Morgunblaðið - 11.01.2008, Qupperneq 16
16 FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
ERLENT
París. AFP. | Fyrrverandi eiginkona
Nicolas Sarkozys Frakklands-
forseta, Cecilia Sarkozy, reynir nú
að stöðva útgáfu bókar þar sem
höfð eru eftir henni ófögur orð um
eiginmanninn fyrrverandi. Viðtals-
bókin nefnist Cécilia og er eftir
blaðamanninn Önnu Bitton.
Hjónin skildu í október sl. en þau
eiga saman 10 ára son. Haft er m.a.
eftir eiginkonunni fyrrverandi að
Sarkozy sé lélegur faðir. Náinn að-
stoðarmaður forsetans segir hins
vegar að forsetafrúin fyrrverandi
hafi aldrei viðhaft þessi ummæli.
Í annarri væntanlegri bók, eftir
blaðamennina Michalel Darmon og
Yves Derai, lýsir Cecilia Sarkozy
ferð sem hún fór í í fyrra fyrir
mann sinn til Líbýu til að reyna að
fá búlgarska heilbrigðisstarfsmenn
leysta úr haldi en þeir höfðu verið
dæmdir fyrir að sýkja börn með al-
næmisveirunni. Dauðadómum yfir
fólkinu var loks breytt í lífstíðar-
fangelsi en á Vesturlöndum þótti
sýnt að verið væri að gera fólkið að
blóraböggli fyrir mistök í heilbrigð-
iskerfi Líbýu.
Muammar Gaddafi Líbýuleiðtogi
var óhagganlegur, að sögn for-
setafrúarinnar. Nú voru góð ráð
dýr. Forsetafrúin útskýrði fyrir líf-
vörðum sínum hvað þeir ættu að
gera. Áður en hún fór um borð í
flugvélina skutu lífverðirnir í sund-
ur lásinn á klefa fanganna og höfðu
þá á brott með sér í vél Sarkozy.
Cecilia Sarkozy reynir
að stöðva útgáfu bókar
Hlýja Sarkozy-hjónin kyssast þegar
forsetinn tók við völdum í maí.
FRAM kemur í nýrri könnun að þjónusta
tannlækna er dýrari í Bretlandi en átta öðr-
um Evrópulöndum sem borin voru saman, að
sögn dagblaðsins The Independent í gær. Er
talið að niðurstöðurnar auki mjög áhuga
fólks á að sækja sér þessa þjónustu í öðrum
Evrópuríkjum.
Venjuleg fylling í endajaxli í 12 ára barni
er sögð kosta 156 evrur, um 14.000 krónur, í
Bretlandi en átta evrur, um 720 krónur, í
Ungverjalandi sem var ódýrast. Blaðið segir
að aðalástæðan fyrir muninum sé einfald-
lega mismunur á launakjörum en bresku
læknarnir hafi einnig aukið mjög einkarekna þáttinn í störfum sínum síð-
ustu árin á kostnað starfa fyrir ríkisrekna heilbrigðiskerfið, NHS. Ríkið
borgar hluta af útgjöldunum en bæði hækkandi verð á þjónustunni og bið
eftir tannlækni hafa valdið því að fjölmargir fara nú til útlanda til að láta
gera við tennurnar. Um 43% allra Breta sem leituðu læknishjálpar erlendis
árið 2006 fóru til tannlæknis.
Tannlæknasamband Bretlands gagnrýnir hart könnunina og segir hana
hafa verið „mjög gallaða“. Aðeins hafi verið kannað verð hjá fjórum tann-
læknastofum af alls 10.000 í landinu og allar fjórar hafi verið stofur sem fá-
ist mikið við skjólstæðinga með flóknar sérþarfir.
Tannlækningar Breta dýrari
en í öðrum Evrópuríkjum
VARAÐ hefur verið við kreppu í
indverskum landbúnaði en fæðu-
framleiðslan er hætt að aukast og
hefur raunar dregist nokkuð saman
miðað við fólksfjölda. Uppskeru-
brestur verður æ algengari og af
þeim sökum og öðrum eru margir
bændur komnir á vonarvöl.
M.S. Swaminathan, sem hafði
forgöngu um „Grænu byltinguna“ á
sjöunda áratug síðustu aldar og
gerði Indverja sjálfum sér næga um
mat, segir að komi ekki önnur
„græn bylting“ til muni fljótt stefna
í mikið óefni.
Hagvöxtur á Indlandi hefur verið
um 9% á ári undanfarið en hann
hefur átt sér stað í iðnframleiðslu
og þjónustu en ekki í landbúnaði
sem brauðfæðir beint þriðjung
þjóðarinnar. 1995 var fæðufram-
leiðsla á mann 207 kg en 2006 var
hún komin niður í 186 kg. Á sama
tíma hafa þúsundir skuldugra
bænda stytt sér aldur eftir að hafa
misst jarðnæðið vegna uppskeru-
brests. Swaminathan segir að
græna byltingin hafi á sínum tíma
tekist vegna mikillar bjartsýni en
nú ráði svartsýnin ríkjum.
Varað við kreppuástandi
í indverskum landbúnaði
ÁKVEÐIÐ er, að Grænlendingar
stígi fyrsta skrefið í átt til fulls
sjálfstæðis í þjóðaratkvæðagreiðslu
25. nóv. Sömdu þeir um það þeir
Anders Fogh Rasmussen, forsætis-
ráðherra Dana, og Hans Enoksen,
form. landstjórnar Grænlands.
Sjálfstæðisskref
Í EINHVERRI umfangsmestu
könnun, sem gerð hefur verið í
Írak, kemur fram, að um 151.000
manns hafi fallið í landinu frá inn-
rás Bandaríkjamanna 2003. Sagt
er, að helmingur allra dauðsfalla af
völdum ofbeldis hafi átt sér stað í
Bagdad.
151.000 fallnir
LENE Espersen, dómsmálaráð-
herra Danmerkur, leggur til, að
þeir, sem verði uppvísir að ólögleg-
um hnífaburði, verði dæmdir í
óskilorðsbundið vikufangelsi um-
svifalaust en sektargreiðslur felld-
ar niður.
Hert viðurlög
EIGANDI þýsks tölvufyrirtækis
rak á dögunum þrjá starfsmenn
vegna þess, að þeir reyktu ekki en
voru eilíflega með einhver „leið-
indi“ við hina starfsmennina sjö,
sem allir reyktu.
Reykið eða farið
STUTT
Eftir Boga Þór Arason
bogi@mbl.is
GEORGE W. Bush Bandaríkjafor-
seti hvatti í gær Ísraela til að binda
enda á hernám arabískra landsvæða
til að greiða fyrir stofnun sjálfstæðs
Palestínuríkis. Hann skoraði einnig
á Ísraela og Palestínumenn að fallast
á þær erfiðu tilslakanir sem nauð-
synlegar væru til að ná friðarsam-
komulagi.
„Það ætti að binda enda á hernám-
ið sem hófst árið 1967,“ sagði Bush
við fréttamenn í Jerúsalem eftir
tveggja daga viðræður sínar við leið-
toga Ísraela og Palestínumanna.
„Samkomulagið þarf að fela í sér
stofnun Palestínu sem heimalands
palestínsku þjóðarinnar rétt eins og
Ísrael er heimaland gyðinga.“
Að sögn fréttavefjar breska rík-
isútvarpsins, BBC, mun þetta vera
mikilvægasta yfirlýsing Bush til
þessa um að binda þurfi enda á her-
nám arabískra landsvæða sem Ísr-
aelar náðu á sitt vald í stríðinu árið
1967, þ.e. Vesturbakkans, Austur-
Jerúsalem, Gaza-svæðisins og Gól-
anhæðanna. Markmiðið væri að
tryggja að væntanlegt Palestínuríki
yrði „lífvænlegt og samfellt land-
svæði“.
Bush sagði að friðarsamkomulagið
þyrfti einnig að fela í sér breytingar
á „grænu línunni“ svonefndu frá
árinu 1949 „til að endurspegla veru-
leikann eins og hann er nú“ og skír-
skotaði til landtökubyggða gyðinga á
Vesturbakkanum.
Flóttafólkið fái bætur
Þá sagði forsetinn að greiða ætti
palestínskum flóttamönnum og af-
komendum þeirra bætur og gaf til
kynna að ekki ætti að heimila þeim
að snúa aftur til svæða sem heyra nú
undir Ísraelsríki.
Bush lagði einnig áherslu á að
tryggja þyrfti öryggi Ísraels með
„viðurkenndum og verjanlegum
landamærum“.
Forsetinn áréttaði að hann teldi að
hægt yrði að ná friðarsamkomulagi
áður en hann léti af embætti að ári
liðnu. Þjóðaröryggisráðgjafi hans,
Stephen Hadley, sagði að forsetinn
myndi fara „að minnsta kosti einu
sinni og ef til vill oftar“ til Mið-Aust-
urlanda áður en kjörtímabilinu lyki.
Reuters
Friðarumleitun Bush á blaða-
mannafundi í Jerúsalem í gær.
Bush vill að hernámi
arabískra svæða ljúki
Skorar á Ísraela og Palestínumenn að samþykkja tilslakanir
BRESK stjórnvöld hafa gefið sam-
þykki sitt fyrir nýrri kynslóð kjarn-
orkuvera. John Hutton, viðskipta-
ráðherra Bretlands, segir, að þau
muni tryggja „öruggt og hagkvæmt“
framboð af raforku og koma á sama
tíma að gagni í baráttunni við lofts-
lagsbreytingar.
Fyrirhugað er, að einkafyrirtæki
reisi nýju kjarnorkuverin í námunda
við þau, sem fyrir eru og segir Hutt-
on, að það fyrsta eigi að vera tilbúið
vel fyrir 2020.
Getur haft
umtalsverð áhrif
Grænfriðungar og fleiri hafa
gagnrýnt þessar fyrirætlanir harð-
lega og segja, að nýju verin verði
dýr, skítug og hættuleg en Hutton
vísar því á bug og segir, að verin og
sú tækni, sem þar verður notuð, séu
margreynd og örugg. Þessi ákvörð-
un bresku stjórnarinnar er merkileg
fyrir margar sakir og ber að sumra
dómi vitni um nýtt raunsæi. Luis
Echávarri, forstjóri Nuclear Energy
Agency, stofnunar í París, sem veitir
ríkisstjórnum ráðgjöf í kjarnorku-
málum, segir að ákvörðun bresku
stjórnarinnar muni hafa mikil áhrif,
til dæmis í Þýskalandi og víðar í
Evrópu. Þar hefur stefnan verið sú
að fækka og loka kjarnorkuverum
en vegna aukinnar mengunar og
hættu á alvarlegum loftslagsbreyt-
ingum kunni að verða breyting á því.
Taka undir gagnrýnina
Í Þýskalandi, Svíþjóð, Belgíu og á
Ítalíu hefur staðið til að loka kjarn-
orkuverum en í Búlgaríu, Rúmeníu
og Slóvakíu á að fjölga kjarnakljúf-
unum. Finnar og Frakkar hafa það
einnig á prjónunum en þeir síðast-
nefndu fá 80% sinnar raforku frá
kjarnorkuverum. Er hlutfallið
hvergi hærra.
Flokkur frjálslyndra demókrata
hefur gagnrýnt ákvörðun bresku
stjórnarinnar harðlega og tekur
hann undir með grænfriðungum og
öðrum þeim, sem hafa fordæmt
hana.
Reisa ný kjarnorkuver
Ákvörðun Breta kölluð nýtt raunsæi, sem haft geti áhrif
á afstöðuna til kjarnorkuvera annars staðar í Evrópu
Í HNOTSKURN
» Fremur lítið hefur veriðbyggt af kjarnorkuverum á
síðustu árum, m.a. vegna slyssins
á Þriggja mílna eyju í Bandaríkj-
unum 1979 og Tsjernobyl-
slyssins.
» Kjarnorkuver sjá Bretum núfyrir um 20% raforkunnar.
HERMAÐUR á verði við brú í San Jose Del Guaviare í
Kólumbíu í gær. Skæruliðar marxistahreyfingarinnar
FARC ráða yfir hluta landsins og hafa áratugum saman
barist við stjórnarherinn. Skæruliðarnir leystu í gær
tvo gísla úr haldi fyrir milligöngu stjórnar Hugo Chav-
ez, forseta Venesúela, og voru þeir fluttir með flugvél
til Venesúela. Skæruliðarnir lögðu einnig fram sann-
anir fyrir því að átta aðrir gíslar þeirra væru á lífi.
Reuters
Gíslar leystir úr haldi