Morgunblaðið - 20.02.2008, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 2008 15
MENNING
SÖNGDEILD Tónlistarskóla
FÍH setur um þessar mundir
upp tónleikauppfærslu á öllum
helstu sálar-lögum fyrri ára-
tuga, og bera tónleikarnir
nafnið Sálarmessa. Frumsýnt
verður annað kvöld, fimmtu-
dagskvöld, en alls verður boðið
upp á ferna tónleika. Meðal
þeirra sem koma fram eru Ína,
Bryndís Jakobsdóttir, Svenni í
Luxor og Bríet Sunna. Hljóm-
sveitin sem undir spilar samanstendur af nem-
endum úr skólanum, en tónlistarstjóri er Samúel
Jón Samúelsson. Miðasala fer fram á midi.is,
miðaverð er 1.500 krónur og nánari upplýsingar
um tónleikana má finna á nffih.com.
Tónlist
Söngdeild setur
upp sálarmessu
Samúel Jón
Samúelsson
MIKILL áhugi hefur verið á
sýningunni Vatnsmýri, 102
Reykjavík, sem opnuð var í
Hafnarhúsinu sl. fimmtudag.
Síðasti sýningardagur er á
morgun, fimmtudag, en í
kvöld verður opið lengur, til
kl. 22. Hafnarhúsið er opið öll
fimmtudagskvöld til kl. 22, en
kl. 17 á morgun mun Massimo
Santanicchia arkitekt halda
fyrirlestur um fagurfræði og tíðaranda í skipu-
lagi borga í fjölnotasal Hafnarhússins. Eftir að
sýningunni lýkur munu vinningstillögurnar
verða til sýnis í skála hjá skipulags- og bygging-
arsviði í Borgartúni. Aðgangur að sýningunni er
ókeypis.
Skipulag
Vatnsmýri,
102 Reykjavík
Frá sýningunni.
NÆSTA rannsóknarkvöld Fé-
lags íslenskra fræða verður
haldið í húsi Sögufélagsins,
Fischersundi 3, kl. 20 annað
kvöld. Þar flytur Kristján Ei-
ríksson erindi sem hann nefnir
Ljóðmæli Einars í Eydölum og
útgáfur bundins máls frá lær-
dómsöld. Í erindinu mun Krist-
ján meðal annars fjalla um
nýja útgáfu ljóðmæla Einars
Sigurðssonar í Eydölum, sem
kom út á vegum Árnastofnunar skömmu fyrir jól,
ræða nokkuð um helstu einkenni á skáldskap Ein-
ars og þýðingu hans í íslenskri bókmenntasögu.
Kristján er verkefnisstjóri á handritasviði Stofn-
unar Árna Magnússonar í íslenskum fræðum.
Bókmenntir
Ljóðmæli Einars
í Eydölum
Kristján
Eiríksson
FRÉTTASKÝRING
Eftir Helga Snæ Sigurðsson
helgisnaer@mbl.is
ÍSLENDINGAR hafa tekið að sér
hlutverk ábyrgðaraðila í raðtilnefn-
ingu menningarminja frá tímum
víkinga á heimsminjaskrá
UNESCO en Þingvellir eru eini
staðurinn á Íslandi á heimsminja-
skránni enn sem komið er. Með rað-
tilnefningu er átt við að tilnefndar
verði minjar um sama menningar-
fyrirbæri frá mörgum stöðum og ef
mörg lönd koma að þeim er talað
um alþjóðlega raðtilnefningu.
Mörg lönd koma að verkefninu
auk Íslands, þ.e. sambandslandið
Slésvík-Holstein, Danmörk, Svíþjóð
og auk þeirra hafa stjórnvöld í Kan-
ada og Noregi fylgst með fram-
vindu mála og hugsanlegt að þau
verði með í ferlinu. Það mun að öll-
um líkindum koma í ljós á næstu
vikum. Þorgerður Katrín Gunn-
arsdóttir menntamálaráðherra hélt
í upphafi þessa mánaðar blaða-
mannafund í Kiel með forsætisráð-
herra Slésvíkur-Holsetalands, Pet-
er-Harry Carstensen, og
menningarmálaráðherra, Caroline
Schwarz.
Í ræðu Þorgerðar á fundinum
kom m.a. fram að fjórir staðir væru
þegar komnir á heimsminjaskrá
UNESCO sem tengjast menningu
víkinga, þ.e. konungssetrið og rúna-
steinninn í Jyllinge í Danmörku,
kaupstaðurinn Birka í Svíþjóð,
Þingvellir á Íslandi og landnema-
byggð víkinga í Kanada, L’Anse
aux Meadows.
Nokkurra ára vinna að baki
Mikið er um víkingaminjar í Slés-
vík-Holsetalandi. Ísland hefur unn-
ið að þessu verkefni um nokkurra
ára skeið með Þjóðverjum en
heimsminjanefnd Íslands stýrir
verkefninu hér og vinnur um þessar
mundir að fundi um víkingaminjar
sem halda á á þessu ári með fulltrú-
um landanna fyrrnefndu.
Í Heimsminjanefnd sitja Björn
Bjarnason dómsmálaráðherra og
formaður nefndarinnar, Sæunn
Stefánsdóttir viðskiptafræðingur
og Össur Skarphéðinsson iðnaðar-
ráðherra. Ríkisstjórnin samþykkti í
fyrra tillögu að nýrri yfirlitsskrá yf-
ir fyrirhugaðar tilnefningar Íslands
á heimsminjaskrá UNESCO. Í
skránni er Breiðafjörður nefndur
með tilnefningu í huga til náttúru-
og menningarminjasvæðis og í
flokki menningarminja eru íslensk-
ar torfbyggingar ásamt tengdu bú-
setulandslagi (raðtilnefning) og svo
víkingaminjar.
Samkvæmt upplýsingum frá for-
manni heimsminjanefndar er vinna
hennar rétt að hefjast og því liggur
ekki fyrir formlegur listi yfir til-
nefningar. Danir, Þjóðverjar og Ís-
lendingar hafa hist á tveimur fund-
um og rætt málið og þá m.a. með
tilliti til uppbyggingar verkefnisins
og draga að kostnaðaráætlun. Frá
árslokum 2005 hafa verið haldnir
nokkrir fundir milli fulltrúa Slés-
víkur-Holsetalands og Íslands um
það hvernig standa eigi að tilnefn-
ingunni og hvaða lönd vilji hugs-
anlega vera með í henni.
Í febrúar 2006 var svo haldið mál-
þing í Osló þar sem rætt var um
menningu víkinga og tóku þátt í því
helstu fræðimenn á því sviði frá
Norðurlöndum. Einnig sátu það
fulltrúar stjórnvalda frá Íslandi og
Danmörku sem fara með heims-
minjamál. Helsta verkefni heims-
minjanefndarinnar íslensku er und-
irbúningur að tilnefningu íslenskra
staða á heimsminjaskrá og að gera
tillögu til menntamálaráðherra um
framtíðarskipan verkefna á sviði
heimsminjamála.
Einstakir á heimsvísu
UNESCO gerir kröfu um það að
hinir tilnefndu staðir séu einstakir á
heimsvísu og hafi mikla þýðingu
fyrir heimsbyggðina. Samkvæmt
upplýsingum frá menntamálaráðu-
neytinu má minjunum mjög lítið
hafa verið raskað og þurfa að liggja
fyrir samanburðarrannsóknir á
þeim og öðrum svipuðum til að
sanna einstætt gildi þeirra. Því
koma sérfræðingar á ýmsum svið-
um að þessum tilnefningum og það
ætti að koma í ljós fljótlega hvaða
lönd taka þátt í raðtilnefningunni
og hvaða staðir verða fyrir valinu.
Unnið að skrá yfir víkingaminjar
Fjórir staðir eru þegar komnir á heimsminjaskrá UNESCO sem tengjast
menningu víkinga, þeirra á meðal Þingvellir Unnið að fleiri tilnefningum
Árvakur/Ómar
Öxarárfoss að hausti Þingvellir eru eini staðurinn hér á landi sem kom-
inn er á heimsminjaskrá UNESCO. Vinna að tilnefningu er langt og
strangt ferli og þarf yfirlitsskrá yfir mögulega staði fyrst að liggja fyrir.
Í HNOTSKURN
» Hlutverk Heimsminja-nefndar Íslands er að vera
vettvangur stjórnvalda um fram-
fylgd samnings UNESCO frá
árinu 1972 um menningar- og
náttúruarfleifð heimsins, sem
staðfestur var af Íslands hálfu
árið 1995.
» Sérhverju aðildarríkiUNESCO-samningsins um
verndun menningar- og nátt-
úruminja heims ber að leggja
fyrir Nefnd um arfleifð þjóða
heims yfirlitsskrá yfir menning-
ar- og náttúruminjar, sem við-
komandi ríki telur einstakar á
heimsvísu.
» Fulltrúar Íslands munu af-henda tilnefningarskjöl að
víkingaminjum, fyrir hönd allra
aðildarlanda sem þátt taka í
verkefninu, heimsminjaskrif-
stofu UNESCO og stefnt að því
að það verði fyrir 1. febr. 2010.
ÍSLAND kvað fyrst þjóða hafa
viðurkennt endurheimt sjálfstæði
Eistlands fyrir um 20 árum (hið
fyrra var 1918–40). Það framtak
skilaði sér með fagurtónrænum
hætti á sunnu-
dag þegar
Kammerkór
eistnesku Fíl-
harmóníunnar
sótti okkur heim
í Salnum þar
sem m.a. var
frumflutt þjóð-
argjöf til Íslend-
inga, útsetning
Tönu Korvits á
þrem íslenzkum þjóðlögum.
Með hliðsjón af því og ótvíræð-
um kostum kórsins var tvennt of-
urlítið pínlegt við móttökuna. Ekki
hvað undirtektir varðar sem voru
afar góðar að verðleikum, heldur
hvað snertir hálfþurran hljómburð
Salarins er seint verður talinn
kjörvettvangur kórsöngs. Einnig
hefði aðsóknin mátt vera í nánara
samræmi við flutningsgæði. En
slíkt er að vísu ekki einsdæmi þeg-
ar fremur lítt kunna listamenn ber
að garði við takmarkaða kynningu.
Enn sem oftar má sakna óvilhallra
málsmetandi skipulagsaðilja er
þurfa ekki sjálfir að slá mynt af
komum erlendra hljómlist-
armanna. En það tjóir víst ekki að
fást um það í núríkjandi tröllatrú á
hráum markaðslögmálum.
Líkt og á Skálholtstónleikum
einkenndist dagskráin ýmist af
forntónverkum og nýjum, en með
enn stærra tímabili, því að elztu
verkin voru sléttsöngs– og org-
anumverk frá hámiðöldum, hin
yngri frá 20. öld til í dag, og ekk-
ert þar á milli. Fyrrtöld atriði
(nema Dolorum solatium eftir ást-
mög Héloise, Pierre Abélard) voru
eftir ókunna höfunda, og var Dol-
orium ásamt Audi tellus sungið af
karlasextett en Fletus et stridor
dentium og Heu, teneri partus (at-
riði úr helgileik frá Fleury–
handritinu) sungið af 11 kvenna
hluta kórsins og fluttu konur sitt
án stjórnanda. Má óhætt fullyrða
að sjaldan hafi bragðmeiri
gregorssöngur hljómað hér fyrr en
nú, enda allt frá hvíslandi dulúð í
rífandi dramatík.
Nútímalegast var Kolm islandi
laulu [8’], frjálsleg útfærsla Tönu
Korvits (f. 1969) á Verndi þig engl-
ar, Krummi svaf í klettagjá og Ís-
land farælda frón, er með kröfu-
harðri beitingu á m.a. klasa-
hljómum má segja að hafi í
síðasttöldu tilviki fært íslenzka tví-
sönginn fram á öreinda atómöld.
Djarft með farið – en gekk samt
upp, þökk sé miðli sem gat sungið
hvaðeina sem fyrir hann var lagt.
Þarna, sem í 7 Magnificat–
Antiphonen og Magnificat Arvos
Pärts og tveimur kórlögum Marts
Saars í lokin, mátti greinilega
heyra alvöru-atvinnukór í essi
sínu, ólíkt því sem við eigum að
venjast. Kór sem spannaði mun
stærra styrksvið en gengur og
gerist, í fullkomnu raddsamvægi
(og karlraddir engir eftirbátar
kvenradda), eða, sem smekkmaður
orðaði það í hléi, „eitt samstillt
hljóðfæri“. Hjó maður m.a. eftir
óvenju safaríkum öltum og nærri
rússneskum (ef ekki tíbezkum)
profundo bössum.
Tónleikaskráin var vel búin text-
um á frummálum og íslenzku, en
hefði að ósekju einnig mátt gefa
verkunum gaum, enda óneitanlega
sjaldheyrð á okkar fjörum.
Tvísöngur
á atómöld
TÓNLIST
Salurinn
Miðaldaverk eftir m.a. Abélard; eistnesk
verk eftir Korvits, Pärt og Saar. Kammer-
kór Fílharmóníunnar á Eistlandi. Stjórn-
andi: Daniel Reuss. Sunnudaginn 17.
febrúar kl. 20.
Kórtónleikarbbbbb
Ríkarður Ö. Pálsson
Arvo Pärt
Besta þjónusta farsímafyrirtækja
Samkvæmt Íslensku ánægjuvoginni 2007