Morgunblaðið - 11.01.2008, Side 10

Morgunblaðið - 11.01.2008, Side 10
10 FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ Pumpaðu, pumpaðu, strákur. Það væri nú saga til næsta bæjar ef við næðum ekki þessari viðgerðarbúbót í kjördæmið mitt. VEÐUR Stöðugildanefnd Félagsráðgjafa-félags Íslands brást rösklega við atvinnuauglýsingu Félagsþjónustu Hafnarfjarðar um að það vantaði röskan félagsráðgjafa. Og kvartaði undan því að orðið röskur væri not- að um félagsráðgjafa. Merking orðsins röskur er sam- kvæmt Íslenskri orðabók: Ötull, vaskur, hvatur, snar, duglegur og tápmikill. Og einmitt þetta finnst stöðugildanefndinni óviðeigandi þegar félagsráðgjafar eru annarsvegar.     Er hægt að treystamáltilfinningu manna sem sitja í nefnd sem ber heitið Stöðugildanefnd Félagsráðgjafa- félags Íslands?     Formaður nefndarinnar vildi ekkitjá sig um málið, en benti á for- mann Félagsráðgjafafélagsins, sem sagði að kjarninn í athugasemd stöðugildanefndar væri sá að ekki væri auglýst eftir röskum sálfræð- ingi eða röskum lækni. „Af hverju ætti þá að óska eftir röskum fé- lagsráðgjafa?“ Kjarni málsins er sá að Fé- lagsþjónustan í Hafnarfirði er ekki að auglýsa eftir lækni heldur fé- lagsráðgjafa. Þar vantar nefnilega félagsráðgjafa. Eiga menn sem bera hagsmuni félagsráðgjafa fyrir brjósti ekki einmitt að gleðjast yfir því að það vanti félagsráðgjafa – og það röskan?     Líklegt er að næst heyrist fráhagsmunafélögum lækna og sálfræðinga. Þau fari fram á að í at- vinnuauglýsingum verði auglýst eftir röskum læknum og röskum sálfræðingum. Vegið sé að orðspori og starfsheiðri stéttanna með því að gefa í skyn að ekki finnist röskir læknar og röskir sálfræðingar, en hinsvegar röskir félagsráðgjafar.     Hvað sem má segja um félags-ráðgjafa almennt, þá er alveg ljóst að Félagsþjónustuna í Hafnar- firði vantar röskan félagsráðgjafa. STAKSTEINAR Af röskum félagsráðgjöfum SIGMUND                      ! " #$    %&'  (  )                    *(!  + ,- .  & / 0    + -                     12     1  3   4 2- 2  * -  5  1 % 6! (78 9 4 $  (               !" "!  "    #    :  3'45 ;4 ;*<5= >? *@./?<5= >? ,5A0@ ).? $ $   $ $ $  $ $ $    $ $ $  $  $ $    $                            *$BC %%                     !  #  $  %         &          " *! $$ B *! & ' ( %  %' %#     ) <2 <! <2 <! <2 & ( "! %* "+,%-!". 2 D                   6 2  ' (       &  )  B  * (    +  ,    -     .  " /       . )(  (     !&        + " /  & /0!! %%11  "!%%2#  %* "+ Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnar- greinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Hallur Magnússon | 10. janúar Eru félagsráðgjafar almennt latir? „Ætli félagsráðgjafar séu almennt latir?“ Þessari hugsun skaut niður í kollinn á mér þegar ég las um það á baksíðu Moggans að stöðugildanefnd Fé- lagsráðgjafafélags Íslands teldi það ótækt og niðrandi að Hafnarfjarð- arbær auglýsti eftir „röskum“ fé- lagsráðgjafa. Er ekki í lagi með þetta félag? Vissulega veit ég um lata fé- lagsráðgjafa … Meira: hallurmagg.blog.is Ívar Andersen | 10. janúar Enn um Sundabrautina! Það er þetta með Sundabrautina aft- ur, að það lítur út fyrir að við lands- menn fáum ekki að líta hana fullbúna fyrr en við (eða allavega ég) höfum náð háum aldri […]. Þessi fram- kvæmd (sem ekki er hafin ennþá) er orðin að einni skömmustulegu sam- gönguframkvæmd Íslandssögunnar. Það er búið að veita tugi ef ekki hundruð milljóna í rannsóknir á þess- ari framkvæmd undanfarinn áratug eða meira, en ekkert gerist. Allan þennan tíma hefur … Meira: ivar.blog.is Þórunn Valdimarsdóttir | 10. janúar Við erum 50 árum á eftir í niðurrifi menn- ingarverðmæta Mér svíður svo að fólkið hér í landinu fatti ekki að það er 50 árum á eftir heiminum í húsvernd- unarmálum. Á sjötta og sjöunda áratugnum voru Svíar svo vitlausir að rífa stóran hluta af hjartanu í Stokkhólmi og Uppsölum, og svipað var víst uppi víðast. Í London var húsið sem tvö síð- ari erindi þjóðsöngsins… Meira: thorunnvaldimarsdottir.blog.is Stefán Friðrik Stefánsson | 10. janúar Er Litla-Hraun ekkert annað en dópbæli? Miklar sögusagnir hafa gengið um dópneyslu á fangelsinu á Litla Hrauni. Nafnlaus frá- sögn fanga sem er á leið til vistar í fangelsið hlýtur þó að opna nýja sýn á veruleikann þar, en segja má að viðtalið sé neyðarkall frá honum um að hann sé í raun að fara í dópbæli með fangavistinni. Það er því ekki beint hægt að segja að um sé að ræða betrunarvist fyrir dæmda fanga. Þetta hlýtur að kalla á alvöruumræðu um stöðuna. Mér finnst staða fangelsismála í og með sorgleg að vissu marki. Húsa- kostur íslenskra fangelsa er almennt fyrir neðan allt. Það er t.d. með ólík- indum að enn hafi ekki risið almenni- legt fangelsi á höfuðborgarsvæðinu. Þrátt fyrir áralangt tal um að bæta húsakost fangelsa hefur lítið í því gerst, ef frá er skilin viðbygging á Litla Hrauni í dómsmálaráðherratíð Þor- steins Pálssonar, ritstjóra Frétta- blaðsins. Eftir margra ára baráttu fyrir því að bæta húsakost fangelsa (sem var fyrir löngu orðinn óviðunandi) hér á Akureyri er nú loks unnið að því að byggja þar upp almennilega aðstöðu. Þegar hugsað er um fangelsismál finnst mér æði oft vera hugsað til þess að fangar eigi ekki að fá aðstoð til að feta skrefin aftur inn í lífið. Í fangelsi hlýtur lífið sem slíkt að fara á pásu og uppbygging er það sem tekur við að lokum, enda eru fangar að mörgu leyti á byrjunarreit. Staða ein- staklinganna sem þar safnast saman er líka æði oft ólík og svo er sálræn staða fanganna mjög misjöfn og erfitt að setja þá alla undir sama þak í orðsins fyllstu merkingu. Hver ein- staklingur hefur sínar þarfir og það þarf að vinna með hvert tilfelli áfram. Þetta er vandmeðfarið ferli og hug- leiða má hvað best sé að gera í þeim efnum. Að mörgu leyti finnst mér sá þing- maður sem best hefur talað í þessum málum á undanförnum árum vera Margrét Frímannsdóttir, fyrrverandi al- þingismaður Samfylkingarinnar. Hún bjó um langt skeið í nágrenni fangels- isins á Litla Hrauni og það var því í kjördæmi hennar allan starfstímann á þingi. Hún talaði bæði af þekkingu og viti um þessi mál og það er því eðli- legt að hún hafi verið valin til … Meira: stebbifr.blog.is BLOG.IS FRÉTTIR Í TILEFNI af alþjóðlega netöryggisdeginum, sem haldinn verður í febrúar, verður efnt til nemenda- samkeppni undir yfirskrift- inni „Þú ert það sem þú ger- ir á netinu“. Í fréttatilkynningu segir að nemendum gefist kostur á að koma sínum hug- myndum um netið og aðra nýmiðla á framfæri með því að framleiða margmiðlunar- efni fyrir samkeppnina. Þátttakendur geta unnið saman í hópum eða tekið þátt sem einstaklingar. Samkeppnin er öllum opin en miðast við aldursflokk- ana 5-10 ára, 11-14 ára og 15-19 ára. Markmið samkeppninnar er að fá nemendur til þess að velta fyrir sér málefnum sem snúa að öruggri og já- kvæðri notkun netsins og annarra nýmiðla og framleiða efni sem nýta mætti til jafningjafræðslu. Samkeppnin er tvíþætt, annars vegar landskeppni þar sem veitt verða verðlaun, bæði einstaklings- og hópverðlaun, fyrir bestu verkefnin í hverjum aldursflokki. Hins vegar samevrópsk samkeppni þar sem hvert land tilnefnir eitt verkefni úr hverjum aldursflokki til þátttöku. Í samevrópsku samkeppn- inni verða veitt 6 verðlaun, sjá nánar á www.saferinternet.org. Þeir sem hafa áhuga á að taka þátt geta haft samband við saft@saft.is og fengið frekari upplýsingar. Þú ert það sem þú gerir á netinu Morgunblaðið/Brynjar Gauti Samkeppni Nemendum gefst kostur á að koma hugmyndum sínum um netið og aðra nýmiðla á framfæri.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.