Morgunblaðið - 11.01.2008, Síða 25

Morgunblaðið - 11.01.2008, Síða 25
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2008 25 BÆJARRÁÐ Garðabæjar sam- þykkti vorið 2007 að leita til sérfræð- inga hjá KHÍ til að „meta réttmæti og gildi vinaleiðar“ og hafa þeir nú sent frá sér skýrslu en tengingar á hana er að finna á vefsíðunni blogg.visir.is/ binntho. Skýrsluhöfundar fóru þá leið að vinna skýrsluna ein- göngu út frá faglegum sjónarmiðum skóla- starfs en taka ekki af- stöðu til þess hvort að- koma kirkju að skóla- starfi sé réttmæt þegar horft er til almennra laga í lýðræðisþjóðfé- lagi. Úrskurður Evrópu- dómstólsins í Stras- bourg gegn norska rík- inu virðist þó taka af öll tvímæli um að starf- semi trúfélags innan al- menns skólakerfis standist ekki almenn mannréttinda- ákvæði. Starfsmenn Þjóðkirkjunnar hafa ítrekað í ræðu og riti staðfest að vina- leið sé trúboð og biskupinn taldi hana „sóknarfæri“ fyrir kirkjuna. Það þarf því heldur ekki að velkjast í vafa um að vinaleið stangist á við lög um grunnskóla, siðareglur kennara, stjórnarskrá og ýmsa þá alþjóða- samninga um mannréttindi sem ís- lenska ríkið er aðili að. Farin og hætt Vinaleið hófst haustið 2006 í fjórum grunnskólum í Garðabæ og á Álfta- nesi að frumkvæði sóknarprests. Tveir starfsmenn tóku að sér að sinna verkefninu, djákni og skólaprestur. Vegna andmæla foreldra var gripið til þess ráðs í tveimur skólanna að gefa foreldrum kost á að taka fram sér- staklega ef þeir vildu ekki gefa starfs- mönnum vinaleiðar færi á börnum sín- um. Þessari gagnasöfnun var vísað til Persónuverndar sem hafði samband við skólastjóra viðkomandi skóla haustið 2007. Á sama tíma sagði djákni starfi sínu lausu og féll vinaleið þar með niður í Flataskóla. Skóla- stjórar Sjálandsskóla og Hofsstaða- skóla virðast hafa ákveðið að fram- lengja ekki starfsemi vinaleiðar og er hún því ekki lengur starfrækt í grunn- skólum Garðabæjar en skólaprestur starfar enn í Álftanesskóla. Ekki á forsendum skólastarfs Fram kemur í áðurnefndri skýrslu að flest jákvæð ummæli sem féllu í viðtölum megi rekja til ánægju með skólaprestinn sem einstakling enda virðist hann hafa náð vel til barnanna og starfsmanna skólans. Að öðru leyti virðist vinaleið engan veginn standast þær kröfur sem gera verður til fag- legs skólastarfs. Sú réttlæting sem oft heyrist, að aðkoma Þjóðkirkjunnar að grunnskólum sé á forsendum skól- anna, virðist því ekki standast. Hugmyndafræði vinaleiðarinnar er óljós og framkvæmd hennar illa af- mörkuð að mati skýrsluhöfunda. Eigi framhald að verða á vinaleið þurfi að draga fram með skýrum hætti hver sérstaða hennar sé og meta fram- haldið á grundvelli þess. Höfundar benda á að sé um hefðbundna sál- gæslu að ræða eigi hún heima innan kirkjunnar en verði niðurstaðan sú að vinaleið taki til víðara sviðs eru við- fangsefnin og eðli þjónustunnar þann- ig að þau eigi heima hjá þeim aðilum sem þegar sinna slíkri þjónustu inn- an skólans. Skýrsluhöfundar gagnrýna einnig aðferða- fræði vinaleiðarinnar, þar sé farið inn á svið sem aðrir fagaðilar sinna þegar en án fagþekking- ar með þeim afleiðingum að samstarf fagaðila inn- an skólans er í hættu. Ekki eru haldnar skýrsl- ur eða skrár um viðtöl, engin markmið séu sett fram, engin greining, engin meðferðaráætlun. Fyrst og fremst er um einsleg trúnaðarsamtöl að ræða, jafnvel án vitneskju foreldra, og skýrsluhöfundar gagnrýna þessa aðferðafræði réttilega. Spyrja má hvort ítrekuð einsleg trúnaðarsamtöl um viðkvæm málefni, án faglegra forsendna, séu ekki hrein- lega hættuleg börnum. Vantar ákvörðun og fjármagn Skýrsluhöfundar gagnrýna hvernig staðið var að innleiðingu vinaleiðar. Lögformlegum leiðum var ekki sinnt, foreldraráð og skólanefnd fjölluðu ekki um málið fyrirfram og starfs- mönnum var tilkynnt um það sem orðnum hlut. Skýrsluhöfundar benda á að þar sem vinaleið sé ekki hluti af lögboðinni þjónustu skóla sé nauðsyn- legt að sveitarfélög taki formlega af- stöðu til þess hvort þjónustan skuli veitt. Um leið þurfi að taka afstöðu til kostnaðar. Skólaprestur er mjög dýr á mælikvarða skólastarfs enda eru byrjunarlaun hans um það bil þrefalt hærri byrjunarlaunum kennara sem þó er fagmenntaður til starfa með börnum. Fram kemur í skýrslunni að hörð andstaða sé innan skólanna gegn því að greiða kostnaðinn enda þurfi þá að skerða aðra þjónustu. Vinaleið í Garðabæ var fjármögnuð að mestu leyti með framlagi eins for- eldris en auk þess lagði kirkjan til fjármagn auk sveitarfélagsins Álfta- ness. Komi til framhalds á starfsemi vinaleiðar er ljóst að sveitarstjórnir þurfa að taka formlega afstöðu til hennar og jafnframt að tryggja fjár- veitingar. Enginn grundvöllur Skýrsluhöfundar mæla ekki með framhaldi á starfsemi vinaleiðar en segja í lokaorði að brýnt sé að hags- munaaðilar „ræði og taki afstöðu til þess hvort réttmætt sé að kirkjan komi að skólastarfi“ en fallist menn á það þurfi að fara fram „hreinskiptin skoðanaskipti um hugmyndafræði, markmið og leiðir með starfinu.“ Af lestri skýrslunnar má sjá að vinaleið er klúður og best færi á því að henni væri hætt með öllu, þó ekki sé nema vegna barnanna sjálfra. Vinaleið fær falleinkunn Brynjólfur Þorvarðarson skrif- ar um trúmál og barnaskóla »Hugmyndafræðivinaleiðarinnar er óljós og framkvæmd hennar illa afmörkuð að mati skýrsluhöfunda Brynjólfur Þorvarðarson Höfundur stundar nám við KHÍ. Bréf til blaðsins Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík  Bréf til blaðsins | mbl.is HINN 1. desember 2007 birtist í Morgunblaðinu bréf um hættur af völdum bisfosfónata (bífosfónata) en það eru lyf sem aðallega eru notuð við beinþynningu en einnig við krabbameini með meinvörpum í beinum. Tilefni bréfsins var grein sem birtist í Tannlækna- blaðinu árið 2006 og fjallaði um aukaverkunina beindrep í kjálka af völdum téðra lyfja. Hér fylgja nokkrar viðbót- arupplýsingar um þetta mál. Fyrstu lyfin af þessum flokki komu á markað á níunda áratug síð- ustu aldar og um 1990 var sýnt fram á gagnsemi þeirra við beinþynningu sem er algengur og alvarlegur sjúk- dómur. Síðan þá hafa verið að koma á markað öflugri og hentugri lyf af þessum flokki og má þar nefna sem dæmi Aclasta, Aredia, Fosamax, Optinate og Zometa. Þess eru mörg dæmi að þegar fram koma öflugri lyf geta þau haft aukaverkanir sem eldri lyfin höfðu ekki eða sjaldnar og sú er raunin með bisfosfónöt. Sum þessara lyfja eru tekin inn og algeng aukaverkun þeirra er meltingartruflanir. Í öðr- um tilvikum eru lyfin gefin í æð og algeng aukaverkun er flensulík ein- kenni (sótthiti, beinverkir o.fl.). Á síðustu árum hafa komið í ljós tvær alvarlegar en sjaldgæfar aukaverk- anir sem eru beindrep í kjálka og hjartsláttartruflun (gáttatif). Um gáttatif verður ekki fjallað meira í þessu bréfi enda er þar margt óljóst ennþá. Talið er líklegt að öll lyfin í þessum flokki geti valdið beindrepi í kjálka sem er alvarlegt og getur orð- ið langvinnt. Ekki eru til öruggar tölur um algengi þessarar aukaverk- unar en þegar lyfin eru gefin í inn- töku við beinþynningu er hættan tal- in vera ákaflega lítil og hefur verið nefnd talan eitt tilfelli fyrir hverja 100 þúsund sjúklinga á ári. Meiri hætta er fyrir hendi þegar lyfin eru gefin í æð og sérstaklega þegar þau eru notuð við illkynja sjúkdómum, enda eru þá notaðir mun stærri (4- 12 sinnum) skammtar en þegar þau eru notuð við beinþynningu. Vitað er um ýmsa þætti sem auka hættu á beindrepi í kjálka og má þar nefna illkynja sjúkdóm og meðferð við honum, lélega tannhirðu og aðgerðir í munni t.d. tanndrátt. Þeir sem taka umrædd lyf þurfa þess vegna að vera undir góðu eftirliti tannlæknis. Engar tilkynningar um beindrep í kjálka hér á landi, vegna bisfosfó- nata, hafa borist Lyfjastofnun. Ef slíkt kemur fyrir er mikilvægt að til- kynningar berist stofnuninni eins og um aðrar alvarlegar og óvæntar aukaverkanir allra lyfja. Einfaldast er að senda inn slíkar tilkynningar á heimasíðu Lyfjastofnunar: www.lyfjastofnun.is. Hér gildir að aukaverkanatilkynningar stuðla að auknu öryggi við notkun lyfja. Bisfosfónöt eru lyf sem gera mikið gagn og hættan á alvarlegum auka- verkunum er lítil. Það breytir því samt ekki að þessi lyf eru undir sér- stöku eftirliti hjá Lyfjastofnun Evr- ópu (EMEA) og með vorinu má vænta niðurstöðu úr úttekt á bein- drepi í kjálka tengdu notkun þessara lyfja. Enginn ætti að hætta meðferð með þessum lyfjum af ótta við auka- verkanir nema ræða það fyrst við sinn lækni og eins og nefnt er að of- an er hægt að draga úr hættu með viðeigandi ráðstöfunum. MAGNÚS JÓHANNSSON, yfirlæknir hjá Lyfjastofnun. Hættuleg lyf? Frá Magnúsi Jóhannssyni: Magnús Jóhannsson MORGUNBLAÐIÐ er með í notk- un móttökukerfi fyrir aðsendar greinar. Formið er að finna við opnun forsíðu fréttavefjarins mbl.is þar sem merkt er á haus Morgunblaðsins sem er vinstra megin á skjánum eða neð- arlega á forsíðu fréttavefjarins mbl.is undir liðnum „Sendu inn efni“. Ekki er lengur tekið við greinum sem sendar eru í tölvupósti. Í fyrsta skipti sem formið er notað þarf notandinn að skrá sig inn í kerfið með kennitölu, nafni og netfangi, sem fyllt er út í þar til gerða reiti. Næst þegar kerfið er notað er nóg að slá inn netfang og lykilorð og er þá notandasvæðið virkt. Ekki er hægt að senda inn lengri grein en sem nemur þeirri hámarkslengd sem gef- in er upp fyrir hvern efnisþátt. Þeir, sem hafa hug á að senda blaðinu greinar í umræðuna eða minningargreinar, eru vinsamlegast beðnir að nota þetta kerfi. Móttökukerfi aðsendra greina arhlutfallsins. Lengst af var hækk- unin byggð á samspili þessara stuðla. Skattleysismörkin hafa stöð- ugt farið lækkandi en álagning- arhlutfallið fór í tæp 40% 1994 til 1996 en hefur síðan lækkað aftur í svipað horf og í upphafi. Aukinn þungi skattheimtu er því nú ein- göngu borinn uppi af lægri skatt- leysismörkum. Þau voru um 988 þús. kr. 2006, þ.e. síð- asta ár sem álagning liggur fyrir, en hefðu þurft að vera um 1,6 m.kr. til að halda gildi sínu miðað við vísitölu launa. Til samanburðar er að hefði öll hækkun tekjuskattsins verið tekin með hækkun á álagningarhlutfallinu en skattleysismörkin höfð um 1,6 m.kr. hefði álagningarhlutfallið þurft að hækka í a.m.k. 50%. Tillaga ASÍ geri ráð fyrir upphaflegum skattleysismörkum að tiltölu við laun en gengur ekki svo langt að ná fyrra kerfi að fullu. Hún felur í sér hækkun á álagning- arhlutfallinu í nærri 50% á laun upp að meðallaunum og að skerðing persónu- afsláttar haldist þar fyrir ofan. Því engin lækkun verður á skött- um hjá þeim sem eru með tekjur yfir því marki. Ennfremur verður engin lækkun hjá þeim sem eru undir skattleysismörkum og lækkunin er á bilinu frá 0 til 240 þús. kr. mann á launum undir meðallaunum. Gróf- lega má áætla að tekjutapið yrði af stærðargráðunni 15 mrd. kr. Af framangreindu má draga þá ályktun að vegna aukinna opinberra umsvifa og meiri tekjuöflunar með tekjuskatti sé óraunhæft að gera ráð fyrir að snúa megi til baka til þess álagningarkerfis sem var við upphaf staðgreiðslunnar. Ómögu- legt er að hækka skattleysismörkin ein verulega án þess að því fylgi óraunhæft tekjutap. Hækkun álagn- FYRIR skömmu gerði ég tillögu ASÍ í skattamálum að umtalsefni hér í blaðinu. Hún og fleira í um- ræðu um tekjuskatta einstaklinga mótast af einhvers konar fortíð- arhyggju með árdaga núverandi tekjuskatts- kerfis að draumsýn. En aðstæður hafa breyst svo mjög að draga verður þessa sýn í efa. Kemur þar einkum tvennt til. Í einn stað hafa opinber útgjöld og þar með tekjuþörf ríkis og sveitarfélaga vaxið mikið. Í annan stað hefur sköttum verið fækkað og því meira lagt á þá skattstofna sem eftir eru. Um 1990 voru tekju- skattar einstaklinga nálægt 16% af skatt- stofninum með álagn- ingarhlutfalli um 36% og skattleysismörkum í kringum 600 þús. kr. á ári. Tekjuskattar síð- ustu ára hafa verið um 25% skattstofnsins. Með óbreyttu kerfi, sama álagningarhlut- falli og skattleys- ismörkum sem fylgja launavísitölu má reikna með að tekj- urnar yrðu svipað hlut- fall af skattstofni og í upphafi. Tekjuskattar vegna tekna 2006 voru um 164 millj- arðar kr. af um 658 mrd. kr. skatt- stofni eða tæp 25% hans. Með aft- urhvarfi til fortíðar hefðu þeir líklega orðið um 16% eða 105 mrd. króna þ.e. nærri 60 milljörðum lægri en þeir voru í reynd. Er því ljóst að verulega þyrfti að bæta í aðra skatta eða draga saman op- inbera þjónustu til að gera þessa draumsýn að veruleika. Skattar í þessu kerfi hafa verið hækkaðir með tvennum hætti. Með lækkun skattleysismarka að tiltölu við laun og með hækkun álagning- ingarhlutfallsins eins hefur í för með sér óviðunandi jaðarskatta á miðl- ungstekjur og lægri. Núverandi kerfi hefur ýmsa galla samanborið við það sem lagt var upp með í byrjun. Í fyrsta lagi hefst skattlagning miklu fyrr og of snemma, þ.e. við tekjur sem al- mennt eru taldar of lágar til fram- færslu og bornar eru uppi af fé- lagslega kerfinu. Í öðru lagi er stígandinn í skattlagningunni mjög mikill við lágar tekjur. Meðalskatt- hlutfall hækkar úr 0 í 20% á litlu tekjubili og jaðarskattur er mjög hár á því tekjubili þar sem enn er talin ástæða til félagslegrar tekju- tilfærslu svo sem barnabóta og líf- eyrisbóta. Í þriðja lagi er með- alskatthlutfallið á lágar miðlungstekjur orðið mjög hátt, t.d. um 22% á 3 m.kr. samanborið við rúm 14% á sambærilegar tekjur í upphaflega kerfinu. Leiðir það til þess að lítill munur er á skattlagn- ingu lágra miðlungslauna og hærri launa. Þótt þetta kerfi, eitt skatt- þrep og persónuafsláttur, hafi verið vel viðunandi á þeim tíma þegar með því voru tekin um 16% af skatt- stofninum gegnir öðru máli nú þeg- ar skattheimtan er orðin 50% hærri eða yfir 24% af skattstofninum. Hugmynd ASÍ virðist (misheppn- uð) tilraun til að komast hjá tveggja þrepa skattkerfi sem hefur að ósekju verið útmálað sem grýla. Staðreyndin er sú að tveggja þrepa skattkerfi er einfalt í framkvæmd og staðgreiðsla í því yrði ámóta ná- kvæm og nú er með lítilli breytingu á staðgreiðslukerfinu. Einfaldleiki skattkerfis ræðast ekki af fjölda skattþrepa eða útreikningsreglum. Tölvurnar í skattkerfinu og launa- forritin láta sig litlu skipta hvort stuðlarnir í skattareglunni eru fleiri eða færri. Einfaldleikinn liggur fyrst og fremst í skilgreiningu á skattstofninum og því hvernig hann er fundinn. Spurning er nú þegar jól eru að baki hvort ekki sé ástæða til að leggja alla grýlubúninga til hliðar og ræða fordómalaust um hvernig gera má tekjuskattskerfi einstaklinga þannig úr garði að það sé sann- gjarnt og bitni ekki verst á þeim sem síst skyldi. Skattar og fortíðarhyggja Indriði H. Þorláksson vill skoða hvernig gera má tekjuskatts- kerfi einstaklinga þannig úr garði að það sé sanngjarnt Indriði H. Þorláksson » Staðreyndiner sú að tveggja þrepa skattkerfi er einfalt í fram- kvæmd og stað- greiðsla í því yrði ámóta ná- kvæm og nú er með lítilli breytingu á staðgreiðslu- kerfinu. Höfundur er hagfræðingur.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.