Morgunblaðið - 11.01.2008, Page 26

Morgunblaðið - 11.01.2008, Page 26
26 FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ Einar Sigurðsson. Styrmir Gunnarsson. Forstjóri: Ritstjóri: STOFNAÐ 1913 Útgefandi: Árvakur hf., Reykjavík. Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal. Fréttaritstjóri: Björn Vignir Sigurpálsson. HVESSIR Í KJARAVIÐRÆÐUM Það var svo sem ekki við öðru aðbúast en að því kæmi að hvesstií viðræðum um nýja kjara- samninga á milli verkalýðshreyfingar og vinnuveitenda. Hins vegar kemur óneitanlega á óvart á hvern hátt það gerist. Verkalýðshreyfingin lítur svo á, að ríkisstjórnin hafi hafnað þeim hug- myndum, sem hún setti fram fyrir nokkru um umbætur í skattamálum, sem áttu að koma hinum verst settu til góða. Af þeim sökum lítur verkalýðs- hreyfingin svo á, að kjaraviðræður séu í uppnámi og að samfloti innan ASÍ sé sjálfhætt. Eru þetta ekki ótímabær viðbrögð? Er ekki eðlilegt að verkalýðshreyf- ingin gefi ríkisstjórninni meira svig- rúm til þess að koma með annan val- kost til að ná þeim markmiðum, sem Alþýðusambandið stefnir að? Það eru 6-7 virkir dagar liðnir frá áramótum og varla hægt að segja, í ljósi árstíma, þingstarfa og jólahátíð- ar, að ríkisstjórnin hafi haft mikla möguleika til þess að móta aðrar hug- myndir. Þessi snöggu viðbrögð verkalýðs- hreyfingarinnar eru ekki trúverðug. Bæði forsætisráðherra og utanríkis- ráðherra eru fjarverandi og það hefði verið ástæða til fyrir verkalýðsfélögin að gefa ríkisstjórninni tækifæri til að setja fram aðra valkosti. Það hefur margt breytzt frá því, að umræður hófust um nýja kjarasamn- inga. Fyrst og fremst þó hin neikvæða þróun á alþjóðlegum fjármálamörk- uðum, sem er farin að koma fram með fullum þunga hér. Það er augljóst að staða hinna stóru íslenzku fyrirtækja, sem hafa mikil umsvif bæði hér heima og í öðrum löndum, hefur veikzt mjög verulega og jafnvel alvarlega. Það er ekki lengur hægt að útiloka að veru- legur samdráttur eigi eftir að verða í atvinnulífi og viðskiptalífi á þessu ári. Í því felst minnkandi atvinna. Þess vegna má spyrja, hvort það sé ekki í hag félagsmanna verkalýðs- og launþegafélaganna að samið verði fyrr en síðar, einfaldlega vegna þess, að dragist samningar á langinn kunni bolmagn viðsemjenda þeirra til samn- inga að hafa veikzt mjög. Það er því ekki endilega víst, að það sé rétt baráttuaðferð hjá verkalýðs- félögunum að hleypa kjaraviðræðun- um í uppnám. Og það má jafnvel spyrja hvort Alþýðusambandið og að- ildarfélög þess séu að spila upp í hendurnar á vinnuveitendum með þessari leikaðferð. Kjarasamningar fara nú fram við óvissar aðstæður í efnahags- og at- vinnulífi okkar. Þótt undirstöðurnar séu sterkar og margt jákvætt að ger- ast eins og t.d. verulega aukinn út- flutningur á áli er annað, sem vinnur gegn þessari jákvæðu þróun. Þannig má telja líklegt að mjög dragi úr mikl- um umsvifum byggingariðnaðarins á þessu ári. Verkalýðsfélögin lögðu upp með skynsamlega stefnu en þau eiga ekki að spilla eigin vígstöðu með röngum baráttuaðferðum. MIKILVÆG HEIMSÓKN Heimsókn Bush Bandaríkjafor-seta til Mið-Austurlanda og viðræður hans við forystumenn Ísr- aela og Palestínumanna eru mikil- vægar. Ekki sízt vegna þess, að heimsóknin sýnir, að Bush leggur nú vaxandi áherzlu á að tryggja frið- arsamninga á milli Ísraelsmanna og Palestínumanna áður en hann lætur af forsetaembætti. Takist honum það hefur hann tryggt sér sess í sögunni og margvíslegar ávirðingar gleym- ast. Það hefur lengi verið ljóst, að Bandaríkjamenn eru eina þjóðin í veröldinni, sem getur komið á friði fyrir botni Miðjarðarhafs. Þeir hafa það afl, sem þarf til þess að knýja Ísraelsmenn til samninga. Eitt af því, sem komið hefur í veg fyrir að því afli væri beitt, eru pólitísk áhrif gyðinga í Bandaríkjunum. Fyrr á tíð voru þeir áhrifamiklir innan raða demókrata en síðustu áratugi ekki síður í flokki repúblikana. Banda- rískir forsetar hafa óttast áhrif þeirra í bandarískum stjórnmálum og þess vegna farið sér hægt. Þó gerði Bill Clinton alvarlega til- raun til þess að koma á friði fyrir átta árum og munaði litlu að það tækist. Þá strandaði á Arafat heitn- um, sem hafði ekki kjark eða vilja til að taka lokaákvörðun. Það má vel vera, að staðan í bandarískum stjórnmálum nú sé sú, að það sé auðveldara fyrir forseta úr röðum repúblikana en demókrata að láta það sjást, að hann knýi Ísraels- menn að samningaborðinu og hóti þeim því, sem hóta þarf til þess að þeir láti undan. Opinber ummæli Bush í heimsókn- inni nú benda til þess að hann sé far- inn að herða tóninn við Ísraelsmenn og þá má gera ráð fyrir að sá tónn sé enn harðari á bak við luktar dyr. Bush verður fyrirgefið margt ef honum tekst að koma á friðarsamn- ingum milli Ísraelsmanna og Palest- ínumanna. Það er að sjálfsögðu ekki bara af hans persónulegu pólitísku ástæðum, sem hann leggur nú mikla áherzlu á að ná friðarsamningum. Takist það verða Bandaríkjamenn komnir langt með að draga verulega úr áhrifum Írana í stjórnmálum Mið- Austurlanda. Bush getur með rökum sagt, að innrás Bandaríkjamanna og Breta í Írak og lok valdaferils Saddams Husseins hafi opnað leiðina til þess að ljúka deilunni fyrir botni Miðjarð- arhafs. Á meðan Saddam sá Palest- ínumönnum fyrir vopnum, vistum og peningum var lítil von um frið. Nú eru Palestínumenn peningalausir. Þeir hafa litlar vonir um stuðning við að halda uppi hernaðarlegu andófi gegn Ísrael nema þá helzt frá Írön- um. Náist friðarsamningar milli Ísr- aelsmanna og Palestínumanna eru engir eldar til staðar, sem Íranar geta kynt undir. Þess vegna er heim- sókn Bush svo mikilvæg. Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á slóðinni http://morgunbladid.blog.is/ Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is Mér finnst það vera mitt helstahlutverk að efla þau úrræðisem fyrir eru í endurhæf-ingu fanga og fjölga úrræð- unum. Líta ber á fangelsisvist sem betrun en ekki bara refsingu,“ segir Margrét Frí- mannsdóttir, en hún hefur verið sett for- stöðumaður Litla-Hrauns frá og með 1. febrúar. Þá fer núverandi forstöðumaður, Kristján Stefánsson, í leyfi og gegnir Margrét stöðunni til áramóta. Margrét hefur lengi þekkt til fangels- ismála en faðir hennar Frímann Sigurðs- son var á sínum tíma yfirfangavörður á Litla-Hrauni. „Ég er alin upp við heil- mikla umræðu um fangelsismál og hef kynnst mjög mörgum, bæði ein- staklingum sem hafa verið í fangelsum og aðstandendum þeirra og mörgum sem starfa innan fangelsiskerfisins,“ segir Margrét. Í fyrra var hún skipuð formaður nefndar dómsmálaráðherra um stjórn- skipulag Litla-Hrauns, en nefndin skilaði í haust tillögum til ráðherra um framtíð- arrekstur fangelsisins á Litla-Hrauni. Frá því í nóvember hefur hún gegnt starfi ráðgjafa á Litla-Hrauni, en það verkefni tók hún að sér í framhaldi af nefndarstarf- inu. En hvernig leggst nýja starfið í Mar- gréti? „Þetta leggst mjög vel í mig. Mér finnst mjög spennandi að fá að taka þátt í þessu með góðum starfsmönnum sem eru á Litla-Hrauni. Starfsmennirnir hafa marg- ar tillögur um úrbætur sem hægt er að ráðast í í samstarfi við Fangelsismála- stofnun og við félag fanga á Litla-Hrauni sem er mjög öflugt,“ segir Margrét. Hún bendir á að miklar breytingar séu framundan á Litla-Hrauni. „Það á að fara þar í framkvæmdir og byggja nýtt mót- tökuhús sem mun hýsa heimsóknir og heimsóknargesti. Þar verður líka aðstaða fyrir starfsmenn sem ekki hefur verið til staðar,“ segir Margrét. Allir sem fari í gegnum móttökuhúsið muni gangast und- ir leit. Margrét segir að jafnframt eigi að fara í úrbætur á því húsnæði sem fyrir er á Litla-Hrauni. „Það á að fara í úrbætur á vinnuskálum. Þetta þýðir líka ákveðnar skipulagsbreytingar,“ segir hún. Spennandi tímar framundan í fangelsismálum Hún telur spennandi tíma framundan í fangelsismálum og bendir á að í mála- flokkinum hafi orðið ýmsar úrbætur. Fangelsismálastofnun og fangelsin hafi yfir góðu starfsfólki að ráða og Margrét bendir á að miklar breytingar hafi orðið á þeim tíma sem Valtýr Sigurðsson gegndi stöðu fangelsismálastjóra, en hann lét af því embætti um áramótin. Áhersla á já- kvæða endurhæfingu fanga í afplánun hafi aukist og úrræðum fyrir fanga hafi fjölgað. Vonir standi til þess að þessi þró- un haldi áfram enda lítist henni mjög vel á Pál Winkel, nýráðinn fangelsismálastjóra. „Hann heimsótti Litla-Hraun í vikunni og lýsti áherslum sínum í fangelsismálum. Þær eru mjög jákvæðar og byggjast fyrst og fremst á því að byggja upp jákvæðan starfsanda meðal starfsmanna og já- kvæða endurhæfingu.“ Margir brotnir eftir neyslu eiturlyfja Margrét telur að á Litla-Hrauni hafi orðið jákvæðar áherslubreytingar, sem felist í því að mikið sé lagt upp úr jákvæðri end- urhæfingu fanga sem afplána dóma þar. Í slíkri endurhæfingu sé horft til ein- staklingsmiðaðrar meðferðar og stuðn- ings, sem m.a. felist í því að fangaverðir taki að sér ákveðinn hóp fanga og séu stuðningsaðilar þeirra innan veggja fang- elsa. Meðal nauðsynlegra þátta í slíkri end- urhæfingu sé iðjuþjálfun. „Þeir ein- staklingar sem koma á Litla-Hraun eru margir mjög b lyfjaneyslu og verulega innan losað sig við fík Sjö deildir e fangar á hverr er rými fyrir g Margrét seg starfræktur m Hrauni, en þet gangi mjög vel fangarnir farn tilraun hafi ein Margrét seg úrræði gagnva um fleiri og fjö færi,“ segir hú Þá þurfi að h fanga. Á þessa Litla-Hrauni s að leggja áher grunnnám þan menn hafa þeg okkur hafi byg og gert þá hæf samfélaginu. F fyrir því hvað þ mann sem hefu fangelsis og ve tíma að fara af þátt í því. Margrét Frímannsdóttir hefur verið sett forstöðumaðu „Líta ber á fangel Forstöðumaður Margrét Frímannsdóttir segir mikið lagt Eftir Elvu Björk Sverrisdóttur elva@mbl.is Þetta er skref í áttina,“ segirKári Stefánsson, forstjóri Ís-lenskrar erfðagreiningar, umrannsókn á einhverfu sem birt var í netútgáfu tímaritsins New Eng- land Journal of Medicine á miðvikudag. Rannsóknin leiðir í ljós að sjaldgæfur erfðabreytileiki eykur til muna líkur á einhverfu. Greinina skrifa íslenskir og bandarískir vísindamenn en í niðurstöð- unum er m.a. vísað í íslensk gögn sem unnin voru í samvinnu ÍE og Grein- ingar- og ráðgjafarstöðvar ríkisins. Fannst í 3 sýnum af 299 hjá fólki með einhverfu Kári segir að ÍE hafi unnið að rann- sóknum á erfðafræði einhverfu í nokkur ár í samvinnu við greiningarstöðina. „Við höfum leitað að breytileikum í erfðamenginu sem hafa áhrif á líkurnar á að menn fái þennan sjúkdóm,“ segir hann. Það sem reynst hafi merkilegt er að fundist hafi dálítil úrfelling á litningi 16 sem fylgir sjúkdómnum. „Úrfellingin finnst að vísu líka í fólki sem ekki hefur sjúkdóminn,“ segir Kári. Alls fannst erfðabreytileikinn í 3 sýn- um af 299 manns með einhverfu hér á landi. 18.834 Íslendingar voru í viðmið- unarhóp og fannst úrfellingin í 2 þeirra. „Þetta er ekki einn af þessum breyt- anleikum sem og helst óbre annarrar hel sem á sér sta átt sér stað up flytjist frá fo er á stað í erf lega dálítið vi „Þetta er skref í á Sjaldgæfur erfða- breytileiki eykur líkur á einhverfu Skref í áttina Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðag að uppgötvunin geti haft áhrif á frekari rannsóknir á einhv

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.