Morgunblaðið - 11.01.2008, Qupperneq 12

Morgunblaðið - 11.01.2008, Qupperneq 12
Péturs Biering og fjölskyldu, var selt árið 1987 og var þar þá seldur íþróttavarningur. Steinsteypta viðbyggingin við vesturgafl hússins númer 6 var byggð árið 1917. Þar var um skeið rekið Litla kaffihúsið. MINJASAFN Reykjavíkur lét Morgunblaðinu í té eftirfarandi upplýsingar um sögu húsanna við Laugaveg 4 og 6. Húsið á Laugavegi 4 var byggt árið 1890 af Halldóri Þórðarsyni bókbindara. Húsið er fyrsta húsið við Laugaveg sem byggt var sem atvinnuhúsnæði og þar var starfrækt Fé- lagsprentsmiðjan. Halldór reisti einnig húsið á Laugavegi 2 sem þótti lengi eitt af reisu- legri húsum bæjarins. Húsinu hefur verið breytt mikið frá því sem var. Á fjórða ára- tugnum var framhliðin rifin úr og stórir verslunargluggar settir í staðinn. Á þriðja áratugnum var stór kvistur settur á þakið. Á sjöunda áratugnum voru einnig gerðar útlits- og fyrirkomulagsbreytingar á húsinu. Laugavegur 6 Húsið á Laugavegi 6 var byggt sem íbúðar- hús árið 1871 af Guðmundi Jónssyni smiði. Árið 1878 seldi Guðmundur hús sitt Pétri Biering verslunarmanni, sem var lengi eig- andi hússins. Eftir árið 1934 var húsið leigt Guðmundi Benjamínssyni klæðskera sem rak þar verkstæði til um 1941. Þá hafði húsinu verið breytt þannig að í stað inngangs fyrir miðri framhlið var gengið inn á austanverðri framhliðinni. Henrik, sonur Péturs Biering, flutti svo búsáhaldaverslun sína í húsið. Hús- ið, sem hafði verið í meira en 100 ár í eigu fjandann. […] Þarna kom Örn Arnarson, Stefán frá Hvítadal, Kristmann Guðmunds- son, Halldór Kiljan, Steindór Sigurðsson, Páll á Hjálmsstöðum […] Svokallaðir fínir menn komu mjög sjaldan.“ Hannes Kristinsson, sem sá um reksturinn í nokkur ár, segir frá mannlífinu í bókinni Við sem byggðum þessa borg: „Þarna gengu öldurnar stundum mjög hátt og deildu menn um pólitík, heimspeki, bókmenntir og allan Laugavegur 6 Svona hefur húsið litið út fyrir árið 1917. Laugavegur 4 Talið er að þetta sé upphaflegt útlit hússins. Ágrip af sögu húsanna við Laugaveg 4-6 12 FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Eftir Jóhönnu Maríu Vilhelmsdóttur jmv@mbl.is BORGARMINJAVÖRÐUR hefur látið gera byggingarsögulega út- tekt á húsunum við Laugaveg 4 og 6. „Skoðunin er liður í að leggja til húsaverndarumræðunnar hversu mikið er eftir af gömlu húsunum og hvernig þeim hefur verið breytt,“ segir Guðný Gerður Gunnarsdóttir borgarminjavörður. Blaðamaður hitti Jon Nordsteien arkitekt, sem framkvæmdi skoð- unina, og Guðnýju Gerði að máli til að ræða hvað kom í ljós við skoðun húsanna og hugsanlega möguleika til varðveislu þeirra. Upplýsingum safnað Jon segir tilgang bygging- arfræðilegra rannsókna fyrst og fremst þann að safna upplýsingum áður en þær glatist endanlega. „Ég hef aðallega verið að skoða þær breytingar sem gerðar hafa verið og leita að því sem er upp- runalegt, en það eru til góðar teikningar að breytingum á hús- unum í gegnum tíðina. Það sem kom mér mest á óvart við skoð- unina var hversu snemma húsinu að Laugavegi 6 var breytt í það horf sem það er í nú. Samkvæmt teikningum frá byggingarfulltrúa var framhliðinni breytt árið 1932, til að þjóna tilgangi versl- unarhúss,“ segir Jon. Samkvæmt því hefur húsið verið lengur í því horfi en hinu upp- haflega. „Spurningin sem kemur upp er því sú, hvort það sé væn- legt að gera húsin upp með það að sjónarmiði að koma þeim í upp- haflegt horf. Hvort henda eigi 75 ára gömlum minjum til að búa til úr nýjum efniviði eitthvað sem á að líta út fyrir að vera eldra,“ seg- ir Jon. Hann vill leggja áherslu á að ekki sé sjálfsagt að færa gömul hús í upprunalegt horf þegar þau eru gerð upp, „það er nauðsynlegt að varðveita líka ummerki um breytingarnar því þær segja sögu byggðarinnar“, segir Jon. Má breyta og byggja við Þau segja vissulega eðlilegt að hús taki breytingum í tímans rás, m.a. þegar þau fái nýtt hlutverk eins og í tilfelli húsanna að Lauga- vegi 4 og 6. „Svo er alltaf hægt að deila um hvernig breytingarnar falli að húsinu. Breytingarnar í þessum tilfellum falla ekki sérlega vel að húsunum, en eru þó hluti af sögunni,“ segir Jon. Þau eru sammála um að húsin að Laugavegi 2-4 séu ekki safn- gripir sem slíkir. Til séu hús í betra ástandi sem sýni þessa teg- und húsa, „en það sem gerir bygg- ingarsögu Laugavegar svo sér- staka er að það má lesa hana út úr byggðinni. Hvernig steinhús eru byggð við timburhús, sífellt prjón- að við upp, niður og á bakvið“, segir Guðný. „Það má segja að einkennið sé að bókunum hafi ekki verið raðað í bókahilluna,“ bætir Jon við. Kjarni málsins í þessu tilfelli sé að vernda götumynd elsta hluta Laugavegar og til þess séu húsin mjög mikilvæg. Jafnframt sé mik- ilvægt að byggðinni verði leyft að þróast, „húsavernd þýðir ekki að engu megi breyta, það er hægt að breyta húsum og byggja við, það sem skiptir máli er götumyndin og samspilið á milli bygginga á reitn- um,“ segir Guðný. Gluggi kom í ljós Jon segir mikið hafa verið rifið út úr húsunum en jafnframt sé nokkuð upprunalegt eftir. Hann hafi aðallega beint sjónum að Laugavegi 6, þar sem þar hafi ver- ið byrjað að rífa. „Form húsanna og umgjörðin er óbreytt, hlutföllin, upphafleg stærð þeirra, lengd, hæð og þakformið eins og sást þegar klæðningin var tekin af Laugavegi 6, en undan henni kom klæðning frá 1871.“ Með skoðuninni var reynt að fletta lögunum utan af og komast að innviðunum. Meðal annars kom í ljós upprunalegur útveggur sem orðið hafði að innvegg þegar byggt var við húsið [Laugaveg 6]. Þar uppgötvaðist gluggi sem hafði ver- ið falinn undir klæðningu og yrði fyrirmynd ef vilji væri fyrir hendi að breyta gluggum í upprunalegt form. „Allavega ætti að halda í þennan glugga á þessum stað í húsinu, þar sem hann hefur alltaf verið,“ segir Jon. „Stiginn upp á loft er einnig upprunalegur, en hefur líklega verið færður þegar húsinu var breytt í verslun og milliveggir færðir. Það er enn mikið upp- runalegt á efri hæðinni og her- bergjaskipan m.a. óbreytt,“ segir Jon. Guðný segir að umræða um end- urgerð húsanna þurfi að fara fram ef menntamálaráðherra samþykki tillögu húsafriðunarnefndar um friðun. „Umræða þarf að fara fram milli þeirra sem taka að sér að vernda húsin, þeirra sem hanna endurgerðina, Minjasafns Reykja- víkur og Húsafriðunarnefndar rík- isins og annarra sem hafa þekk- ingu á þessu sviði og húsin sjálf munu leiða okkur í átt að lausn- inni,“ segir Guðný. Breytingar hluti af sögu húsanna  Byggingarsöguleg úttekt gerð á húsunum við Laugaveg 4 og 6  Húsunum var breytt mjög snemma til að þjóna sem verslunarhús, líkt og fleiri húsum við Laugaveg Morgunblaðið/Frikki Gaflinn Upprunaleg klæðning frá 1871 kom í ljós á gafli húss númer 6 þegar nýrri klæðning var rifin af. Glugginn Upprunalegur gluggi fannst falinn undir klæðningu. Stiginn Er frá 1871.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.