Morgunblaðið - 11.01.2008, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 11.01.2008, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2008 27 Forysta Alþýðusambandsins ogaðildarsamtaka þess kynntiríkisstjórn í byrjun desembertillögu að þríhliða sátt um tveggja ára kjarasamning á almennum vinnumarkaði – sátt sem byggðist á tveimur stoðum. Annars vegar að draga úr mikilli óvissu í efnahags- og atvinnu- lífinu og skapa fyrirtækjum fótfestu í þeim ólgusjó sem þau róa nú, m.a. á innlendum og al- þjóðlegum fjármálamark- aði. Hins vegar byggðist þessi sáttaleið á því að bæta umtalsvert kjör þeirra sem lægstar hafa tekjurnar eða setið hafa eftir í góðæri síðustu miss- era. Forsenda þessarar sáttar var aðkoma rík- isstjórnarinnar um tiltekin atriði, einkum varðandi skattbyrði tekjulægsta fólksins. Lagt var til að tekinn yrði upp sérstakur 20.000 kr. persónu- afsláttur til þeirra tekju- lægstu, sem færi lækkandi frá kr. 150.000 á mánuði og fjaraði út við kr. 300.000. Samhliða þessu lagði ASÍ til að skerðingarmörk barnabóta yrðu hækkuð úr u.þ.b. 96 þús. kr. í 150 þús. kr. og skerðingarhlutföll barnabóta yrðu lækkuð. Þegar allt er saman tekið þýddu tillögur ASÍ ein- hverjar mestu kjarabætur fyrir tekjulága og barna- fólk sem um getur. Ríkisstjórn var ekki tilbúin til þess að koma til móts við tillögur ASÍ í skattamálum og fékk stuðning Samtaka at- vinnulífsins við þá skoðun. Ástæðan var sögð vera þau jaðaráhrif sem þessi tekjutengdi per- sónuafsláttur hefði í för með sér og hitt að í stjórnarsáttmála sé gert ráð fyrir al- mennri hækkun persónuafsláttar, en ekki sértækri aðgerð fyrir þá tekju- lægstu. Í ljósi þessara viðbragða rík- isstjórnar og atvinnurekenda taldi for- ysta ASÍ þessa sáttaleið ekki færa og því munu einstaka landssambönd og aðild- arsamtök okkar nú endurmeta stöðuna, hvert á sínum forsendum. Í ljósi þeirrar umræðu sem verið hefur er rétt að gera nánari grein fyrir afstöðu ASÍ. Alþýðusambandið hefur á und- anförnum misserum og árum gagnrýnt fyrri ríkisstjórn harðlega fyrir afar óréttlátar og óskynsamlegar skatta- breytingar. Bæði var tímasetning þeirra mjög vanhugsuð og útfærsla þeirra leiddi til þess að skattbyrði tekjuhæsta fólksins lækkaði umtalsvert á sama tíma og skattbyrði tekjulægsta fólksins hækkaði umtalsvert. Á þetta hefur ítrek- að verið bent í greiningum Stefáns Ólafs- sonar prófessors sem sýna að skattbyrði þeirra tekjulægstu jókst um 9,2%-15,3 prósentustig milli áranna 1995 og 2004. Samkvæmt útreikningum Indriða Þor- lákssonar, fyrrum ríkisskattstjóra, jókst skattbyrði hjóna með tekjur undir 4 milljónum kr. í árstekjur um 5 prósentu- stig milli áranna 1992 og 2005. Í umræðu um skatta og lækkun skatt- byrði þeirra tekjulægstu stöndum við ávallt frammi fyrir ýmsum leiðum sem allar fela í sér kosti og galla. Við hjá ASÍ höfum lengi unnið með þessi mál og lagt ýmislegt til málanna – en oftar en ekki mætt tómlæti og áhugaleysi. Við höfum reynt að nálgast lausn á þessu vandamáli fordómalaust án þess að láta fastmótuð prinsipp flækjast mikið fyrir okkur. Að sama skapi höfum við mótað okkur mjög skýrt markmið. Við krefjumst þess að skattbyrði tekjulægsta fólksins, bæði launafólks og þeirra sem fá bætur í vel- ferðarkerfinu, verði lækkuð. Samkvæmt tillögum ASÍ hefði tekju- lægsta fólkið fengið umtalsverðar kjara- bætur hefðu þær orðið að veruleika. Sem dæmi má nefna að hjón með tvö börn (bæði eldri en 7 ára) og samanlagðar tekjur upp á 300 þús. kr. á mánuði hefðu fengið tæplega 40.000 kr. meira í ráðstöf- unartekjur á mánuði, eða 480 þús. kr. á ári. Jafnframt hefðu barnabætur hækk- að um ríflega 76.000 kr. á ári. Hjón með 400 þús. kr. tekjur á mánuði hefðu fengið um 25.000 kr. hærri ráðstöfunartekjur á mánuði, eða 300 þús. kr. á ári. Skattbyrði einstaklinga með tekjur undir 300 þús. kr. á mánuði hefði lækkað að meðaltali úr 15,6% í 10,2% við þessa aðgerð og skattbyrði hjóna með tekjur undir 600 þús. kr. á mánuði hefði lækkað að meðaltali úr 18,7% í 13,7%, eða um og yfir 5 prósentu- stig á mánuði. Nú er það vissulega rétt, að þegar reynt er að af- marka aðgerðir í skatta- málum þannig að þær komi bara þeim tekjulægstu til góða, verða til svokölluð jaðaráhrif. Eina leiðin til að komast hjá því er að beina aðgerðinni til allra. Í þessu tilfelli yrði annaðhvort að hækka persónuafslátt allra um 20 þús. kr., sem hefði kostað yfir 50 milljarða króna á ári, eða afmarka það sem allir fá m.v. sama 16 milljarða króna heild- arkostnað og því hefði að- eins verið hægt að hækka persónuafsláttinn um 6-7 þús. kr. á mánuði. Með öðr- um orðum, lækka framlagið til þeirra tekjulægstu um tvo þriðju hluta frá tillögum ASÍ. Alþýðusambandið gerði sér fulla grein fyrir þeim óhentugu jaðaráhrifum sem þessi tillaga hefði í för með sér. Alþýðusambandið gerði ríkisstjórninni grein fyrir þeim ókosti þegar á fyrsta fundi í desember. Það var hins vegar okkar mat, að samanborið við að lækka skatt- tekjur ríkissjóðs um meira en 50 millj- arða króna ef tryggja ætti tekjulægsta fólkinu sömu fjárhæð, væri þetta betri kostur. ASÍ lagði til ýmsar hliðarráðstafanir til þess að draga verulega úr þessum jað- aráhrifum. Í fyrsta lagi gerðum við ráð fyrir því að lækka tekjutengingu barna- bóta, í öðru lagi að þak yrði sett á jað- aráhrifin þannig að samanlagður tekju- skattur, útsvar, tekjutenging vaxtabóta og barnabóta og skerðing þessa persónu- afsláttar yrði ekki hærri en t.d. 50% og í þriðja lagi að þessi sérstaki persónu- afsláttur yrði ekki framkvæmdur í stað- greiðslu heldur greiddur út með sama hætti og barna- og vaxtabætur. Á ekkert af þessum hliðaraðgerðum var vilji til að hlusta á eða útfæra – stefna ríkisstjórnar var talin skýr – viljinn til skattalækkana samkvæmt stjórnarsáttmála miðast við almennar skattalækkanir og að þær séu útfærðar í krónutöluhækkun persónu- afsláttar fyrir alla. Það er svolítið kaldranalegt, að sama dag og forysta ASÍ fjallaði um viðbrögð ríkisstjórnarinnar og afstöðu atvinnu- rekanda, var forysta Samtaka atvinnu- lífsins með fjármálaráðherra á ráðstefnu að fjalla um stjórnarfrumvarp um að fella niður skatt af söluhagnaði hluta- bréfa. Jafnframt voru eigendur og lán- ardrottnar Gnúps að halda ,,félaginu […] við til að nýta fyrirliggjandi skattatap‘‘, eins og fram kom í fréttum 10. janúar. Það er dapurlegt að ríkisstjórnin skyldi ekki vilja í verki taka undir mark- mið ASÍ. Það er einlæg skoðun okkar, að með þessari aðgerð hefði verið hægt að leiðrétta það mikla óréttlæti sem lág- tekjufólk hefur mátt þola undanfarin ár. Með því að hafna þessum hugmyndum hefur þessi nýja ríkisstjórn í raun ýtt frá sér einstæðu tækifæri til þess að marka nýjar línur og nýjar forsendur í skatta- málum og jafnframt að leggja grunn að sátt á vinnumarkaði á miklum óvissutím- um. Til þess var því miður ekki vilji. Sérstakur persónu- afsláttur til þeirra tekjulægstu Eftir Gylfa Arnbjörnssyni Gylfi Arnbjörnsson » ,,Með því aðhafna þess- um hugmyndum hefur rík- isstjórnin ýtt frá sér tækifæri til að marka nýjar línur og for- sendur í skatta- málum og leggja grunn að sátt á vinnu- markaði á mikl- um óvissutím- um.‘‘ Höfundur er framkvæmdastjóri Alþýðusambands Íslands. brotnir vegna eitur- við þurfum að efla úrræði n fangelsanna svo menn geti knina.“ eru á Litla-Hrauni og ellefu ri deild, auk þess sem einnig gæsluvarðhaldsfanga. gir að um þessar mundir sé meðferðargangur á Litla- tta sé tilraunaverkefni sem l. Á einni þessara deilda séu nir að elda eigin mat og sú nnig reynst árangursrík. gir að jafnframt þurfi að efla art atvinnu fanga. „Við þurf- ölbreyttari atvinnutæki- ún. huga að námsmöguleikum ari önn hafi yfir 20 fangar á skráð sig í nám. „Við þurfum rslu á verkmenntina og nnig að það veganesti sem gar þeir fara út í lífið frá ggt þá upp á jákvæðan hátt fari til þess að taka þátt í Fólk gerir sér oft ekki grein það er mikið átak fyrir ur dvalið lengi innan veggja erið sviptur frelsi um langan ftur út í samfélagið og taka Margrét segir að sér þyki það útgangs- punktur í öllu starfi innan fangelsa að ein- staklingur sem hefur brotið af sér og hlot- ið dóm og kemur í afplánun horfist í augu við það sem hann hefur gert en noti þann tíma sem hann dvelst innan veggja fang- elsa í jákvæða endurhæfingu og fái til þess þá aðstoð sem nauðsynleg er. Fang- elsin þurfi að veita stuðning og vera með eftirfylgni og hjálpa þannig þeim sem hafa afplánað fangavist að fóta sig í lífinu á nýjan leik. Til þess að það megi takast sé samstarf við aðstandendur fanga mjög mikilvægt. Líkt og hjá þeim sem fari í meðferð vegna áfengis- eða vímuefnamisnotkunar skipti stuðningur og utanumhald fjölskyldu miklu máli fyrir fólk sem dæmt hefur ver- ið til fangelsisvistar. Oft óvægin umræða Margrét segir að mikið hafi borið á nei- kvæðri gagnrýni gagnvart fangelsunum, sem oft hafi verið óvægin. Hið jákvæða sem eigi sér stað innan fangelsanna falli í skuggann af þessu. Hún nefnir einnig kröfur almennings um hertar refsingar við ýmsum brotum, svo sem í kynferð- isbrotamálum og við eiturlyfjaglæpum. „En það má ekki gleyma því að það þarf að vista þessa einstaklinga einhvers stað- ar. Það þarf að byggja upp fangelsin til þess að taka á móti föngum til afplánunar. Markmiðið með því að fangelsa mann svo hann taki út sína refsingu hlýtur að vera að þegar hann kemur aftur út í samfélagið sé hann horfinn af þessari braut og geti orðið virkur þátttakandi í samfélaginu. Við þurfum á jákvæðu andrúmslofti að halda gagnvart fangelsunum. Menn verða að horfa á það að við fáum oft á Litla- Hraun mjög veika einstaklinga, sem þurfa á endurhæfingu að halda. Það þarf ein- faldlega að breyta því viðhorfi sem hefur verið ríkjandi gagnvart því starfi sem fer fram í fangelsunum. Það er niðurdrepandi fyrir starfsmenn og þá sem eru í fangels- unum að það sé alltaf neikvæð umræða um þau mikilvægu störf sem þarna fara fram.“ Hún bendir á að stórsigur felist í hverj- um og einum fanga sem skili sér út í lífið að lokinni afplánun og hætti glæpum. Því þurfi að fjárfesta í þeim einstaklingum sem sitja í fangelsunum. Margrét segir að vissulega þurfi að renna meira fé til fangelsismála svo hægt sé að fylgja metnaðarfullum markmiðum um endurhæfingu fanga. „Fangels- ismálastofnun og dómsmálaráðuneytið hafa sótt um fjárveitingar til Alþingis svo hægt sé að gera betur. Hingað til hefur ekki verið mikil jákvæðni í garð þessa málaflokks en það eru metnaðarfull áform í gangi um uppbyggingu íslenskra fang- elsa,“ segir hún. Fleiri konur til starfa í fangelsunum Margrét er fyrsta konan sem gegnir stöðu forstöðumanns við fangelsi á Íslandi. Hún segir að í gegnum tíðina hafi fangelsismál vissulega veri karlaheimur. „En á undanförnum árum hafa sem betur fer æ fleiri konur komið til starfa innan fangelsiskerfisins. Við erum með margar konur á Fangelsismálastofnun, konur sem sinna þessum málum í dóms- málaráðuneytinu og konur sem vinna sem fangaverðir og við önnur störf í fangels- unum. Þeim er að fjölga,“ segir Margrét. Hún kveðst sannfærð um að fjölgun kvenna í störfum sem tengjast fangels- ismálum hafi haft áhrif á þá jákvæðu þró- un sem orðið hafi í þessum málum. „Mér finnst þetta spennandi verkefni og áskorun,“ segir Margrét um nýja starf- ið. Óhætt sé að horfa björtum augum til framtíðar í fangelsismálum. Áhugi sé á framþróun fangelsismála, bæði hjá Fang- elsismálastofnun og dómsmálaráðuneyt- inu. „Því hef ég trú á því að okkur takist að byggja upp jákvæðari ímynd og að við náum þeim metnaðarfullu markmiðum sem við höfum sett fram,“ segir Margrét Frímannsdóttir. r Litla-Hrauns og tekur við 1. febrúar lsisvist sem betrun“ upp úr jákvæðri endurhæfingu fanga á Litla-Hrauni. m átti sér stað í fyrndinni eyttur frá einni kynslóð til dur er þetta brottfelling að nokkuð oft. Hún getur pp úr þurru án þess að hún oreldri til afkvæmis. Þetta fðamenginu sem er greini- ðkvæmur,“ segir Kári. Hann segir að íslensku vísindamenn- irnir hafi verið að vinna úr sinni upp- götvun þegar hann hafi fengið sím- hringingu frá Mark Daly, kollega sínum í Boston, um að þar hefði breytileikinn einnig fundist. Daly hafi tjáð sér að vís- indamennirnir í Boston væru í þann mund að skrifa grein um þetta og hefði hann spurt hvort ÍE vildi taka þátt í þeim skrifum. „Og það gerðum við,“ segir Kári. Kári segir að þessi uppgötv- un vísindamannanna sé áfangi, en hafa verði í huga að breytileikinn stýri ekki nema 1% tilfella einhverfu. Þessi breyti- leiki hafi hins vegar mikil áhrif hjá þeim sem eru með hann en þeir séu allt að hundrað sinnum líklegri til þess að fá einhverfu en þeir sem ekki hafa breyti- leikann. Oft sé það svo að þegar slíkur breytileiki finnist geti hann orðið til þess að varpa ljósi á sjúkdóminn. „Þetta gæti því haft áhrif langt umfram það hvað breytileikinn er fágætur,“ segir Kári og vísar til frekari rannsókna á einhverfu. Þessar niðurstöður séu því skref í áttina að auknum skilningi á ein- hverfu. Fjármagn frá bandarískum föður Rannsóknir ÍE á einhverfu hafa að sögn Kára að mestu verið fjármagnaðar af bandarískum manni sem á einhverfa dóttur. „Hann og konan hans flugu til Íslands fyrir nokkrum árum til þess að reyna að sannfæra okkur til þess að fara að skoða einhverfu,“ segir Kári. Það sé gaman að rannsóknarniðurstöð- ur liggi nú fyrir. Hann segir að eitt af því sem vís- indamenn ÍE og aðrir vísindamenn hafi rekið sig nokkuð oft á sé hversu erfitt sé að finna erfðabreytileika í heilasjúk- dómum. „Þetta er að því leyti mikilvægt fyrir okkur öll sem vinnum að þessu því nú erum við komin með örlitla fótfestu á sjúkdómum í heila,“ segir Kári. Niðurstöður vegna fleiri heilasjúkdóma Hingað til hafi ekki gengið nægilega vel að takast á við þessa sjúkdóma „en þetta vekur hjá mér vonir um að við séum að komast af stað þar. Mér finnst líklegt að við komum til með að geta far- ið að segja umheiminum frá niðurstöð- um rannsókna á öðrum heilasjúkdómum á næstunni.“ Íslensk erfðagreining komi til með að halda áfram rannsóknum á einhverfu að því marki sem hægt sé. Mannfæðin á Ís- landi setji hins vegar ákveðnar skorður. Einhverfa sé það sjaldgæfur sjúkdómur að ekki sé nægilega mikið af tilfellum af henni á Íslandi til þess að ÍE eigi jafn gott með að rannsaka hana og ýmsa aðra sjúkdóma. áttina“ Morgunblaðið/Ásdís greiningar, vonast til þess verfu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.