Morgunblaðið - 11.01.2008, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 2008 47
Þú færð 5 % endurgreitt í Laugarásbíó
ef þú greiðir með kreditkorti
tengdu Aukakrónum
Sýnd kl. 6, 8 og 10
ÁST. SKULDBINDING. ÁBYRGÐ.
HANN HLEYPUR FRÁ ÖLLU!
eee
FLAUELSMJÚK OG ÞÆGILEG
- DÓRI DNA. D.V.
Sýnd kl. 5, 8 og 10:15
Viðskiptavinir, sem greiða
með korti frá SPRON, fá
20% afslátt
af miðaverði á myndina
Sýnd kl. 4 og 6 m/ísl. tali
eee
- S.V. MBL
SÝND MEÐ ÍSLENSKU TALI
www.laugarasbio.is
Þú færð 5 %
endurgreitt
í Háskólabíó
eeee
- Ó.H.T., RÁS 2
Þetta er frumleg, úthugsuð,
vönduð og spennandi barna-
og fjölskyldumynd, besta
íslenska myndin af sínu tagi.
eeee
- B.S., FBL
„...ein besta fjölskyldu-
afþreyingin sem í boði
er á aðventunni”
eee
- S.V., MBL
„Duggholufólkið bætir
úr brýnni þörf fyrir
barnaefni”
EITT STÓRFENGLEGASTA
ÆVINTÝRI ALLRA TÍMA.
Viðskiptavinir, sem greiða
með korti frá SPRON, fá
20% afslátt
af miðaverði á myndina
EITT STÓRFENGLEGASTA ÆVINTÝRI ALLRA TÍMA. í Háskólabíói
Allar myndir eru með enskum texta
Dagskrá og miðasala á midi.is
Allt um myndirnar á graenaljosid.is og af.is
ÚR BÝFLUGNABÚINU
Í BULLANDI VANDRÆÐI
MYND SEM ENGIN ÆTTI AÐ MISSA AF!
Sýnd kl. 4 m/ísl. tali
MÖGNUÐ SPENNUMYND EFTIR
FRÁBÆRRI SÖGU STEPHEN KING
ÓTTINN BREYTIR ÖLLU!
FRÁ FRANK DARABONT, HANDRITSHÖFUNDI OG LEIKSTJÓRA
„THE GREEN MILE“ OG „THE SHAWSHANKREDEMPTION“
-bara lúxus
Sími 553 2075
The Nanny diaries kl. 8 - 10:20
The Golden Compass kl. 8 - 10:30
Duggholufólkið kl. 6
Lofaðu mér kl. 5:50 B.i. 7 ára
Síðasti geðsjúklingurinn kl. 8 B.i. 12 ára
Í köðlunum kl. 6 B.i. 12 ára
Moliere kl. 5:40 Leyfð
Persipolis kl. 8 B.i. 14 ára
Lögmaður hryðjuverkanna kl. 10 B.i. 12 ára
Breytt heimilisfang kl. 10 B.i. 12 ára
PERSEPOLIS - OPNUNARMYND
11. - 24. Janúar
SÝND Í SMÁRABÍÓI, HÁSKÓLABÍÓI OG BORGARBÍÓI
SÝND Í SMÁRABIÓI OG HÁSKÓLABÍÓI
Sýnd kl. 8 og 10:30
SÍÐASTI
GEÐSJÚKLINGURINN
LOFAÐU MÉR
Í KÖÐLUNUM
MOLIÈRE
LÖGMAÐUR
HRYÐJUVERKANNA
BREYTT HEIMILISFANG
Stærsta kvikmyndahús landsins
Eftir Arnar Eggert Thoroddsen
arnart@mbl.is
ÞAÐ er Ólafur SK Þorsteins sem leikstýrir
Herranótt þetta árið og viðfangsefnið er
dumbrautt og myrkt, en aðalpersóna leikrits-
ins er sjálfur Nosferatu.
„Við byggjum sýninguna á kvikmyndinni
The Shadow of the Vampire með John
Malkovich og Willem Dafoe, mynd frá árinu
2000,“ segir Ólafur. „Ég hef skrifað upp
handrit eftir myndinni, en hún segir af kvik-
myndatökuliðinu sem var að gera upp-
runalegu Nosferatu-myndina (eftir F.W.
Murnau, 1922). Sagan segir að Murnau hafi
ráðið alvöruvampíru til að leika Nosferatu
gegn því að hann fengi að bíta aðalleikkonuna
á háls.“
Æfingar hófust á mánudaginn í þessari
viku og þetta er í fyrsta skipti sem Ólafur
vinnur með Herranótt. Hann er þó eldri en
tvævetur í nemendasýningum, hefur leikstýrt
í Versló og Fjölbrautaskóla Vesturlands auk
fleiri verkefna, m.a. úti í London.
„Fyrsta hugmyndin var að setja upp Dra-
kúla [en Nosferatu er einmitt byggt á sömu
sögu] en ég tefldi þessari hugmynd fram á
móti. Hún varð svo fyrir valinu. Ólafur Darri
Ólafsson leikari hóf þessa vinnu og hann hafði
samband við mig og við ætluðum að vinna þetta
saman. Verkefnið færðist svo algerlega á mínar
hendur sökum anna hjá Ólafi.“
Ólafur segir enga sérstaka ástæðu vera fyrir
þessu hryllilega tema.
„Það sem vekur áhuga hjá fólki virðist vera
óhamingjan frekar en hamingjan. Við erum
svona að varpa ljósi á brigðulleika mannsins.“
Hrollvekjusinfónía
Ólafur Darri sló reyndar í gegn á sínum tíma í
Herranótt sem rakarinn blóðþyrsti Sweeney
Todd. Það var árið 1994. Er einhver tenging
þarna á milli?
„Ætli það,“ segir nafni hans. „En við Ólafur
kynnumst þegar hann leikstýrði mér árið 1999 í
Versló, en þá var NÖRD, Nær Öldungis Rugl-
aður Drengur, sett upp. Þá var ég mennta-
skólapjakkur.“
Ólafur segir það einstaklega skemmtilegt að
fá að vinna með menntskælingum.
„Þú ert með krakka sem hafa engar fyrirfram
gefnar hugmyndir um hvað leikhús er og eru
því tilbúin að fylgja manni í eltingaleik við ein-
hverjar brjálaðar hugmyndir. Vinnan er því
mjög frjáls og krakkarnir eru tilbúnir til að tak-
ast á við nánast hvað sem er. Þau eru ofsalega
hugrökk og inn á milli leynast einatt stjörnur
framtíðarinnar. Hópurinn er drifinn áfram af
einskærum eldmóði og áhuga.“
Ólafur segir að í þessu samhengi sé líka hægt
að leyfa sér hluti sem erfiðara er að gera í at-
vinnuleikhúsi.
„Maður fær fullt af fólki frítt sem er laust all-
an sólarhringinn. Og er bara að þessu út af
áhuganum.“
Þess má þá geta að hljómsveitin Rökkurró,
sem gaf út plötuna Það kólnar í nótt … á síðasta
ári, sér um tónlistina. Þau verða uppi á sviði og
spila lag eða stef sem er notað á milli atriða.
Hljómsveitin sér og um allar hljóðbrellur.
„Nosferatu hefur verið kölluð hrollvekjus-
infónía og þannig verk ætlum við að að skapa,“
segir Ólafur að lokum. „Verk sem stígur hægt
og rólega upp í blóðug endalok.“
Vampírur voma yfir Lærða skóla
Blóðtenntir MR-ingar í Herranótt frumsýna
Nosferatu 22. febrúar næstkomandi
Morgunblaðið/G.Rúnar
Hugrakkur hópur „Þau eru ofsalega hugrökk og inn á milli leynast einatt stjörnur framtíð-
arinnar. Hópurinn er drifinn áfram af einskærum eldmóði og áhuga.“ Ólafur S.K. Þorvaldsson
ásamt leikurum Herranætur sem setja munu upp Nosferatu, hinn þýska Drakúla.