Morgunblaðið - 20.02.2008, Side 20

Morgunblaðið - 20.02.2008, Side 20
heilsa 20 MIÐVIKUDAGUR 20. FEBRÚAR 2008 MORGUNBLAÐIÐ Ú ti er svarta myrkur. Stormurinn æðir um og rífur í allt sem á vegi hans verður þeg- ar blaðamaður ber að dyrum hjá Margréti Grímsdóttur hjúkrunarfræðingi, sem einnig er með meistarapróf í félagsráðgjöf. Það er kannski bara vel við hæfi því að ætlunin er að ræða við hana um myrkraverk, sem sjaldnast eru dregin fram í dagsljósið: Ofbeldi í ástarsamböndum unglinga. Margrét er nýkomin heim frá Bandaríkjunum þar sem hún nam félagsráðgjöf og vann sem félags- ráðgjafi í sex ár. Í gegnum vinnu sína kynntist hún unglingsstúlkum sem áttu í erfiðleikum. Hluti af vandmálum sumra þeirra var að þær voru beittar ofbeldi í ástarsam- böndum við jafnalda sína. Nú vill hún fræða íslenska unglinga um þessi mál með forvarnir í huga. Margrét segir að það komi svo sannarlega fyrir að unglingsstúlkur upplifi andlegt, líkamlegt og kyn- ferðislegt ofbeldi í ástarsamböndum við unglingsstráka. Oft hafi þær hvorki styrk né stuðning til að binda enda á sambandið og viti ekki hvert þær eiga að leita. Hún telur mikil- vægt að skapa stúlkunum vettvang þar sem þær geti rætt þessi mál, fengið upplýsingar og ráðgjöf. Þegar Margrét talar um vanda bandarískra unglingsstúlkna veltir maður fyrir sér hvort rétt sé að heimfæra bandarískan raunveru- leika yfir á íslenska unglinga. Hún tekur af allan vafa og segir að í sam- félögum þar sem ofbeldi sé beitt í samböndum fullorðinna finnist líka ofbeldi í samböndum unglinga. „Það hafa ekki verið gerðar rannsóknir á þessum málum hér á landi svo að ég viti. Ég hef hins vegar átt fundi með forsvarsmönnum félagsmiðstöðva, námsráðgjöfum og kennurum. Í samtölum mínum við þá kom fram að þeir kannast við þetta vandamál. Ég tel að nauðsynlegt sé að gera rannsóknir hér til að komast að því hversu stórt það er í raun og veru. Margir unglingar eiga í góðum og uppbyggilegum ástarsamböndum, samböndum sem þróast eðlilega og draga fram það besta í parinu. En það er alveg ljóst að til eru ungling- ar sem eiga í ofbeldissamböndum.“ Í heljargreipum Ákafinn skín úr augum Margrétar á meðan hún talar. Enda er hún greinilega hugsjónamanneskja sem vill stuðla að því að unglingsárin verði ekki sár minning þar sem of- beldi var í aðalhlutverki. „Það verð- ur að kenna unglingum að þekkja of- beldi,“ segir hún og heldur áfram: „Ofbeldi birtist í mismunandi mynd- um. Það er ekki bara líkamlegt held- ur einnig andlegt, kynferðislegt og fjárhagslegt, svo að dæmi séu tekin. Unglingar hafa takmarkaða lífs- reynslu þegar þeir hefja sambönd og geta því oft ekki greint annað of- beldi en líkamlegt. Þeir þurfa að vita að það er ekki eðlilegt að kærastinn hringi í vinkonurnar til að fá það staðfest að kærastan var með þeim kvöldið áður eða að hann segi við hana: „Þú ættir bara að vera ánægð með að ég vil þig. Þú sem ert svo feit og ljót.“ Unglingar sem eru í sam- böndum þar sem þeir eru beittir of- beldi geta upplifað þunglyndi, kvíða, átröskun, félagslega einangrun auk þess sem þeim er hættara við að verða áfengi og fíkniefnum að bráð.“ Margrét segir að hjálpa þurfi unglingum að þroska með sér sjálfs- virðingu og stuðla að því að þeir byggi upp sterka sjálfsmynd. „Ung- lingar með góða sjálfsmynd og sjálfsvirðingu eru líklegri til að hafna ofbeldi. Þeir geta frekar staldrað við og sagt: „Ég á betra skilið,“ og slitið sambandinu. Ung- lingar í ofbeldissamböndum eiga oft mjög erfitt með að slíta þeim. Þeir festast í sama vítahring og fullorðnir í slíkum samböndum. Gerandinn kemur inn sektarkennd hjá fórn- arlambinu og heldur því í heljar- greipum.“ Ofbeldi flyst á milli kynslóða Margrét bendir á að til séu leiðir til að sporna við ofbeldi í ástarsam- böndum unglinga. Hún segir að for- varnir gegni þar lykilhlutverki. „Karlmenn eru gerendur í miklum meirihluta ofbeldissambanda full- orðinna og unglinga. Forvarnir gegn kynbundnu ofbeldi ættu því að byrja inni á heimilunum. Góðar fyrir- myndir skipta miklu máli og eru feð- ur þar í aðalhlutverkinu. Þeir verða að vera meðvitaðir um að þeir eru fyrirmyndir. Feðurnir kenna sonum sínum hvernig umgangast á konur. Mér er minnisstæður 16 ára íslensk- ur unglingsstrákur sem beitti kær- ustuna sína andlegu og líkamlegu of- beldi. Hann sagði við mig í samtali: „Allir menn lemja konurnar sínar einhvern tímann.“ Hann hafði alist upp við að horfa á föður sinn ganga í skrokk á móðurinni. Drengurinn taldi að ofbeldi væri eðlilegur hluti heimilislífs þar sem hann þekkti ekki annað. Ofbeldi flyst á milli kyn- slóða með þessum hætti og keðjan lengist sífellt.“ Margrét segir að skólarnir gegni einnig mikilvægu hlutverki þegar kemur að forvörnum gegn ofbeldi í samböndum unglinga. Draumsýn hennar er sú að hafin verði markviss kennsla um það í 8. bekkjum grunn- skóla. „Það er mikilvægt að ná til unglinganna áður en þeir fara í al- varleg sambönd. Aldur þeirra sem hefja sambönd og byrja að stunda kynlíf fer lækkandi. Því fyrr sem byrjað er að fræða stúlkur og drengi um ofbeldi og birtingamyndir þess, því líklegra er að það skili árangri. Í Bandaríkjunum kynntist ég náms- efni sem hefur verið notað með góð- um árangri. Það er kennt í umræðu- hópum og miðar að því að kenna unglingunum að skilja mismunandi tegundir ofbeldis og áhrif þess. Ég held að þetta námsefni geti hentað vel hér á landi.“ Margrét hefur að undanförnu reynt að vekja athygli manna á of- beldissamböndum unglinga. „Mér er vel tekið hvar sem ég vek máls á þessu við fólk sem vinnur með ung- lingum. Það er sammála mér um að þetta sé vandamál sem þarf að taka á. Vandinn er hins vegar sá að finna peninga í kerfinu til að sinna þessu, segir hún.“ Margrét er, eins og flestir hug- sjónamenn, baráttumanneskja í eðli sínu. Hún leitar nú að fjármagni til að hefja fræðslustarf með ungling- um. Það er tímafrekt og erfitt verk með fullri vinnu en hún er ákveðin í að leggja ekki árar í bát þó að á móti blási í bili. Hún veit að afleiðingar ofbeldis geta verið skelfilegar og að öflugar forvarnir eru stór þáttur í því að útrýma heimilisofbeldi. Þegar svíður und- an unglings- ástinni Í hugum flestra tengist ofbeldi í samböndum full- orðnu fólki sem hefur sagt skilið við hveitibrauðs- dagana. Margrét Grímsdóttir sagði Öldu Áskels- dóttur hins vegar frá því að alvarlegt ofbeldi er einnig að finna í samböndum unglinga sem eru að stíga fyrstu skrefin á vegi ástarinnar. Árvakur/Valdís Thor Háskaleg ást Unglingar í ofbeldissamböndum geta upplifað þunglyndi, kvíða, átröskun, félagslega einangrun og er hættara við að verða áfengi og fíkniefnum að bráð, að sögn Margrétar Grímsdóttur. © Greg Vote/Corbis Föst Oft eiga unglingar erfitt með að slíta ofbeldisfullum samböndum. Þetta er saga 15 ára stúlku semhóf samband við jafnaldra sinn. Í byrjun lék allt í lyndi. Strákurinn var skemmtilegur og vinsæll í skólanum og því var ákveðin upphefð í að vera með honum. Hann lagði hart að henni að þau stunduðu kynlíf. Hún var ekki tilbúin til þess og ákvað því að slíta sambandinu. Hann vildi ekki sleppa henni og upphófst of- beldi sem tók hana þrjú ár að binda enda á. Drengurinn braut hana niður andlega meðal annars með því að sannfæra hana um að hún myndi aldrei eignast annan kærasta ef þau hættu saman. Hún væri ekki þess virði að nokkur annar myndi líta við henni. Hann einangraði hana með því að spilla vinskap á milli hennar og vin- kvenna hennar. Hann hringdi í þær og bar í þær lygar. 15 ára stóð stúlkan uppi ein og án vina. Hún vildi hætta í sambandinu en komst hvergi. Drengurinn hafði náð fullkomnu valdi yfir henni. Hún laug að foreldrum sínum til að þóknast honum. Hann krafðist þess til dæmis að hún væri lengur úti en þeir leyfðu. Hún þorði ekki annað en að hlýða þar sem hún var hræddari við hann en þau. Hún var hrædd við reiði hans og viðbrögð. Hrædd um að hann myndi leggja á hana hendur. Snúa upp á húð- ina á brjóstunum á henni og klípa. Hann var mjög afbrýði- samur og í einu afbrýðisemikasti hrinti hann henni á húsvegg svo hún hálfrotaðist. Hún reyndi hvað eftir annað að slíta sam- bandinu. Þá grét hann og sagðist ekki geta lifað án hennar. Dreng- urinn lofaði að gera henni aldrei aftur mein. Hann spilaði á sam- visku hennar aftur og aftur. Þeg- ar þau byrjuðu í framhaldsskóla gætti hann þess að hún eignaðist ekki nýja vini. Hann beið eftir henni að skóladegi loknum og tryggði að hún væri bara með honum. Saga úr íslenskum veruleika Í starfi sínu í Bandaríkjunumkynntist Margrét unglingum sem áttu mjög erfitt og lifðu við hörmulegar aðstæður. Hún vann meðal annars sem félagsráðgjafi á sængurkvennadeild. Einn af skjól- stæðingum hennar var 17 ára þunguð stúlka sem bjó með barns- föður sínum. Hann beitti hana ítrekað ofbeldi. Eitt sinn leitaði hún á spítalann þegar barnsfaðir hennar hafði ráðist á hana í af- brýðisemikasti eftir að hafa séð hana tala við annan karlmann. Hún var komin átta mánuði á leið en hann lét það ekki stoppa sig. Hann hrinti henni og barði. Hann settist ofan á magann á henni og endaði með að hella yfir hana klór. Saga úr bandarískum veruleika Höfundur er í meistaranámi í blaða- og fréttamennsku og var í starfskynn- ingu hjá Morgunblaðinu.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.