Morgunblaðið - 11.01.2008, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2008 29
✝ Björn Eiríkssonfæddist í Með-
alheimi á Ásum í
Austur- Húnavatns-
sýslu 24. maí 1927.
Hann lést á Heil-
brigðisstofnuninni á
Blönduósi föstudag-
inn 4. janúar síðast-
liðinn. Foreldrar
hans voru Vigdís
Björnsdóttir kenn-
ari, f. 1896, d. 1979,
og Eiríkur Hall-
dórsson bóndi og
verkamaður, f.
1892, d. 1971. Systir Björns var
Ingibjörg Theódóra, f. 28 maí
1926, d. 12 ágúst 1926.
Hinn 31. desember 1950 kvænt-
ist Björn Öldu Sigurlaugu Theó-
dórsdóttur, f. 17. júlí 1932. For-
eldrar Öldu voru Stefanía Jónína
Guðmundsdóttir húsmóðir, f.
1904, d. 1982, og Theódór Krist-
jánsson verkamaður, f. 1900, d.
1966. Björn og Alda bjuggu allan
sinn búskap á Blönduósi. Varð
þeim tveggja barna auðið. Þau
eru: 1) Vigdís, f. 1951, maki Al-
bert Stefánsson, f. 1949, börn
þeirra eru: a) Björn, f. 1978, sam-
býliskona Hafrún Ósk Sigurhans-
dóttir, f. 1972. Dætur Björns eru
Helga Rakel, f. 1998 og Vigdís, f.
2000. Synir Hafrúnar eru Emil
Agnar, f. 1997, og Almar Freyr,
f. 2002. b) Ragnar, f. 1982. c)
Alda, f. 1983, maki Hafliði Þór
Kristjánsson, f. 1972. Börn þeirra
eru Sigríður Svala, f. 2003, og
Ólafur Benóný, f 2007. Börn Haf-
liða eru Halldóra Rán, f. 1995, og
Þórarinn Vignir, f. 1998. Dætur
Alberts: a) Svala, f.
1967, d. 2002, börn
hennar Guðbjörg, f.
1994, og Albert Óli,
f. 1997. b) Sigríður
Jóna, f. 1973, d.
1998, börn hennar
Daníel Freyr, f.
1990, og Nína Dögg,
f. 1997. 2) Eiríkur
Ingi, f. 1956, maki
Kristín Guðmanns-
dóttir, f. 1958. Börn
þeirra eru Marsibil
Björk, sambýlis-
maður Guðjón Guð-
laugsson, f. 1982, Björn Sindri, f.
1988, og Agnar Logi, f. 1993.
Björn fæddist í Meðalheimi,
flutti tveggja ára að Hólabaki í
Þingi og síðan 10 ára í Skóla-
húsið í sömu sveit og átti heimili
þar þangað til hann flutti að
heiman. Björn vann við öll venju-
leg sveitastörf á heimili foreldra
sinna og vegavinnu á sumrin. Um
tvítugt vann hann um tíma á bíla-
verkstæði hjá P. Stefánssyni í
Reykjavík. Stundaði vörubílaakst-
ur um tveggja ára skeið. Ár-
ið1950 hóf hann störf hjá Vél-
smiðjunni Vísi og vann þar í 10
ár, þá réð hann sig til Vélsmiðju
Húnvetninga þar sem hann vann
til 70 ára aldurs. Síðasta starfs-
árið vann hann í Árvirkni hjá
Gesti Þórarinssyni. Björn tók
sveinspróf í bifvélavirkjun 1969.
Hann var eftirsóttur bifvélavirki.
Var í Slökkviliðinu á Blönduósi í
23 ár.
Útför Björns fer fram frá
Blönduóskirkju í dag og hefst at-
höfnin klukkan 13.
Ég sendi þér kæra kveðju,
nú komin er lífsins nótt.
Þig umvefji blessun og bænir,
ég bið að þú sofir rótt.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
Þó þú sért horfinn úr heimi,
ég hitti þig ekki um hríð.
Þín minning er ljós sem lifir
og lýsir um ókomna tíð.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Kveðja,
þín eiginkona.
Mig langar að minnast föður míns
með nokkrum orðum. Faðir minn
var einkabarn, mér varð oft hugsað
til afa og ömmu og sorg þeirra að
hafa misst stúlkubarn árið áður.
Birni föður mínum var vart hugað
líf sem ungbarni en hann hjarnaði
við og lifði heilsuhraustur í 80 ár.
Fyrir tæpu ári þurfti hann að fá
gangráð og í byrjun júlí greindist
hann með meinsemd í höfði sem
ekki neitt var hægt að hjálpa honum
með.
Tvo mánuði gat hann verið heima
en þetta hefði ekki gengið nema
með hjálp mömmu, þau voru svo
góð saman. Mamma sagði oft á
þessum tíma að þau gengju á guðs
vegum. Mamma dvaldi hjá honum á
sjúkrahúsinu sex til átta tíma á dag.
Foreldrar mínir hófu búskap á
Blöndubyggð 8 og fluttu svo að Urð-
arbraut 11 í maí 1976. Þau tóku
mikinn þátt í þeirri byggingu, skófu
timbur, slógu upp, einöngruðu o.fl.
Fljótlega var svo farið að rækta
garðinn, planta trjám og plöntum.
Eitt árið fengu þau verðlaun fyrir
garðinn.
Allan sinn starfsaldur vann hann
sem bifvélavirki. Hann var eftirsótt-
ur í hinar ýmsu viðgerðir. Ekki var
alltaf hægt að fá varastykki í bílana
eða vélarnar, þá var það smíðað,
hann var hagleiksmaður á járn.
Pabba þótti gaman að ferðast og
fóru þau hjónin í margar útilegur
langar eða stuttar eftir að þau
keyptu sér tjaldvagninn og oft
barnabörnin með. Hannaði vagn
með hjólum undir tjaldvagninn,
geymdi hann upp á rönd úti í horni í
bílskúrnum.
Þegar hann hætti að vinna tók
blómaræktin við, hann sáði fyrir öll-
um sumarblómunum, sá fjölskyld-
unni fyrir blómum og voru þau ekki
síðri en keypt blóm. Smíðað var
gróðurhús á lóðinni, til að hjálpa til
við sumarblómaræktunina.
Kartöflurækt stundaði hann í
mörg ár og síðast nú í haust fór
hann með í Selvíkina að taka upp
þótt hann væri orðinn það veikur að
hann gæti lítið tekið þátt í því, en
hann fylgdist með öllu og var glaður
þegar kartöflurnar voru komnar í
hús.
Fyrir tíu árum lærði hann að
synda og stundaði sund eftir það og
heiti potturinn var í uppáhaldi.
Hann varð mikill sóldýrkandi með
árunum, sat oft léttklæddur í sól-
stofunni eftir vinnu, eða úti á stétt á
morgnana um helgar.
Ég og fjölskyldan mín fluttum úr
Reykjavík í næstnæsta hús við for-
eldra mína fyrir 27 árum og hefur
verið nær daglegur samgangur síð-
an. Það hefur verið alveg frábært að
búa nálægt og eiga ykkur að.
Elsku mamma, árin ykkar saman
urðu 58.
Hann var mjög bóngóður og
vandvirkur. Það var ekki til það sem
hann gat ekki gert við.
Pabbi var mjög rólegur og grand-
var maður, skipti varla skapi, mjög
orðheppinn og kom oft með vel
hugsuð skot í samræður.
Eiginkona, börn, tengdabörn og
barnabörn voru honum allt og fylgd-
ist hann mjög vel með okkur öllum.
Takk fyrir allt, pabbi minn.
Sérstakar þakkir til starfsfólksins
á Heilbrigðisstofnuninni Blönduósi
fyrir alla umönnun þessa mánuði.
Þín dóttir
Vigdís.
Okkur langar til að minnast afa
okkar með nokkrum orðum. Bjössa
afa sem var okkur svo góður og
hjálpsamur.
Alltaf var hægt að leita til þín ef
eitthvað bilaði og alltaf fannstu út
úr því og lagaðir. Eitt af þínum aðal-
áhugamálum var garðurinn og þú
leyfðir okkur að taka þátt með því
að sjá um að slá garðinn. Við feng-
um líka alltaf að koma með í Selvík,
ýmist til að setja niður eða taka upp
kartöflurnar með þér. Þetta þótti
okkur alltaf svo gaman. Oft var líka
farið í útilegur í tjaldvagninum ykk-
ar. Gistinæturnar á Urðarbrautinni
eru okkur ofarlega í minni og kvöld-
kaffið var svo gott, jólakaka og
kakó. Eftir það var farið í háttinn og
alltaf fékk maður að sofa í afa„holu“
ef maður vildi ekki vera á dýnu á
gólfinu, þá fórst þú bara á gólfið í
staðinn. Alltaf var stutt í grínið hjá
þér og það breyttist ekki þrátt fyrir
veikindin.
Elsku Bjössi afi, við kveðjum þig
með söknuði og munum geyma
minninguna um þig í hjarta okkar.
Þín barnabörn
Agnar Logi, Björn Sindri
og Marsibil Björk.
Björn Eiríksson mágur minn
kvaddi með fjöldskylduna sér við
hlið að kvöldi 4. janúar sl. Hann var
einstaklega ljúfur og góður maður
sem gott var að leita til og sækja
heim. Húsið hans Björns og Öldu
systur stóð alltaf opið fyrir okkur og
fjölskylduna og oft gistum við hjá
þeim í góðu yfirlæti. Það koma
margar góðar minningar upp í hug-
ann þegar hugsað er til allra þeirra
stunda sem við höfum átt í gegnum
árin með þeim hjónum.
Bjössi eins og við kölluðum hann
var einstakt ljúfmenni og hafði ekki
hátt um hlutina. Hann var laghent-
ur og viðgerðir og lagfæringar á öll-
um sviðum léku í höndunum á hon-
um. Bjössi starfaði nánast alla tíð
sem bifvélavirki og oft fengum við
hjálp frá honum með bílinn. Blómin
voru hans áhugamál og þar stundaði
hann ræktun sem gaf honum mikið.
Oft fengum við blóm hjá honum sem
síðan blómstruðu í garðinum hjá
okkur. Það sást á blómunum hans
Bjössa að um þau hafði verið séð af
alúð og nærgætni. Það var gaman
að sjá þessi fallegu blóm blómstra
langt fram eftir hausti.
Alúðin og nærgætnin hans Bjössa
sást líka vel í því hvernig hann
sinnti fjölskyldunni og börnin hans,
barnabörnin og barnabarnabörnin
bera með sér þessa eiginleika. Það
hefur verið gaman að sjá hversu
samstiga og samhent öll fjölskyldan
hans hefur verið. Með Bjössa er
góður og traustur maður farinn sem
minnst verður fyrir mikla mann-
kosti og heiðarleika í öllu sem hann
tók sér fyrir hendur á lífsleiðinni.
Við Haukur sendum Öldu systur
og fjölskyldu samúðarkveðjur og
biðjum guð að styrkja þau á þessum
erfiða tíma.
Ragnhildur A. Theódórsdóttir.
Björn Eiríksson
Fleiri minningargreinar um Björn
Eiríksson bíða birtingar og munu
birtast í blaðinu næstu daga.
Ég kveð þig, hugann heillar minning blíð,
hjartans þakkir fyrir liðna tíð,
lifðu sæl á ljóssins friðar strönd,
leiði sjálfur Drottinn þig við hönd.
(Guðrún Jóhannsdóttir.)
Fjölskyldan Stífluseli 1.
Elskuleg vinkona okkar, Dúna, er
látin. Margar skemmtilegar minning-
ar koma upp í hugann nú þegar leiðir
skilja um sinn. Hún átti alltaf ráð í
raun og orð til að hugga. Samveru-
stundir í sumarbústað, Dúna að
prjóna trefla og syngja með sama
geisladiskinum. Inn á milli kom „We
meet again“ lag sem þau Bjössi héldu
mikið upp á. Stuðningur við sonar-
missi og fleiri skakkaföll lífsins. Allar
gátum við hlegið saman að öllu og
engu.
Þó svíði sorg mitt hjarta
þá sælt er að vita af því
þú laus ert úr veikinda viðjum,
þín veröld er björt á ný.
Ég þakka þau ár sem ég átti
þá auðnu að hafa þig hér.
Og það er svo margs að minnast,
svo margt sem um hug minn fer.
(Þórunn Sigurðardóttir.)
Við kveðjum kæra vinkonu okkar
með þökk fyrir allt og allt og vottum
börnum hennar og fjölskyldu samúð.
Ingibjörg (Dídí) og
Elfa Gunnarsdóttir.
Fleiri minningargreinar um Guð-
rúnu Flosadóttur bíða birtingar og
munu birtast í blaðinu næstu daga.
✝
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir
og afi,
GUÐJÓN ÞORSTEINSSON,
Hamrabergi 6,
Reykjavík,
lést á líknardeild Landspítalans, Landakoti,
þriðjudaginn 8. janúar.
Lilían Kristjánsson,
Hörður Guðjónsson, Brynhildur Sveinsdóttir,
Jóhanna Guðrún Guðjónsdóttir,
Guðmundur Jón Guðjónsson, Dóra Magnúsdóttir,
Ásta Kristjana Guðjónsdóttir, Jóhann Gestsson,
Þorsteinn Sigurður Guðjónsson
og barnabörn.
✝
Þökkum samúð og hlýhug við andlát og útför
ástkærrar móður okkar, tengdamóður, ömmu og
langömmu,
HALLDÓRU F. ÞORVALDSDÓTTUR,
dvalarheimilinu Hlévangi,
Keflavík,
áður til heimilis í Landakoti,
Sandgerði.
Sérstakar þakkir færum við starfsfólki á dvalar-
heimilinu Hlévangi, Keflavík, fyrir einstaka umönnun
og alúð í starfi.
Hrefna Magnúsdóttir, Viðar Markússon,
Sigríður Á. Árnadóttir,
Þorvaldur Árnason, Auður Harðardóttir,
Magnea Árnadóttir,
Katrín H. Árnadóttir, Helgi Laxdal,
barnabörn og langömmubörn.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir, amma
og dóttir,
INGIBJÖRG ÁRNADÓTTIR,
Laufskógum 40,
Hveragerði,
lést á Landspítalanum við Hringbraut þriðjudaginn
8. janúar.
Útförin verður auglýst síðar.
Guðmundur F. Baldursson,
Rósant Guðmundsson, Edda Rúna Kristjánsdóttir,
Heiða Margrét Guðmundsdóttir,
Valdemar Árni Guðmundsson,
Enea og Mía Rósantsdætur,
Hallfríður Bjarnadóttir.
✝
Elskulegur eiginmaður minn, faðir okkar, tengda-
faðir, tengdasonur, bróðir og afi,
HILMAR KRISTJÁNSSON,
sem lést á Heilbrigðisstofnuninni á Blönduósi
þriðjudaginn 1. janúar, verður jarðsunginn frá
Blönduóskirkju laugardaginn 12. jan. kl. 14.00.
Valdís Finnbogadóttir,
Finnbogi Hilmarsson, Jakobína Kristín Arnljótsdóttir,
Hilmar Þór Hilmarsson, Sædís Gunnarsdóttir,
Valgerður Hilmarsdóttir, Þorgils Hallgrímsson,
Hulda Bjarnadóttir,
Þormar Kristjánsson, Stefanía Garðarsdóttir,
Sigurður Kristjánsson, Sigurlaug Þorsteinsdóttir,
og afabörn.
✝
Ástkær eiginkona mín, móðir, tengdamóðir og
amma,
JÓNÍNA Á. BJARNADÓTTIR
(Nína),
Strandvegi 9,
Garðabæ,
andaðist fimmtudaginn 10. janúar á
Landspítalanum við Hringbraut.
Jarðarförin auglýst síðar.
Áki Jónsson,
Bjarni Ákason, Eva Sigurgeirsdóttir,
Jón G. Ákason, Fariba Salemi Seifeddin,
Andri Ákason,
Áróra Bjarnadóttir,
Sædís Bjarnadóttir,
Hekla Bjarnadóttir,
Bergljót Busk Jónsdóttir,
Baldur Jónsson.