Morgunblaðið - 11.01.2008, Page 36

Morgunblaðið - 11.01.2008, Page 36
36 FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ MINNINGAR ✝ GunnþórunnGunnlaugsdóttir frá Krossavík fædd- ist á Felli í Vopna- firði 6. september 1929. Hún lést á legudeild Sunda- búðar á Vopnafirði 5. janúar síðastlið- inn. Foreldrar hennar voru Björg Jónsdóttir frá Hrauntanga í Ax- arfjarðarheiði og Gunnlaugur Jóns- son frá Hraunfelli í Vopnafirði. Gunnþórunn var þriðja í röð sjö systkina, hin eru Halldóra, d. 1998, Friðjón, Einar, d. 1980, Níels, Bergþóra og Helga. Gunnþórunn giftist 26. desem- ber 1948 Birni Sigmarssyni, f. í Krossavík í Vopnafirði 22. nóv- ember 1919, lést af völdum slyss 25. apríl 2006. Þau eiga tvo syni, sem báðir eru búsettir á Vopnafirði, þeir eru: 1) Garðar, sam- býliskona Guðrún Hjartardóttir. Þau slitu samvistir. Börn þeirra eru: a) Hjört- ur, sambýliskona Ester Ósk Hreins- dóttir. Dóttir Hjart- ar úr fyrri sambúð er Bryndís Una. b) Gunnþórunn, búsett í Svíþjóð. 2) Sigmar Sigurður, kvæntur Hafrúnu Ró- bertsdóttur, börn þeirra eru a) Eydís Þórunn, gift Agli Sandholt, b) Björn Þór, sambýliskona Berg- dís Þrastardóttir, og c) Eva Þór- ey, nemi í MA. Gunnþórunn verður jarðsungin frá Vopnafjarðarkirkju í dag og hefst athöfnin klukkan 14. Elsku Gunnþórunn mín. Með þess- um fáeinu orðum kveð ég þig og þakka þér fyrir allar góðu stundirnar okkar saman í Krossavík. Mér er minnisstætt þegar við Gunnþórunn litla þín vorum að leika okkur uppi í saumaherbergi á meðan þú sast við saumavélina þína og töfraðir fram hverja flíkina á eftir annarri handa barnabörnunum þínum. Hve gaman það var að máta kjólana sem við Gunnþórunn fundum og tala ég nú ekki um fallegu hælaskóna sem voru nú frekar ljótir að mér fannst þá en þegar ég hugsa til baka voru þessir skór hreint glæsilegir enda fer bless- uð tískan ávallt í hringi eins og við töluðum svo oft um saman. Man ég þegar við sátum í „spari- stofunni“ og skoðuðum gamalt al- búm, myndir af þér þegar þú varst ung, hve glæsileg þú varst og ætlaði ég alltaf að verða svona eins og hún Gunnþórunn í Krossavík. Ég ætla að kveðja þig, Gunnþór- unn mín, með smábút úr ljóði sem ég samdi eitt sinn um Vopnafjörð og var það þá elsku Krossavík og góðu minningarnar sem komu upp í huga mér, minningar sem ég mun ávallt geyma og aldrei gleyma. Ég horfi til fjalla og lít út á sæ ég minningu fæ um einn bóndabæ Smjörfjöllin vaka og gæta hans vel gleymi ei hvað þau eru yndisleg. Kær kveðja Ingibjörg Ólafsdóttir. Ég skaust uppá Sjúkrahús til að óska frænku minni góðrar heimferð- ar og gleðilegra jóla. Þetta var snemma á laugardagsmorgninum fyrir jólin og hún var að fara heim. Heim í Vopnafjörðinn sinn, heim til fólksins síns. Við héldumst í hendur og brostum gegnum tárin. Við vorum að kveðjast í hinsta sinn. Gunnþór- unn móðursystir mín var mér ynd- islega góð. Hún var mér meira en bara frænka. Við fjölskyldan komu til hennnar og Bubba bónda, nánast hvert sumar í 35 ár. Stundum oftar en einu sinni á sumri. Alltaf hlökk- uðum við jafnmikið til að fara til Krossavíkur, og alltaf var jafn erfitt að kveðja. Ekki vorum við fyrr komin inn úr dyrunum í Krossavík en sest var að matar- eða kaffiborði. Alltaf var borðið svo fullt af brauði og mat að ekki var hægt að koma meiru þar á. Ekki líkaði mér það illa og hún vissi það og var ánægð með það. Enda var alltaf tekið vel til matar síns í Krossavík. Við frænka mín rifj- uðum oft upp brauðsneiðarnar okkar góðu, sem samanstóðu af rúgbrauði, smjöri, rabbarbarasultu og gallsúrri slátursneið þar ofan á. Allt gert af Gunnþórunni sjálfri, stórkostlegt! Þetta er besta brauðsneið sem ég hef nokkru sinni smakkað. Við hlógum mikið og skemmtum okkur sérstak- lega vel yfir svipnum á manninum mínum þegar við borðuðum góðgæt- ið. Við rifjuðum þetta upp um daginn og gátum ennþá tíst yfir þessu. Ég lærði margt af þessari yndislegu konu. Til að mynda ýmis gömul hús- verk, svo sem að vinna afurðir úr mjólkinni, þvo á þvottabretti, baka gamaldags brauðmeti og allt mögu- legt annað. Ég var alltaf að læra. Þau hjónin voru eins og afi og amma dótt- ur okkar. Hún fékk að vera hjá þeim í sveitinni, þau gáfu henni lamb og mátti hún ekki taka innlögnina út úr banka nema fyrir námi. Þetta gerði hún og kom það sér vel. Henni þótti afar vænt um þau. Það var ómetan- legt að fá að vera samferða Gunnþór- unni frænku minni í öll þessi ár. Við þökkum fyrir það. Elsa og Gestur Einar. Björn frændi minn í Krossavík sagði mér frá því að hann hefði sem ungur maður komið í Fell í Vopna- firði þar sem „ansi lagleg hnáta“, dóttir þeirra Fellshjóna, hefði vakið athygli hans. Árin liðu og úr laglegu hnátunni varð falleg kona og úr at- hygli frænda míns varð ást. Ástin var gagnkvæm, Gunnþórunn fluttist í Krossavík árið 1947, þau giftust og hófu búskap. Gunnþórunn sinnti mörgu og mörgum. Hún tók virkan þátt í bú- skaparstörfunum, vann heimilis- störfin, hugsaði um synina tvo og mig þau sumur sem ég var í sveit hjá þeim hjónunum. Afi minn og amma nutu góðs af hennar umönnun, Sig- mar uppeldisbróðir Björns átti heima í Krossavík uns hann fluttist á elliheimilið og Gunnlaugur faðir Gunnþórunnar bjó hjá þeim síðustu ár ævinnar. Fjöldi gesta sótti þau hjónin heim og voru margir þeirra fastagestir. Þeir nutu einstakrar gestrisni þeirra Björns og Gunnþór- unnar og þáðu að sjálfsögðu veiting- ar. Til eru þeir, sem telja konur hafa það fram yfir karlmenn að geta fleira en eitt í einu. Hvort sem það fær staðist eða ekki, er víst að Gunnþór- unn Gunnlaugsdóttir gat margt í senn. Ég upplifði oft hvernig hún ræddi af innlifun við heimilisfólk eða gesti, bakaði eina eða fleiri kökur og lék við eitt eða fleiri barnabarna sinna samtímis. Viðmælendum líkaði umræðan, kökurnar smökkuðust vel að vanda og börnin voru hin ánægð- ustu með leikfélagann. Og allt fór þetta skipulega fram og virtist henni áreynslulaust. Gunnþórunn var snillingur til verka og næg voru verkin. Kýrnar voru handmjólkaðar, handaflið mik- ilvægast í heyskapnum og allur þvottur handþveginn, því rafmagn kom ekki í Krossavík fyrr en 1969. Mér fundust sveitastörfin skemmti- leg. Ég lærði að garða og raka sam- an, smala bæði gangandi og á hest- um, draga kindur á hornunum hálfsitjandi á þeim stærstu, reka kýrnar og sækja þær aftur stundum lengst út í land, en aldrei lærði ég al- mennilega að mjólka þótt það léki í höndunum á bæði Gunnþórunni og syni hennar Garðari. Í tímans rás breyttist margt, tæknibylting varð og vinnubrögð breyttust, fólk kom og fór, en Björn Gunnþórunn Gunnlaugsdóttir ✝ Eyjólfur Jóns-son fæddist í Reykjavík 18. maí 1925. Hann lést á heimili sinu í Ade- laide í Ástralíu 29. nóvember síðastlið- inn. Eyjólfur var sonur hjónanna Þórunnar Páls- dóttur, f. 14.3. 1892, d. 18.9. 1969, og Jóns Eyjólfs- sonar, f. 18.11. 1989, d. 18.8. 1957. Bræður Eyjólfs eru Magnús, f. 1914, d. 1975, maki Sigríður Eyjólfsdóttir, f. 1916, d. 1973, Þorbjörn, f. 1923, maki Anna Jónsdóttir, f. 1923, d. 2004, og uppeldisbróðir Eyjólfs er Svavar Magnússon, f. 1936, maki Emelía Kjartansdóttir, f. 1937. þar til ársins 1995 er hann lét af störfum sökum aldurs. Eyj- ólfur tók virkan þátt í íþrótt- um og var annar stofnandi Knattspyrnufélagsins Þróttar, hann var þó aðallega þekktur sem sjósundmaður og eru af- rek hans á því sviði mörg. Sem dæmi má nefna að hann synti meira en 30 sinnum yfir Skerjafjörð, í tvígang Drang- eyjarsund, Vestmanna- eyjasund, Hafnarfjarðarsund og til Akraness. Eftir lát eig- inkonu sinnar árið 1996 flutti Eyjólfur til Adelaide í Ástralíu og þar kynntist hann eftirlif- andi sambýliskonu sinni, Mary Pilgrim, f. 27.3. 1925. Eyjólfur kom þó oft heim til Íslands og síðast dvaldi hann hér nokkra mánuði 2004/2005 vegna út- gáfu ævisögu sinnar „Eyjólfur sundkappi“ sem Jón Birgir Pétursson skráði. Minningarathöfn um Eyjólf verður í Bústaðakirkju í dag og hefst hún klukkan 13. Eyjólfur kvænt- ist hinn 25.9. 1953 Katrínu Dagmar Einarsdóttur, f. 12.7. 1930, d. 18.10. 1996. Dóttir þeirra er Berg- lind, f. 26.12. 1957, maki Jón Otti Gíslason, f. 15.4. 1955, d. 26.1. 2003. Börn þeirra eru Katrín Dag- mar, f. 16.9. 1983, og Eyjólfur, f. 23.3. 1989. Eyjólfur ólst upp á Gríms- staðaholti í Reykjavík og fór ungur að vinna sem fisksali hjá Halldóri Sigurðssyni. Hann starfaði svo um tíma sem verk- stjóri í bæjarvinnunni en árið 1959 hóf hann störf hjá lög- reglunni í Reykjavík og vann Afi var sterkastur allra, það var ekkert sem hann gat ekki gert. Hann kvartaði aldrei og varð aldrei veikur. Þess vegna finnst mér ennþá óraun- verulegt að hann sé farinn. Hann gat sigrað allt, allar þær hindranir sem urðu í vegi hans voru smávægilegar. Það var ekkert of erfitt fyrir hann afa minn. Hann var besti afi í heimi. Hann vildi allt fyrir mig gera því ég var uppáhaldsbarnabarnið hans (að minnsta kosti uppáhaldsstelpan). Amma og afi bjuggu í sama húsi og við og tel ég það mikil forréttindi fyrir mig að hafa haft þau svona nálægt. Ég komst upp með allt og fékk að gera allt sem ég vildi. Margar af mín- um bestu æskuminningum tengjast ömmu og afa. Afi var alltaf með flottasta jólatréð og ameríska jólaskrautið frá sjöunda áratugnum. Amma sá um að skreyta íbúðina en afi sá algjörlega um jóla- tréð. Jólatréð hans afa var ekki bara jólatré heldur ævintýraland. Mikið af skrautinu var fígúrur og allar höfðu þær ákveðinn persónuleika. Ég man eftir mér pínulítilli vera að dást að skrautinu og afi að segja mér sögurn- ar um hverja og eina fígúru og hvern- ig þær tengdust hver annarri. Þegar ég var yngri svaf ég næstum hverja einustu helgi hjá ömmu, þá var afi á næturvakt og leyfði mér að kúra í afaholu á meðan hann lá á beddan- um inni í bókaherbergi. Hann var ekki einu sinni með sæng heldur teppi. Þótt hann væri hættur að vinna svaf hann oft í bókaherberginu svo að ég fékk að vera í rúminu hans. Ég fékk að hertaka sjónvarpsherbergið þeirra ömmu og afa, eina skilyrðið var að þau fengju að horfa á fréttirnar og einstaka sjónvarpsþátt. Sumarið 2003 var eitt besta sumar ævi minnar, eftir mjög erfiðan vetur ákvað ég að breyta um umhverfi. Ég og Elísabet, besta vinkona mín, ákváðum að skella okkur til Ástralíu að heimsækja afa og Mary. Þessi ferð var ótrúlega mikið ævintýri fyrir okk- ur. Það var komið fram við okkur eins og prinsessur (sem við náttúrlega er- um) og við þurftum ekki að lyfta fingri hjá þeim. Við vorum í Adelaide í mánuð og það var yndislegt að fá að vera heima hjá afa og Mary. Við fór- um líka til Sydney og Gold Coast. Afi kom heim í lok ársins 2004 til að gefa út ævisögu sína og hef ég sjaldan séð hann jafnstoltan. Afa fannst ofsalega merkilegt að ég væri í Háskólanum og fylgdist hann alltaf með því hvernig mér gekk. Þessa dagana er ég að skrifa lokarit- gerð og var búin að lofa afa að gefa honum eintak. Ég veit þó að hann vakir yfir mér og hjálpar mér að kom- ast í gegnum þetta allt. Ég veit líka að þegar ég útskrifast í vor þá verður hann þarna hjá mér. Elsku afi. Ég sakna þín svo mikið að það er sárt. Mér finnst óbærilegt að hugsa til þess að ég skuli aldrei aft- ur fá bréf frá þér eða fá að heyra aftur í þér. Verst finnst mér að fá aldrei að taka utan um þig aftur og finna lykt- ina af þér. Síðast þegar við hittumst þá varstu að fara til Ástralíu aftur. Ég tók svo fast utan um þig og þú um mig og það var eins og við vissum að við myndum ekki hittast aftur. Ég veit að amma og pabbi hafa tekið vel á móti þér. Hvíldu í friði elsku afi. Þín Katrín Dagmar (Kallý). Eyjólfur var fæddur og uppalinn á Grímsstaðaholtinu, sonur hjónana Jóns Eyjólfssonar og Þórunnar Páls- dóttur. Í æsku fékk Eyjólfur berkla og um hríð var óttast að taka þyrfti af honum fæturna vegna þeirra veik- inda. Eyjólfur komst á legg og lagði fyrir sig íþróttir. Sjósund var aðal- íþróttagreinin og mörg voru afreks- sundin, meðal þeirra var Drangeyj- arsund, sem hann synti tvisvar ósmurður, Akranessund frá Reykja- vík, Kollafjarðarsund, Vestmanna- eyjasund og ótal oft yfir Skerjafjörð- inn til Bessastaða. Eyjólfur var í um fimmtíu ár eini Íslendingurinn sem reynt hafði að synda Ermarsundið frá Dover til Calais í Frakklandi þar til síðasta sumar, er þeir Benedikt Lafleur og Benedikt Hjartarson reyndu fyrir sér og fylgdist Eyjólfur með afrekum þeirra. Ermarsundið er mikið afrek, því stysta leið á milli Englands og Frakklands er um 32 kílómetrar og vegna strauma synda sundmenn nær 50 km til Calais. Flestir sem ekki ljúka sundinu lenda í því sem kallað er þvottavélin eða grafreitur draumanna, en það er við strönd Frakklands þar sem miklir hringið- ustraumar myndast. Í æsku var Eyjólfur mikill leiðtogi og stofnaði ásamt Halldóri Sigurðs- syni fisksala Knattspyrnufélagið Þrótt. Stóðu þeir fyrir miklu ung- lingastarfi og var hann alla tíð mjög stoltur af starfi þeirra. Eyjólfur missti eiginkonu sína, Katrínu Dagmar Einarsdóttur, fyrir 11 árum, var það mikil missir, því þau voru samrýnd og samtaka á öllum sviðum. Eyjólfi var boðið til Ástralíu af vini sínum Joseph Walsh, en vin- skapur þeirra hófst í heimsstyrjöld- inni síðari er Joe var hér sem dul- málsþýðandi Breta. Er styrjöldinni lauk héldu þeir vinasambandi og heimsóttu hvor annan. Joe flutti til Ástralíu, Adelaide, en þar bjó Eyjólf- ur síðustu árin ásamt Mary Pilgrim, sem hann kynntist þar, hafa þau síðan komið í heimsóknir til Íslands. Marie var einkar hrifin af Íslandi og tók okkur sem fjölskyldu sinni. Í heim- sóknum sínum gafst þeim tækifæri til að skoða landið og náttúru þess. Ég minnist Eyjólfs sem kærleiks- ríks frænda, sem reyndist mér sem faðir væri, foreldrar mínir og systkini fluttust til Svíþjóðar fyrir 30 árum og reyndist hann mér vel. Eyjólfur var mér góð fyrirmynd, ég lærði að í starfi hans sem lögreglumanns voru margbreytilegar hliðar á mannlífinu. Í frásögn úr starfi hans er mér minnisstæðast er hann og félagi hans, Þórir Hersveinsson, tókust á við mjög geðhrærðan mann sem ógnaði konu sinni með hnífi og hélt henni í gísl- ingu. Leystu þeir það með rólegheit- um og yfirvegun án nokkurra átaka. Í dag hefði slíkt mál verið afgreitt með hörku sérsveitar, sem hefði gengið grá fyrir járnum, með tilheyrandi lát- um og ofbeldi. Slík er minningin um drenglyndan mannvin sem vildi vel og leysti málin af yfirvegun og heiðar- leika. Það er heiður að minnast frænda, með þennan vitnisburð að leiðarljósi, sem kennt hefur mér að umgangast fólk með virðingu, vináttu og umburðarlyndi og að vinsamleg samskipti vinna að lokum sigrana. Systkini mín, Þóra, Þórunn og Kjartan, ásamt fjölskyldum senda einnig kveðju sína. Jón Svavarsson. Meira: mbl.is/minningar Fyrir skemmstu barst okkur fregnin um andlát Eyjólfs Jónssonar sem lést í Adelaide í Ástralíu hinn 29. nóvember sl. Fregnin kom ekki á óvart, þar sem hann hafði átt við veik- indi að stríða um alllangt skeið. En okkur systkinunum varð hún samt áminning þess hve hratt tíminn flýg- ur. Eyjólfi kynntumst við börn að aldri um þær mundir sem kynni tókust með honum og Katrínu Einarsdóttur móðursystur okkar. Ekki gat farið hjá að við löðuðumst að þessum unga og glæsilega íþróttamanni sem jafnan hafði tíma til að skemmta okkur með ýmiss konar leikjum og uppátækjum sem hann var sérlega fundvís á. Og reyndar er ástæða til að staldra sér- staklega við þann þátt sem umgengni við börn var í lífi Eyjólfs, börn löð- uðust að honum alla tíð og þess fengu einnig okkar börn að njóta ríkulega er þar að kom, svo ekki sé minnst á barnabörn hans sjálfs, þau Katrínu og Eyjólf yngri. Sagt er að Eyjólfur litli hafi eitt sinn sagt með aðdáun í augum: „Hann afi – hann afi getur allt!“ En „lífsins kyngi kallar“ segir í kvæðinu. Við systkinin uxum úr grasi og fundum okkur hvert sinn vettvang, en ekki breyttist að heimili þeirra Eyjólfs og Kallýjar frænku var áfram einn af föstu pólunum í tilveru okkar. Eyjólfur gerðist snemma lands- kunnur fyrir sundafrek sín og var ekki laust við að okkur þætti við fá dá- litla hlutdeild í ljómanum sem af hon- um stafaði á þeim árum. Hann gekk snemma til liðs við lögregluna í Reykjavík og þar var hann sem ann- ars staðar vel liðinn og vinsæll og öt- ull þátttakandi í félagslífi lögreglu- manna, ekki síst kór lögreglunnar sem alla tíð var honum afar hugstæð- ur. Árið 2004 kom út ævisaga Eyjólfs og þar greinir hann meðal annars frá æskuárum sínum á Grímsstaðaholti. Þetta var á þeim tíma sérstætt sam- félag verkafólks og trillukarla og eng- inn vafi leikur á að á sinn hátt fylgdi „Holtið“ Eyjólfi alla tíð. Trúlegt er að þar hafi hann numið og fest sér í huga þau gildi sem hann lifði eftir og mörk- uðu hann mest: Vinnusemi, hjálpsemi við náungann og heiðarleika. Um ævi- Eyjólfur Jónsson

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.