Morgunblaðið - 11.01.2008, Qupperneq 34

Morgunblaðið - 11.01.2008, Qupperneq 34
34 FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR Elsku afi minn. Nú kveð ég þig í hinsta sinn en mér finnst samt eins og þú verðir áfram með okkur. Nærvera þín var alltaf svo yndisleg og pottþétt, elsku afi minn. Þú varst svo frábær afi, alveg einstakur afi. Þú gafst svo mikið af þér og varst alltaf svo góður við mig. Ég man svo vel stundirnar á Grett- isgötunni þegar við systurnar vorum litlar, þú varst alltaf tilbúinn að leika við okkur og bralla hitt og þetta með okkur. Þú sagðir okkur oft sögur af þér þegar þú varst ungur og dróst ekkert undan enda fannst þér gaman að stríða ömmu með því að segja okk- ur sögur sem þú vissir að hún vildi Haraldur M. Guðjónsson ✝ Haraldur M.Guðjónsson fæddist á Ytri- Skógum í Kolbeins- staðahreppi 28. maí 1926. Hann lést á Landspítalanum í Reykjavík 29. des- ember síðastliðinn og fór útför hans fram frá Lágafells- kirkju 10. janúar. ekki að þú segðir. Þú fórst með vísur og ljóð og það virtist ekki vera til kvæði sem þú kunn- ir ekki. Þér fannst líka gaman að dansa og sveiflaðir okkur systr- um um gólfin á Grett- isgötunni. Allt eru þetta yndislegar og fal- legar minningar sem ég mun alltaf geyma í hjartanu mínu. Það er svo margt sem ég hef lært af þér elsku afi sem ég er svo þakklát fyrir og mun ætíð hafa að leiðarljósi. Þú varst alltaf svo ótrúlega jákvæður og það kom þér svo langt. Þegar þú varðst veikur gerðir þú grín að sjálfum þér, reifst við læknana og svaraðir þeim með vísum. Þú varst líka töffari og sást það best þegar þú barðist með reisn í veikindum þínum. Alveg fram í hið síðasta varstu með okkur og varst hress, brostir og tal- aðir við okkur. Þú varst flottur afi. Ég kveð þig með miklum söknuði elsku afi minn. Takk fyrir allt. Þín afastelpa, Sonja. ✝ Elfa VilborgBjörnsdóttir fæddist í Reykjavík 20. ágúst 1949. Hún lést á Líknardeildinni í Kópavogi að morgni 5. janúar síðastliðins. Foreldrar Elfu voru Björn V. J. Gíslason vörubílstjóri, f. 30.6. 1906, d. 31.12. 1987 og Laufey Bjarna- dóttir, f. 18.5. 1908, d. 1.1. 1963. Systur Elfu eru Margrét, f. 18.4. 1930, d. 26.10. 2000, Sjöfn, f. 30.11. 1932 , d. 14.8. 1975 og Birna, f. 12.10. 1942. Elfa giftist Ingimundi Þ. Jóns- syni, f. 21.7. 1943. Þau skildu. Börn Ingimundar og Elfu eru: Björn Birgir, verkefnastjóri hjá Icelandair í Madrid, f. 8.7. 1969 og Bjarnheiður Margrét, hjúkr- unarfræðingur, f. 2.9. 1972, maki Björgvin Sigurðsson, kerfisfræð- ingur, f. 17.9. 1971, börn þeirra eru Þorgils Björn Björgvinsson, f. 21.11.1997 og Margrét Björgvins- dóttir, f. 2.5. 2001. Áður átti Ingi- mundur Ólaf Svan, f. 2.8. 1965. Elfa ólst upp í vesturbænum í Reykjavík. Hún stundaði nám við Húsmæðraskólann að Löngumýri í Skagafirði, fór í Fiskvinnsluskólann og vann í Bæj- arútgerð Reykjavík- ur sem eftirlitskona. Einnig var hún m.a ritari hjá Stjórn- unarfélaginu og rekstrarstjóri kaffihúss. Hún var einnig læknaritari á Landakoti í mörg ár og starfsmaður á Landa- kotsspítala. Elfa hafði mikinn og brennandi áhuga á félags- og með- ferðarmálum og var stofnandi og fyrsti formaður Styrktarfélags Staðarfells. Elfa greindist með krabbamein í október sl. og lést eftir skamma legu á Líknardeild- inni í Kópavogi. Elfa verður jarðsungin frá Lágafellskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Ég tel 58 ár ekki vera háan aldur. Það á að vera sá tími þegar maður fer að safna að sér sjóðnum sem maður er búin að borga í. Hvort sem það eru góðir tímar með barnabörnum, ætt- ingjum og vinum eða annað. Og þá ætti maður að fara að njóta lífsins. Elfa var hins vegar oft á þeirri skoð- un að maður ætti að njóta nútímans og ekki að hafa of miklar áhyggjur af framtíðinni. Hún hafði yfirleitt miklu meiri áhyggjur af fortíðinni. Það var sama hvað við hin, sem vorum sam- ferða henni, sögðum og var oft mikil togstreita þar á milli. Okkar samband var ekki alltaf gott. Þar spilaði margt inn í og þá oft baráttan við vínhneigð. Strax þegar ég man eftir mér var það vandamál sem tók mig mörg ár að skilja. Það skánaði þegar ég var 11 ára og Silungapollur kom til sögunn- ar. Ein sterkasta minningin er þegar ég ásamt pabba og Heiðu systur er að kveðja hana til að fara í meðferð þar. Við kvöddumst við innganginn og ég lét hana fá hálsmen sem ég bar alltaf. Við grétum og hún ætlaði að breyta um líf. Það gerði hún sannarlega og þar hófust mörg ár af frábæru fjöl- skyldulífi. Þegar ég lít til baka er það eins og tími vafinn fallegri birtu og frábærum minningum. Við lærðum öll á skíði meðal annars. Allt breytist segir sagan og svo gerðist einnig hjá okkur. Annað bar- áttutímabil hófst hjá henni. Og eins og oft verður framhaldið verra með æstari hegðun. Ekkert gekk. Engar meðferðir. Engin loforð né stuðning- ur. Við fjölskyldan enduðum á að fara öll sitt í hverja áttina. Þá urðu bönd pabba, systur minnar Heiðu og mín mun sterkari okkar í milli en Elfu rak í meira í burtu frá okkur. Ég eyddi miklum tíma í útlöndum á þessum tíma og gat forðað mér þannig. Ég gat hvorki höndlað hennar hegðun né hennar viðbrögð við mínu fullorðins- lífi. Það tekur tíma að vinna úr því. Það gengur og við gátum fyrirgefið það sem á undan var gengið því ef það er eitthvað sem ég lærði af henni var það að sleppa fortíðinni. Eftir að þetta tímabil gekk yfir áttum við góð sam- skipti okkar í milli. Margt skemmti- legt var gert. Ferðalög og samtöl sem ég mat mikils. Eftir að mamma lærði að nota tölvupóst gekk okkur enn bet- ur að segja það sem í okkur bjó í brjósti. Við vorum betri að segja hlut- ina skrifleiðis. Ég met sérstaklega þann tíma sem við áttum saman núna í haust þar sem við náðum saman eins og á fyrri tímum. Eftir að hún greind- ist með krabbann í lok október var gott fyrir okkur bæði að allt var kom- ið á hreint. Elfa var frábær manneskja og ein- staklega góð kona við allt og alla í kringum sig. Hún var einnig mjög skemmtileg. Hún var dugleg að hringja inn á útvarpsstöðvarnar og segja sína meiningu. Ég er stoltur af að eiga hana sem móður og mun alltaf þakka fyrir það. Það er sagt að bönd- in milli móður og sonar sé þau sterk- ustu í heimi. Okkar bönd eru sérstak- lega sterk. Margt sem ég kann í samskiptum við fólk í mínu fullorð- inslífi lærði ég af móður minni. Ég hefði viljað halda því áfram mun leng- ur. Ég á eftir að sakna hennar mjög mikið og lengi á eftir að vanta stóran hluta í mitt líf. Hvíl í friði. Björn Birgir Ingimundarson. Móðir mín Elfa Vilborg Björns- dóttir valdi sér ekki ætíð auðveldustu ævibrautina. Hún missti móður sína ung að ár- um eftir erfið veikindi hennar. Í þá daga var ekki mikið hugsað um áfallahjálp í tengslum við andlát eða það að hlúa að ungum börnum. Eftir erfiða lífsreynslu valdi hún að búa áfram hjá föður sínum þrátt fyrir að hann hafi kannski ekki verið sá ákjós- anlegasti til að styðja við unga sál sem gekk í gegnum móðurmissi. Móðir mín og faðir kynntust ung að árum. Þau áttu saman góð ár þar sem lífsgleði æskunnar og áhyggjuleysi einkenndi lífið. Þau ár báru ávöxt þar sem tvö börn fæddust, bróðir minn og ég. Við fjölskyldan áttum margar góðar stundir þar sem hæst ber ótelj- andi ferðalög inn á hálendi Íslands. Í kyrrðinni þar áttum við saman marg- ar fallegar stundir og mörg sagan af útilegufólki var sögð þar. Þar kynnt- ist ég fyrst umhyggjunni sem móðir mín bar fyrir lítilmagnanum og þeim sem urðu undir í þjóðfélaginu. Hún dreif alla fjölskylduna á skíði og átt- um við margar stundir saman í Blá- fjöllum. Á þessum árum var hún einnig virk í starfi SÁÁ og langaði að hjálpa þeim sem minna máttu sín. En skugga bar ætíð á líf móður minnar sem eflaust skapaðist af skorti á styrkri móðurhönd í uppeld- inu og þeim aðstæðum sem sköpuð- ust á hennar mótunarárum. Því mið- ur laut hún þeim vonda húsbónda Bakkusi og öllum hans djöflum. Hún háði marga baráttuna og oft varð hún að játa sig sigraða. Eftir stendur kona sem fór allavega yfir fimmtíu sinnum í áfengismeðferð. Þótt margt sé hægt að segja um móð- ur mína er ekki hægt að segja að hún hafi ekki reynt að lifa án áfengis. Hennar seinni ár fóru í það að reyna að sigra þennan harða húsbónda, með misgóðum árangri. Eftir mörg misslæm ár fann hún loks frið í hjarta sínu. En þá greindist hún með krabbamein sem veitti enga miskunn. Á tveimur mánuðum dró það hana til dauða. Á þeim tíma reyndum við fjölskylda hennar að umvefja hana og veita henni þann styrk sem mögulegt var. Ég tel að það hafi verið ómetanlegt okkur sem fjölskyldu að geta gert upp fortíðina og fyrirgefið hvert öðru allt það sem liðið var. Við fundum undir það síð- asta sanna væntumþykju og þann styrk sem við höfðum hvert af öðru. Þessi veikindi hennar urðu til þess að hún fann það sem hún hafði lengi leitað að, sameiningu, ást og virðingu. Ástarkveðja, þín dóttir Bjarnheiður. Ég held að hún Elfa hafi verið heimakær. Þegar ég kynntist henni lýsti ég henni sem Vesturbæingi. Þar bjó hún lengstan hluta ævi sinnar og þreyttist seint á að dásama bæjar- hlutann þann. En þegar ég kveð lýsi ég henni sem Mosfellingi. Hún flutti í Mosfellsbæ fyrir röskum áratug og tók ástfóstri við bæinn, bæjarbúa og allt annað sem mosfellskt er. Það lýs- ir konunni vel. Hún var jákvæð og ákveðin í að gera það besta úr öllu. Hún bjó sér heimili, gerði það vel og tengdist því sterkum böndum. Þang- að var gott að koma. Ástkær tengdamóðir mín var bar- áttukona. Hún stóð með sínu fólki og því sem hún trúði á, hvort sem er í stjórnmálum, trúmálum eða í lífinu almennt. Hún barðist með óbilandi trú og þrautseigju við skuggann í eig- in lífi. Á stundum gekk á ýmsu en aldrei gafst hún upp. Elfa var heillandi kona og það var ómögulegt annað að líka vel við hana. Hún var kraftmikil, drífandi og flest lagði hún á sig til að hjálpa öðrum. Og af því þú varst svo bóngóð langar mig, í síðasta sinn, að biðja þig að vaka yfir og vernda alla þá sem eftir eru og sakna þín sárt. Björgvin Sigurðsson. Okkur langar til að minnast ömmu okkar, Elfu. Hún sagðist alltaf eiga tvo gullmola og það væru við, Þorgils Björn og Maddý. Það var alltaf gaman þegar amma var að passa okkur. Oftast var hún með fullt af hundum með sér sem þurfti að sinna. En hún hafði líka tíma til að lesa eða púsla og gera eitthvað skemmtilegt. Hún sagði líka margar skemmtilegar sögur sem gaman var að hlusta á. Það var alltaf hægt að treysta því að það væri líf og fjör í kringum ömmu. Nú biðjum við góðan Guð að gæta ömmu Elfu þangað til við hittum hana næst. Með kærri kveðju, Þorgils Björn og Margrét Björgvinsbörn. Þegar Elfa fæddist var ég sjö ára, eftirlæti foreldra minna og eldri systra, því var kannski ekki að undra að afbrýðisemi gerði vart við sig við komu nýju systurinnar. Elfa var hvers manns hugljúfi, skemmtilegur krakki en uppátækjasöm. Strætis- vagnastjórum gerði hún gramt í geði, þegar hún, ,,pjakkurinn“ á fimmta aldursári, beið eftir að vagninn kæmi, hljóp svo yfir götuna fyrir vagninn. Þetta var að sjálfsögðu ljótur og stór- hættulegur leikur sem hún var marg- oft skömmuð fyrir en hætti ekki fyrr en strætisvagnastjórarnir höfðu tuskað hana til oftar en einu sinni. Heimsóknir á slysadeildina voru tíð- ar, ýmist með tíeyring uppi í nösinni eða fingri troðið í sviðahaus þannig að fingurinn bólgnaði upp. Þegar Elfa systir var tólf ára greindist móðir okkar með krabba- mein og lést eftir erfiða sjúkdóms- legu. Þetta var henni erfið reynsla og beið hún þess aldrei bætur á lífsleið- inni. Eftir grunnskóla lá leiðin í Hús- mæðraskólann á Löngumýri í Skaga- firði og átti hún þar mjög skemmti- legan tíma, hún var alla tíð myndarleg húsmóðir og prjónaði margar peysurnar. Elfa giftist Ingimundi Jónssyni og eignuðust þau tvö börn, Björn Birgi og Bjarnheiði Margréti, sem bæði hafa komist vel til mennta. Ömmu- börnin tvö, Þorgils Björn og Maddý litla voru sannkallaðir sólargeislar ömmu sinnar. Ingimundur og Elfa slitu samvist- um, en þau voru ávallt mjög góðir vin- ir og alltaf var Ingimundur reiðubú- inn til að koma og hjálpa henni á erfiðum stundum. Bakkus var henni þungur í skauti og háði hún marga raunina, fór niður á botninn og stóð upp aftur. Hún reyndi oft að ná betri tökum á lífi sínu og átti góð ár inni á milli. Það var henni mikil raun að valda börnunum og manninum sem hún elskaði, svo miklum erfiðleikum, það sýna grein- ar og ljóð sem hún skrifaði til þeirra á erfiðum tímum. Þess á milli var mikill kraftur í litlu systur minni, hún var dugleg til vinnu, og stundaði ýmis störf. Með- ferðarmál voru henni hugleikin og vildi hún vinna að þeim málum, hún var ein af stofnendum Styrktarfélags Staðarfells og fyrsti formaður þess. Elfa var oft með marga hunda og mætti hún yfirgefnum hundum tók hún þá undir sinn verndarvæng þar til þeir höfðu fengið annað heimili. Hún var samt án efa oft einmana og voru þá hundarnir hennar traustustu vinir. Seinustu árin bjó Elfa í Mos- fellsbæ, þar líkaði henni vel og fannst gott að vera í ,,smábæ“ eins og hún orðaði það. Hún var ákaflega þakklát þeim sem studdu hana, ekki síst síð- ustu tvo mánuðina. Sama hvort hún talaði um strákana í Bónus sem hjálp- uðu henni að bera pokana fyrir jólin, eða vinkonurnar sem vöktu með henni. Ingimundi, Bjössa og Heiðu sem voru hjá henni eins oft og kostur var. Eftir að hún veiktist af krabba- meini seinast í október var hún ekki tilbúin að gefast upp, hún kvartaði aldrei, hafði svo oft risið upp aftur og það skyldi hún gera einu sinni enn. Seinustu árin höfðu verið henni góð og hún hafði svo margt að lifa fyrir, vildi fá tækifæri til að vera góð amma fyrir ömmubörnin sín Þorgils Björn og Maddý litlu sem hún elskaði svo mikið. Þessir tveir mánuðir voru mér mjög mikilvægir og náðum við syst- urnar vel saman. Sá tími hefði mátt vera miklu lengri. Hvíl þú í friði, elsku systir. Birna. Kallið er komið, komin er nú stundin, vinaskilnaðar viðkvæm stund. Vinirnir kveðja vininn sinn látna, er sefur hér hinn síðsta blund. (Valdimar Briem.) Við Elfa vorum giftar bræðrum. Lentum við oft í að gera ýmislegt saman fyrir tengdaforeldrana og fjöl- skyldu. Það var gott að vera nálægt Elfu. Hún var létt í skapi og mjög rösk við allt sem hún gerði. Undir það síðasta var hún að vinna á Ásláki í Mosfellsbæ. Var ótrúlega dugleg og hress. Svo kom krabbinn sem vann mjög fljótt á henni. Við töluðum oft saman í símanum og vorum að rifja upp ýmislegt gamalt. Það voru stund- um partý og veislur hjá tengda- mömmu og skeði þá oft ýmislegt snið- ugt og skemmtilegt. 15. desember síðastliðinn langaði hana að fá okkur sem næst henni stóðu í jólahlaðborð heima hjá sér. Mér fannst eins og hún vildi kveðja okkur með þessu. Við komum 12 til hennar. Allir sáttir og góðir. Elfa mín, ég þakka þér fyrir allt og allt. Guð geymi þig. Þóra M. Einarsdóttir. Þótt ég sé látinn, harmið mig ekki með tárum, hugsið ekki um dauðann með harmi eða ótta. Ég er svo nærri, að hvert eitt tár ykkar snert- ir mig og kvelur, þótt látinn mig haldið. En þegar þið hlæið og syngið með glöðum hug, lyftist sál mín upp í mót til ljóssins. Verið glöð og þakklát fyrir allt sem lífið gefur og ég, þótt látinn sé, tek þátt í gleði ykkar yfir lífinu. (Kahlil Gibran) Þessi orð lýsa Elfu frænku vel. Elsku frænka þú hefur kvatt þenn- an heim eftir stutta baráttu við erf- iðan sjúkdóm. Það var alltaf líf og fjör í kringum þig, enda vildir þú lifa lífinu lifandi. Þú hafðir góða frásagnar- hæfileika og mikið hlógum við að sög- unum þínum enda vel skreyttar og húmorinn aldrei fjarri. Þín verður sárt saknað í fjölskylduboðum en ef við þekkjum þig rétt þá lætur þú þig ekki vanta. Við vitum að tekið verður vel á móti þér á nýjum stað. Hvíl þú í friði elsku frænka. Elsku Bjössi, Heiða Maddý, Þor- gils Björn, Maddý og Kalli, Guð veri með ykkur öllum. Laufey, Hrund, Hlíf og Tony. Elfa mín, það er svo ótal margt sem mig langar að þakka þér, um leið og ég óska þér góðrar ferðar. Barna- börnin mín, ég og miklu fleiri nutu góðs af hannyrðum þínum, þú varst líka fljót að bregða undir þig betri fætinum ef mikið lá við. Heim að sækja varst þú þannig, að manni fannst eins og maður hefði komið með sólina með sér, þú hafðir sér- stakt lag á að láta manni líða vel. Það sem mér fannst hvað fallegast við þig, Elfa, var hvað þú varst stolt af börnunum þínum og um föður þeirra sagðir þú: „Hann hefur alltaf verið kletturinn í lífi mínu.“ Elfa, ég var svo lánsöm að fá að eiga þig að vini, fá að kynnast börnunum þínum og Ingimundi. Það verður tómlegt án þín. Þú varst manneskja sem litaðir lífið. Ég bið algóðan Guð að gefa þér góða heimkomu, þér sem sagðir svo oft: „Allt megna ég fyrir mátt hans, sem mig styrka gjörir.“ Guð blessi fólkið þitt og gefi því styrk, elsku vinkona mín, þín Guðrún (Gunna). Elfa Vilborg Björnsdóttir  Fleiri minningargreinar um Elfu Vilborgu Björnsdóttur bíða birtingar og munu birtast í blaðinu næstu daga.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.