Morgunblaðið - 11.01.2008, Qupperneq 35

Morgunblaðið - 11.01.2008, Qupperneq 35
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2008 35 ✝ Ragnar Lár-usson teiknari fæddist á Brú- arlandi í Mosfells- sveit 13. desember 1935. Hann lést á líknardeild Land- spítalans 31. desem- ber síðastliðinn. Foreldrar Ragnars voru skólastjóra- hjónin á Brúarlandi, Kristín Magn- úsdóttir og Lárus Halldórsson. Ragn- ar var yngstur barna þeirra hjóna, en eldri systk- ini hans eru Margrét, f. 1924, Magnús, f. 1925, d. 1999, Halldór, f. 1927, Valborg, f. 1928, Tómas, f. 1929, Fríða, f. 1931, og Gerður, f. 1934. Eiginkona Ragnars er Kristín Pálsdóttir teymisstjóri, f. 11.11. 1950. Móðir Kristínar er Steinunn Bjarman og stjúpfaðir Hjörtur Pálsson skáld. Dóttir Kristínar og Ragnars er Freyja, birting- arráðgjafi, f. 1975, gift Örvari Daða Marinóssyni viðskiptafræð- ingi. Börn Ragnars og fyrri konu hans, Ólafar Jónsdóttur, eru Ingi- björg hjúkrunarritari, f. 1963, og Kári byggingarfræðingur, f. 1965. Börn Ragnars og fyrrverandi sam- býliskonu hans, Guðrúnar Gísla- dóttur, eru Gísli vélvirki, f. 1957, kvæntur Guðbjörgu Ósk Bald- ursdóttur verslunarmanni og Kristín Lára bókasafnsfræðingur, f. 1961, gift Tómasi Erni Stef- ánssyni flugvirkja. Ragnar og Guðrún áttu einnig Ásdísi yfirlæknaritara, f. 1958, en hún var ættleidd af Viggó Valdi- marssyni og Klöru Bergþórs- dóttur. Barnabörn Ragnars eru 16 og barnabarnabörn tvö. Ragnar útskrif- aðist frá Handíða- og myndlistarskóla Ís- lands og stundaði eft- ir það einkanám hjá Gunnari Gunnarssyni listmálara. Ragnar stundaði um hríð sjó- mennsku, m.a. með Ása í Bæ, en þeir fé- lagar áttu síðar sam- starf um útgáfu skopritsins Spegils- ins. Ragnar var blaðamaður um 15 ára skeið, m.a. á Alþýðublaðinu, Þjóðviljanum, Vísi og Dagblaðinu. Á Vísi skóp hann teiknifígúruna Bogga blaðamann, dægurhetju sem birtist á síðum blaðsins um árabil. Ragnar starfaði síðan við auglýsingagerð og kennslu í mynd- og handmennt uns hann varð að láta af störfum vegna veikinda. Hann vann að mynd- sköpun alla tíð og hélt fjölda einka- og samsýninga. Þá teiknaði hann og ritaði fjölda greina í blöð og tímarit. Eftir Ragnar liggja sjö barnabækur um Mola litla flugu- strák og einnig gerði hann fyrstu hreyfimynd í íslensku sjónvarpi, um Valla víking. Ragnar var mikill áhugamaður um íþróttir og var liðtækur frjáls- íþróttamaður á yngri árum. Hann varð m.a. drengjameistari í stang- arstökki. Síðustu 35 ár stundaði hann golf af kappi og sinnti trún- aðarstörfum fyrir golfklúbbana sem hann var félagi í, nú síðast var hann í Golfklúbbnum Keili. Útför Ragnars fer fram frá Digraneskirkju í dag og hefst at- höfnin klukkan 13. Faðir minn hefur kvatt, eftir langa og erfiða baráttu við illvígan sjúk- dóm, baráttu sem hann háði af ótrú- legu þreki og seiglu, en húmornum og sinni andlegu reisn hélt hann til síð- ustu stundar. Það var sama á hverju gekk alltaf kom hann með athuga- semdir svo ekki var hægt annað en að brosa út í annað. Hann var skemmti- legur maður. Þar sem ég hef verið búsettur í Danaveldi síðustu 10 árin hafa sam- verustundirnar ekki verið margar, en hún Ingibjörg systir mín var minn tengiliður við pabba og ég veit að hún var honum mikill stuðningur, sér- staklega þetta síðasta erfiða ár og vil ég bara segja takk fyrir það. Ég er líka þakklátur fyrir það að hafa átt þess kost að eyða hjá honum síðustu dögunum hans nú um jólin, en þegar við kvöddumst áður en ég hélt aftur út til Danmerkur, vissum við báðir að þetta væri í síðasta sinn sem við værum saman. Þegar síminn hringdi kvöldið eftir að ég kom út, vissi ég að stríðið væri á enda. Ég get ekki sagt að mikið hafi verið sofið þá nótt, hugsanirnar streymdu fram, já, minningarnar skutu upp kollinum. Það er skrítið að hugsa til þess að eiga ekki eftir að sjá hann oftar, aldr- ei aftur spila golf saman og hlusta á sögurnar hans og grínið … Já, þannig endar lífsins sólskinssaga. Vort sumar stendur aðeins fáa daga. En kannski á upprisunnar mikla morgni við mætumst öll á nýju götuhorni. (Tómas Guðmundsson) Hvíldu í friði elsku pabbi. Þinn, Kári. Elsku pabbi. Þá er baráttunni lokið. Gangan er búin að vera löng og ströng, í ein átta ár. Þetta var lyginni líkast, því oft stóð það tæpt, en lífsvilji þinn og þrjóska komu þér alltaf aftur á fætur. Ekki leið á löngu þar til þú varst mættur út á golfvöll í spjall við fé- lagana eða jafnvel út á völl á golf- bílnum. Mín fyrsta minning um pabba var að sjá hann mála og teikna. Hann var nú ekki þessi venjulegi fjölskyldufað- ir og lítið fyrir að setja mér reglur, en var umhugað um að vera vinur minn og tengdumst við sterkum vináttu- böndum. Það skipti hann miklu máli að ég væri kurteis og vel máli farin. Pabbi var listamaður af lífi og sál og hafði einstaka hæfileika á því sviði sem og að segja sögur og semja kvæði og fannst honum gaman að segja sögur frá sínum yngri árum. Gleði hans yfir fæðingu frumburð- ar míns var einstök og urðu þeir Eið- ur og hann bestu vinir frá fyrsta degi. Pabba var mjög umhugað um barna- börn sín og skein stoltið úr augum hans þegar hann hitti þau. Það var mér ómetanlegt að fá að fylgjast með pabba öll þessi ár og ekki síst að geta verið hjá honum þeg- ar yfir lauk. Pabbi gaf okkur svo margt og um- fram allt var hann fyrirmyndin okk- ar. Aldrei kvartaði hann í veikindum sínum, æðruleysið sem hann sýndi og hinn óþreytandi lífsvilji var aðdáun- arverður. Styrkur móður minnar í veikindum hans, umhyggja hennar og ást í garð pabba efldi hann líka í baráttunni. Aldrei vék hún frá honum og er hún einstök hetja í mínum aug- um. Elsku mamma, við komumst í gegnum þetta saman. Hafðu þökk, elsku pabbi, fyrir allt sem þú gafst mér. Ég veit að þú ert mættur á golfvöll- inn, farinn að segja sögur og skemmta fólki eins og þér einum er lagið. Minning þín lifir að eilífu. Þín dóttir, Freyja. Elsku afi. Mig langar að þakka þér fyrir öll árin sem við áttum saman. Það er svo margt sem kemur upp í huga minn þegar ég rifja upp ýmislegt sem við brölluðum saman. Minningin um síðasta fótboltaleik- inn sem við horfðum saman á. Það var á Þorláksmessu og skemmtum við okkur við að horfa á stórleik Real Madrid og Barcelona. Þú varst sár- þjáður en lést á engu bera hve illa þér leið og varst alltaf með spaugsyrði á vörum. Þegar Real skoraði þá sagðist þú því miður ekki geta staðið upp. Ég sagði „ha, þarftu að fara eitthvað“, en þú sagðir „nei, ég get því miður ekki staðið upp til að fagna“. Svona varstu ótrúlegur. Það var gaman að fara með þér í golf og áttum við skemmtilegar stundir við þá iðju. Þú vildir alltaf að ég æfði meira golf og vildir gera úr mér góðan kylfing, en ég var bara hrifnari af fótboltanum. Ég vona að verkirnir sem þú þjáð- ist af séu horfnir núna og vona að þér líði vel á nýjum stað. Þakka þér fyrir að leyfa mér að kynnast þér. Eiður Benedikt. Á síðasta degi ársins barst mér andlátsfregn. Ragnar Lár. teiknari og myndlistarmaður hafði kvatt, vin- ur til margra ára og samstarfsmaður. Þannig voru þetta tvenns konar tíma- mót og má segja að við séum stöðugt minnt á hvernig tíminn líður og líf okkar einkennist af kveðjustundum, degi lýkur, viku og ári. Sól sest. Um leið er þetta ávallt einnig upphaf. Þannig hófust kynni okkar Ragnars um 1980, hann þá nýfluttur til Ak- ureyrar með teiknistofu sína, Teikni- stofu Ragnars Lár, en ég vann þá á Teiknihönnun KG. Atvikin höguðu því svo að við sameinuðum þessi tvö fyrirtæki og hófst þar farsælt sam- starf til margra ára. Við stofnuðum þarna teiknistofuna Stíl, stíll í merk- ingunni teikni- og skrifverkfærið stíll, sem átti vel við, því Ragnar var jafn- vígur á teikni- og orðsins stíl, Mola- bækur hans, skopteikningar og skrif í Spegilinn ásamt teiknipersónunni Bogga vitna þar um. Einstakir hæfileikar hans til að teikna urðu mér ljósir í samstarfi okkar, hvernig línan eftir blekpenn- ann varð áreynslulaust að lifandi mynd. Þetta áreynsluleysi er álíka og þegar snjöllustu söngvarar syngja „áreynslulaust“ erfiðustu aríur; við vitum að það er ekki gert án ein- stakra hæfileika, en um leið mikillar þjálfunar. Þannig langar mig að ljúka orðum mínum með lítilli sögu, lýsingu á at- burði sem gerðist á Teiknistofunni Stíl. Árlega eru haldnir Andrésar And- ar-leikar í Hlíðarfjalli og vantaði nú stórar myndir af Andrési Önd sem átti að setja á skíðasvæðið. Mikið lá á því mótið átti að hefjast daginn eftir. Einn dagur til stefnu, að hanna og gera þrjú stór útsöguð skilti með mynd af öndinni og okkur nokkur vandi á höndum. Í stuttu máli tók Ragnar af skarið, pantaðar voru spónaplötur, þær grunnaðar og lakk- aðar. Fundin dæmigerð mynd af önd- inni góðu úr myndablaði og áreynslu- laust dregin upp tveggja metra eftirmynd á þrjár spónaplötur. Blessuð sé minning Ragnars Lár. Við Hildur sendum Kristínu, börn- um og barnabörnum okkar innileg- ustu samúðarkveðjur. Guðmundur Ármann Sigurjónsson, myndlistarmaður. Ragnar Lárusson var einn helsti fjöllistamaður er ég hef kynnst og sá skemmtilegasti. Það lék allt í höndum hans, hann var teiknari, listmálari og handverksmaður, sagnasmiður og söngvari, grínari en um leið alvöru- maður og sósíalisti. Hann fékkst við flest um ævina. Reri í Eyjum með Ása í Bæ og gaf seinna út með honum Spegilinn. Stundaði blaðamennsku af allri gerð og skapaði teiknimynda- persónur eins og Bogga blaðamann. Hann bjó til allskonar verk til tæki- færisgjafa og hann var handmennta- kennari af þeirri sort, sem fáir finnast af, þó ekki hefði hann réttindin. Hann bjó yfir þeim eiginleikum sem hverj- um kennara er nauðsynlegastur: ein- stakri þekkingu á kennslugreininni, hæfileikanum til að miðla henni og bar virðingu fyrir sérhverjum nem- anda. Ég man fyrst eftir Ragga Lár á djammsessjón í Alþýðuhúsinu í Vest- mannaeyjum laust eftir 1960 er hann söng ,,All of me“ með færustu djass- leikurum Eyjanna: Guðna Her- mansen, Gylfa prent, Aðalsteini í Brynjólfsbúð og Sissa Þórarins. Þarna sungu fleiri, en enginn hafði sveifluna jafn innborna og Raggi Lár. Hann hafði ekki mörg lög á efnis- skránni, en sem betur fer er ,,All of me“ til hljóðritað. Eftir þetta kynntist ég Ragga vel, enda hefur blandan, djass og sósíal- ismi, farið vel saman. Það var þó ekki fyrr en hann hafði farið norður, farið að búa með henni Kristínu sinni, sem annaðist hann eins og blóm í eggi, og eignast með henni Freyju, yngsta barnið, að kynnin urðu náin. Þau fluttu nefnilega upp á fjórðu hæð í næsta stigagangi við mig í Breið- holtsblokkinni góðu við Vesturberg. Nú var ekki vík á milli vina og er golf- vertíð lauk var oft hittst til að lyfta kollu og ræða um listir, menningu, ástand heimsmála og hlusta á tónlist. Kristín hafði ekki náð til botns í djassinum svo Jussi Björling snerist undir geislanum oftar en ekki og þeg- ar hann túlkaði sænsku gullaldarlög- in stóð tíminn kyrr. Einn af bestu vin- um Ragga Lár og góðvinur minn var djassskipstjórinn úr Eyjum, Óskar á Háeyri. Með honum var haldið í ýms- ar ævintýraferðir. Ég var ekki með er þeir félagar ætluðu að hlusta á djass í Reykjavík, en engir tónleikar voru í sjónmáli; þá var brunað til Keflavíkur og haldið til Hafnar og hlustað á Richard Boone. Ég fékk þó að njóta góðs af ferðinni því þeir bönkuðu heimkomnir uppá með stórt plakat af Boone og kassa af bjór og sögðu ferðasöguna. Óskar dansaði svo skipstjóravalsinn við Önnu Bryn- dísi, konu mína, og Raggi hermdi fyr- ir hana eftir söng föður hennar, Kristins Hallssonar. Sannir heiðurs- menn. Raggi Lár var síteiknandi hvar sem hann fór og minnisstæðir eru mér tónleikar kvartetts Svend As- mussens í Súlnasal Hótels Sögu. Þeg- ar allir voru farnir og ég að ganga frá einhverju praktísku við þjónana segir einn þeirra: ,,Viltu ekki eiga þennan dúk!“ Á hann hafði Raggi teiknað As- mussen kvartettinn í fullri sveiflu. Af öllum listaverkum hans finnst mér vænst um þau óhlutbundnu, ekki síst klippimyndirnar. Þau munu lengi lifa og megi Kristín, börn hans og aðrir ástvinir sækja þrótt í minn- inguna um gefandi og ástríkan mann. Vernharður Linnet. Það eru bráðum 30 ár síðan við vor- um svo lánsöm að kynnast Kristínu og Ragnari og eignast þeirra vináttu. Við höfðum að vísu kynnst Ragnari lítillega áður, fyrst þegar hann sem ungur maður söng með hljómsveit á Akranesi og heillaði okkur stelpurnar með sinni fallegu rödd og svo aftur mörgum árum seinna þegar við vor- um farin að spila golf, því þá þekktust nánast allir sem það stunduðu. Þegar við svo fluttum til Akureyr- ar 1978 voru þau nýflutt þangað líka og urðum við nágrannar um tíma og tókst þá mikill og góður vinskapur með okkur sem hefur verið okkur mikils virði æ síðan. Við höfum átt svo margar ógleymanlegar stundir sam- an, við spilaborðið, við matarborðið, á golfvellinum og á ferðalögum svo eitt- hvað sé nefnt og yljum við okkur nú við allar þær góðu minningar. Ragnar fékk óvenjulega marga hæfileika í vöggugjöf, listamaður með blýant og pensil, söngmaður góður, skáld, góður penni og margt fleira. Og ekki síst var hann góður sögu- maður með afburðagott minni og góða kímnigáfu svo það voru margar samverustundirnar sem hann skemmti okkur vinum sínum og fé- lögum með kostulegum uppákomum og skemmtilegheitum. Þrátt fyrir mikil og þrálát veikindi í mörg ár, kvartaði hann ekki heldur var alltaf jafn áhugasamur um menn og málefni og stundaði sín áhugamál eftir því sem heilsan leyfði, spilaði golf og kom í golfskálann til að hitta félagana og spjalla og verður hans sárt saknað úr þeirra hópi. Birgir þakkar Ragnari sérstaklega fyrir margar yndislegar samveru- stundir, ekki síst síðustu mánuðina, sem þeir áttu saman. Elsku Kristín, Freyja, Eiður, fjöl- skylda, ættingjar og vinir Ragnars, megi góðu minningarnar hugga ykk- ur og styrkja. Blessuð sé minning vinar okkar. Inga og Birgir. Í dag verður til moldar borinn Ragnar Lár, vinur minn um 30 ára skeið. Ragnari kynntist ég er hann hóf störf hjá Dagblaðinu sem útlits- teiknari og varð okkur strax vel til vina. Þar sem ég vann við uppsetn- ingu blaðsins varð samstarf okkar ná- ið og aldrei bar þar skugga á. Ragnar var þægilegur í samstarfi, léttur og skemmtilegur, sem gerði það að verkum að við sem unnum með hon- um vildum allt fyrir hann gera. Oftar en ekki, eftir vinnu á föstudagskvöld- um, settumst við félagarnir niður, yf- irleitt heima hjá honum og Kristínu konu hans, með guðaveigar og rædd- um málin. Ragnar var góður sögu- maður sem hafði frá mörgu að segja og sögurnar af honum og félaga hans Ása í Bæ voru ógleymanlegar enda brölluðu þeir margt saman. Hann varð drifkraftur í félagslífi fyrirtækisins án þess að hann ætlaði sér það í raun. Hann var bara þannig. Við vorum nokkrir á blaðinu komnir í golfið og Ragnar vildi taka þátt í því og áður en við vissum af var hann kominn á fulla ferð í golfinu, gekk í Nesklúbbinn og spilaði þar í mörg ár en fór síðan yfir í Keili og var þar fé- lagi til dauðadags. Ragnar var upp- hafsmaður að golfmóti starfsmanna Dagblaðsins og gesta, Flipp-Open, og gott ef þetta mót er ekki enn við lýði. Eftir því sem Ragnar kynntist golf- íþróttinni betur áttaði hann sig á því að reglur íþróttarinnar voru ekki nógu aðgengilegar byrjendum og var ekki að tvínóna við hlutina. Hann gaf út myndskreytta reglubók fyrir þá sem voru að stíga sín fyrstu skref í golfinu með Bogga sinn í aðalhlut- verki. Við ræddum nú í nóvember hvort ekki væri ráðlegt að gefa hana út aftur enda er hún alveg ófáanleg. Því miður náðum við ekki að fara nánar út í þá sálma. Reyndar áttum við Ragnar eftir að tala um svo margt, en ég get sjálfum mér um kennt, ég heimsótti hann alltof sjald- an og get grátið yfir því núna. Ég gerði mér ekki grein fyrir því hversu veikur hann var orðinn og ekki var hann að væla yfir því. Ragnar var í raun einn sá hrein- skiptnasti maður sem ég hef hitt um ævina og hóf oft máls á hlutum sem maður ræddi helst ekki, en hann vildi hafa allt uppi á borðinu og kom alltaf til dyranna eins og hann var klæddur, hafði sterka réttlætistilfinningu og gerði sömu kröfur til annarra. Þoldi illa hjóm og hvers konar yfirborðs- mennsku. Með Ragnari er fallinn frá yndis- legur maður, frábær félagi og vinur vina sinna og þakka ég honum sam- fylgdina. Ég og Auðbjörg kona mín vottum Kristínu, Freyju og öllum öðrum ást- vinum Ragnars dýpstu samúð og megi minning um góðan dreng fylgja okkur öllum í framtíðinni. Halldór B. Kristjánsson. Ragnar Lárusson REYNSLA • UMHYGGJA • TRAUST Þegar andlát ber að höndum Önnumst alla þætti útfararinnar ÚTFARARSTOFA KIRKJUGARÐANNA Vesturhlíð 2 • Fossvogi • Sími 551 1266 • www.utfor.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.