Morgunblaðið - 11.01.2008, Side 17

Morgunblaðið - 11.01.2008, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2008 17 MENNING HAGSTOFA Bretlands færir sannkallaðar hryllingsfréttir þeim sem ekki geta án bóklest- urs verið, nefni- lega þær að á síð- asta ári las fjórði hver Breti ekki eina einustu bók. Forsætisráð- herra Breta, Gordon Brown, er einn hinna slegnu og segir lestur líklega eina bestu vörnina gegn fátækt, skorti, glæpum og skemmdar- verkum, að sögn bókarýnis The Guardian, John Crace. Crace telur Brown ekki alveg með á nótunum. Ráðherrar missi sjaldan nætursvefn yfir dræmri aðsókn á listasöfn eða í leikhús og spyr Crace af hverju bók- menntir séu, að því er virðist, æðri öðrum listgreinum í huga ráð- herrans. Crace segir ríkisstjórnina líklega hafa smitast af sömu bakteríu og hálf þjóðin, þeirri að ljúga til um bóklestur sinn til að virka gáfulegri. Bækur séu ákveðin mælistika á hversu menningarlega meðvitað fólk sé. Þeir sem hafi ekki lesið Stríð og frið séu menningarlega andfélags- legir. Crace telur vandann felast í því að hinn almenni Breti viti ekki hvar eigi að byrja, yfir 100 þúsund bækur séu gefnar út á ári, og að mati Crace eru flestar þeirra drasl. Ekki sé hægt að leggja allt traust á dóma, þeir séu oft skrifaðir af vin- um höfunda eða þá fjandvinum. Best sé að byrja á því að lesa bókina Hvernig tala á um bækur sem þú hefur ekki lesið eftir franska fræði- manninn Pierre Bayard. Þar fletti Bayard ofan af allri tilgerðinni í mörgum hinna „sjálfumglöðu og vel lesnu“, eins og Crace orðar það. Líta aldrei í bók Fjórði hver Breti las enga bók í fyrra Bókhneigður Gordon Brown HÁTT í níu þús- und manns munu á næsta ári koma sér fyrir uppi á fjórða stallinum sk. við Trafalg- artorg í Lund- únum og skemmta við- stöddum með hvaða hætti sem er, verði tillaga myndlistarmannsins Antony Gorm- ley að veruleika. Verkefnið er á veg- um borgarinnar og hafa heims- þekktir listamenn komið með tillögur að næsta verki sem prýða mun stallinn, meðal annars þau Gormley, Jeremy Deller, Tracey Emin, Anish Kapoor, Yinka Shonib- are og Bob og Roberta Smith. Stallurinn var reistur árið 1841, ætlaður styttu, sem aldrei var gerð, af Vilhjálmi IV Englandskonungi á hestbaki. Stallurinn stóð auður til ársins 1999, þegar leyfi fékkst fyrir því að sýna á honum listaverk eftir hina og þessa. Hugmynd Gormley er að láta hvern og einn þátttakanda vera í klukkustund uppi á stallinum og má sá hinn sami gera það sem honum dettur í hug. Verkið gæti því orðið áhugavert fyrir þá sem vilja fylgjast með hegðun mannsins undir slíkum kringumstæðum, hvað gerist þegar svo margir fá slíka athygli í ákveðinn tíma. Tillaga Gormley ber heitið One and Other, eða Einn og annar. Hann hyggst þó ekki senda hvern sem er upp á stallinn heldur bjóða upp á sneiðmynd af bresku sam- félagi, ekki aðeins þá sem haldnir eru sýniáráttu og athyglissýki. 8.760 upp á stallinn Gormley við líkan sitt af 4. stallinum. Í TÓNLISTARSKÓLA Húsa- víkur verða tónleikar í tilefni af verkefni sem nefnist Afríku- tónlist, og eru vinnubúðir með ungmennum og leiðbein- endum. Leiðbeinendurnir eru þau Peta Axelsson og Tipei Marazanye. Peta er starfandi kennari og tónlistarmaður í Malmö í Svíþjóð, en hún er ættuð frá Zimbawe. Tipei Mar- azanye er einn af fremstu tón- listarmönnum Zimbabwe. Hann hefur kennt í Prince Edward School í Harare og einnig kennt tónlist við The Zimbabwe College of Music. Tón- leikarnir verða haldnir í Borgarhólsskóla sunnu- daginn næsta kl 13 og er ókeypis inn. Tónlist Afríkutónlist á Húsavík Ung stúlka spilar afríska tónlist. Í ÞJÓÐARBÓKHLÖÐUNNI mun Sólveig D. Þórisdóttir halda sýningu sem nefnist För hersins. Umræður um varnar- og öryggismál þjóðarinnar hafa verið áberandi í íslensku samfélagi árum saman. Sólveig segir að sig langi að reyna fá fólk til að tjá sig um jafn um- deilt mál og veru varnarliðsins á Miðnesheiði og brottför þess. Listakonan hefur sett upp fjóra stóra striga sem hún vonast til að nái að fanga hugsun sýningargesta. Þegar sýningunni lýkur verður áfram hægt að bæta við verkið, en það verður sett upp í Byggðasafni Reykjanes- bæjar. Sýningin hefst á morgun, laugardag, kl. 14. Myndlist Strigar til að fanga hugsun Verk eftir Sólveigu D. Þórisdóttur. DANSVERKIÐ Hoppala verður sýnt í Norræna húsinu nú um helgina. Hoppala er byggt á samvinnu þriggja dansara og eins tónlistar- manns. Þær hafa allar unnið með dansflokkum og danshöf- undum víðs vegar um Evrópu og sem virkir og skapandi listamenn vilja þær efla dans- inn sem listform á Íslandi. Brot úr verkinu var sýnt í Jóladagatali Norræna húss- ins 2. desember síðastliðinn. Verkið verður sýnt í fullri lengd í sal í kjallara Norræna hússins kl. 20 bæði laugardag og sunnudag. Miðaverð er 1.000 krónur. Dans Dansverk í Norræna húsinu Úr dansverkinu Hoppala. Eftir Einar Fal Ingólfsson efi@mbl.is „ER HAFIÐ blár vatnslitur?“ spyr Ívar Valgarðsson myndlistarmaður sem opnar sýningu í galleríi i8 við Klapparstíg í dag. Í verkum sínum vinnur Ívar iðulega með hvers kyns byggingarefni og húsamálning hefur verið áberandi í sköpun hans síðustu tvo áratugi. Á þessari nýju sýningu, sem hann nefnir Stilla, gárur, straumur, er húsamálning einmitt áberandi. Öryggismyndavél beinist að yfirborði blárrar málningar í fötu og myndinni er síðan varpað á vegg með skjávarpa; er það hafflöturinn? Verk þetta kallar Ívar Stillu. Ljós- mynd á öðrum vegg sýnist vera af gáruðu hafinu – eða er það nýmál- aður blár veggur? Í texta sem fylgir sýningunni er bent á að myndlist Ívars spretti úr því umhverfi sem hún er sett fram í og sé um leið viðbót við sama um- hverfi. Hann lauk framhaldsnámi frá Haag í Hollandi árið 1980 og hélt sama ár sína fyrstu einkasýningu. Sýningarnar eru orðnar margar. „Mitt viðhorf er sprottið úr list- hugmyndum sem ég nam þegar ég var í skóla fyrir um 30 árum,“ segir Ívar. „Ég varð fyrir áhrifum frá konseptlistinni og mínimalismanum, þessari módernísku hefð, og fleiri viðhorfum sem voru efst á baugi á þeim tíma. Ég hef spunnið minn þráð upp úr því.“ – Ertu að rannsaka eðli skynjunar, upplifunar og efnanna sem þú notar? „Mér finnst myndlist ekki vera það vísindaleg í sjálfu sér að það sé hægt að tala um rannsókn.“ Hann þagnar hugsi. Bætir svo við: „Hins vegar er maður alltaf að láta reyna á list- hugtakið. Og á litinn. Hér eru marg- ar birtingarmyndir af lit. Það er ljós- mynd af honum, málningin sjálf og lifandi mynd af honum.“ – Er þetta hafflöturinn á veggnum þarna? „Einhver sagði: Mitt er að búa til listina, ykkar að túlka hana.“ Ívar brosir og heldur svo áfram: „Allt um- hverfi okkar er myndrænt. Mondrian sagði einu sinni eitthvað á þá leið að þegar umhverfið væri orðið fag- urfræðilegur veruleiki þá væri ekki lengur þörf fyrir myndlistina.“ Þessi lýríska merking – Þú notar þetta hversdagslega fyrirbæri, húsamálninguna, og beitir myndhverfingum, eins og hér í stig- anum niður í kjallarann þar sem málningin er lýrískur foss í ljós- myndum. „Ég notast aðeins við þær birting- armyndir efna og lita sem koma fyrir augu okkar á hverjum degi í gegnum ólíka miðla. Fólk gerir sér ekki alltaf grein fyr- ir því hvað það hefur mikil áhrif á umhverfið með athöfnum sínum. Húseigandi ber mikla ábyrgð; bara það hvaða lit hann velur á húsið. Hvort hann stækkar það, hvernig hann breytir því eða byggir við. Allt hefur þetta áhrif á umhverfið. Við sjáum þetta birtast í deilunni um gömlu húsin á Laugaveginum. Allt hefur þetta áhrif á umhverfið.“ Á neðri hæð i8 eru nokkur lítil verk, þar sem Ívar hefur málað lag eftir lag af málningu á mdf-plötur, alls um 200 lög og í skurðinum mynd- ast mismunandi litasamsetningar. „Þetta er það sem allir gera inni á heimilum sínum, mála lag eftir lag á veggina – þetta er eins konar tíma- skúlptúr. Raunverulega er þetta bæði málverk og skúlptúr. Hér er til dæmis eitt verk samsett úr litunum öskugráum og rauðum.“ Hann held- ur upp ferköntuðu verkinu með ösku- gráu yfirborði, en gráu og rauðu sári í þversniðinu. Í framsetningu hugmynda og efn- anna birtast iðulega óvæntir og jafn- vel ljóðrænir strengir. Eitt verkið á sýningu Ívars eru tveir bláleitir lita- fletir á vegg. Hann segir þá koma af litaspjaldi frá Flügger-litum. Heiti litanna á spjaldinu hafa ekki verið þýdd á íslensku og standa heitin und- ir litunum: „Water shadow“ og „Summer flirt.“ Eins og óvænt stefnumót ljóðrænu og nytjaefnis. Birtingarmyndir litanna  Ívar Valgarðsson opnar sýningu á nýjum verkum í galleríi i8 í dag  Hann segist ávallt láta reyna á listhugtakið  Grunnefnið á sýningunni er húsamálning Morgunblaðið/Einar Falur Blár hafflötur „Mitt er að búa til listina, ykkar að túlka hana,“ segir Ívar Valgarðsson. Á sýningu hans í i8 vísar yfirborð litarins til hafsins. Í HNOTSKURN »Sýning Ívars Valgarðssonar,sem opnuð verður í galleríi i8 í dag, nefnist Stilla, gárur, straumur. »Ungur varð Ívar fyrir áhrif-um frá mínimalisma og hug- myndalist og segist hafa spunnið sinn þráð út frá því. »Verk Ívars hafa verið sögð ísamræðu við listasöguna og setja fram spurningar um list- hefðina og hlutverk listarinnar. »Grunnefnið í sýningunni erhúsamálning; hann kannar þar eiginleika lita og hugmyndir um þá. TÓNLISTARHÁTÍÐIN Aldrei fór ég suður hlaut Eyrarrósina í ár, sér- staka viðurkenningu fyrir fram- úrskarandi menningarverkefni á landsbyggðinni. Dorrit Moussaieff, forsetafrú og verndari Eyrarrós- arinnar, afhenti hana á Bessastöðum í gær. Aldrei fór ég suður var haldin í fjórða sinn á Ísafirði í fyrra en hug- myndina að henni áttu feðgarnir Guðmundur M. Kristjánsson og Elías Örn Guðmundsson, betur þekktir sem Muggi og Mugison (borið fram „muggison“). Guðmundur tók við viðurkenning- unni í gær, en henni fylgir 1.500.000 króna styrkur og verðlaunagripur eftir Steinunni Þórarinsdóttur. Guð- mundur hlaut gælunafnið Muggi þegar hann var við störf í Malasíu og þegar sonurinn kom í heimsókn var hann einfaldlega kallaður Mugison. Hugmyndina að Aldrei fór ég suður fengu þeir feðgar yfir bjórglasi á sumardegi í Lundúnum í 38°C hita. „Það sem bendir til þess að við höf- um ekki drukkið mikinn bjór er að við mundum hugmyndina daginn eftir,“ sagði Muggi við blaðamann í gær, að lokinni verðlaunaafhend- ingu. Aðrir tilnefndir, þ.e. Karlakór- inn Heimir og Safnasafnið, hlutu 200 þúsund kr. og öll verkefnin fengu tíu flugferðir frá Flugfélagi Íslands. Aldrei fór ég suður hlaut Eyrarrósina Morgunblaðið/Golli Fór suður Guðmundur M. Kristjánsson, Muggi, tekur við Eyrarrósinni úr hendi forsetafrúarinnar í gær. Menntamálaráðherra fylgist brosandi með. ♦♦♦

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.