Morgunblaðið - 11.01.2008, Síða 4
4 FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Ómar Friðriksson
omfr@mbl.is
FARIÐ var yfir þá nýju stöðu sem
upp er komin í kjaraviðræðunum á
fundum Samtaka atvinnulífsins
með nokkrum landssamböndum og
verkalýðsfélögum í gær. SA
fundaði með fulltrúum Starfs-
greinasambandsins, Flóafélag-
anna, Rafiðnaðarsambandinu,
Samiðn og Landssambandi ís-
lenskra verslunarmanna.
Starfsgreinasambandið og Flóa-
félögin hafa ákveðið að vísa kjara-
deilunni til ríkissáttasemjara og
hafa á nýjan leik dregið fram
kjarakröfur sem settar voru fram í
nóvember.
Flóknara viðureignar
Vilhjálmur Egilsson, fram-
kvæmdastjóri Samtaka atvinnu-
lífsins, segir í leiðara fréttabréfs
samtakanna, Af vettvangi, sem út
kom í gær, að það sé ekki vilji til að
ganga frá nýjum kjarasamningum
nema breyting verði á peninga-
málastefnu Seðlabankans. „Vaxta-
stefna bankans er í hreinni sjálf-
heldu og nú fara langtímavextir á
markaði lækkandi þrátt fyrir hina
háu stýrivexti. Nú þegar afleiðing-
ar niðursveiflunnar á fjármála-
markaðnum koma sífellt betur í
ljós er nauðsynlegt að stjórnvöld
og aðilar vinnumarkaðarins ræði
strax hvað skynsamlegt er að gera
ef atvinnuleysi fer að grafa um sig
næsta haust,“ segir hann.
„Samtök atvinnulífsins telja
nauðsynlegt að halda áfram við-
ræðunum á grundvelli skynsemi,
raunsæis og framsýni,“ segir Vil-
hjálmur um þá stöðu sem upp er
komin í kjaraviðræðunum. „Það er
öllum í hag að kjarasamningarnir
varði leiðina að lægri verðbólgu og
að launakostnaðarhækkunum sé
forgangsraðað til þeirra sem eru
með lægstu launin eða þeirra sem
ekki hafa notið neins launaskriðs.
Það eru ýmis mál sem þarf að
ræða milli samningsaðila og ríkis-
valdsins en verða mun flóknari við-
ureignar þegar þau eru ekki lengur
á sameiginlegu borði. Samtök at-
vinnulífsins hafa ekki viljað gefast
upp við að þróa nýjar áfallatrygg-
ingar með verkalýðsfélögunum og
þar er aðkoma stjórnvalda nauð-
synleg. Nefnd um húsnæðismál er
nú á lokasprettinum í störfum sín-
um og æskilegt er að tengja nið-
urstöðu hennar nýjum kjarasamn-
ingum,“ segir hann í leiðaranum.
Þorbjörn Guðmundsson, fram-
kvæmdastjóri Samiðnar, sagði fyr-
ir fundinn í gær mjög erfitt að
meta stöðuna í kjaraviðræðunum.
Menn vissu ekki vel hvað fælist í
tillögum atvinnurekenda. Samiðn
lagði fram áherslur sínar vegna
endurnýjunar kjarasamninga í
nóvember sl. „Við lögðum áherslu
á að nýta svigrúmið til þess að auka
hlut þeirra sem höfðu setið eftir og
færa kauptaxtana að greiddu
kaupi. Við höfum ekki farið ofan í
hvaða svigrúm felst í tillögum
þeirra [SA]. Í desember ákváðu
menn að leggja áherslu á sameig-
inlegu málin, þau hafa fengið sitt
svigrúm. Nú fara menn að vinna
miðað við nýja stöðu,“ segir hann.
VR var ekki búið að ganga frá
endanlegum launakröfum þegar
samflotinu var komið á fót innan
ASÍ með kröfugerð á hendur rík-
inu í desember. „Við fengum samn-
ingsumboð okkar fyrir jól um að
fara þá leið sem var í umræðunni
þá. Á stjórnarfundi VR sl. miðviku-
dag varð niðurstaðan sú að við
myndum halda okkur við þetta áð-
ur samþykkta umboð, alla vega
fram í þarnæstu viku en þá er boð-
aður fundur með trúnaðarmönnum
og trúnaðarráði félagsins,“ segir
Gunnar Páll Pálsson, formaður
VR. Guðmundur Gunnarsson, for-
maður Rafiðnaðarsambandsins,
segir á vefsíðu RSÍ að samninga-
viðræðurnar séu komnar á byrj-
unareit eftir að ríkið hafnaði tillög-
um ASÍ. Líklegt verði að telja að
nú verði stefnt á skammtímasamn-
inga, þar sem ljóst sé að þetta muni
leiða til enn meiri óróa í efnahags-
lífinu.
Starfshópar viðsemjenda munu
funda næstu daga og samninga-
fundir eru svo boðaði á mánudag.
Framkvæmdastjóri SA segir breytta peningamálastefnu forsendu samninga
Mikil óvissa um stefnuna og
hraðann í kjaraviðræðunum
Í HNOTSKURN
»Í kröfugerð SGS er m.a.farið fram á 4% almenna
launahækkun 1. janúar og svo
aftur um 4% 1. janúar 2009.
Allir launataxtar hækki strax
um 20.000 kr.
»Samiðn krefst almennralaunahækkana sem auki
kaupmátt, hækkun taxta um-
fram almennar launahækkanir
og nýtt kauptaxtakerfi.
Morgunblaðið/Eggert
Lagt á ráðin Stíf fundarhöld voru um stöðu kjaraviðræðnanna í gær. Hér má sjá stóru samninganefnd Starfs-
greinasambandsins ráða ráðum sínum eftir fund með Samtökum atvinnulífsins í húsnæði ríkissáttasemjara.
LÚÐVÍK Geirsson,
bæjarstjóri Hafnar-
fjarðar, lagði á bæjar-
ráðsfundi í gærmorgun
fram tillögu um lækkun
á álagningarstofnum
fasteignagjalda fyrir
árið 2008. Bæjarráð
samþykkti að vísa til-
lögunni til bæjar-
stjórnar.
Í tillögu Lúðvíks segir m.a.: „Í ljósi þess
að fasteignamat á húsnæði í Hafnarfirði
hækkaði nokkuð umfram það sem for-
sendur fjárhagsáætlunar fyrir árið 2008
gerðu ráð fyrir samþykkir bæjarráð að
leggja til við bæjarstjórn […] lækkun á
álagningarstofnum fasteignagjalda.“
Álagningarstofn fyrir íbúðarhúsnæði
lækkar þannig: Fasteignaskattur úr 0,27%
í 0,24, lóðarleiga úr 0,295% í 0,27% og
vatnsgjald úr 0,119% í 0,115%.
Fasteignaskattur á atvinnuhúsnæði
lækkar að sama skapi úr 1,628% í 1,6% og
vatnsgjald úr 0,119% í 0,115%.
Tillaga um lækkun
fasteignagjalda
í Hafnarfirði
Lúðvík Geirsson
MEÐALVEIÐI á hvern
veiðimann er veiddi
rjúpur var 2,57 fuglar,
að því kom fram í könn-
un Skotveiðifélags Ís-
lands á rjúpnaveiði fé-
lagsmanna. 55% félags-
manna Skotvíss gengu
til rjúpna, átta prósent
veiddu yfir tíu rjúpur
og sá sem mest veiddi
skaut átján rjúpur.
Í tilkynningu frá Skotvís kemur fram að
aldrei hafi verið minna veitt af rjúpum á
Íslandi en á síðasta ári, þ.e. fyrir utan þau
ár sem rjúpnaveiði var bönnuð. Helstu nið-
urstöður úr könnuninni, að mati Skotvíss,
eru að ef miðað er við veiðitölur sem koma
úr veiðikortakerfinu, þá veiði félagsmenn
Skotvíss færri rjúpur en aðrir veiðimenn.
Einnig að sölubann á rjúpu virki vel.
Neysla á rjúpu hafi snarminnkað og hefur
hún nú orðið lítið vægi á jólaborðum land-
ans.
55% félagsmanna
gengu til rjúpna
Rjúpa Aldrei
minna veitt.
FULLTRÚAR Sjálfstæðisflokks í bæjar-
ráði Hafnarfjarðar sendu frá sér tilkynn-
ingu í hádeginu í gær. Þar er tillögu Lúð-
víks fagnað en hún sögð vekja upp
spurningar um hvers vegna meirihluti
Samfylkingarinnar hafi fellt sömu tillögu
bæjarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins sem
lögð var fram fyrir þremur vikum.
„Útskýringar bæjarstjóra um að for-
sendur hafi breyst síðan þá, þar sem fast-
eignamatið hafi hækkað um 12% en ekki
10% eins og gert hafði verið ráð fyrir, eru
hreinn fyrirsláttur af hans hálfu. Lækkun-
in nú sé umtalsvert meiri en sem nemur
þeim 2% mun á fasteignamati,“ segir m.a. í
tilkynningunni
Fyrirsláttur
bæjarstjóra
STUTT
TILLAGA verður lögð
fram á fundi bæjar-
stjórnar Grindavíkur í
næstu viku um að lækka
fasteignagjöld um 16-
20%, þannig að gjöldin
verði þau sömu og á síð-
asta ári eða lægri, þrátt
fyrir hækkun fasteigna-
mats húsa.
Ólafur Örn Ólafsson,
bæjarstjóri í Grindavík,
segir bagalegt að vita ekki um fasteigna-
mat þegar fasteignaskattar séu ákveðnir
við gerð fjárhagsáætlunar. Mat fasteigna í
Grindavík hækkaði um 12% um áramót.
Að sögn bæjarstjórans verður lagt til að
fasteignaskattur, vatnsgjald, fráveitugjald
og lóðarleiga lækki, bæði á íbúðar- og at-
vinnuhúsnæði. Breytingarnar verði þó
aðeins mismunandi eftir gjöldum, eða 16-
20%.
Gjöldin lækkuð
í Grindavík
Ólafur Örn
Ólafsson
Eftir Önund Pál Ragnarsson
og Boga Þór Arason
„ÞAÐ væri alveg fordæmalaust að
ganga gegn tillögu Húsafriðunar-
nefndar,“ sagði Dagur B. Egg-
ertsson borgarstjóri, eftir fund í
borgarráði í gær, aðspurður hvaða
umsögn borgaryfirvöld hygðust
gefa menntamálaráðherra í und-
irbúningi að ákvörðun hennar um
friðun húsanna við Laugaveg 4 og
6. „Ég hef gengið út frá því, og
það er skoðun hins nýja meiri-
hluta, að við myndum fara að til-
lögu Húsafriðunarnefndar í um-
sögn okkar,“ sagði Dagur.
Borgarráð fór yfir stöðu máls-
ins á fundinum, en það hefur ekki
komið saman síðan ákveðið var að
ná samningum við lóðareigendur
um fjórtán daga frest til að flytja
húsin. Farið var að sögn yfir þær
ótalmörgu spurningar sem vaknað
hafa síðan. Var meðal annars leit-
að álits borgarlögmanns á lög-
fræðilegum spurningum sem ekki
er fullsvarað, en Dagur kvað
Húsafriðunarlög býsna skýr og
vísa á ríkissjóð þegar kæmi að
mögulegri skaðabótaábyrgð.
Ríkið ekki skaðabótaskylt
Sagði borgarstjóri að hvort sem
húsin yrðu friðuð á sínum stað,
eða heimilað að varðveita þau ann-
ars staðar, þyrfti líklega hvort
sem er að færa þau tímabundið.
„Við erum að fara yfir hvort verið
gæti skynsamleg varúðarráðstöf-
un að halda okkar striki og flytja
þau. Ég held að málið snúist í
raun ekki um bótakröfur, heldur
verklag við endurbætur gamalla
húsa.“
Þorgerður Katrín Gunnarsdótt-
ir menntamálaráðherra sagði í
samtali við Morgunblaðið í gær-
kvöldi að hún gæti ekki tekið efn-
islega afstöðu til tillögu Húsafrið-
unarnefndar að svo stöddu. „Þetta
mál er ekki ennþá komið formlega
á borð til mín. Það er ljóst að
Húsafriðunarnefnd mun veita við-
komandi aðilum, borginni og eig-
endum húsanna, tækifæri til að
veita ákveðin andmæli. Án þess að
ég tjái mig um efnisatriði málsins
hef ég ekki leynt því að ég tel afar
mikilvægt að vita afstöðu borg-
arinnar til friðunar. Þetta snýst
ekki aðeins um friðun húsanna
heldur hvernig borgaryfirvöld vilji
að götumynd Laugavegar verði,“
sagði Þorgerður Katrín.
„Ég er hins vegar ekki sammála
borgarstjóra hvað það varðar að
ríkið sé skaðabótaskylt í þessu
máli og þess vegna tel ég mik-
ilvægt að vita hver afstaða borg-
arinnar er hvað þetta varðar. Það
er eðlilegt að menn dragi fram
sjónarmið og afstöðu sveitarfélaga
í jafn mikilvægum málum og húsa-
friðun.“
Myndum fara að tillögunni
Borgarstjóri kveðst ganga út frá því að umsögn borgaryfirvalda verði í
samræmi við óskir Húsafriðunarnefndar um friðun húsa við Laugaveg
Dagur B.
Eggertsson
Þorgerður Katrín
Gunnarsdóttir
Í HNOTSKURN
» Formaður Húsafriðunar-nefndar hefur gagnrýnt
borgaryfirvöld fyrir seinagang
og sinnuleysi í málinu. Nefndin
hafi ekki getað tekið ákvörðun
nema vita hvað ætti að koma í
stað húsanna.
» Dagur B. Eggertsson borg-arstjóri sagði að sér fyndist
gagnrýnin ekki fyllilega sann-
gjörn, enda hefði nefndin verið
höfð með í ráðum á öllum stigum
málsins.