Morgunblaðið - 11.01.2008, Page 41

Morgunblaðið - 11.01.2008, Page 41
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2008 41 Krossgáta Lárétt | 1 fúla, 4 heil- brigð, 7 tóbaks, 8 brúkar, 9 nöldur, 11 líkamshlut- inn, 13 karlfugl, 14 sam- gönguleiðina, 15 digur, 17 grannur, 20 frost- skemmd, 22 hæðin, 23 þyrmum, 24 brýtur í smátt, 25 rýja. Lóðrétt | 1 viðburðarás, 2 geisladýrð, 3 svara, 4 fóstur í dýri, 5 bumba, 6 skipulag, 10 missa marks, 12 þegar, 13 skinn, 15 á buxum, 16 gestagangur, 18 tign- armanns, 19 langloka, 20 þvingar, 21 óþétt. Lausn síðustu krossgátu Lárétt: 1 kunngerir, 8 kosts, 9 reiði, 10 kið, 11 kargi, 13 innan, 15 hrátt, 18 flakk, 21 afl, 22 skarð, 23 orgar, 24 glaðsinna. Lóðrétt: 2 ufsar, 3 níski, 4 eirði, 5 iðinn, 6 skák, 7 vinn, 12 gat, 14 nál, 15 hæsi, 16 áfall, 17 taðið, 18 floti, 19 arg- an, 20 korg. 1 7 11 15 22 24 12 14 3 9 20 10 4 8 21 23 25 13 17 5 18 6 19 2 16 (21. mars - 19. apríl)  Hrútur Þú ert kominn í ógöngur í sam- bandi. Ekki hamra á því sem þú hefur allt- af haldið fram. Skildu vandamálin eftir og njóttu endurnæringar í afþreyingu. (20. apríl - 20. maí)  Naut Þú leitar leiðsagnar. Hefurðu beðið guð um merki? Vertu ávallt viðbúinn að taka á móti því sem þú hefur beðið um. Þú færð merki, hárfínt en augljóst. (21. maí - 20. júní)  Tvíburar Þú ert óendanlega forvitinn. Það – meira en hugrekki – mun hjálpa þér yfir þröskuld þess óþekkta. Eftir það verður ekki aftur snúið. (21. júní - 22. júlí)  Krabbi Það þarf lítið til að smáágreiningur verði að meiriháttar rifrildi. Á sama hátt geta hógværir gullhamrar orðið að ást- aryfirlýsingu. (23. júlí - 22. ágúst)  Ljón Mann langar í margt, en reyndu að láta þig langa í það sem þú átt. Reyndu að endurmeta hlutina. Farðu yfir sambönd, valkosti og dótið þitt og ákveddu hvað sé þess virði að halda í. (23. ágúst - 22. sept.)  Meyja Kannski að framlag þitt hafi ekki sömu áhrif og þú vildir, en haltu þínu striki. Þú sáir fræjum mikilleika og munt uppskera að mánuðum, jafnvel árum liðn- um. (23. sept. - 22. okt.)  Vog Besta leiðin til að vera skapandi er að kýla á’ða. John Steinbeck sagði: „Hug- myndir eru eins og kanínur. Þú eignast nokkrar, lærir að meðhöndla þær og innan tíðar áttu fullt af þeim.“ (23. okt. - 21. nóv.) Sporðdreki Þú veist hverjar þínar sterku hliðar eru. Þær eru samt ekkert til að leika sér með heldur að þróa. Einbeittu þér næstu þrjá daga að hæfileikum þínum. (22. nóv. - 21. des.) Bogmaður Þú gefur þegar af þér til fólks í kringum þig. Nú ertu að pæla í því hvernig þú getur orðið að enn meira gagni. Þessi umhyggja er lykilinn að hamingju. (22. des. - 19. janúar) Steingeit Ást hendir mann ekki, maður skapar hana sjálfur. Þvert á móti finnst þér þú hafa fullkomna stjórn á öllum óstjórnlegu tilfinningunum sem tilheyra ástinni. (20. jan. - 18. febr.) Vatnsberi Þótt þú fáir allt sem þú vilt, og virðingu í kjölfar viss afreks, er mjög ár- íðandi að þú gerir þér grein fyrir að þú ert mun meira en hæfileikar þínir. (19. feb. - 20. mars) Fiskar Það sem þú álítur nokkuð létt verk finnst öðrum hrikaleg vinna. Liðsmenn þínir þarfnast sérstakrar umhyggju og leiðbeiningar til að halda í við þig. stjörnuspá Holiday Mathis STAÐAN kom upp á rússneska meist- aramótinu sem lauk fyrir skömmu í Moskvu. Alexander Morozevich (2755) hafði hvítt gegn Konstantin Sakaev (2634). 49. Hxc6! bxc6 50. De5+ svarta staðan er nú afar erfið. Framhaldið varð: 50…Hg7 51. Df6 Hb8 52. e7 Bh7 53. He3 Kg8 54. De6+ Kh8 55. Df6 Kg8 56. De6+ Kh8 57. Dd6 Ha8 58. Dc7 Hg8 59. Rfe6 og svartur gafst upp. SKÁK Helgi Áss Grétarsson | ritstjorn@mbl.is Hvítur á leik. Falskar forsendur. Norður ♠72 ♥D76 ♦953 ♣DG1085 Vestur Austur ♠Á10863 ♠D94 ♥G842 ♥Á93 ♦G7 ♦D10862 ♣63 ♣42 Suður ♠KG5 ♥K105 ♦ÁK4 ♣ÁK97 Suður spilar 3G. Rökrétt hugsun getur brugðist á tvo vegu: Menn geta dregið rangar álykt- anir eða gefið sér rangar forsendur. Yfirleitt eru spilarar nokkuð glúrnir við að draga ályktanir. Ef vitað er hvernig þrír litir brotna er einfalt mál að reikna út skiptingu þess fjórða. Hitt er oft vandasamara verk að safna sam- an sönnum forsendum. Blekking snýst iðulega um það að sá fölskum for- sendum og treysta því að mótherjarnir dragi af þeim réttar ályktanir. Í spili dagsins kemur úr smár spaði og suður tekur drottningu austurs með kóng. Sagnhafi leggur niður ♣ÁK og spilar svo ♥K. Á austur að drepa eða dúkka? Ef austur hefði réttar forsendur (hönd suðurs), þá myndi hann auðvitað drepa og spila spaða, en spilamennska sagn- hafa bendir til þess að hann sé að brjóta sér leið inn í borð á ♥D og hafi þá byrjað með ♣ÁK blankt. Sé svo, er rétt að dúkka. BRIDS Guðmundur Páll Arnarson | ritstjorn@mbl.is 1 Kristín Guðmundsdóttir, elsti Íslendingurinn, er látin.Hvað varð hún gömul? 2 Hugmyndir eru uppi um að flytja Gröndalshús. Hvert? 3 Tryggingastofnun hefur fengið nýjan stjórnarfor-mann. Hver er það? 4 Feneyjasýning Steingríms Eyfjörð hefur verið opnuð íHafnarhúsinu. Hvaða heiti ber hún? Svör við spurningum gærdagsins: 1. Hver er formaður Húsafriðunarnefnd- ar sem óskað hefur eftir friðun húsanna við Laugaveg 4 og 6? Nikulás Úlfar Másson. 2. Hvaða vísindatímarit telur uppgötvun Yngva Björnssonar varð- andi damm-tafl meðal þeirra merk- ustu á síðasta ári? The Science Magazine. 3. Hver er þjálfari landsliðs karla í handknattleik? Alfreð Gíslason. 4. Hver var á þriðjudag tímabundið skipaður forstöðumaður fangelsisins á Litla Hrauni? Margrét Frímannsdóttir, fyrrverandi alþingismaður. Spurter… ritstjorn@mbl.is Morgunblaðið/Ómar dagbók|dægradvöl Sudoku Miðstig Lausnir síðustu Sudoku Lausn, ábendingar og tölvuforrit á www.sudoku.com Frumstig Miðstig Efstastig Frumstig © Puzzles by Pappocom Þrautin felst í því að fylla út í reitina þannig að í hverjum 3x3-reit birtist tölurnar 1-9. Það verður að gerast þannig að hver níu reita lína bæði lárétt og lóðrétt birti einnig tölurnar 1-9 og aldrei má tvítaka neina tölu í röðinni. Efstastig FRÉTTIR FÉLAGIÐ Alnæmisbörn fór í söfn- unarátak, Gefðu skjól, fyrir jólin til að safna fyrir byggingu dagheimilis fyrir börnin í Rackoko í Norður- Úganda. Félagsmenn seldu kerti í Kringlunni og leituðu stuðnings hjá stofnunum og fyrirtækjum og buðu þeim að senda út rafræna jólakveðju í stað hefðbundinna korta og láta andvirðið renna til dagheimilisins. Félagsmenn söfnuðu einni milljón íslenskra króna, sem rennur óskipt til verkefnisins og hefur verið afhent ABC-barnahjálp. Áður hafði félagið styrkt verkefnið um fimm hundruð þúsund krónur. Félag Alnæmis- barna vill koma á framfæri þakklæti til allra sem studdu söfnunarátakið með því að greiða andvirði jóla- kveðja til átaksins, kaupa kerti af fé- lagsmönnum eða styðja með öðrum hætti. Í Norður-Úganda hefur ríkt stríðsástand í 20 ár og margar fjöl- skyldur þar hafa mátt þola óbæri- lega erfiðleika. ABC-barnahjálp er að byggja upp miðstöð í flótta- mannabúðunum í Rackoko-þorpi í Pader-héraðinu í Norður-Úganda fyrir ungar mæður og börn. Þar fá stúlkurnar og börnin húsnæði, fæði og læknisaðstoð. Jafnframt fá þær fræðslu um umönnun ungbarna og aðstoð við að afla sér menntunar. Mikill fjöldi stúlkna hefur leitað þangað og beðið um aðstoð og hafa nú áttatíu stúlkur verið teknar inn á heimilið. Félagið Alnæmisbörn hefur ein- beitt sér að því að hjálpa ungum stúlkum og barnungum mæðrum sem hafa orðið fyrir barðinu á al- næmi og eiga í fá hús að vernda, seg- ir í frétt frá félaginu. Byggja dagheimili í Norður- Úganda Gjöf Félagið Alnæmisbörn afhendir ABC-barnahjálp söfnunarfé til verkefnisins Gefðu skjól í Norður-Úganda.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.