Morgunblaðið - 11.01.2008, Blaðsíða 52

Morgunblaðið - 11.01.2008, Blaðsíða 52
FÖSTUDAGUR 11. JANÚAR 11. DAGUR ÁRSINS 2008 »MEST LESIÐ Á mbl.is »VEÐUR mbl.is 5 6 9 1 1 0 0 Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is Auglýsingar: augl@mbl.is Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100 mbl.is: netfrett@mbl.is Í LAUSASÖLU 200 ÁSKRIFT 2800 HELGARÁSKRIFT 1700 PDF Á MBL.IS 1700 SPARIÐ MEIRA EN HELMING MEÐ ÁSKRIFT Morgunblaðið bíður eftir þér þegar þú vaknar á morgnana ÞETTA HELST» Telur kvótakerfið ekki byggjast á sanngirni  Mannréttindanefnd Sameinuðu þjóðanna telur að íslensk yfirvöld hafi brotið gegn réttindum tveggja sjómanna sem dæmdir voru fyrir veiðar á kvótalausum bát. Nefndin telur að kvótakerfið byggist ekki á sanngirni og ríkinu beri að koma á fiskveiðistjórnunarkerfi sem sam- ræmist alþjóðalögum. »Forsíða, 6 Stefnunni verði breytt  Vilhjálmur Egilsson, fram- kvæmdastjóri Samtaka atvinnulífs- ins, segir að ekki sé vilji til að ganga frá nýjum kjarasamningum nema breyting verði á peningamálastefnu Seðlabankans. »4 Vill að hernáminu ljúki  George W. Bush Bandaríkja- forseti skoraði í gær á Ísraela að binda enda á hernám arabískra landsvæða. »16 SKOÐANIR» Staksteinar: Röskir félagsráðgjafar Forystugreinar: Hvessir í kjara- viðræðum | Mikilvæg heimsókn Ljósvakinn: Einn bita í einu … UMRÆÐAN» Kennsla eða blaðaútburður? Aðferðafræðin við einkavæðingu … Úrbætur í félagslega leiguíbúðakerfi Vinaleið fær falleinkunn Nano ódýrasta bifreið í heimi BMW seldi flesta lúxusbílana 2007 Hátt olíuverð – hátíð svikahrappa Nýir bílar Ferrari og McLaren BÍLAR» 3 3  3 3 3  3  3  3  4#  +5%&# . " %* "+ 6#"! " "!%%$% "7 % 3 3 3 3  3    3 - 8 1 & 3  3 3  3  3   9:;;<=> &?@=;>A6&BCA9 8<A<9<9:;;<=> 9DA&8%8=EA< A:=&8%8=EA< &FA&8%8=EA< &2>&&A$%G=<A8> H<B<A&8?%H@A &9= @2=< 6@A6>&2*&>?<;< Heitast 4 °C | Kaldast -8 °C  Norðaustan 5-8 m/s og víða bjartviðri en skýjað og dálítil él við norður- og austur- ströndina. » 10 Nosferatu varð til þegar þýskur leik- stjóri gat ekki fengið réttinn að Drakúla. Nú er hann á Herra- nótt. »47 LEIKLIST» Nosferatu í MR KVIKMYNDIR» Aníta Briem kannar Snæfellsjökul. »42 Slobodan Milosevic, Pol Pot, Emir Kusturica og vofur látinna leikstjóra á alþjóðavæddum bíó- dögum. »46 KVIKMYNDIR» Balkan- skagabíó AF LISTUM» Marjane Satrapi talaði við óvininn. »49 KVIKMYNDIR» Danstímar, slagsmál og IKEA. »44 reykjavíkreykjavík VEÐUR» 1. Fjölskylda Britney reiðist dr. Phil 2. Þýskur skáti ósáttur við Leifsstöð 3. Norsk frænka forsætisráðherra … 4. P. Hilton drakk íslenskt vatn … Eftir Guðna Einarsson gudni@mbl.is MIKIÐ af nýdauðum svartfugli hefur rekið á fjöru í fjarðarbotninum í Ólafsfirði síðustu daga. Krist- inn Traustason stýrimaður taldi þar um 120 dauða fugla á um eins kílómetra kafla í gær. Mest var af haftyrðlum, um 40-50 fuglar, 20-30 álkur, tveir lundar og svo stuttnefjur og langvíur. Kristinn kvaðst einnig hafa gengið fjöruna í fyrradag og þá hefði ástandið verið svipað og í gær. Vargurinn hefði tekið suma fuglanna frá í fyrradag og eins hefðu flóðið og kvikan tekið sitt. „Það voru komnir nýir í staðinn, alveg hellingur, sem var bara nýdautt,“ sagði Kristinn. Hann sagði að sér hefði ekki fundist fuglarnir vera mjög hor- aðir. „Mér finnst þetta óvanalegt með haftyrðlana því þeir koma sjaldan hér nema það hafi verið hvöss norðanátt. Hún hefur ekki verið lengi.“ Ólafur Karl Nielsen, fuglafræðingur hjá Nátt- úrufræðistofnun Íslands, sagði talsvert hafa verið tilkynnt um dauða haftyrðla undanfarið, mest fyr- ir norðan og austan en líka fyrir sunnan. Hann gerði ráð fyrir að hungur hefði orðið haftyrðlunum að aldurtila. Ólafur sagði hundruð þúsunda haf- tyrðla vera fyrir ströndum landsins að vetrarlagi. Fréttir af dauðu fuglunum í Ólafsfirði voru það fyrsta sem Ólafur hefur heyrt um að aðrar svart- fuglategundir reki dauðar á fjörur nú. Hann biður þá sem verða varir við sjórekna fugla að láta sig vita í tölvupóstfangið okn@ni.is. Aðalsteinn Snæþórsson, líffræðingur hjá Nátt- úrustofu Norðausturlands, sagði talsvert mikið af haftyrðlum hafa fokið á land 27. desember sl. og marga langt inn í land. Sjóreknir svartfuglar  Mikið af nýdauðum svartfugli af ýmsum tegundum hefur rekið á fjöru í Ólafs- firði  Þá hefur víða orðið vart haftyrðla sem jafnvel hafa hrakist langt á land Ljósmynd/Aðalsteinn Örn Snæþórsson Á reka Hlynur Aðalsteinsson fann haftyrðla á Víkingavatnsreka í Kelduhverfi á dögunum. Í HNOTSKURN »Veturinn 2001-2002 drápust þúsundirsvartfugla úr hungri, mest langvíur og stuttnefjur, og rak á strendur landsins. »Eitthvað hefur borið á slíkum felli svart-fugla flesta vetur síðan. »Haftyrðlar eru minnstir svartfugla viðNorður-Atlantshaf. Stórir hópar þeirra eru við strendur Íslands að vetrarlagi og ekki óalgengt að þá reki hér á fjörur. »Undanfarnar tvær vikur hafa margir til-kynnt Náttúrufræðistofnun um dauða haf- tyrðla á fjörum og inn til landsins. HARÐSKAFI eftir Arnald Indriðason seldist mest allra bóka á síðasta ári samkvæmt sam- antekt Félagsvísindastofnunar Háskóla Íslands sem birt er í Morgunblaðinu í dag. Samkvæmt upplýsingum frá útgefanda bók- arinnar, Forlag- inu, er Harð- skafi mest selda frumútgáfa af íslenskri skáldsögu en hún seldist í tæpum 30 þúsund eintökum á útgáfuárinu. Endanlegar sölutöl- ur liggja þó ekki fyrir því að enn á eftir að taka saman skil á bók- inni. Sálmabókin mest selda ljóðabókin líkt og í fyrra Ítalskir réttir Hagkaupa seldust næstmest allra bóka og Leynd- armálið eftir Rhondu Byrne er í þriðja sæti bóksölulistans. Sagan um Bíbí Ólafsdóttur eftir Vigdísi Grímsdóttur er í fjórða sæti og Þúsund bjartar sólir eftir Khaled Hosseini í fimmta. Sálmabók íslensku kirkjunnar var mest selda ljóðabókin, eins og í fyrra, og Harry Potter og dauðadjásnin var mest selda barna- og unglingabókin. | 18 Harðskafi var mest seldur GUÐMUNDUR M. Kristjánsson, Muggur, tók við Eyr- arrósinni úr hendi Dorrit Moussaieff í gær. Verðlaunin hlaut Aldrei fór ég suður sem hann stendur að ásamt syni sínum Erni Elíasi, Mugison, sem var upptekinn við spilamennsku í Hollandi. Hátíðin mun fara fram á föstudaginn langa og laugardaginn fyrir páska. | 17 Tónlistarhátíðin Aldrei fór ég suður hlaut Eyrarrósina Morgunblaðið/Golli Blómstrar Guðmundur segir verðlaunaféð, 1,5 milljónir kr., auðvelda mjög starfið við hátíðina. Muggi heldur suður yfir heiðar

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.