Morgunblaðið - 20.02.2008, Page 1

Morgunblaðið - 20.02.2008, Page 1
STOFNAÐ 1913 50. TBL. 96. ÁRG. MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 2008 LANDSPRENT EHF. mbl.is Febrúarsýning ÍD >> 37 Komdu í leikhús Leikhúsin í landinu Rannsóknir sýna að þeir sem drekka mjólk að staðaldri eru almennt grennri en þeir sem ekki drekka mjólk. ms.is RISASAMNINGUR SLEGIST VAR UM SÖLURÉTTINN AÐ BRÚÐGUMA BALTASARS KORMÁKS >> 40 FRÉTTASKÝRING Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is ENN hefur ekki tekizt að mæla nægilega mikið af loðnu til að standa undir þeirri veiðireglu Haf- rannsóknastofnunar að tryggja nægilega hrygningu nú í vetur. Til þess þarf 400.000 tonn. Það hníga því öll rök að því að veiðar verði bannaðar í dag. Það gæti þýtt að loðnuafli í vetur verði aðeins um 30.000 tonn. Það yrði minnsti afli frá því á árunum 1983, þegar engin veiði var leyfð og árið áður, þegar aflinn varð aðeins 13.000 tonn. Í fyrra veiddu íslenzku skipin með 20%, HB Grandi með 18%, Vinnslustöðin og tengd fyrirtæki með 12% og Eskja með um 10%. Yfir þeim vofir því verulegt tekju- tap. En er staðan svona slæm? Mæl- ingar Hafrannsóknastofnunar á ungloðnu í hittiðfyrra bentu til þess, samkvæmt útreikningum hennar, að um 700.000 tonn af loðnu gengju upp að landinu á þessari vertíð. Fyrir vikið var gert ráð fyrir að heildarveiði gæti orðið um 300.000 tonn og hlutur Íslands ríflega 200.000 tonn. Þessi ganga hefur ekki skilað sér inn í mæling- ar Hafró og annarra leitarskipa, en í gærkvöldi var orðin nokkur veiði. 307.000 tonn og má reikna með því að útflutningsverðmæti afurða þá hafi verið nálægt 12 milljörðum króna. Í gærkvöldi hafði verið til- kynnt um 27.000 tonna afla til Fiskistofu. Verði aflinn ekki meiri en 30.000 tonn, verður útflutnings- verðmæti að hámarki 1,2 milljarð- ar króna. Það er tíundi hluti þess sem var í fyrra. Verðmætatap frá því í fyrra er tæpir 11 milljarðar. Ljóst er að það verður þungbært þeim sjávarútvegsfyrirtækjum og byggðarlögum, sem mest hafa reitt sig á loðnuna. Síldarvinnslan og Samherji eru nátengd og þessi tvö fyrirtæki eru með um 30% loðnu- heimildanna. Næst koma Ísfélagið Loðnuveiðar væntan- lega stöðvaðar í dag                                     Milljarða króna tekjutap vofir yfir fyrirtækjum í veiðum og vinnslu á loðnu VÍKINGUR Heiðar Ólafsson píanó- leikari og flautuleikarinn Denis Bouriakov sem fæddur er á Krím- skaga héldu tónleika fyrir fullu húsi í Salnum í Kópavogi í gær- kvöldi. Þrátt fyrir ungan aldur er Víkingur einn fremsti tónlistar- maður landsins en Bouriakov er tal- inn einn besti flautuleikari heims af ungu kynslóðinni. Að sögn Ríkarðs Arnar Páls- sonar, tónlistargagnrýnanda Morg- unblaðsins, voru tónleikarnir mjög góðir. „Þetta var bráðvel heppnað, það var ekkert sem skyggði á og þetta var nákvæmlega það sem fólkið ætlaðist til. Þetta heppnaðist fullkomlega,“ sagði Ríkarður. Árvakur/Frikki „Þetta heppnaðist fullkomlega“ Ungir tónlistarmenn fóru á kostum á tónleikum í Kópavogi Eftir Baldur Arnarson baldura@mbl.is ÓLÍFUGRÆN hermannahúfan komst fljótt í tísku meðal vinstrisinna í Bandaríkjunum eftir að Fidel Castro tók völdin á Kúbu fyrir hartnær hálfri öld og gerði þéttvafða vindla að vörumerki sínu. Snjáð húfan og kjálkaskeggið kunna nú að komast aftur í tísku eftir að leiðtoginn skýrði frá því að hann myndi ekki sækjast eftir embætti Kúbuforseta framar vegna veik- inda, eftir um hálfa öld á valdastóli. Byltingarleiðtoginn var Bandaríkjamönn- um frá upphafi til mikils ama og frá því John F. Kennedy Bandaríkjaforseti reyndi að kollvarpa stjórn hans í misheppnaðri innrás í Svínaflóa árið 1961 hefur Castro staðið af sér samtals tíu Bandaríkjaforseta og fjölmörg banatilræði af hálfu bandarísku leyniþjón- ustunnar, CIA. Líklega er besti mælikvarðinn á hinn langa valdaferil Castros sú staðreynd að arf- taki hans stendur frammi fyrir allt annarri veröld en þeirri sem blasti við leiðtoganum þegar hann steypti stjórn Fulgencio Batista, árið 1959. Stalín þá nýlega fallinn frá Það ár voru fjögur ár liðin frá því blökku- konan Rosa Parks neitaði að standa upp fyr- ir hvítum manni í strætisvagni – nú þegar blökkumaðurinn Barack Obama sækist eftir embætti Bandaríkjaforseta – og sex ár síðan Rússar sprengdu fyrstu vetnissprengjuna sína 1953. Sama ár safnaðist Stalín til feðra sinna, sjö árum áður en Churchill gerði hug- takið „járntjald“ frægt í ræðu. | Miðopna Ný veröld arftaka Castros AP Leiðtogi Castro á meðal Kúbverja á 1. maí-hátíðahöldunum í Havana árið 2003. Eftir Agnesi Bragadóttur agnes@mbl.is FJÁRMÁLAGEIRINN hefur hafið uppsagnir á starfsfólki, sem reynd- ar hafa legið í loftinu frá því um áramót. Þannig sagði Glitnir upp tveimur starfsmönnum á fyrir- tækjasviði Glitnis fyrir síðustu mán- aðamót og síðan hefur um 20 starfs- mönnum bankans á Íslandi verið sagt upp, samkvæmt upplýsingum Morgunblaðsins. Jafnframt herma heimildir Morgunblaðsins að um 40 starfsmenn Kaupþings eigi uppsögn yfir höfði sér. Forsvarsmenn bankanna í sam- vinnu við yfirmenn einstakra deilda og útibúa munu hafa farið yfir þessi mál af kappi á undanförnum vikum. Glitnir hefur ákveðið að loka útibúi sínu í Smáralind og funduðu forsvarsmenn bankans um þá ákvörðun með starfsfólki í síðustu viku. Þá hefur Glitnir ákveðið til- færslur í Noregi sem þýða fækkun starfsmanna um allt að 20. Það eru því nálægt 40 manns sem Glitnir hefur sagt upp að undanförnu á Ís- landi og í Noregi, samkvæmt upp- lýsingum Morgunblaðsins. Heimildir Morgunblaðsins herma að fjármálastofnanir hafi þurft að grípa til þessara ráða vegna þeirra aðstæðna sem eru á markaði. Það sé alltaf erfitt að grípa til svona ráðstafana, en miðað við núverandi stöðu hafi ekki verið um annað að ræða. Ekki náðist í forsvarsmenn Glitn- is, Kaupþings eða Landsbankans í gærkvöldi. Uppsagnir eru hafnar Í HNOTSKURN »Uppsagnir Glitnis að undan-förnu eru um 40 talsins. »Uppsagnir fjármálafyrir-tækja hafa legið í loftinu frá því um áramót.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.