Morgunblaðið - 11.01.2008, Qupperneq 23

Morgunblaðið - 11.01.2008, Qupperneq 23
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2008 23 skólanema gátu nefnt ljóð eftir Jónas Hall- grímsson (58,26% í svipaðri könnun 10 ár- um fyrr) og voru Ég bið að heilsa! Gunn- arshólmi og Ísland! far- sældafrón og hagsælda hrímhvíta móðir! þar efst á blaði. Þessi óformlega könnun vakti spurningar um það hvort Jónas Hall- grímsson væri nægi- lega vel kynntur í skólakerfinu. Ásgeir tiltekur meðal um- sagna framhalds- skólanema um Jónas að hann hafi verið rokkstjarna og/eða góður kall með hlýtt hjarta og falleg naglabönd. Víkverji verður að segja það hreint út að honum finnst skelfilegt hvað fennt hefur yfir Jónas Hallgrímsson og ljóð hans, ef marka má óformlega könnun Ásgeirs og gatið í spurn- ingakeppni framhalds- skólanna. x x x Víkverji minnist þessað skólabróðir hans einn ætlaði að heilla skólasystur þeirra upp úr skónum með ljóðagerð og skreytti eigin ljóðasmíð með stolnum fjöðrum; m.a. lokaerindi Ferðaloka. En svo vel var ljóð Jón- asar þá þekkt meðal framhaldsskólanem- enda að skólasystirin kveikti strax á stuld- inum og fékk sendandinn það óþveg- ið, svo aldrei urðu þau par, hvað þá meir. Og svo afdrifaríkt varð það að stelast í smiðju listaskáldsins góða að vinurinn komst aldrei á fast á þessum menntaskólaárum. En hann hefði kannski komizt upp með stuldinn núna! Víkverja rak í rogastans þegarhann í vikunni var að hlusta á spurningakeppni framhaldsskólanna og bæði liðin götuðu á Jónasi Hall- grímssyni sem höfundi Ferðaloka, en lesið var lokaerindi ljóðsins; Háa skilur hnetti himingeimur, blað skilur bakka og egg; en anda sem unnast fær aldregi eilífð að skilið. Víkverji hélt satt að segja að úr- valslið framhaldsskólaaldursins kæmist ekki hjá því að þekkja þetta ljóð Jónasar það vel að það væri ekki í neinum vafa um höfundinn, þegar það heyrði þekktustu hluta þess lesna. x x x Í óformlegri könnun, sem Ásgeir HIngólfsson fjallaði um í Lesbók Morgunblaðsins 17. nóvember sl. kom fram að 30,23% framhalds-      víkverji skrifar | vikverji@mbl.is Hjálmar Freysteinsson hefurfylgst með umræðum um Borgarleikhúsið, en gagnrýn- andinn Jón Viðar Jónsson fær ekki lengur boðsmiða á sýningar þar: Von er að maðurinn verði súr og vellíðan glati sinni, þegar honum er úthýst úr indælli nályktinni. Arnþór Helgason sendir fyrir- spurn til Vísnahornsins, þar sem hann veltir fyrir sér hver hafi ort vísuna: Reis úr djúpi Ránar ey, rjóð í kuldagjósti. Hún er eins og yngismey með yl í hvelfdu brjósti. Arnþór segir vísuna um gos Surtseyjar og því geti hún varla verið eftir Eirík Einarsson frá Hæli, alþingismann, eins og fram komi á vef Byggðasafns Skagfirðinga. „Sá hængur er á að Eiríkur fæddist árið 1885 og dó 1951 eða 12 árum áður en Surtur gaus.“ Hér er því auglýst eftir höfundi. Full ástæða er hinsvegar til að nota tækifærið og birta vísu eftir Eirík, sem hann orti til aldraðrar piparmeyjar: Nú ertu orðin 7 og 6 og Sörli ríður ekki í garð. Kvöldskuggunum kjarkur vex kringum lífsins Vonarskarð. Rúnar Kristjánsson las vísur sem bárust frá Árna Helgasyni í Vísnahorninu, þar sem beint var skotum að Bakkusi. Rúnar orti þrjár vísur gegn þeim bölvaldi: Sagan vitnið sanna ber, síst má hana fága. Brennivínið var og er versta þjóðarplága. Ýmsir sækja ærið frekt inn í ferli nauða. Drykkjuvítið voðalegt veldur böli og dauða. Skapar víða sorg og sút syndavaninn grófi. Menn festa sig við flöskustút og falla á lífsins prófi. pebl@mbl.is VÍSNAHORNIÐ Reis úr djúpi Ránar ey í Port Napóleon í Frakklandi í júní- byrjun 2006. Við tók 1.300 sjómílna ferð eftir endilöngu Miðjarðar- hafinu, frá Suður-Frakklandi til Gö- cek í Suður-Tyrklandi, þar sem ís- lenska fyrirtækið hefur bækistöðvar sínar. Kristín var einn tíu áhafnarmeðlima á skútunum þremur, en leiðin samsvarar sigl- ingaleiðinni frá Vestmannaeyjum til Glasgow og aftur til baka og tók tíu sólarhringa. Allir vilja þeir koma aftur Eftir að höfn var náð í Göcek hafa skúturnar verið í leigu við góðan orðstír. Svo virðist sem þessi ferða- máti falli landanum í geð því allir þeir Íslendingar, sem komu í skútu- siglingu í sumar, hafa leigt sér skútu við strendur Tyrklands á ný næsta sumar. „Það eru auðvitað ákveðin með- mæli enda hafa menn notið sín þarna í þessu fallega og rólega um- hverfi.“ Skútubærinn Göcek stendur við Fethiye-flóa þar sem er að finna ótal víkur og flóa til að varpa akkeri eða binda við bryggju. Þar er svo hægt að synda, sóla sig, snorkla, fara í könnunarferðir og gott er að enda daginn á litlum fjölskyldu- reknum veitingastöðum, sem eru nánast reknir í flæðarmálinu. Á undanförnum tíu árum hefur bær- inn breyst úr pínulitlu fiskiþorpi í skútubæ með lúxusaðstöðu fyrir skútuáhugamenn. Skútuhöfnin þar þykir nú orðin ein af þeim vinsæl- ustu við suðurströnd Tyrklands og ekki skemmir verðlagið á mat og þjónustu sem þykir einkar hag- stætt. Göcek er aðeins 22 km austur af Dalaman-flugvelli, sem þjónar m.a. Marmaris, þangað sem Íslend- ingar eru farnir að sækja í stórum stíl, en samkvæmt upplýsingum Úr- vals-Útsýnar er áformað að fljúga þangað tvisvar í viku næsta sumar í stað vikulega síðasta sumar. Seldi íbúðina með búslóðinni Í fyrstu ákvað Kristín að setja ör- yggið á oddinn og hún afréð því að leigja íbúðina sína á Íslandi til að eiga sér afdrep ef hana langaði að snúa heim eða líkaði ekki Tyrk- landsvistin. „En nú er ég búin að selja íbúðina með öllum húsgögnum og á ekki neitt nema bankabókina, fötin mín, reiðhjólið mitt í Tyrklandi og tvær uppkomnar dætur, sem farnar eru að búa sér. Ég setti íbúðina mína á sölu í jólafríinu og hún seldist á tveimur dögum. Ég var í vandræða- gangi með hvað ég ætti að gera við húsgögnin mín svo ég spurði hvort nýi eigandinn vildi ekki bara kaupa þau líka og hann játti því. Þetta gat ekki passað betur,“ segir Kristín og hlær enda er stutt í sígaunaeðlið. „Já, það er satt enda hef ég bæði verið búsett á Spáni og á Ítalíu auk þess sem ég hef ekkert þurft að hugsa mig mikið um þegar mér hafa boðist einhver ævintýri í útlöndum, svona í gegnum tíðina. Ég get alveg verið komin upp í flugvél innan sól- arhrings eða svo. Það er lítið mál enda er svo miklu skemmtilegra að lifa lífinu lifandi en hálfdauð. Nú er ég alsæl með tilveruna. Heimamenn eru gestrisnir Ég bý hjá ættingjum þegar ég heimsæki Ísland, en þess á milli lifi ég áhyggjulausu og skemmtilegu lífi við Tyrklandsstrendur. Þrátt fyrir að hafa farið út með hálfgerða fordóma í garð Tyrkja, og ég efast svo sem ekkert um að til séu öfgar í þeim efnum, hef ég kynnst mikilli gestrisni og hjálpsemi af hálfu heimamanna. Ég leigi litla íbúð ná- lægt höfninni þar sem skúturnar liggja. Fólk leigir skúturnar ýmist í eina eða tvær vikur – þær er hægt að fá bæði með og án skipstjóra – og dólar sér í Fethiye-flóanum í róleg- heitum þar sem hægt er að velja úr fimm huggulegum víkum, sem bjóða upp á bryggjustæði, strandir og huggulega veitingastaði í tyrk- neskum anda,“ segir Kristín, sem farin er að bjarga sér vel á tyrk- nesku og var í óða önn að undirbúa dömu-skútuferð þegar Daglegt líf spjallaði við hana í jólafríinu. „Skútuferðir eru nefnilega ekkert bara fyrir stráka. Þær eru allt eins fyrir okkur stelpurnar,“ segir Kristín, sem stýrir skútunum ef á þarf að halda og kennir hagvönum jafnt sem óvönum á tæki og tól áður en lagt er úr höfn. join@mbl.is Í flæðarmálinu Litla krúttlega veitingastaði má finna víða í fjöruborðum í nágrenni við Göcek sem ætlaðir eru siglandi ferðafólki eingöngu. www.seaways-sailing.com                                  Eigendurnir Hjónin Önundur Jó- hannsson og Sigurveig Guðmunds- dóttir leigja út fjórar skútur við Tyrklandsstrendur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.