Morgunblaðið - 20.02.2008, Síða 4
4 MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ
FRÉTTIR
Eftir Rúnar Pálmason
runarp@mbl.is
LÖGREGLAN á höfuðborgar-
svæðinu varð að skila hluta af þeim
varningi sem lagt var hald á vegna
rannsóknar á umfangsmiklum
þjófnaði í verslunum á höfuðborg-
arsvæðinu í fyrra aftur til þeirra
sem grunaðir voru um að hafa stol-
ið honum úr búðunum.
Ástæðan er sú að ekki tókst að
sýna fram á með óyggjandi hætti
að um þýfi væri að ræða.
Í þessu tiltekna máli voru alls 14
Litháar handteknir í tengslum við
rannsókn málsins og lagt hald á
mikið magn af dýrum fatnaði,
íhlutum í tölvur og ógrynni af rak-
vélablöðum. Sex voru síðan ákærð-
ir en af þeim voru fjórir dæmdir í
tveggja til tíu mánaða fangelsi. Öll-
um skaðabótakröfum í málinu var
vísað frá dómi.
Að sögn Ómars Smára Ár-
mannssonar, aðstoðaryfirlögreglu-
þjóns, kemur það endrum og eins
fyrir að lögregla neyðist til að skila
munum, sem hún telur að sterkar
líkur á að séu þýfi, til þeirra sem
grunaðir eru um þjófnaðinn.
Hvenær er úlpa stolin?
Ómar Smári nefnir sem dæmi að
þótt lögregla leggi hald á úlpu sem
talið sé afar líklegt að hafi verið
stolið úr tiltekinni verslun geti ver-
ið erfitt að sanna það. Ef enginn
merkimiði er á úlpunni nægir
t.a.m. ekki fyrir verslunareigand-
ann að benda á að samskonar úlpu
hafi verið stolið úr búðinni, sanna
verði að þessari tilteknu úlpu hafi
verið stolið. Kerfin sem verslanirn-
ar búi yfir bjóði ekki upp á þann
möguleika.
Ómar Smári bendir á að í frum-
varpi sem dómsmálaráðherra lagði
fram í fyrra til breytinga á almenn-
um hegningarlögum fái lögregla
víðtækari heimild til að krefjast
þess að varningur sé gerður upp-
tækur.
Í frumvarpinu er m.a. lagt til að
unnt verði að gera upptæk verð-
mæti án þess að sýnt sé fram á að
þau megi rekja til tiltekins refsi-
verðs brots hafi viðkomandi gerst
sekur um brot sem er til þess fallið
að hafa í för með sér verulegan
ávinning og geti brotið varðað að
minnsta kosti sex ára fangelsi. Að
þessum skilyrðum uppfylltum má
gera upptæk verðmæti sem til-
heyra viðkomandi, nema hann sýni
fram á að þeirra hafi verið aflað
með lögmætum hætti. „Ef þetta
kemst í gegn, þá er það bara hið
besta mál,“ segir Ómar Smári.
Hluta af varningnum
skilað til hinna grunuðu
Árvakur/Júlíus
Þýfi? Ógrynni af rakvélablöðum
voru meðal þess sem fannst.
MOSFELLINGAR fá sinn fyrsta
menntaskóla árið 2009 en sam-
komulag um stofnun og byggingu
skólans var undirritað í gær af
Þorgerði K. Gunnarsdóttur
menntamálaráðherra og Haraldi
Sverrissyni bæjarstjóra. Skóla-
meistari mun hefja störf á næsta
ári og stefnt er að því að skóla-
starfið sjálft hefjist ári síðar.
„Þetta er mikill hátíðisdagur
fyrir okkur hér í Mosfellsbænum
og fyrir höfuðborgarsvæðið, held
ég – enda er reiknað með að skól-
inn geti þjónað nágrannabyggðum
bæjarins,“ sagði Haraldur í gær.
„Þessum skóla er ætlað að vera í
miðbæ Mosfellsbæjar og mun án
efa auka fjölbreytni og auðga
mannlíf hér í bænum,“ sagði hann.
Menntamálaráðherra kvað sam-
komulagið við bæinn marka mik-
ilvæg tímamót í skólasögu Mosfell-
inga og sagðist hlakka til að sjá
útfærslur bæjarins á fyrirhug-
uðum skóla.
Með stofnun menntaskóla í Mos-
fellsbæ verður gerbylting í
menntamálum bæjarins og ná-
grennis að mati sveitarstjórnar. Í
fyrsta áfanga er gert ráð fyrir allt
að 4 þúsund fm byggingu sem
rúmar 4-500 nemendur. Við
leika til nýbreytni. Skólameistari
mun ásamt öðrum ráðgjöfum
vinna að undirbúningi, stofnun og
uppbyggingu skólans í samvinnu
við menntamálaráðuneyti og Mos-
fellsbæ.
ákvörðun lóðarstærðar verður
gert ráð fyrir möguleikum til
verulegrar stækkunar í framtíð-
inni og við hönnun hússins og und-
irbúning skólastarfs verður lögð
áhersla á sveigjanleika og mögu-
Morgunblaðið/Ómar
Mikill há-
tíðisdagur
fyrir Mos-
fellinga
Ákveðið að reisa fyrsta menntaskólann í Mosfellsbæ
Menntaskóli Þorgerður K. Gunnarsdóttir og Haraldur Sverrisson undirrita samkomulag um skólann.
TVEIR pólskir karlmenn sem voru hand-
teknir í byrjun febrúar vegna gruns um
að hafa ásamt þremur öðrum ætlað að
senda 12 pakka sem innihéldu ætlað þýfi
til Póllands hurfu af landi brott fljótlega
eftir að þeir voru leystir úr haldi, sam-
kvæmt heimildum Morgunblaðsins.
Hvorki var farið fram á farbann né
gæsluvarðhald yfir mönnunum og er
ástæðan sú, að sögn Ómars Smára Ár-
mannssonar, aðstoðaryfirlögregluþjóns,
að ekki var talið að dómstólar myndu
fallast á slíkar kröfur. Þegar þetta var
hefði auk þess ekki verið búið að tengja
varninginn við einstök innbrot. Ef lög-
fræðingar lögreglu hefðu talið að máls-
gögn hefðu nægt til gæsluvarðhalds eða
farbanns hefði verið farið fram á slíkt.
Nú er búið að sýna fram á að a.m.k.
hluti af varningnum sem lagt var hald á
er þýfi, m.a. úr innbroti í heimahús í
Reykjavík. Í því innbroti var töluverðu
magni af skartgripum stolið en þeir voru
ekki meðal þeirra muna sem lögregla
lagði hald á.
Tveir mannanna voru handteknir í
leiguherbergi í Reykjavík en þrír á Suð-
urnesjum. Í leiguherberginu fundust
kvittanir fyrir sendingum til Póllands og
leiddi það til þess að lagt var hald á
pakkana sem voru á leið úr landi. Menn-
irnir voru í haldi í tæplega sólarhring en
var síðan sleppt.
Samkvæmt upplýsingum Morgunblaðs-
ins voru þeir tveir sem voru handteknir í
Reykjavík búnir að dvelja hér á landi frá
því í desember. Annar var í hlutastarfi en
hinn var atvinnulaus. Örfáum dögum eft-
ir handtökuna voru þeir báðir farnir úr
landi. Hinir þrír eru enn á landinu.
Fóru úr
landi þegar
þeir losnuðu
úr haldi
ÍSLENDINGUR, sem var handtekinn á
Indlandi nýlega, er á fréttavef New York
Post sagður heilinn á bak við stórfellt pen-
ingaþvætti sem tengist LSD-framleiðslu í
Bandaríkjunum. Maðurinn hefur verið
ákærður í Bandaríkjunum en neitar sök.
Hann var látinn laus gegn 5 milljóna dala
tryggingu.
Maðurinn var handtekinn 24. september
2007 í Nýju-Delhi eftir að alþjóðalögreglan
Interpol hafði lýst eftir honum. Bandarísk
yfirvöld reyndu að fá hann framseldan til
Bandaríkjanna en hann féllst síðan á að
snúa þangað í janúar.
Sætir ákæru í
Bandaríkjunum
Alltaf í sambandi
♦♦♦
Sóttvarnaráð mælir
með bólusetningu
SÓTTVARNARÁÐ hefur mælt
með að almenn bólusetning gegn
leghálskrabbameini verði hafin
hjá 12 ára stúlkum en heilbrigð-
isráðherra tekur ákvörðun um
hvort bólusetningin verði hluti
almennra bólusetninga hér á
landi.
Embætti sóttvarnalæknis
áætlar, að með því að bólusetja
einn árgang 12 ára stúlkna megi
árlega koma í veg fyrir legháls-
krabbamein hjá a.m.k níu konum
og tæplega tvö dauðsföll. Sam-
kvæmt erlendum stöðlum virðist
bólusetning 12 ára stúlkna gegn
þessum sjúkdómi vera hagkvæm.
Sóttvarnalæknir hefur lagt
fram skýrslu starfshóps um
kostnaðarhagkvæmni bólusetn-
ingar gegn leghálskrabbameini,
en snemma á síðasta ári fól sótt-
varnaráð sóttvarnalækni að
kanna kostnaðarhagkvæmni
HPV-bólusetningar hér á landi
sem miðar að því að koma í veg
fyrir leghálskrabbamein. Niður-
staða starfshópsins var birt nú
nýlega en hún er sú að bólusetn-
ing hér á landi er kostnaðarhag-
kvæm miðað við ákveðnar for-
sendur. Bólusetning 12 ára
stúlkna mun árlega koma í veg
fyrir leghálskrabbamein hjá níu
konum og dauða hjá um tveimur
konum.
Á Íslandi greinast um 17 konur
árlega með leghálskrabbamein.
Meðalaldur þeirra er 45 ár og á
fimm árum eftir greiningu deyja
um 20% þeirra. Vitað er að vörtu-
veirur geta valdið leghálskrabba-
meini og eru vissar gerðir þeirra
taldar frumorsök slíks krabba-
meins. Um þessar mundir eru á
markaði tvö bóluefni gegn þeim
stofnum veirunnar sem oftast
valda krabbameini.
Leghálskrabbamein er í öðru
sæti krabbameina kvenna á
heimsvísu, bæði hvað varðar ný-
gengi og dánartíðni.
♦♦♦
NIÐURSTÖÐUR nýrrar könnunar frá
Capacent leiða í ljós að ef gengið yrði til
borgarstjórnarkosninga nú myndu færri
styðja Sjálfstæðisflokkinn en í síðustu kosn-
ingum en fleiri styðja Samfylkinguna. Þetta
kom fram í þættinum Ísland í dag á Stöð 2 í
gærkvöldi.
Tæpur helmingur þátttakenda, eða
45,4%, sagðist hafa kosið Sjálfstæðisflokk-
inn í borgarstjórnarkosningunum vorið
2006 en yrði efnt til kosninga nú myndu
31,4% kjósa flokkinn.
Samfylkingin fengi 46,7%
Samkvæmt könnuninni nýtur Samfylk-
ingin aukinna vinsælda. 30,4% þátttakenda
kusu flokkinn í síðustu kosningum en 46,7%
myndu kjósa hann nú. 4% kusu F-listann en
3% myndu kjósa listann nú. Framsóknar-
flokkurinn fer niður um 2,5 prósentustig
eða úr 5,5% í 3%. Þá bætir Vinstrihreyf-
ingin – grænt framboð einnig við sig fylgi en
16% þátttakenda myndu kjósa hann nú,
samanborið við þau 14,6% sem sögðust hafa
veitt flokknum atkvæði sitt fyrir réttum
tveimur árum.
Capacent gerði könnunina 13-18. febrúar.
Úrtakið var 1.800 manns í Reykjavík en
svör bárust frá 1.115.
Færri kysu
Sjálfstæðisflokk