Morgunblaðið - 20.02.2008, Page 11

Morgunblaðið - 20.02.2008, Page 11
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 2008 11 ALÞINGI NÁLÆGT því 3.100 umsóknir bár- ust um leyfi til að veiða hreindýr á komandi veiðitímabili. Alls má veiða 1.333 hreindýr í ár og hefur kvótinn aldrei verið stærri. Dregið verður um hverjir fá hreindýra- veiðileyfi laugardaginn 23. febrúar. Umsóknarfrestur um hreindýra- veiðileyfi rann út á miðnætti síðast- liðinn föstudag, hinn 15. febrúar. Umsóknir sem sendar voru í pósti og stimplaðar áður en umsókn- arfresti lauk verða teknar gildar. Jóhann G. Gunnarsson, starfs- maður veiðistjórnunarsviðs Um- hverfisstofnunar, sagði að aldrei hefðu borist jafnmargar umsóknir og nú og veiðikvótinn heldur aldrei verið eins mikill. Hann sagði ljóst að margir nýir veiðimenn bættust í hópinn enda hefðu 400-500 stað- festingar um B-réttindi skotvopna- leyfis borist Umhverfisstofnun síð- an um áramót. Umsækjendur um hreindýraveiðileyfi verða að hafa þau réttindi til þess að umsóknir þeirra séu teknar gildar. Tekið var við slíkum staðfestingum til mið- nættis í gær. Því verður ekki ljóst fyrr en síðar í þessari viku hve margar umsóknir teljast gildar og enda í útdrættinum. Jóhann sagði ljóst að veiðiálag yrði mikið á veiði- tímabilinu og nefndi að á stærsta veiðisvæðinu, svæði 2, þyrfti að fella að meðaltali 20 hreindýr á dag frá 1. ágúst til 15. september og þá þurfi allir dagar að nýtast. Dregið verður um veiðileyfin næstkomandi laugardag, 23. febr- úar, kl. 13.00 á Egilsstöðum. Hægt verður að fylgjast með útdrætt- inum í fjarfundabúnaði hjá Um- hverfisstofnun á Akureyri og í Reykjavík. Um 3.100 manns sóttu um leyfi til hreindýraveiða Umsóknir aldrei fleiri en nú og kvótinn aldrei verið stærri Morgunblaðið/Steinunn Hreindýr Leyft verður að veiða 1.333 hreindýr síðar á þessu ári. Margir nýir veiðimenn vilja veiða dýrin. JÓN Hilmar Sigurðs- son líffræðingur varð bráðkvaddur á heimili sínu á Sléttuvegi 13 í Reykjavík, miðvikudag- inn 16. febrúar sl. Jón Hilmar var fædd- ur að Úthlíð í Biskups- tungum 31. mars 1944, sonur hjónanna Sigurð- ar Jónssonar og Jónínu Gísladóttur, næstyngst- ur í sjö systkina hópi. Hann ólst upp í Úthlíð og stefndi hugur hans að því að verða bóndi þar, enda hafði hann mikinn áhuga á ræktun búfjár. Hann gekk í Íþróttaskólann í Haukadal og stundaði íþróttir á ung- lingsárum og náði góðum árangri í langhlaupum og keppti oft í þeirri grein bæði innanlands og erlendis. Árið 1977 varð hann fyrir vinnuslysi og var eftir það bundinn hjólastól. Eftir stranga endurhæfingu bæði á Grensásdeild og Reykjalundi hóf hann langskólanám, lauk stúdents- prófi frá öldungadeild Menntaskól- ans við Hamrahlíð og BS í líffræði frá Háskóla Íslands. Einnig námi í uppeldis- og kennslufræðum. Jón Hilmar kenndi við ýmsa grunnskóla á höfuð- borgarsvæðinu. Einn- ig um tíma við Menntaskólann við Hamrahlíð, Verslunar- skóla Íslands og Þroskaþjálfaskólann. Í vetur kenndi hann við Hvaleyrarskóla í Hafnarfirði. Hann sinnti mörgum trúnað- arstörfum fyrir Sjálfs- björgu, vann einnig mikið fyrir SEM-sam- tökin og bar hag þeirra fyrir brjósti og var aðalhvatamaður að því að samtökin byggðu sérhann- að sambýlishús fyrir mænuskaðaða. Einnig sá hann til þess að félagið eignaðist sumarhús í Úthlíð. Jón Hilmar vann að ýmsum rann- sóknum, m.a. á litaafbrigðum hrossa og sauðfjár. Þá var hann áhugaljós- myndari og gaf út nokkur myndbönd um liti á hrossum og sauðfé og gerði einnig heimildarmynd um byggingu Úthlíðarkirkju. Þá byggði hann sér sumarhús í Úthlíð og dvaldi þar svo oft sem auðið var. Jón var ókvæntur og barnlaus en átti hin síðari ár góða vinkonu og ferðafélaga, Guðnýju Guðnadóttur. Andlát Jón Hilmar Sigurðsson FRÉTTIR UMHVERFISNEFND Alþingis hef- ur samþykkt einróma þingsálykt- unartillögu Ástu R. Jóhannes- dóttur, þingmanns Samfylkingar, um að skipuð verði nefnd til að tryggja varðveislu Hólavalla- kirkjugarðs við Suðurgötu. „Telur nefndin að með skipun nefndar líkt og tillagan kveður á um náist frek- ar að tryggja varðveislu og upp- byggingu Hólavallagarðs og þau menningarlegu og sögulegu verð- mæti sem í garðinum eru. Einnig er mikilvægt að með skipun slíkrar nefndar náist að varðveita þann gróður sem þar er en hann á rætur sínar að rekja allt til millistríðs- áranna,“ segir í áliti nefndar- innar en kirkju- garðurinn er frá 19. öld. „Í skýrslu sem gerð var um minningarmörk í Hólavallagarði segir að á því leiki vart vafi að garðurinn sé með merkustu kirkjugörðum hér- lendis og jafnvel þótt víðar væri leitað í Norður-Evrópu,“ segir jafn- framt í þingsályktunartillögu Ástu R. Jóhannesdóttur. Hólavallagarður verði varðveittur Ásta R. Jóhannesdóttir TÓLF þingmenn úr öllum flokkum hafa lagt fram þingsályktunartillögu þess efnis að samgönguráðherra kanni hagkvæmni lestarsamgangna milli Keflavíkurflugvallar og Reykjavíkur annars vegar og innan höfuðborgarsvæðisins hins vegar. Lagt er til að sjónum verði beint að kostnaði og ávinningi samfélagsins og að leitað verði til sérfræðinga inn- anlands og utan. Í greinargerð með tillögunni er vakin athygli á því að samgöngur séu orðnar mikil umhverfisógn og nei- kvæð áhrif bílamengunar eitt af helstu umhverfisvandamálum sveit- arfélaganna. Útblástur koltvíoxíðs og svifryk séu helstu orsakirnar. Lestir um borg og bæ? Eftir Höllu Gunnarsdóttur halla@mbl.is KJARASAMNINGAR sem náðst hefur lending um lýsa mikilli ábyrgð og stjórnvöld komu til móts við helstu kröfur sem Alþýðusamband Íslands og Samtök atvinnulífsins settu fram. Þetta kom fram í máli Geirs H. Haarde forsætisráðherra, en hann kynnti Alþingi aðkomu ríkisstjórnar- innar að samningunum í gær. Geir fagnaði því að sjónum hefði verið beint að þeim hópum sem ekki hefðu notið launaskriðsins á undanförnum dögum en sagði jafnframt ljóst að ný- ir samningar kæmu misjafnlega niður á fyrirtækjum í landinu. „Við gerum okkur grein fyrir þessu en atvinnu- rekendur sem hafa staðið að þessum samningi gera sér grein fyrir því líka og hafa talið að þrátt fyrir það væri samningurinn meira en réttlætanleg- ur út frá þeirra sjónarmiðum,“ sagði Geir. Vítahringur lágs tímakaups og langrar vinnuviku Kjarasamningarnir mæltust al- mennt vel fyrir hjá formönnum stjórnmálaflokkanna sem allir tóku þátt í umræðunum. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri grænna, fagnaði áherslunum en sagði þó samið um alltof lág laun. „Við erum föst hér í vítahring lágs tímakaups og langrar vinnuviku,“ sagði Steingrímur og þótti hlutur ríkisstjórnarinnar jafn- framt rýr. „Þegar skattapakkinn, sér- staklega, er skoðaður vekur auðvitað athygli að launamenn þurfa að bíða lengi eftir góðverkum ríkisstjórnar- innar en fyrirtækin fá sinn glaðning strax,“ sagði Steingrímur. Guðni Ágústsson, formaður Fram- sóknarflokks, sagði marga hafa dreymt um kjarasamning sem þenn- an í áratugi, þ.e. að horft væri til lág- tekjufólks. Vandamálið væri hins veg- ar óskýr stefna ríkisstjórnarinnar. Lækka yrði vaxtastigið og minnka verðbólgu í landinu. „Við viðurkenn- um og vitum […] að enn eru laun of lág á Íslandi,“ sagði Guðni og hvatti þá sem leiða atvinnulífið til að taka sér ekki meira í laun en þeir hefðu þörf fyrir. Mest fyrir láglaunafólk Guðjón A. Kristjánsson, formaður Frjálslyndra, sagði lægstu taxta og lægstu bætur ekki duga fyrir fram- færslu. „Við náðum ekki þeim mark- miðum við gerð þessara samninga að koma fólki sem býr við lélegustu kjör- in í þjóðfélaginu upp fyrir fátæktar- mörk,“ sagði hann. Ingibjörg Sólrún Gísladóttir, utan- ríkisráðherra og formaður Samfylk- ingarinnar, sagði hins vegar að um tímamótasamninga væri að ræða. „Þetta eru samningar sem fela í sér meiri jöfnuð en við höfum séð í langan tíma,“ sagði hún og áréttaði að með yfirlýsingu ríkisstjórnarinnar væri mest gert fyrir þá sem lægst hefðu launin auk þess sem hagur barnafjöl- skyldna myndi vænkast mjög. Ábyrgð í kjarasamningum  Launamenn bíða en fyrirtæki fá sinn glaðning strax, segir Steingrímur J.  Fólk með lélegustu kjörin ekki komið yfir fátæktarmörk, segir Guðjón Arnar Árvakur/Frikki Ábyrgð Kjarasamningar koma misjafnlega niður á fyrirtækjum í landinu en þeir lýsa mikilli ábyrgð, að því er fram kom í máli Geirs H. Haarde. Vinni með bændum Stuðningur við landbúnað er óhjá- kvæmilegur og engum nágranna- landa Íslands hef- ur dottið í hug að leggja hann af, sagði Einar K. Guðfinnsson landbún- aðarráðherra í ut- andagskrár- umræðu um landbúnaðarmál á Alþingi í gær. Einar lagði þó áherslu á að fylgst væri vel með þró- un mála á alþjóðavettvangi og unnið að því að undirbúa hvað tæki við þegar samningar um mjólkur- og sauðfjárframleiðslu renna út. Bjarni Harðarson, Framsókn, var málshefjandi og lagði hann áherslu á að stjórnvöld mættu ekki vinna á móti bændum. Ekki mætti tala gegn framleiðslustyrkjum og stuðningi við hefðbundinn landbúnað. RIIKK í jafnréttisráð Félags- og tryggingamálanefnd Al- þingis hefur skilað áliti sínu á jafn- réttisfrumvarpi félagsmálaráðherra og gengur það nú til þriðju umræðu. Nefndin leggur nú til að Rannsókn- arstofa í kvenna- og kynjafræðum fái að tilnefna einn fulltrúa í Jafnrétt- isráð sem er breyting frá fyrra áliti nefndarinnar. Of mikil vinna? Skoða þarf hvort börn vinni orðið of mikið í stórverslunum, að mati Sivjar Friðleifsdóttur, en hún beindi fyr- irspurn til Jó- hönnu Sigurð- ardóttur félagsmálaráð- herra á þingi í gær. Siv sagði að þótt gott væri að hvetja börn til að vinna þyrfti líka að vernda þau. Jóhanna þakkaði fyrir ábendinguna og sagðist myndu láta skoða sér- staklega hvort börn væru látin bera óeðlilega ábyrgð eða vinna vinnu sem þau ættu ekki að gera. Dagskrá þingsins Þingfundur hefst kl. 13.30 í dag og 15 fyrirspurnir eru á dagskrá, m.a. um líffæragjafir og öryrkja í háskóla- námi. Einar K. Guðfinnsson Jóhanna Sigurðardóttir ÞETTA HELST … SETJA þarf skýr- ari reglur um akst- ur utan vega, bæta merkingar og efla fræðslu, að því er fram kemur í svari umhverfisráð- herra við fyrir- spurn Sivjar Frið- leifsdóttur, þing- manns Framsókn- ar. „Augljóst er að stjórnvöld og almenningur verða að taka höndum saman svo að stöðva megi utanvegaakstur og koma í veg fyrir skemmdir og eyðileggingu landsins sem af slíkum akstri getur hlotist,“ segir í svarinu. Engan akst- ur utan vega Siv Friðleifsdóttir

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.