Morgunblaðið - 20.02.2008, Side 2

Morgunblaðið - 20.02.2008, Side 2
2 MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ FRÉTTIR Morgunblaðið Hádegismóum 2, 110 Reykjavík. Sími 5691100 Fréttir frett@mbl.is Fréttastjórar Ágúst Ingi Jónsson, aðstoðarfréttaritstjóri, aij@mbl.is Sigtryggur Sigtryggsson, aðstoðarfréttaritstjóri, sisi@mbl.is Viðskipti vidsk@mbl.is Björn Jóhann Björnsson, fréttastjóri, bjb@mbl.is Daglegt líf Anna Sigríður Einarsdóttir, annaei@mbl.is Menning menning@mbl.is Fríða Björk Ingvarsdóttir, ritstjórnarfulltrúi, fbi@mbl.is Umræðan | Bréf til blaðsins Guðlaug Sigurðardóttir, ritstjórnarfulltrúi, gudlaug@mbl.is Minningar minning@mbl.is, Stefán Ólafsson, Arnór Ragnarsson Íþróttir sport@mbl.is Sigmundur Ó. Steinarsson, fréttastjóri, sos@mbl.is Útvarp | Sjónvarp Sigurlaug Jakobsdóttir, dagskra@mbl.is mbl.is netfrett@mbl.is Guðmundur Sv. Hermannsson fréttastjóri gummi@mbl.is Engin sorgleg sambandsslit Eftir Agnesi Bragadóttur agnes@mbl.is FONS, eignarhaldsfélag í eigu þeirra Pálma Haraldssonar og Jó- hannesar Kristinssonar, hagnaðist um 4,7 milljarða króna, eftir skatta á liðnu ári, að sögn Pálma Haraldsson- ar. Hann kveðst í samtali við Morg- unblaðið hafa ákveðið að upplýsa um afkomu sl. árs, í kjölfar fréttaflutn- ings 24ra stunda í liðinni viku. „Það var reynt með ómaklegum hætti að ráðast á mig og mitt félag, og þessar upplýsingar eru svar Fons við þeirri árás,“ segir Pálmi. „Nettóhagnaður okkar á liðnu ári var rúmir 4,7 milljarðar króna, þ.e. hagnaður eftir skatta, en fyrir skatta var hagnaðurinn rúmir sjö millj- arðar króna,“ sagði Pálmi. Fons varð fyrir skakkaföllum Hann kveðst telja þessa út- komu félagsins á liðnu ári ágæt- lega viðunandi, einkum þegar horft sé til þess hversu erfiður seinni hluti ársins 2007 reyndist mörgum. „Við hjá Fons urðum fyrir skakkaföllum eins og aðrir og fórum sannarlega ekki varhluta af þeim, en unum sáttir við þessa útkomu,“ sagði Pálmi. Pálmi upplýsir jafnframt að eigið fé Fons í árslok 2007 hafi numið rúmum 40 milljörðum króna og eig- infjárhlutfallið hafi verið um 40%. Heildareignir félagsins hafi þannig numið um 100 milljörðum króna um síðustu áramót. Aðspurður hvort Fons muni hafa þann háttinn á í framtíðinni að upp- lýsa um árlega afkomu félagsins sagði Pálmi: „Við munum að sjálf- sögðu fara að lögum og senda inn ársreikninga. Það að okkur láðist að skila inn ársreikningum var ekkert annað en mistök af okkar hálfu. Við bara gerðum mistök, eins og um 9.700 önnur fyrirtæki í landinu. Hér var ekki um neitt ásetningsbrot að ræða, heldur trassaskap. Að sjálf- sögðu munu menn geta fylgst með afkomu félagsins í gegnum Árs- reikningaskrá í framtíðinni.“ Hagnaður Fons tæp- ir 5 milljarðar 2007  Hagnaður fyrir skatta rúmir 7 milljarðar króna  Eigið fé í árs- lok 2007 rúmir 40 milljarðar króna og eiginfjárhlutfall um 40% Pálmi Haraldsson ENN á ný hefur eldsneytisverð hækkað en það hefur aldrei mælst jafnhátt hér á landi og nú. N1 reið á vaðið í fyrradag og fylgdu Skeljung- ur, Olís og ÓB eft- ir í gær. Bensínið hækkaði um 90 aura og dísilolían um rúma krónu og kostar bensínið hjá stóru olíufélög- unum þremur nú 138,8-138,9 kr. og dísilolían 143,6 kr. Að sögn Runólfs Ólafssonar, fram- kvæmdastjóra Félags íslenskra bif- reiðaeigenda (FÍB), má gera ráð fyr- ir að þau félög sem eftir eru hækki gjaldskrár sínar í dag. Vill að eldsneytisskattar lækki Runólfur segir heimsmarkaðs- verðið vera óvenjuhátt um þessar mundir og hafi bensínverðið hækkað lítillega á hverjum degi síðustu daga og að sama skapi hafi dísilolían einn- ig hækkað í verði. FÍB hefur óskað eftir því við stjórnvöld að þau grípi inn í og lækki skatta á eldsneyti, þó ekki væri nema tímabundið, og sendi félagið ítrekun þess efnis í síðustu viku. Um helmingur af útsöluverði hvers bens- ínlítra rennur í ríkissjóð. Þá hefur FÍB gert athugasemdir við álögur olíufélaganna en félagið telur þau hafa hækkað álögur sínar umfram verðlagsþróun. Bensínverð aldrei verið jafnhátt SAMKOMULAG náðist í gær um nýjan kjarasamning milli Póst- mannafélags Íslands og Íslandspósts hf. Í honum er kveðið á um að samn- ingsbundnir launataxtar hækki um 18.000 kr. á mánuði frá 1. febrúar 2008, 13.500 kr. frá 1. mars 2009 og 6.500 kr. frá 1. janúar 2010. Samn- ingarnir gilda til 30. nóvember 2010. Samningarnir fela einnig í sér ákvæði um önnur aukin réttindi, s.s. aukin orlofsréttindi, aukinn rétt vegna veikinda barna, bættar slysa- tryggingar og uppsagnir ráðningar- samninga. Sátt náðist um ný kjör ♦♦♦ GAMAN er að útdeila gæðum heimsins, eða í það minnsta hluta þeirra. Því kynntust krakkar af leikskól- anum Klömbrum á Háteigsvegi sem gerðu sér ferð nið- ur að Reykjavíkurtjörn og gáfu öndum brauð. Árvakur/Valdís Thor Margir munnar að metta við Tjörnina HANNA Birna Kristjánsdóttir nýtur yfirburðastuðnings aðspurðra í emb- ætti borgarstjóra þegar Sjálfstæðis- flokkurinn tekur við því á næsta ári. Þetta er niðurstaða Capacent-könn- unar sem gerð var í síðustu viku en sagt var frá henni á Stöð 2 í gær. Spurt var: „Samkvæmt samkomu- lagi borgarstjórnarflokka Sjálfstæð- isflokksins og Frjálslyndra mun emb- ætti borgarstjóra koma í hlut Sjálfstæðisflokksins síðar á þessum kjörtímabili. Hvaða borgarfulltrúi sjálfstæðismanna vilt þú helst að taki við embætti borgarstjóra?“ Af þeim sem tóku afstöðu sögðust tæp 44% vilja Hönnu Birnu en meðal þeirra sem sögðust styðja Sjálfstæðisflokk- inn naut hún meira fylgis eða 55%. Næstur kom Gísli Marteinn Baldurs- son með 17% og þá Vilhjálmur Þ. Vil- hjálmsson með 8,2%. Júlíus Vífill Ingvarsson, Þorbjörg Helga Vigfús- dóttir, Jórunn Frímannsdóttir og Kjartan Magnússon, fengu minna fylgi. „Þessi stuðningur skiptir mig auð- vitað máli og ég er þakklát fyrir hann,“ segir Hanna Birna. „Hins veg- ar ber að minna á það að Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson er enn þá oddviti okk- ar og hann nýtur stuðnings okkar. Það er því í raun ekki tímabært að bregðast við þess- ari niðurstöðu enda er verið að fara yfir þessi mál á okkar vettvangi. Ég mun styðja ákvörðun Vil- hjálms en fari svo að hann kjósi að taka ekki við emb- ætti borgarstjóra mun ég að sjálf- sögðu ekki víkja mér undan því enda sit ég í 2. sæti framboðslistans líkt og Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson gerði þeg- ar hann tók við af Birni Bjarnasyni á sínum tíma,“ segir hún. Ekki náðist í Gísla Martein eða Vilhjálm í gær- kvöldi. Úrtak í könnuninni var 1.800 manns í Reykjavík. 1.115 svöruðu og tóku 880 afstöðu til spurningarinnar. Flestir vilja sjá Hönnu Birnu í sæti borgarstjóra  Hanna Birna 43,9%  Gísli Marteinn 17%  Vilhjálmur 8,2% Hanna Birna Kristjánsdóttir Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson Gísli Marteinn Baldursson FRÉTTASKÝRING Eftir Hjört Gíslason hjgi@mbl.is SAMFYLKINGIN hefur viðrað hugmyndir um að hætt verði að út- hluta byggðakvóta eins og gert hef- ur verið og að hann verði boðinn upp þess í stað. En hvað er byggða- kvóti? Samkvæmt lögum hefur sjávarút- vegsráðherra heimild til þess að út- hluta ákveðnu magni aflaheimilda til byggðarlaga, sem af ýmsum ástæðum hafa farið halloka í sjávar- útvegi. Byggðakvóti og úthlutun hans er nokkuð flókið fyrirbæri, sem byggist á lögum um stjórn fisk- veiða og reglugerðum settum af sjávarútvegsráðherra. Úthlutunin hefur oftar en ekki valdið töluverð- um deilum. Ríflega 4.000 þorsk- ígildistonn eru til skipta og kemur fremur lítið í hlut hvers byggðar- lags. Við úthlutun til byggðarlaga er í raun miðað við tvo meginþætti. Sá fyrri er eins konar punktakerfi og seinni þátturinn er eins konar skyndihjálp, og er hugsaður til út- hlutunar byggðarlaga sem hafa orð- ið fyrir áföllum vegna stöðvunar til- tekinna veiða. Ómótaðar tillögur Það er hvort tveggja ljóst að byggðakvótinn hefur verið umdeild- ur og að hann hefur víða komið sér vel. Sums staðar skiptir hann minna máli. Því getur verið að hugmyndir Samfylkingarinnar um að setja byggðakvótann á uppboð, geti leyst einhvern vanda. En á því kunna einnig að vera annmarkar að sögn Einars K. Guðfinnssonar sjávarút- vegsráðherra. Vera kann að veikar byggðir, sem þurfa á byggðakvót- anum að halda, nái ekki að kaupa til sín aflaheimildir á uppboðum í sam- keppni við öflugri byggðarlög. Um það er lítið hægt að segja á þessu stigi, þar sem tillögur Samfylking- arinnar um mögulega framkvæmd liggja ekki fyrir. Það á eftir að koma í ljós hvernig hugsanlegu uppboði gæti verið háttað. | 12 Byggða- kvóti á uppboð? Hugmyndir um breytingar ómótaðar

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.