Morgunblaðið - 11.01.2008, Síða 28

Morgunblaðið - 11.01.2008, Síða 28
28 FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ Jónína MargrétSveinsdóttir fæddist í Reykjavík 8. maí 1925. Hún lést á Landspítalanum í Fossvogi 3. janúar síðastliðinn. For- eldrar hennar voru Guðný Guðmunds- dóttir, f. 17. október 1895, d. 9. janúar 1978, og Sveinn Jónsson, f. í Hákoti við Garðastræti 4. ágúst 1895, d. 29. október 1971, lengst af umsjónarmaður í Miðbæjarskól- anum í Reykjavík. Guðný var dóttir Guðmundar Þorsteinssonar, bónda og sjómanns á Akrahóli á Miðnesi, og Sigurbjargar Torfadóttur frá Syðra-Seli í Stokkseyrarhreppi. Frá sjö ára aldri ólst Guðný upp hjá frænku sinni Sigríði og Einari manni hennar að Móhúsum í Mið- neshreppi. Sveinn var sonur Jóns Sveinssonar frá Völlum á Kjal- arnesi og Bergljótar Guðmunds- dóttur frá Staðarhöfða á Akranesi. Margrét átti tvær systur, Bergljótu Jónu Guðnýju, f. 20. apríl 1921, d. 11. júlí 2000 og Sigurbjörgu Önnu, f. 17. september 1929, d. 22. mars 1999. Einnig átti Margrét tvö systk- ini samfeðra, þau Jón Bergsvein, f. grét Ragna framkvæmdastjóri, f. 16. desember 1969, var gift Sigurði Rúnari Sveinmarssyni, f. 13. nóv- ember 1969. Dætur þeirra eru Helga Gabríela nemi, f. 8. maí 1991 og Birta Hlín, f. 1. janúar 2000. Systurnar Begga, Magga og Anna, ólust upp í hjarta Reykjavík- ur, fyrst í litlu steinhúsi að Von- arstræti 8b og frá 1939 á Sól- eyjargötu 17. Vonarstrætið og Sóleyjargatan voru draumastaður fyrir ungar stúlkur að alast upp á, því miðpunktur bogarlífsins var á þessu svæði og í næsta nágrenni var allt sem þær gátu óskað sér á þessum árum. Árið 1943 skruppu þær í Gúttó í Hafnarfirði og þar hitti Magga Alla sinn í fyrsta sinn. Þau giftu sig fjórum árum seinna. Stofnuðu heimili í Hafnarfirði en fluttu svo til Reykjavíkur 1948 og hafa búið þar síðan. Margrét sinnti heimilisstörfum og uppeldi sona sinna fyrstu áratugina. Hún sótti heim allar helstu veiðiár landsins með fjölskyldu sinni. Hún naut þess að dveljast í sumarhúsi sínu, fyrst í Skorradal og síðan í Grafningi við Þingvallavatn. Hún starfaði við rekstur fyrirtækis fjölskyldunnar, Sportvals, sem var fyrst á Strand- götu 33 í Hafnarfirði, síðan á Laugavegi 48 og síðar að Lauga- vegi 116, við Hlemm. Árið 1983 seldu þau hjón verslunina. Útför Margrétar fer fram frá Dómkirkjunni í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. 18 maí 1950 og Guð- björgu Stefaníu, f. 8. október 1953. Hinn 14. júní 1947 giftist Margrét Jóni Aðalsteini Jónassyni, kaupmanni frá Hafn- arfirði, f. 18. nóv- ember 1926. For- eldrar hans voru Jónas Sveinsson, f. 30. júní 1903, d. 8. októ- ber 1967, forstjóri Dvergs í Hafnarfirði, og Guðrún Jónsdóttir húsmóðir, f. 30.mars 1903, d. 12. nóvember 1985. Mar- grét og Jón Aðalsteinn, eignuðust tvo syni. Þeir eru: 1) Sveinn Gretar framkvæmdastjóri, f. 16. maí 1946, kvæntur Hönnu Kristínu Guð- mundsdóttur hársnyrtimeistara, f. í Vestmanneyjum 24. apríl 1948. Þau eiga tvö börn: a) Jón Aðalsteinn, framkvæmdastjóri, f. 22. maí 1976, sambýliskona Guðrún Elísabet Óm- arsdóttir hönnuður, f. 8. desember 1983. b) Ásta Sigríður hársnyrtir, f. 10. júní 1981, sambýlismaður Sig- urður Karl Guðgeirsson versl- unarstjóri, f. 24. maí 1977. 2) Jónas Rúnar fjölmiðlamaður, f. 17. nóv- ember 1948, kvæntur Helgu Bene- diktsdóttur arkitekt, f. í Reykjavík 19. júní 1949. Dóttir þeirra er Mar- Í dag er til hinstu hvílu borin elsku- leg tengdamóðir mín Margrét Sveins- dóttir eða Maggamma eins og hún var kölluð af barnabörnum sínum og langömmubörnum. Þetta heiti var notað til að skilja í sundur ömmur, afa, langömmur og langafa. Þegar kemur að því að kveðja Mar- gréti tengdamóður mína, hrannast upp minningar frá því tímabili ævinn- ar sem við áttum saman, rúmlega 40 ár. Ég man er ég sá hana í fyrsta skipti, líklega 1958, er ég ásamt nokkrum skólasystkinum úr Breiða- gerðisskóla beið í forstofunni á Soga- vegi 88 eftir yngri syni hennar, en við ætluðum út í leik. Hún stóð þarna í eldhúsdyrunum, glæsileg með sitt þykka brúnrauða hár, svo vinaleg við okkur 12 ára krakkana sem fylltum forstofuna á hennar fallega heimili. Næst hitti ég hana níu árum seinna, í janúar 1967 í Stóragerðinu, er ég kom heim með eldri syni hennar, við þá orðin kærustupar. Mótökurnar voru hlýlegar og „ekta“, okkur var fagnað og slegið á létta strengi. Talað var um að Svenni hefði farið að óskum hennar og náð í dömu sem væri að læra hár- greiðslu. Maggamma hafði oft sagt upphátt þegar hið fallega hár hennar var óstýrilátt: „Svenni minn, getur þú ekki náð í hárgreiðsludömu fyrir konu, svo hún geti lagað hárið mitt?“ Margrét var einstaklega smekkleg og allt sem hún valdi var vandað og fallegt. Ég dáðist að henni sem góðri fyrirmynd og sagði oft við hana að hún hefði átt að fara í hönnunarnám. Við áttum mikla vináttu okkar í milli. Við ferðuðumst mikið saman bæði er- lendis á vörusýningar og svo hér heima í veiðiferðir um bestu veiðiár landsins. Jón Aðalsteinn tengdafaðir minn er mikill veiðimaður af Guðs náð og fer um árnar með mikilli þekkingu og virðingu. Nú sér hann á eftir ást- inni sinni eftir að hafa annast hana í allmörg ár af einstakri natni og um- hyggjusemi. Það sýnir best hve ástin getur verið djúp. Þann 7. desember sl. var Margrét lögð inn á Landspítalann í Fossvogi og átti ekki afturkvæmt. Hún fékk frábæra umönnun á deild 7B og vil ég fyrir hönd aðstandenda færa starfsfólki deildarinnar sérstak- ar þakkir fyrir þeirra framgöngu og viðmót til hennar og okkar aðstend- enda hennar. Margrét var einstaklega góð og hlý en jafnframt viðkvæm manneskja. Hún kvaddi okkur á sinn hátt og lét okkur vita hve mikilvæg við öll í fjöl- skyldunni værum henni. Það er ekki hægt að kveðjast á betri hátt en þarna gerðist. Ég vil að endingu þakka elskulegri tengdamóður minni fyrir allt og biðja góðan Guð að taka á móti henni og veita tengdaföður mínum styrk til að takast á við lífið án Mar- grétar. Hanna Kristín Guðmundsdóttir. Það er svo sárt þegar ástvinur fell- ur frá. Minningar fljóta stanslaust í gegnum hugann, minningar frá því ég var barn fram til dagsins í dag. Allt sem ég hef upplifað með ömmu. Það sem stendur upp úr er hversu mikla ást hún amma gaf mér og stelpunum mínum. Ekki löngu eftir að ég fæddist komu amma og afi oft á laugardögum til að fá fyrsta barnabarnið sitt að láni og sem barn var ég oft hjá ömmu og afa. Það var alltaf gott að vera hjá ömmu og afa og ævintýralegt á köfl- um því þar var svo mikið af fallegum hlutum sem hægt var að skoða. Amma var mikil smekkmanneskja og hafði dálæti á fallegum hlutum. Hún átti dýrindis kjóla, skó og skartgripi að ónefndum snyrtivörunum og fal- legu ilmvatnsglösunum. Sem lítilli stelpu fannst mér þetta allt saman al- gjör fjársjóður. Ég gat eytt mörgum stundum í að máta allt, klæða mig upp og mála mig. Ég setti upp heilu leik- ritin með stólum og lökum uppáklædd í fallegu fötin hennar. Aldrei varð hún elsku amma mín pirruð eða reið, aldr- ei. Þvert á móti hafði hún ægilega gaman af því að leyfa mér að gramsa og máta. Margar skemmtilegar sögur fylgdu kjólunum. Sögum frá því þeg- ar amma vann í vefnaðarvöruverslun og sem ung kona þar sem hún hann- aði og saumaði allt á sig sjálf. Afi sat oft með okkur og þóttist ekkert hlusta en lagði þó öðru hvoru orð í belg til að segja hversu lengi hann þurfti að eltast við ömmu og hversu falleg hún hefði verið og væri enn. Skemmtilegasta sagan var þó sú þar sem hún datt í Tjörnina og konan veiddi hana upp úr Tjörninni með regnhlíf. Ég bað ömmu að segja mér þessa sögu aftur og aftur. Tíu ára fluttist ég með foreldrum mínum til Los Angeles. Þá bárust reglulega sendingar sem innihéldu sælgæti, dollara og tveggja-þriggja síðna bréf frá ömmu með öllum nýjustu frétt- unum. Á efri árum átti amma við veikindi að stríða sem gerði það að verkum að hún fór lítið út á meðal fólks. Þá kom ég með fréttirnar til hennar því sem unglingur kom ég vikulega til að sjá um þrif og fékk afar vel greitt fyrir. Í dag veit ég að amma vildi eingöngu fá mig til sín til að spjalla. Við amma vor- um miklir trúnaðarvinir. Ég gat sagt henni frá öllu. Hún geymdi stærstu leyndarmálin mín. Það var hægt að tala við ömmu eins og jafningja því hún las aldrei yfir mér eða skammaði, heldur leiðbeindi hún mér ef henni fannst eitthvað mætti betur fara. Á gamlársdag fór ég með stelpunum mínum Helgu Gabríelu og Birtu Hlín í heimsókn og tók amma upp jólagjaf- irnar frá okkur. Þetta var yndisleg stund með ömmu og það var mikið hlegið og knúsast. Ekki datt mér í hug þegar ég kyssti ömmu og sagðist elska hana að ég væri að kveðja hana í hinsta sinn. Hjartað hennar gaf sig. Ég bið góðan Guð að gefa afa mínum styrk eftir að hafa misst ástina sína sem hann átti í yfir sextíu ár. Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sig. Jónsson frá Presthólum.) Elsku amma mín, mikið er ég þakk- lát fyrir að hafa átt þig. Ég er betri manneskja fyrir vikið. Guð geymi þig. Ég mun alltaf elska þig og hugsa til þín. Þín Margrét. Meira: mbl.is/minningar Hún amma mín var einstök kona, gullfalleg og eldklár. Ég gleymi ekki öllum þeim dýr- mætu stundum sem við áttum saman og þær voru fjölmargar. Maggamma og Allafi pössuðu mig og Nonna bróður mikið þegar við vor- um börn, annað hvort heima eða þá að við kúrðum í Kúrlandi. Amma og ég eyddum flestum okkar stundum í að sitja saman og ræða saman um heima og geima. Einu sinni kenndi amma mér að drekka te, það var „Melroses“ með mjólk og sykri. Þetta drukkum við og spjölluðum saman. Ég man að mér fannst ég vera voðalega fullorðin. Amma átti ótrúlega fallega hluti og ég eyddi löngum stundum í að fá að skoða gersemarnar hennar. Amma var nefnilega þannig að hún vildi aldrei henda neinu, svo ég fékk oft að skoða í skúffurnar hennar og týndi mér í draumaheimi. Eftir að ég varð fullorðin er einn dagur sem ég man sérstaklega eftir og mun alltaf muna. Það var dagur sem ég og amma áttum tvær saman. Við fórum í búðir og settumst svo inn á Hornið og fengum okkur að borða og töluðum lengi og innilega saman. Við töluðum um það lengi á eftir hvað okkur hefði þótt það gaman að eiga þessa stund, bara við tvær. Amma mín var ekki bara amma mín heldur vinkona mín og við hana gat ég ávallt rætt á djúp- stæðu nótunum. Við eyddum ekki miklum tíma í yfirborðskenndar sam- ræður. Við vorum alltof nánar til þess. Elsku amma, ég er svo þakklát fyr- ir allar þær stundir sem við áttum, all- ar þær samræður sem við áttum og öll faðmlögin sem þú veittir mér. Ég er sérstaklega þakklát fyrir að hafa fengið að kveðja þig með því móti sem ég fékk og ég veit að þú fórst vit- andi að við elskum þig öll og þú komst því svo innilega til skila hversu mikið þú elskaðir okkur. Bænin sem þú kenndir mér: Vertu yfir og allt um kring með eilífri blessun þinni, sitji Guðs englar saman í hring sænginni yfir minni. (Sigurður Jónsson frá Prestshólum) Þín Ásta. Margrét Sveinsdóttir  Fleiri minningargreinar um Jón- ínu Margréti Sveinsdóttur bíða birt- ingar og munu birtast í blaðinu næstu daga. ✝ Guðrún Flosa-dóttir (Dúna) fæddist í Reykjavík 14. maí 1934. Hún lést á Landspítal- anum á jóladag, 25. desember síðastlið- inn. Foreldrar henn- ar voru Jóna Björns- dóttir, f. 25. júní 1911 og Flosi Ein- arsson, f. 25. janúar 1906. Hún átti tvö hálfsystkini í móð- urætt, Gísla Axels- son, f. 1947 og Sjöfn Axelsdóttur, f. 1945 og tvær hálf- systur í föðurætt, Bryndísi, f. 1938 og Stefaníu Flosadóttur, f. 1940. Guðrún giftist Finnbirni Finn- björnssyni, málarameistara á Ísa- firði, 3. ágúst árið 1957. Þau skildu. Börn Guðrúnar eru: Birna Guðrún Jóhannsdóttir, 1952, í sambúð með Sigurði Rúnari Valtýssyni, Finn- björn Finnbjörnsson, f. 1957, Guðbjartur Finnbjörnsson, f. 1961, kvæntu Esther Ósk Ármannsdóttur Jónas Flosi Finn- björnsson, f. 1962, og Sjöfn Finnbjörns- dóttir, f. 1964, gift Hilmari Kára Hall- björnssyni. Guðrún átti 12 barnabörn, tvö barnabarnabörn og eitt til viðbótar á leið- inni. Guðrún vann fram- an af ævi við verslunarstörf ásamt húsmóðurstarfinu og var mjög virk í félagsmálum og stjórnmálastarfi og starfaði t.d. lengi fyrir Fram- sóknarflokkinn og síðar Borg- araflokkinn. Útför Guðrúnar fer fram frá Grafavogskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 15. Elsku mamma. Nú ertu farin á vit skemmtilegra ævintýra, laus undan veikindum og oki slitins líkama. Þú átt trúlega eftir að ferðast mikið og skemmta þér vel í hinum andlegu æv- intýraheimum. Þrátt fyrir að veikind- in væru stundum að herja á þig og erfitt væri að komast á milli staða sökum mæði, þá léstu það sjaldan á þig fá. Ég man varla eftir þér í vondu skapi og alltaf var stutt í hláturinn, þakklætið og auðmýktina. Þér leidd- ist aldrei og gerir það örugglega ekki hinum megin. Hvort sem það var að prjóna, ráða krossgátur, lesa, fara í æfingar, eða bara fara í bíltúr á prins- inum þínum, þá varstu alltaf að og alltaf nóg að gera. Ég á þó eftir að sakna þess að geta ekki hringt í þig, bara til að tala um daginn og veginn, eða boðið þér í mat til okkar. En ég veit að þú ert ennþá að kíkja við til að athuga með stelp- urnar og mig ... ég sé þig fyrir mér sitjandi við eldhúsborðið heima, prjónandi einhverjar flíkur fyrir litlu börnin á meðan við skröfum um heima og geima. Ég veit að þú sest stundum ennþá hjá okkur í eldhúsið og fylgist með og hver veit nema þú klappir stöku sinnum á kinn okkar eins og þú gerðir svo oft. Þrátt fyrir mikinn söknuð í hjarta veit ég að þér líður vel og ert ánægð þar sem þú ert núna. Elsku mamma, ég bið að heilsa pabba og öllum hinum sem farnir eru. Við sjáumst örugg- lega síðar. Guðbjartur. Elsku Dúna, ég er svo lánsöm að hafa kynnast þér og átt þig fyrir tengdamömmu.Þú varst mikið inni á heimili okkar Guðbjarts hvort sem var á Ægisíðunni eða nú síðast á Hörpugötunni. Þegar ég hugsa til þín, kæra tengdamamma, hlýnar mér um hjartarætur. Þú varst svo sérstök og skemmtileg kona. Hjarta þitt var stórt og rúmaði ekki bara fjölskyldu þína heldur alla þá sem áttu um sárt að binda. Til dæmis varst þú alltaf að biðja fyrir öllum þínum og láta bæna- hópa biðja fyrir þeim sem urðu fyrir áföllum í lífinu. Þegar pabbi minn slasaðist á síðasta ári var ekki sá dag- ur sem þú baðst ekki fyrir honum og mömmu. Enda var alltaf einhver hjá þér eða að hringja til þín því þú lað- aðir fólk að þér með hlýju og skemmtilegum sögum sem þú sagði með einlægni og ást á lífinu. Lífið þitt var þó ekki alltaf létt og síðustu árin var líkami þinn undirlagður að sjúk- dómi sem erfitt var að lifa við. Þú tókst á við sjúkdóm þinn að æðruleysi og þegar erfitt var og hann hamlaði þér að lifa lífinu eins og þú helst vildir, varst þú sterkust. Þá reyndi á þig og þú sýndir þinn innri mann. Ótrúlega jákvæð og þakklát fyrir hvert einasta ár og hvern einasta dag. Ég skamm- aðist mín stundum hvað ég var minna jákvæð og minna þakklát fyrir lífið mitt en þú. En takk, takk, kæra Dúna fyrir að hafa gefið okkur svo margt og ekki síst að minna okkur á að vera þakklát fyrir litla hluti í lífinu. Þú átt- ir alltaf þinn guð og þína sterku trú á hann og þú varst viss um að eitthvað dásamlegt biði þín fyrir handan. Í næsta lífi ætlaðir þú að gera marga góða hluti, einn af þeim var að mennta þig og helst vildir þú hjálpa öðrum og fara að læra félagsfræði eða félagsráðgjöf. Gangi þér vel í ferðinni sem fyrir liggur, við munum alltaf minnast þín í hjarta okkar. Saknaðarkveðja. Esther Ósk Ármannsdóttir. Amma var frábær og alltaf svo góð, hún var alltaf að gefa nýfæddum börnum eitthvað sem hún prjónaði sjálf og gefur fallegar jóla- og afmæl- isgjafir. Það sem ég minnist mest um ömmu er að þegar hún gisti hjá okkur þá horfðum við á Disney-myndina og borðuðum nammi og ég fór út í búð fyrir þig og keypti súkkulaði-rúsínur og kók og ég vona að Bjössi afi og þú hittist og farið út í búð í himnaríki og kaupið ykkur súkkulaði-rúsínur og kók. Vonandi ertu komin á góðan stað hjá Guði og lifir góðu lífi. Ég sakna þín og það má ekki breyta því og þú varst alltaf svo sterk þegar þú varst á sjúkrahúsi og varst veik. Þú varst bjartsýn og góð. Gerðu það fyrir alla sem þykir vænt um þig að vera sterk eins og þú varst alltaf og góð við alla. Megir þú hvíla í friði. Hjartanskveðjur, Elísa barnabarn. Við andlát Dúnu rifjast upp marg- ar góðar minningar sem seint munu gleymast. Við fjölskyldan hittum Dúnu í fyrsta skipti þegar Ingibjörg, yngsta dóttir okkar, kom heim með nammi í poka einn daginn. Þegar hún var spurð hvar hún hefði fengið það sagði hún að afi og nýja amma hafi gefið sér það. Litla skottan vildi síðan ólm sína okkur þessa nýju ömmu sína og dró hún mömmu sína yfir í næstu götu þar sem Dúna bjó. Síðan eru komin 11 ár og hefur hún verið okkur fjöl- skyldunni afar kær. Við erum þakklát fyrir að hafa kynnst þessari góðu konu og biðjum Guð að geyma hana. Við viljum senda fjölskyldunni samúðarkveðjur og kveðjum Dúnu með þessum orðum Guðrún Flosadóttir

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.