Morgunblaðið - 11.01.2008, Qupperneq 39

Morgunblaðið - 11.01.2008, Qupperneq 39
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2008 39 dagbók Í dag er föstudagur 11. janúar, 11. dagur ársins 2008 Orð dagsins: Ég er Drottinn, það er nafn mitt, og dýrð mína gef ég eigi öðrum né lof mitt úthöggnum líkneskjum. (Jesaja 42, 8) Kvennasögusafn Íslands varstofnað 1975. Safnið er nútil húsa í Þjóðarbókhlöð-unni og heldur úti vefsíðu með áhugaverðu efni um sögu kvenna á Íslandi. Auður Styrkársdóttir er for- stöðumaður safnsins: „Kvenna- sögusafn Íslands safnar og miðlar öllu sem viðkemur sögu íslenskra kvenna og býr að miklu skjalasafni félaga eins og Kvenréttindafélagsins, Kven- félagasambandsins og Kvennalistans,“ segir Auður. „Til að gera safnið að- gengilegra hefur síðustu tvö ár verið unnið að uppbyggingu vefjar með upplýsingum um íslenska kvennasögu. Vefnum er ætlað að vera bæði skemmtilegur og fræðandi, og þar eru einnig settar inn kvennatengdar frétt- ir af innlendum og erlendum vett- vangi.“ Síða Kvennasögusafns er á slóðinni www.kona.bok.hi.is: „Á vefnum er m.a. að finna svæði tileinkað Bríeti Bjarnhéðinsdóttur og var safnað sam- an árið 2006 á 150 ára ártíð hennar,“ segir Auður. „Teknar hafa verið sam- an lykilupplýsingar úr íslenskri kvennasögu, og má nefna sem dæmi samantekt um kvennafrídaginn 1975, uppruna alþjóðabaráttudags kvenna 8. mars og hvernig íslenskar konur öðl- uðust kosningarétt árið 1915 eftir langa baráttu.“ Kvennasagan í vasann Einnig má finna á vef Kvenna- sögusafnsins fróðleik um áhugaverða sögustaði í miðborg Reykjavíkur: „Við höfum tekið saman texta um merk- isstaði í Kvosinni og í Þingholtunum. Gestir vefsíðunnar geta prentað text- ana út og haft meðferðis á göngu- túrum um bæinn svo úr verður kvennasöguferð þar sem fræðst er um sögu merkiskvenna sem bjuggu í hús- unum í miðborginni,“ segir Auður. Nú er unnið að viðbót við síðuna, í tilefni þess að 24. janúar veða liðin 100 ár frá því reykvískar konur gátu fyrst kosið í bæjarstjórnarkosningum: „Í kosningunum 1908 kom fram kvennalisti, sem reyndist vinsælasti listinn og voru fjórar konur kosnar í bæjarstjórn Reykjavíkur. Á næstu dögum verður hægt að nálgast á vef safnsins upplýsingar um þessar kosn- ingar og konunar sem náðu kjöri.“ Samfélag | Skemmtilegur og fræðandi vefur Kvennasögusafns Íslands Kvennasaga á netinu  Auður Styrk- ársdóttir fæddist í Reykjavík 1951. Hún lauk stúdents- prófi fá Kenn- araskólanum 1971, BA-prófi í þjóð- félagsfræðum frá Háskóla Íslands 1976 og dokt- orsprófi í stjórn- málafæði frá Umeå-háskóla 1999. Auður starfaði sem blaðamaður um langt skeið og sem stundakennari við Háskólann. Hún hefur verið fostöðu- maður Kvennasögusafns frá 2001. Auður er gift Svani Kristjánssyni pró- fessor og eiga þau þrjú börn. Myndlist Hafnarborg | Hafnarfjarðarkaup- staður á aldarafmæli árið 2008 og Hafnarborg, menningar- og listastofn- un Hafnarfjarðar, á 25 ára afmæli. Af því tilefni verður efnt til hátíðarsýn- ingar á verkum úr safni Hafnarborgar. Menntamálaráðherra, Þorgerður Katr- ín Gunnarsdóttir, opnar sýninguna laugardaginn 12. janúar kl. 15. Listasalur Mosfellsbæjar | Hrönn Helgadóttir sýnir málverk. Síðasti sýn- ingardagur er 12. janúar. Listasalur Mosfellsbæjar, Kjarna, Þverholti 2, er opinn virka daga kl. 12-19 og laug- ardaga 12-15 og er í Bókasafni Mos- fellsbæjar. Umhverfissvið Reykjavíkurborgar flytur í nýtt og glæsilegt húsnæði á Höfðatorgi. Vegna flutninganna eru afgreiðsla og skrifstofur lokaðar föstudaginn 11. janúar. Við opnum aftur mánudaginn 14. janúar í Borgartúni 10-12 og biðjum viðskipta- vini að sýna biðlund. Erindum verður svarað í þjónustusíma Reykjavíkurborgar: 411 1111. Helstu verkefni Umhverfissviðs eru: Heilbrigðis- og mengunarvarnareftirlit, náttúruvernd og garðyrkja, sorphirða frá heimilum, dýraeftirlit, Vinnuskóli Reykjavíkur, Staðardagskrá 21, Náttúruskóli Reykjavíkur og umferðar- og samgöngumál. Nánari upplýsingar á www.reykjavik.is og í síma 411 1111 Félagsstarf Aflagrandi 40 | Vinnustofa, leikfimi, bingó, söngstund við píanóið. Árskógar 4 | Bað kl. 8.15, opin smíðastofa kl. 9- 16.30, bingó kl. 13.30. Bólstaðarhlíð 43 | Hárgreiðsla, böðun, almenn handavinna, morgunkaffi/dagblöð, fótaaðgerð, hádegisverður, kertaskreyting, frjálst að spila, kaffi. Dalbraut 18-20 | Vinnustofa í handmennt opin kl. 9-16 m/ leiðb. annan hvern föstudag kl. 13-16. Félag eldri borgara í Kópavogi | Gleðigjafarnir í Gullsmára syngja kl. 14. Stjórnandi Guðmundur Magnússon. Kaffiveitingar á vægu gjaldi. FEBK verður með opið hús í Gullsmára 12. janúar kl. 14. Upplestur, gamanmál, harmonikuleikur og myndbrot frá aðventuferð FEBK til Kaup- mannahafnar í des. sl. Skvettuball í Gullsmára 12. janúar kl. 20. Þorvaldur Halldórsson leikur fyrir dansi. Félag eldri borgara, Reykjavík | Bókmennta- klúbbur kl. 13, umsjón hefur Sigurjón Björnsson. Erlingur Gíslason fjallar um sjálfvalið efni. Félag kennara á eftirlaunum | Fyrsti fræðslu- og skemmtifundur ársins verður á morgun, laug- ardaginn 12. janúar og hefst kl. 13.30. Félagsheimilið Gjábakki | Botsía, málm- og silf- ursmíði kl. 9.30, jóga kl. 10.50, hádegisverður, félagsvist kl. 20.30. Félagsheimilið Gullsmára 13 | Vefnaður, jóga, ganga, leikfimi og hádegisverður. Gleðigjafarnir syngja kl. 14. Upplýsingar í síma 564-5260. Félagsstarf eldri borgara, Garðabæ | Hádeg- ismatur í Jónshúsi, pantað á staðnum eða í síma 617-1501. Skráningarblöð fyrir vornámskeið í Jónshúsi e.h., opið til 16.30. Leikfimi hefst í næstu viku. Ath., breyttur tími fyrir karlaleikfimi, mánud. kl. 9.30 og fimmtud. kl. 13. Félagsstarf Gerðubergs | Vinnustofur opnar kl. 9-16.30, m.a. bókband, umsj. Þröstur Jónsson. prjónakaffi/bragakaffi kl. 10, ganga um nágrenn- ið kl. 10.30. Frá hádegi spilasalur opinn, kóræf- ing kl. 14.20. Uppl. í síma 575-7720 og www.gerduberg.is. Strætisvagnar S4, 12 og 17 stansa við Gerðuberg. Furugerði 1, félagsstarf | Aðstoð við böðun frá kl. 9, smíðar og útskurður, spilabingó kl. 14, kaffiveitingar. Hvassaleiti 56-58 | Vinnustofa opin kl. 9-12, postulínsmálun, jóga kl. 9-11, Björg F. Böðun fyrir hádegi, hádegisverður. Bíódagur kl. 13.30, kaffi- veitingar. Hæðargarður 31 | Kynning á félagsstarfinu kl. 14. Hláturklúbbur, þrekhópur í World Class, ók. tölvuleiðbeiningar, Müller á morgnana, gönu- hlaup, skapandi skrif, magadans, klaust- ursaumur, framsagnarhópur, draumaprins, mynd- list og páfagaukar? Viltu taka blóm í fóstur? Sími 568-3132. Langahlíð 3, félagsmiðstöð | Morgunkaffi, blaðaklúbbur kl. 9.45, leikfimi kl. 11, opið hús, spilað kl. 13 og kaffiveitingar. Norðurbrún 1 | Smíðastofa og handavinnustofa eru opnar kl. 9-16. Myndlist kl. 9, leikfimi kl. 13. Hárgreiðslustofa sími 588-1288. Fótaaðgerð- arstofa sími 568-3838. Vesturgata 7 | Hárgreiðsla og fótaaðgerðir, handavinna, spænska – byrjendur, hádegisverður, sungið v/flygilinn, kaffiveitingar og dansað í Að- alsal. Vitatorg, félagsmiðstöð | Smiðja kl. 8.30, leir- mótun kl. 9, hárgreiðslu- og fótaaðgerðarstofan opin alla daga frá kl. 9. Morgunstund kl. 9.30, leikfimi kl. 10, bingó kl. 13.30. Uppl. í síma 411- 9450. Kirkjustarf Aðventkirkjan á Suðurnesjum | Biblíurannsókn 12. janúar kl. 11 og guðþjónusta kl. 12 í kirkjunni. Boðið upp á hressingu eftir samkomuna. Aðventkirkjan í Árnesi | Eyravegi 67, Selfossi. Barnadagskrá 12. janúar kl. 10 og biblíurannsókn fyrir fullorðna. Guðþjónusta kl. 11, ræðumaður er Jón Hjörleifur Stefánsson prédikari. Aðventkirkjan í Reykjavík | Biblíurannsókn fyrir börn og fullorðna 12. janúar kl. 11. Sérstakur um- ræðuhópur á ensku. Guðþjónusta kl. 12, ræðu- maður er Jóhann Þorvaldsson. Aðventkirkjan í Vestmannaeyjum | Prestur kirkjunnar Eric Guðmundsson sér um biblíurann- sókn 12. janúar kl. 10.30 og prédikar kl. 11.30. Sérstök barnadagskrá. Aðventsöfnuðurinn í Hafnarfirði | Hólshrauni 3, efri hæð. Biblíurannsókn, barna- og unglinga- starf, hugvekja, 12. janúar kl. 11. Súpa og brauð að samkomu lokinni. Áskirkja | Djákni Áskirkju verður með stólajóga og bæn á Dalbraut 27, kl. 10.15. Breiðholtskirkja | Foreldramorgunn kl. 10-12. Hallgrímskirkja | Starf fyrir eldri borgara kl. 11- 14. Leikfimi, súpa, kaffi og spjall. KJÚKLINGUM var fórnað í miklu blóðbaði í Benín í gær þegar vúdú- galdur var notaður til að koma í veg fyrir útbreiðslu fuglaflens- unnar og stöndum við Vest- urlandabúar vitaskuld í þakk- arskuld við þessa hugdjörfu kjúklinga. Vúdúgaldur og fuglaflensa Reuters MORGUNBLAÐIÐ birtir tilkynn- ingar um afmæli, brúðkaup, ættarmót og fleira lesendum sínum að kostn- aðarlausu. Tilkynningar þurfa að ber- ast með tveggja daga fyrirvara.Hægt er að hringja í síma 569 1100, senda tilkynningu og mynd á netfangið rit- stjorn@mbl.is, eða senda tilkynningu og mynd í gegnum vefsíðu Morg- unblaðsins, www.mbl.is, og velja liðinn „Senda inn efni“. Einnig er hægt að senda vélritaða tilkynningu og mynd í pósti. Bréfið skal stíla á: Árnað heilla, Morgunblaðinu, Hádegismóum 2 110 Reykjavík. Gullbrúðkaup | Í dag 11. janúar eiga hjónin Rósa Lárusdóttir og Jósef Rafn Gunn- arsson fimmtíu ára brúðkaups- afmæli. Þau munu gleðjast með fjöl- skyldunni í dag. 70ára afmæli. Sjötug-ur er í dag, 11. jan- úar, Björgvin Hólm Haga- línsson, Furugrund 38, Akranesi. Hann er að heim- an. árnað heilla ritstjorn@mbl.is

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.