verið útmálað sem grýla. Staðreyndin er sú að tveggja þrepa skattkerfi er einfalt í framkvæmd og staðgreiðsla í því yrði ámóta nákvæm og nú er með lítilli breyt- ingu á staðgreiðslukerfinu,“ segir Indriði. | 25 Vill láta skoða tveggja þrepa tekjuskatt LÖGREGLAN á Suðurnesjum handtók þrjá pilta undir tvítugu í gærkvöldi fyrir meinta hand- rukkun. Atvikið gerðist á bersvæði í Vogum og hafði lögreglan fengið ákveðnar grunsemdir um að verið væri að handrukka á svæðinu. Lög- reglan tók piltana í yfirheyrslu á lögreglustöð. Þeir höfðu ekki sýnt skuldunautum sínum ofbeldi, en lögregla segir að ofbeldi hafi hins- vegar verið hótað. Piltarnir streitt- ust ekki á móti handtöku. Teknir fyrir rukkanir

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.