Morgunblaðið - 20.02.2008, Síða 13
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 2008 13
VIÐSKIPTI/ATHAFNALÍF
!"
#
$
4 "5
."56$.7*8.
& "
#%&'%()*+
&&,-%'%()*+
"./*+
0'%()*+
'1/ /%2 &/*+
3+"/4&/)+51671
891 /%'%()*+
:()/ 6 &*+
0 2 &/71 *+
%1*+
!;<
!%(4(%=(%>%?@?%+2*+
A4/*+
B(%*+
C$*+
#1+9*+
#1 /9#/%A
#1 /9;%1(4;D
"/& &/
16'%()*+
E%A 891 /9'%()*+
F*%@/*+
%A66/ 64/>->/ *+
G/ 1(->/ *+
!" #
H (%A#1(4/ (4 3'% /*+
34)/>@ *+
$%& '
(
G/>&/) 6 /12>I1&6 :()!1
K $
$$K
C
$
K
K
KK
C K
C
CC
$$$CC
K
$K$
$K
$
K
C
CCK $
C$C
C
K
$
=
=
=
$
K
=
=
KL
$LK
L
L
L
L$
$L $
KL
L$
L
$LC
L$
$LC
L$
L
LK
L
$$L
CL
L
C$L
CL
=
=
=
$L
=
=
KL
L
L$
L
L
$
CL
L
K$L
L
L$
$L
L$C
$LC
L
L
L$
CL$
$ L
C L
L$
CL$
CL
$
CL
=
=
C$L
=
L
@-1/
,/>&/)
K
CC
$
=
=
K
=
=
=
=
=
6 ,/>&,%>
K
K
$
GREINING Glitnis spáir því að hag-
vöxtur á þessu ári verði enginn, þ.e.
að landsframleiðsla verði að raun-
gildi hin sama og á síðasta ári. Þetta
kemur fram í nýrri þjóðhagsspá
bankans sem kynnt var í gær undir
yfirskriftinni „Kólnar heitt ef köldu
er blásið.“ Þar segir jafnframt að ár-
ið muni markast af „nokkuð örri þró-
un í átt til innra og ytra jafnvægis
eftir ójafnvægi undanfarin misseri.“
Auk þess muni aðlögun að jafnvægi
einkenna næstu ár; innlend eftir-
spurn muni taka við sér á ný á næsta
ári með lægri vöxtum auk þess sem
aðgengi að lánsfé verður betra sem
og horfur á eignamörkuðum, kaup-
máttur vaxi og fjárfestingar í iðnaði
aukist. Því er spáð að hagvöxtur
muni aukast í 3% á næsta ári og 4-5%
á árunum 2010-2011.
Fram kemur í spánni að útlit sé
fyrir töluverða verðbólgu á þessu
ári, um 5,9% að meðaltali, og skýrist
það meðal af því að horfur eru á all-
snarpri gengislækkun krónunnar.
Verðbólga mun ná hámarki, 7%, í
næsta mánuði samkvæmt spánni en
verða um 5% á síðari hluta ársins. Að
mati sérfræðinga Greiningar mun
verðbólgan síðan minnka hratt á
næsta ári og verður verðbólgumark-
miði Seðlabankans náð um mitt
næsta ár.
Seðlabankinn mun hefja lækkun-
arferli stýrivaxta þegar í apríl nk.
samkvæmt spánni og verður lækk-
unarferlið frekar hratt. Þannig er
því spáð að stýrivextir verði orðnir
11% í árslok og 7% ári síðar. „Gengi
krónunnar lækkar á komandi miss-
erum samhliða því sem Seðlabank-
inn lækkar vexti og dregur úr vaxta-
muni við útlönd á sama tíma og
dregur úr spennu í þjóðarbúskapn-
um,“ segir í spánni en þar kemur
fram að gengi krónunnar muni ná
lágmarki næsta vetur. Gengið mun
síðan byrja að hækka á ný árið 2009.
Það eru óhagstæð skilyrði á fjár-
málamörkuðum og skert aðgengi að
lánsfé sem ásamt innlendum eigna-
verðsáhrifum mun draga úr inn-
lendri eftirspurn og verðbólguþrýst-
ingi á næstunni og þannig gera
Seðlabankanum kleift að lækka
vexti.
Lögun að jafnvægi
einkennir næstu ár
Í HNOTSKURN
» Áhrif fjármálakreppunnar ástöðugleika á íslenskum fjár-
málamarkaði verða ekki var-
anleg. Ýmsir þættir í rekstri
bankanna gera að þeir munu
standast ágjöfina.
» Ríkissjóður er nánast skuld-laus og því í góðri stöðu til að
mæta niðursveiflu hagkerfisins,
segir í þjóðhagsspá Glitnis.
» Einkaneysla mun dragastsaman um 3% á árinu og við-
skiptahallinn lækkar í 9,2% af
landsframleiðslu.
● ATORKA greiddi hluta kaupverðs-
ins á hlut FL Group í Geysir Green
Energy með hlut í Marel. Þetta kemur
í ljós þegar bornir eru saman hlut-
hafalistar Marels en þar bregður FL
Group fyrir sem snöggvast en dettur
aftur út, sem bendir til þess að félag-
ið hafi selt hlut sinn nánast um leið.
Eins og fram kom í Morgunblaðinu
áttu sér stað viðskipti með 1,45%
hlut í Marel á föstudag, án þess að
tilkynningar bærust kauphöll, en
1,45% er einmitt sá hlutur sem FL
Group var skráð fyrir í hluthafaskrá
Marels á mánudag.
Greitt fyrir GGE með
hlutum í Marel
● LÁRUS Weld-
ing, forstjóri Glitn-
is, nýtur fyllsta
trausts stjórnar
bankans. Þetta
kemur fram í yf-
irlýsingu frá
stjórninni en
Fréttablaðið hefur
greint frá því að
sá orðrómur sé á
kreiki að til standi að Lárus víki fyrir
nýjum forstjóra.
Í yfirlýsingunni, sem undirrituð er
af þeim Þorsteini M. Jónssyni stjórn-
arformanni og Jóni Sigurðssyni vara-
formanni, segir að stjórnin sé mjög
ánægð með störf Lárusar og annarra
stjórnenda. Aðalfundur Glitnis fer
fram í dag kl. 14 í Súlnasal, Hótel
Sögu.
Lárus nýtur fyllsta
trausts stjórnar
Lárus Welding
GENGI hlutabréfa svissneska bank-
ans Credit Suisse hrundi í gær í kjöl-
far frétta þess efnis að bankinn
neyddist til þess að skrifa eign sína í
eignavörðum skuldabréfum niður
um 2,85 milljarða dala og afkomu
sína á fyrsta fjórðungi niður um 1
milljarð dala. Ástæðan er sú að við
innri rannsókn kom í ljós að miðlarar
höfðu verðmetið skuldabréfin vit-
laust og er nú unnið að endurmati á
afkomu síðasta árs enda óvissa um
hvort villan hefur haft áhrif á hana.
Samkvæmt frétt Bloomberg féll
gengi bankans um 10% við upphaf
viðskipta í gær og tryggingarálag á
skuldabréf hans fór í methæðir.
Credit Suisse, sem er næststærsti
banki Sviss og meðal stærstu fjár-
málafyrirtækja heims, vék miðlur-
unum sem hlut eiga að máli tíma-
bundið frá störfum en málið þykir
hið versta fyrir bankann. Það eru þó
ekki afkomuáhrifin sem þykja verst
heldur hefur trúverðugleiki bankans
fengið á sig brotsjó að mati sérfræð-
inga. Sérstaklega þykir bagalegt að
það hafi komið upp svo skömmu eftir
hneykslið hjá franska bankanum
Société Générale.
Fyrir tveimur dögum tilkynnti
fjárfestingarsjóður katarska ríkisins
að sjóðurinn hefði keypt hlut í Credit
Suisse.
Afskriftir í kjölfar
rangs verðmats
TRYGGINGARÁLAGIÐ á skulda-
bréf íslensku bankanna hefur verið
mikið til umfjöllunar á undanförnum
vikum og mánuðum. Á meðfylgjandi
línuriti má sjá hvernig álagið hefur
þróast frá því í sumar og þar má
einnig sjá Itraxx-vísitöluna, sem er
sett saman úr tryggingarálagi fjölda
banka. Eins og sjá má á myndinni
hefur tryggingarálagið hækkað tölu-
vert á nýjan leik eftir að hafa lækk-
aði í kjölfar þess að Kaupþing hætti
við yfirtökuna á hollenska bankanum
NIBC en að sama skapi hefur álagið
á flesta bankans heimsins hækkað á
sama tíma.
Álagið á bréf Kaupþings hækkaði í
gær um 45 punkta og er nú 610
punktar. Álagið á bréf Glitnis hækk-
aði um 30 punkta og er nú 560 og
álagið á bréf Landsbankans hækkaði
um 45 punkta og er 325 punktar.
Þess má geta að í kjölfar tilkynn-
ingar svissneska bankans Credit
Suisse um niðurfærslu eigna vegna
rangs verðmats hækkaði trygg-
ingarálag flestra banka heims.
Skuldaálagið hækkar á ný
!
" ##$% &
M4 2(%>%,I/1N
$
C
) * + %# ,-. /0( / )( &%
@1I ?6 ) & O, @ +2
ÞETTA HELST ...
● ÚRVALSVÍSITALAN lækkaði á ný í
gær eftir tveggja daga hækkun. Við
lokun markaðar stóð vísitalan í
5.120 stigum sem er 1,22% lækkun
frá deginum áður. Mest hækkun varð
á bréfum Century Aluminum, 2,3%,
en bréf Landsbankans lækkuðu um
2,05%.
Heildarvelta í kauphöllinni í gær
nam 14,6 milljörðum en þar af var
velta með hlutabréf fyrir 5,3 millj-
arða. Mest velta var með bréf Kaup-
þings, 3 milljarðar.
Gengisvísitala krónunnar lækkaði
um 0,39% og styrktist krónan sem
því nemur.
Lækkun á ný
BRESKA blaðið Guardian hefur á
vefútgáfu sinni í gær eftir heimild-
armanni sem þekkir vel til Exista
að félagið hafi ekki keypt 8% hlut í
írska matvælaframleiðandanum
Greencore og því síður sé félagið
að undirbúa yfirtökutilboð í
Greencore. Greencore tilkynnti í
síðustu viku að ónefndur keppi-
nautur hefði að undanförnu byggt upp hlut í félaginu og
hafa vangaveltur verið uppi um það að Exista stæði að
baki kaupunum á hlutnum í Greencore og greindi írska
dagblaðið Irish Independent frá því í gær að Exista hefði
fengið Deutsche Bank til liðs við sig sem ráðgjafa við yf-
irtökuna en Deutsche Bank flaggaði fyrr í mánuðinum
5,45% hlut í Greencore. Írska blaðið segir Exista hafa í
hyggju að sameina Greencore og Bakkavör og segir blað-
ið Kaupþing fjármagna kaup Exista.
Hlutabréf Greencore hækkuðu um 6,2% í kauphöllinni
í London þegar frétt Irish Independent birtist í gær.
Segir yfirtöku ekki framundan
ÁRIÐ 2006 var lífeyrissparnaður
hvergi í aðildarríkjum Efnahags-
og framfarastofnunarinnar (OECD)
jafn hár sem hlutfall af landsfram-
leiðslu og hér á landi. Þetta kemur
fram í nýlegri skýrslu OECD. Það
ár var lífeyrissparnaður Íslendinga
132,7% af vergri landsframleiðslu
en eins og sjá má af meðfylgjandi
mynd var lífeyrissparnaður meiri
en landsframleiðsla í aðeins þremur
löndum. Áberandi er hversu lágt
hlutfallið er í Svíþjóð (9,5%) og Nor-
egi (6,8%) en þess ber að geta að ol-
íusjóður Norðmanna er ekki talinn
með í útreikningum OECD, enda
vafamál hvort skilgreina beri sjóð-
inn sem lífeyrissjóð.
Þegar lífeyrissparnaður sem
hlutfall af landsframleiðslu er
reiknaður í öllum ríkjum OECD er
hlutfallið 72,5%.
Lífeyris-
sparnaður
hvergi meiri
2
2 2//
34
00 04 02
+
2
5(* & (,
! ( # ,'
( %% ,
#,/ 3/4/1J "H
0
HAGNAÐUR KEA á síðasta ári
nam 913 milljónum króna eftir
skatta, borið saman við 287 millj-
óna hagnað árið áður. Bókfært eig-
ið fé félagsins um síðustu áramót
nam rúmlega 5,4 milljörðum króna
og heildareignir voru tæpir 5,8
milljarðar. Félagið minnkaði eign
sína í skráðum félögum á síðasta
ári en jók hana að sama skapi í
óskráðum félögum. Því lenti KEA
minna í þeim hremmingum sem
fjárfestar annars lentu í síðasta árs-
fjórðunginn. Markaðsverðbréf
námu tæpum 2,8 milljörðum og
fjárfestingaverðbréf tæpum 2,2
milljörðum. Eiginfjárhlutfall fé-
lagsins var 94% um síðustu áramót.
Hagnaður KEA
913 milljónir
♦♦♦
● DANSKE Bank er ellefti stærsti
hluthafi Glitnis með 2,05% hlut sam-
kvæmt nýrri hluthafaskrá bankans.
Bankinn kemur inn á listann yfir
stærstu hluthafa bankans í stað
Citibank, sem um mánaðamótin átti
2,02% hlut.
Ekki liggur fyrir hvort um stöðu-
töku Danske er að ræða eða hvort
bankinn er skráður hluthafi fyrir hönd
þriðja aðila, en vert er að minnast
þess að bankinn hefur um langt
skeið verið afar gagnrýninn á ís-
lensku bankana.
Danske Bank
fjárfestir í Glitni
● HELSTU hlutabréfavísitölur vest-
anhafs lækkuðu í gær eftir að hafa
byrjað daginn á jákvæðari nótum.
Fyrst og fremst voru það fréttir af
hækkandi olíuverði sem sneru þró-
uninni við en fatið af hráolíu kostaði
við lokun markaða í Bandaríkjunum
100,10 dali og er það í fyrsta skipti í
sögunni sem nafnverð á hráolíufati
nær yfir 100 dali. Dow Jones-
iðnaðarvísitalan lækkaði um 0,1% í
gær, samsetta Nasdaq-vísitalan um
0,7% og S&P 500-vísitalan um 0,1%.
Austan Atlantshafsins hækkuðu
flestar vísitölur í gær en þá ber að
taka tillit til þess að fregnir af olíu-
verðshækkunum höfðu ekki borist
við lokun markaða.
Olíumet felldi mark-
aði vestanhafs